Vísir - 28.04.1978, Page 7

Vísir - 28.04.1978, Page 7
vism Föstudagur 28. aprll 1978 Pierre Robert Jone Hellen SNYRTIVÖRURNAR VERÐA KYNNTAR AF SNYRTISÉRFRÆÐINGI FRÁ FYRIRTÆKJUNUM í SVÍÞJÓÐ í EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM. Föstudag 28. 4 kl. 1-6 Snyrtivörudeildin Glæsibæ' Föstudagskvöld Kynnir Margaretha sumarsnyrtinguna frá PIERRE ROBERT sumarið 1978 A ÚTSYNARKVÖLDI A HÓTEL SÖGU. KOMIÐ í VERSLANIRNAR, KYNNIST NÝJ- UNGUM, FRÆÐIST U M FEGRUN HJÁ MARGARETHA ODE SEM KYNNIR SUM- ARSNYRTINGUNA 1978. c%lmerióka " Tekinn af lífi fyrir heróinsölu Ný viðurlög hafa verið tekin upp i Singapore við eiturlyfjasölu. Fyrsti maðurinn hefur verið dæmdur eftir þessum nýju lögum og var hann tekinn af lifi. I tilkynningu frá stjórninni segir að Sin Tong 28 ára gamall verkamaður hafi verið hengdur fyrir að brjóta nýju lögin. Hann var dæmdur til dauöa fyrir að selja rúmlega tvö hundruð grömm af heróini. Farið var fram á að dómurinn væri mildaður en allt kom fyrir ekki. Forseti lands- ins synjaði einnig beiðni um að milda dóminn yfir Sin Tong. Nýju lögin kveða á um að dauðadómi skuli framfylgt ef ein- hver er staðinn að þvi að selja meira en 15 grömm af heroini. Bylting íAfgtm- istan — forsetinn skotinn til bana Forseti Afganistan, Mohammed Daoud, var skotinn til bana af hermanni úr liði upp- reisnarmanna. Þetta var tilkynnt i útvarps- stöðinni i landinu i nótt. Herinn hefur tekið öll völd i landinu, en Daoud forseti hafði set- ið á valdastóli i fimm ár. Byltingarráð hersins fer með völdin i landinu. Herinn tók völdin I gær, eftir mikla bar- daga i höfuðborg landsins, Kabúl. í bardaganum voru notaðir skriðdrekar, flugvélar og stórskotalið. 1 útvarpstilkynningunni sagði aðDaoud forseti,sem var 68 ára gamall, hefði neitað að gefast upp. Þess vegna hafi hann og hans lið verið máð út, einsog það var orðað i tilkynningu frá uppreisnarmönnum. Bróðir for- setans, Mohammad Naim, var einnig skotinn til bana af upp- reisnarmönnum. í útvarpstil- kynningunni var ekki greint ná- kvæmlega frá þvi hvernig dauða forsetans bar að, eða hvenær það var. 1 uppreisninni voru notaðir skriðdrekar, sovéskar flugvélar og stórskotalið, eins og áður segir. Árás var gerð á bústað forsetans. Höllin mun hafa brunnið til grunna, eftir þvi sem fréttir herma. Einnig hafa borist fréttir af þvi að flug- völlurinn iKabul hafi orðið fyrir árás, en þar var bækistöð flug- hersins. I tilkynningu frá uppreisnar- mönnum, sem lesin var i út- varpið, segir að æðsti maður landsins sé Dagarwal Abdul Khadir, hershöfðingi. Tek til við nýja kvikmynd — sagði John Woyne, eftir að hann útskrifaðist af sjúkrahúsi þar sem hann gekkst undir hjartaaðgerð Kvikm yndaleikarinn John Wayne var útskrifaður at sjúkrahúsi i' Massachusett - i Bandarikjunum i gær, þar sem hann gekkst undir mikinn hjartauppskurð. Þegar hann kom til Los Angeles i einkaþotu sinni sagði hann við fréttamenn að nú færi hann að vinna að nýrri kvikmynd sem hann til- greindi ekki nánar. Leikarinn sem er sjötugur að aldri og hefur leikið i yfir 200 kvikmynd- um, sagði að hann ætlaði að hvila sig i nokkra daga en hefj- ast svo handa við nýju kvik- myndina. Fyrir fjórtán árum var John Wayne skorinn upp við krabba- meini i lunga en læknar sögðu að sú aðgerð sem hann hefði gengist undir nú væri ekki i nokkrum tengslum við þá að- gerð. Málgagn kommúnista hefur fordæmt mannrán Rauðu herdeildarinnar. Hér er mynd af þrem leiðtogum hennar, sem eru í haldi, og Rauða herdeildin krefst þess að sleppt verði lausum. Japanskur leiðangur á Norður- pólnum Leiðangur frá japanska há- skólanum Nihon er nú á Norðurpólnum. Leiðangurinn notaði hundasleða til að kom- ast á pólinn. Reynt hefur verið að ná sambandi við leiðangur- inn undanfarna daga, en það hefur ekki tekist. Hann komst á pólinn s.l. miðvikudag, en ekkert hefur heyrst frá mönn- unum siðan. Þeir sem fyrstir komust á Norðurpólinn voru Banda- rikjamennirnir Robert Peary og Matthew Henson. Þeir not- uðu einnig hundasleða. Kommúnistar fordœma Rauðu herdeildina Kommúnistaflokkur Italiu réðst harkalega á Rauðu herdeildina, sem hefur haft Aldo Moro fyrrum forsætis- ráðherra landsins i haldi i sex vikur. Valdamenn kommún- istaflokksins leggja þunga áherslu á að ekki verði samið við mann- ræningjana, en for- dæmir aðgerðir Rauðu herdeildarinnar. Enn hefur ekkert spurst til Aldo Moro. Ekki er vitað hvort hann er lifs eða liðinn. Nú eru fjórir dagar siðan mannræn- ingjarnir hótuðu að myrða Moro, ef 13 félögum þeirra yrði ekki sleppt úr fangelsi. Stjórnin hefur hafnað þessari kröfu. Svar við þessu kom frá Rauðu herdeildinni. Hún réðst að for- stjóra Fiat-verksmiðjanna i Turin, en hann særðist i árás- inni. „Þeir vilja sýna að þeir geti ráðist á hvern sem er og hvenær sem er. Þeir vilja skapa skelf- ingu og ringulreið”, sagði blað kommúnista L’unita i forystu- grein. Það er ljóst að ránið á Aldo Moro er aðeins liður i að- geröum Rauðu herdeildarinnar, segir í blaðinu. Leiðtogar Kristilegra demókrata komu saman i gær- kvöldi og þar var itrekuð sú af- staða flokksins að ekki skuli semja við mannræningja Moros. Stöðugt er hringt til lögreglu- stöðva og dagblaða og gefnir upp staðir, þar sem hægt sé að finna Moro. En ekkert af þess- um simtölum, hefur leitt lög- regluna á réttu slóðina.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.