Vísir - 19.04.1978, Side 7

Vísir - 19.04.1978, Side 7
VTSIRiMiðvikudagur l9- aPrii 1978 FINNA íKKI IÍK AIOROS Hermenn, sem leitað hafa að líki Aldos Mor- os fyrrum forsætisráð- herra hafa ekki fundið nein merki manna- ferða i snjónum við Duchessa-vatn uppi i Abruzzifjöllum. Skiðasveitir og þyrlur hröð- uðu sér á þessar slóðir (um 160 km norðaustur af Róm ) eför að tilkynning barst frá Rauðu her- deildinni i gær, þar sem sagði, að Moro hefði verið „tekinn af lifi með sjálfsmorði” og liki hans varpað i vatnið. Einhvervafi þykir leika á þvi, að tilkynningin hafi komið frá ræningjum Moros, og eru menn að vona, að hún hafi verið gabb. Alpasveit úr italska hernum segir, að Duchessavatn hafi verið isilagt frá þvi fdesember ogekki aðsjá að isinnhafi nokk- urs staðar verið brotinn. Að vatninu er þriggja stunda ganga ^ -1 J-íu^T £ ÍJUL jj.u'-ú E, í» vtt-uuwi-yv-tf ÍTo | L-íLL <. ...... „ '.s +r... +■ .1. A tniðri myndinni sést eitt bréfa Aldos Moros, sem hann skrifaði meðan hann var á valdi ræningjanna, en ofan viö er vélrituð orö- sending frú ræningjunum, skrifuö á aðra ritvél, en tilkynningin, sem barst I gær um dauða Aldos Moros. —Til hægri sjást lögreglu- hundar leita, en til vinstri nokkrir Rauðu herdeildarmenn dregnir fyrir rétt I Torlnó. frá næsta vegi, en enga slóð að sjá i snjónum. 1 tilkynningunni um dauða Moros (barst bréfleiðis) var sagt, að dauði Moros „markaði endalok einræðis Kristilegra demókrata”. Fannst bréfið með tilkynningunni i öskutunnu eftir að hringt hafði verið i eitt dag- blaðanna i Róm og visað á það. Það reyndist vélritað á aðra vél en hinar orðsendingar ræningja Moros. Fyrr i gær réðst lögreglan til inngöngu i' ibúð eina i Rom þar sem hún hafði grun um, að ræn- ingjarnir hefðu geymt Moro um hrið. Fundust þar sex byss- ur, sprengjur, skotfæri,ei-n-- kenninsbúningar öryggisvarða, flugmanna og afrit af yfirlýs- ingum Rauðu herdeildarinnar. Athygli beindist að ibúðinni, vegna þess að ræningjarnir höfðu gleymt að skrúfa fyrir vatnskrana i baði, og flæddi vatn i ibúðinaá næstu hæð fyr- ir neðan. Járnbrout- arslys við Bombay Að minnsta kosti 28 létu lifið þegar hraðlest rakst á farþegalest skammt frá Bombay i gærkvöldi. Nær áttatiu voru fluttir á sjúkrahús. Fréttir frá Bombay herma, að flestir hinna látnu hafi verið kon- ur og börn. Það voru um 100 farþegar i aft- astavagni farþegalestarinnar, sem hélt uppi ferðum til eins út- hverfis Bombay. Aftasti vagninn var fyrir konur. Var lestin að renna út af Bass- ein-járnbrautastöðinni um 60 km norður af Bombay þegar hrað- lestin rakst aftan á hana og fóru báðar af teinunum. Versta járnbrautarslys Ind- lands til þessa varð i mai i fyrra, þegar hraðlest rann ofan i á, sem flætt hafði yfir- bakka sina. 91 fórst. A laugardag varð jarnbrautar- slys við Bologna á Italiu þar sem 50 fórust en á annað hundrað meiddust. Loftmynd af járnbrautarslysinu við Bologna á laugardag, f Oeirðasomt í Tyrklandi Útgöngubann gilti i morgun i bænum Mala- tya i suðausturhluta Tyrklands eftir miklar óeirðir, sem urðu þar i gær, en einn námsmað- ur var þá drepinn og kveikt i fjölda bygginga. Til óeirðanna kom i gær, eftir að hinn hægrisinna borgarstjóri Malatya hafði verið myrtur með sprengju sem honum barst i pósti. Með honum fórst i sprengingunni þrennt úr fjölskyldu hans. Hægrisinnar i borginni gengu berserksgang, þegar fréttist af morðinu, óðu um stræti og kveiktu i húsum stuðningsmanna Bulents Ecevits forsætisráðherra og social-demókrata. Herliði var safnað úr næstu ná- grannahéruðum til þess að kveða niður óeirðirnar. Herma sumar fréttir að sextiu manns hafi meiðst I átökunum. óeirðasamt hefur verið i Tyrk- landi það sem af er þessa árs, og hafa 120 manns látið lifið i slikum uppþotum. Óskaplegt tjón Bæjarstjóri Portsall á Bretagneskaga, sem verst hefur orðið úti vegna oliulekans frá Amoco Cadiz, segir að tjónið af völdum mengunarinnar verði að minnsta kosti sjöföld sú upphæð, sem tryggingar skipsins taka til. Telur hann að tjónið verði á þriðja hundrað milljónir Banda- rikjadala. maVÍYMDlJU RÁ\YVL XAim AfiY 004MAH8 MU ViajJUH UVLAl Nýi Panamasamningurinn samþykktur öldungadeild Banda- rikjaþings samþykkti i gær að afhenda Panama yfirráð skipaskurðarins um næstu aldamót — en ýmsir þingmanna höfðu orð á þvi, að þess ættu menn eftir að iðrast illi- lega giðar. Aðrir litu á samþykkt- ina sem upphaf nýs timabils i sambúð Bandarikjanna við Suð- ur-Amerikulöndin. Eftir 38 daga umræður i þingdeildinni var gengið til atkvæða í gær, og samþykktu 68 nýja samninginn, en 32 voru á móti. Var það einu atkvæði meira en þurfti i tvo þriðju meirihluta, til þess að samningurinn gæti tek- ið gildi.. Nákvæmlega sömu málalok fengust, þegar Carterstjórnin lagði fyrir þingið annan Panama- samning, sem fól i sér, að Panamaskurðurinn skyldi verða hlutlaust svæði. Um leið og úrslitin lágu fyrir i þinginu, kunngerði Omar Torrijos, hershöfðingi og forseti Panama (sem komst til valda fyrir 10 árum), að Panamastjórn samþykkti samninga með þeim breytingum, sem Bandarikjaþing hafði gert á þeim. Um leið var af- létt banni á stjórnmálastarfsemi i Panama. Carter forseti, sem lagt haföi mikið kapp á það að fá samning- ana samþykkta i þinginu, lét svo ummælt eftir atkvæðagreiðsluna, að samningurinn mundi marka upphaf nýs timabils. PANAMASKURDURINN Smiði Panamaskipaskurðarins lauk 1914 og kostaöi 387 milljónir Bandarikjadala. Hann er 82km langurog 16km breiöur. Feikileg skipaumferð hefur ávallt veriö um skurðinn enda styttir hann mjög siglingar skipa milli Kyrrahafs og Atlantshafs, sem ella yrðuaðsigla fyrir syðsta odda Suður-Ameriku. 1977 fóru 13.087 skip um skurðinn-samtals um 123 milljónir smálesta. 19% þessara skipa voru undir fána Liberiu, 10,6% voru bresk, 8,6% bandarisk og 8,3% grisk. Bandarikin hafa haft yfirráð skurðarins á sinni hendi og greitt Panamastjórn árlega i leigugjöld af honum 2,3 milljónir dollara. 9.300 manna bandariskt herlið hefur gætt hans, en alls starfa viö skurðinn 37.580 Bandarikjamenn. AHrrra aAH 00VS8 imig * '8MAJO

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.