Vísir - 19.04.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 19.04.1978, Blaðsíða 9
Betrí íþrótta- þátt, Bjarni! Þórarinn Hafsteinsson skrifar: Einhver spek- ingur sagöi einhverntima aö ekki væri gott fyrir islendinga að vera mikið i útlöndum. Hætt- an leyndist i þvi að þeir yrðu of góðu vanir. Ég hef dvalist i Bretlandi um nokkurtskeið en kom heim fyrir helgina. Og ástæðan fyrir að ég sting niður penna er iþróttaþátt- ur sjónvarpsins á laugardaginn var. Hann var hræðilegur, jafn- vel þó hann verði ekki borinn saman við iþróttaþætti i bresku sjónvarpi. Þátturinn byrjaði, ef ég man rétt á langri mynd meö músik og hádramatiskri frásögn um rall-akstur iAustur-Afriku, eöa Vestur-Afriku. Enginn botn fékkst i þessa mynd, ekki var einu sinni greint frá úrslitunum. Svo sagði Bjarni nokkrar fréttir dagsins, og skellti siðan á okkur siðari hálfleik i leik Vik- ings og 1R úr fyrstu deildinni i handbolta. Það var önnur hörm- ungin. Leikurinn var spennandi og jafn og lauk á skemmtilegan hátt þegar Jens Einarsson markv.örður tR varði vitakast á siðustu sekúndunum. En Bjarni Fel. hefur ekki staðið sig nógu vel með íþróttaþáttinn i vetur segir einn lesandi blaðs- ins. klaufaskapur sjónvarpsmanna var einstakur. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum, var filman búin, þannig að á- horfendur misstu af vitakastinu og meiru. Aftur komu fréttir dagsins frá Bjarna og svo skautadans það sem eftir var. Ekki verður sagt að illa hafi verið dansað en á mörkunum er að þetta efni eigi heima i iþróttaþætti i jafn miklu magni og það er notað hér á landi. Strax eftir að þættinum lauk var svo skiðakennslan, uþb. ti- undi þáttur, og má ætla aö flest- irkunni orðiö réttu sporin, enda ekki seinna vænna — komið er framá sumar! Og þegar maður er einu sinni byrjaður aö finna að hlutunum er rétt að minnast aðeins á ensku knattspyrnuna. t leiknum um siðustu helgi, milli Arsenal og Orient, kom helsta marka- maskina Arsenal, Malcolm McDonald mikið við sögu, eins og menn muna. Þegar leiknum var lokið sást ein sekúnda af viðtali sem ensku sjónvarps- mennirnir áttu við kappann. Það er með öllu óskiljanlegt af hverju þetta viðtal var ekki sýnt. Klukkuna vantaði um 20 minútur i átta, og sjónvarps- menn völdu heldur klukkuna til að sýna okkur. Þvi er hérmeð beint til sjón- varpsins að sýna þessi viðtöl, sem alltaf fylgja þáttunum um ensku knattspvrnuna. Það er jafn dýrt og láta klukkuna ganga á skerminum. Og Bjarni þarf endilega að taka til hend- inni og krækja sér i betra efni en hann hefur boðið uppá nú um nokkurt skeið. STEFNUM AÐ ÁKVEÐNU MARKI Guðmundur Jóelsson skiifar: Það mætti halda að maöur væri að lesa um Bandarikin, þegar maður les i blöðunum um prófkjörin. Þessi fallinn, og þessi og þessi vann stórsigur og ég veit ekki hvaö. En hugsar nokkur um hversu miklir pen- ingar fari i þetta? Nei þvi býst ég ekki við- Við vitum öli að landið er á heljarþröm og ekkert þýðir að skera á hnútinn þvi hann er alltaf á hinum endanum. Það getur komið til þess að við þurf- um að nota hann. Ekki kafnaði nú verðbólgan þó að krónan lækkaði um 15%. Ég fylgist vel með hvernig is- lensku krónunni gengur ogmað- ur heyrir i norska útvarpinu daglega gengið, og alltaf lækkar það um einn norskan aur á dag. Þegar ég fór til Noregs 9. mai '71 og þar til núna hefur krónan lækkað. 6/5 1 977 kostaði ein norsk króna 36.49 kr. islenskar. En 20. mars kostaði hún 47.62 kr. is- lenskar. Hún hefur lækkað um 25% á einu ári. Hvar endar þetta? Hvað gerir rikisstjórnin? Ekkert. Byggir brýr, byggir jarnblendiverksmiðjur þar sem tap verður margir milljarðar. Svo bæta nú ekki verkföllin á hver ju einasta ári. Það er alveg gifurlegt tap á verðmætum sem fer i súginn, en hver hugsar um það? Enginn. Nei, nú hefur ver- ið gengið of langt! Launin eru borguð með algjörlega verð- lausum peningum. Ég er kannski of harðorður, en fólk verður að skilja að það þarf að hugsa og fýlgjast með hvað rikisstjórnin gerir, mæta á flokksþing o.s.frv. JÞaö þýðir ekkiað hugsasem svo: Já hann Jón á næsta bæ fer örugglega á fundinnog talar um það sem við ræddum, um daginn”. Jón hugsar alveg það sama og niðurstaðan er su að hvorugur fer á fundinn. Hvað eru margir sem hugsa svona? Jú það eru nokkuð margir og svo þýðir ekkert að standa úti i horni og hrópa ég veit þetta og þetta og svo stend- ur annar á öðru horni og segir ég veit ekki þetta og þetta. Nei standið saman. Það er betra fyrir marga en einn að reyna að ná ákveðnu marki. Ég vona að þessi pistill hafi vakið fólk til umhugsunar, ef ekki, þá skrifa ég aftur þangað til þjóðin skilur að hún á ekki aö segja já og amen, hvað sem rikisstjórnin gerir. Þetta á við allar rikisstjórnir hvort sem þær eru vinstri eða hægri. Takk fyrir „Hús- félagsfundinn a Gunnar Bjarnason hringdi: „Ég vil þakka sjónvarpinu kærlega fyrir þáttinn sem var á sunnudagskvöldið og nefndist Húsfélagsfundur. Þetta var mjög þarflegur þáttur og vel gerður og eiga aðstandendur all gott skilið fyrir. Það er alltaf gaman að sjá ný andlit á skján- um og hvað þá þegar vel er gert. Það verða allir aö ganga i gegn um þetta einhvern tima og ég tala nú ekki um húsfélagsfund. Það má verða framhald á þessu, á svona leiöbeiningum þurfa allir að halda. Nú er framundan mikil súpa af alls konar kosningafundum svo það er eins gott að fólk fái dálitla innsýn inn i hvernig að þessu er staðið. Sjónvarpið er alltaf undir smásjá allra landsmanna. Það vantar ekki aö aliir hlaupi upp til handa og fóta, þegar mönn- um finnst illa takast til, en þeg- ar vel er gert þá heyrist ekki frá neinum. Ég vil svo bara endur- taka þakklæti mitt til sjón- varpsins og aðstandenda þessa þáttar. Hann var frábær og ég vildi gjarnan fá fleiri I þessum dúr. Ekki veitir okkur af aö fræöast. FAGNIÐ SUMRI MEÐ BLÓMUM Alls konar skreytingar og gjafavörur við öll tœkifœri Opið sumardaginn fyrsta Blómabúóin vor AListarverí TÓNLEIKAR miðvikudaginn 19. apríl kl. 20.30. INGOLF OLSEN syngur og leikur á gítar og lútu. NORRÆNA HÚSIÐ Verið velkomin. Aðgöngumiðar í kaffistofu og við innganginn. Vestmannaeyjar Nýtt símanúmer - ... umboðsmanns er 1^50 VÍSIR Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 18. og 20. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á hluta í Skipholti 35, þingl. eign Gúmmivinnunstofunnar h.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavfk á eigninni sjálfri föstudag 21. aprfl kl. 16.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.