Vísir - 19.04.1978, Blaðsíða 19

Vísir - 19.04.1978, Blaðsíða 19
VISIR Miðvikudagur 19. april 1978 19 SUMARDAGURINN FYRSTI: ÚR HONUM MÁTTI LíSA SPÁDÓM SUMARSINS //Sá sem lítur sumar- tunglið í fyrsta sinn átti að steinþegja og bíða þess að talað væri til hans. úr því ávarpi mátti svo lesa spádóm. Nýtrúlofuð stúlka settist t.d. á stól- garm og fékk þessa að- vörun: Varaðu þig hann er valtur. Unnustinn sveik hana um sumarið". Það eru til ýmsir skemmtileg- ir siðir i sambandi við sumar- daginn fyrsta, eins og þessi sem við fundum i bók Arna Björns- sonar þjóðháttafræðings, Saga daganna. Veöurfar skipti miklu fyrir okkur og gerir enn. Við vildum gjarnan vita hvernig sumar við eigum i vænd- um. Sannleikur leynist oft i gömlum sögum og þvi ekki að taka mark á þeim og einnig við- halda gömlum hefðum. Það boðaði gott ef það var frost á aðfararnótt sumardags- ins fyrsta. Þá var talað um að saman frysti sumar og vetur. Sá siður var þá hafður að setja út skál með vatni að kvöldi og aðgæta svo eldsnemma næsta morgun hve isskánin væri þykk. öll vinna var viðast hvar felld niður á sumardaginn fyrsta og fólk klæddi sig i sparifötin. Þá var það algengt að kýrnar fengju að viðra sig i fyrsta skipti, eftir langa inniveru. Hver stúlka átti sinn sumardag Sums staðar tiðkaöist það að hver stúlka i sveitinni ætti sinn sumardag. Þannig þóttust menn geta séð samsvörun milli lund- arfars stúlkunnar og veðurfars- ins þennan fyrsta sumardag. Eins var tiðkað sums staðar að skrifa upp alla þá sem komu i heimsókn i einmánuöi á lausa miða. A sumardaginn fyrsta var svo dregið um miðana til að sjá hver kæmi i hvers hlut. Einnig var sá siður hafður að elsti ógifti maðurinn á bænum átti þá stúlku sem kom fyrst i heim- sókn á sumardaginn fyrsta. Sumarkökur og gjafir. Sums staðar á landinu voru bakaðar sérstakar sumarkökur. Á Norðvesturlandi voru það hlemmistórar rúgkökur og vour þær allt að þrjátiu sentimetrar i þvermál og tveir á þykkt. Sumargjafir virðast jafnvel eldri siður hér á landi, en jóla- gjafir meðal almennings. Oftast voru gjafirnar heimaunnar. „Sérstök tegund gjafa var svo- nefndur sumardagshlutur á Suðvesturlandi og i Vestmanna- eyjum. Þá færðu sjómenn kon- um sinum þaö sem þeir öfluöu i róðri á sumardaginn fyrsta og máttu þær hagnýta aflann til einkaþarfa, en ekki beint til heimilisins”, segir Arni Björns- son i bók sinni, þar sem þessar upplýsingar um sumardaginn fyrsta eru fengnar. —KP. , Veisluhöldin við Sigöldu Starfsmenn mótmœla harðlega Meirihluti starfsmanna viö Sigöldu hef ur sent f rá sér pistil vegna heim- sóknar þingmanna og ráöherra til Sigöldu. Þar segir: „Stjórn Landsvirkjunar hefur boðið þingmönnum, ráðherrum og mökum þeirra ásamt tiiheyr- andi embættismannaliði I veislu að Sigöldu n.k. fimmtudag. Veislan er umfangsmikil og kostnaður skiptir milljónum króna. A sama tima og forráða- menn þjóðarinnar lögþvinga meginþorra landsmanna til að taka á sig launalækkun, ætlar Landsvirkjun sem er að hálfu eign rikisins og að hálfu Reykjavikurborgar að sóa milljónum króna af rekstrarfé sinu i lúxus fyrir fámennan for- réttindahóp. Við mótmælum þvi harðlega að standa undir kostn- aði fyrir veisluhöidum sem þessum með sköttum okkar. Við höfum nóg með aö vinna fyrir daglegu brauði, sem sífellt rýrnar þótt við hÖfum þetta ekki i ofanálag. Viö krefjumst þess að stjórn Landsvirkjunar afboði fyrirhugaða veislu. Veisluféö ga:ti gengið upp i lækkun á rafmagnsveröi til almennings eða Landsvirkjun greiddi starfsmönnum sínum umsamd- ar visitölubætur á laun”. Ejórtán manns af sextiu sem vinna á Sigöldu mótmæltu þvi að þessi tilkynning yrði send út. Undanfarið hefur verið unnið aö þvi að hreinsa umhverfið við Sigöldu og t.d. hefur vegurinn til Hrauneyjarfossvirkjunar verið iagfærður töluvert. Þar hefur verið unnið með ýtum og öörum stórvirkum vélum. —KP. Erlo og Arnar skipuð deildarstjórar RLR Skipað hef ur verið i tvær stöður deiIdarstjóra við Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Erla Jónsdóttir sem hefur verið settur deildar- stjóri var skipuð i aðra stöðuna en Arnar Guð- mundsson fulltrúi við Fiknief nadómstólinn í hina. Umsækjendur um þess- ar stöður voru sex. —SG ORÐSENDING I IL FORELDRA. í dag fá nemendur grunnskóla í hendur bæklinginn „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1978“, meö upplýsingum um framboö á sumarstarfi neöangreindra stofnana. Foreldrar eru hvattir til þess að skoða bæklinginn vandlega með börnum sínum. íþróttaráð Reykjavíkur Leikvallarnefnd Reykjavíkur Skólagarðar Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur Æskulýðsráð Reykjavíkur Tjarnargötu 20 s. 28544 Skúlatúni 2 s. 18000 Skúlatúni 2 s. 18000 Borgartúni 1 s. 18800 Fríkirkjuvegi 11 s. 15937 ÆSKULÝÐSRAÐ REYKJAVÍKUR SIMI 15937 /Jv O 'é' BLOMASKREYTINGAR Sumarblóm, mikið úrval Opið sumardaginn fyrsta. Opið alla daga, öll kvöld til kl. 22. -tn 'í' O 'é*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.