Vísir - 28.04.1978, Page 11

Vísir - 28.04.1978, Page 11
VISIR Föstudagur 28. apríl 1978 11 tettastríði stjórnar tölvunni. Auk þess skað- ar aldrei að sækjast eftir hærri launum. Það ver vottum baráttu- þrek og dygga forustu. Nýlega birti Vikan kostnaðartölur fyrir heimilishald nokkurra fjöl- skyldna. Eyðslan var ákaflega misjöfn eins og gefur að skilja. Ein f jölskyldan hefði t.d. ekki lif- að af mánuðinn á 150 þúsund krónum. önnur eyddi tæpum sjö- tiu þúsundum að mig minnir. Nú eru uppi hörö andsvör Verka- mannasambandsins við bráða- birgðaráðstöfunum stjórnarinnar i efnahagsmálum. Sólkonungar verkalýðsins krefjast þess að hin- um lægst launuðu verði bættur skaðinn. Þeir geta aftur á móti ekki veitt neina tryggingu fyrir þvi að leiðrétting mála hinna lág- launuðu lendi ekki upp allan launastigann i þjóðfélaginu og inni i verðlaginu almennt. Verðlagið i landinu Siðasta gengisfeiling er öllum enn i' minni, enda skammt liðið frá henni. Hún var gerð til að halda aöalútflutningsatvinnu- veginum gangandi. Gengis- fellingin var að sjálfsögðu miðuð við einskonar meðalstöðu og höfðu þeir fiskiðnaðaraðilar, sem verst eru settir, kannski mest að segja. Þótt gengisfelling verði þannig ein af forsendunum fyrir nógri atvinnu, kemur hún einnig fram i verðlaginu og hækkar mánaðarreikning heimUanna. Er þá komiö að hinum armi stétta- striðsins svokallaöa, sem talið er að leysistmeð nýsköpunarstjórn. Verðlagið i landinu, einkum á innfluttum vörum, hefur ekki borið þess vitni, að þar sé verið að halda krónutölunni i skefjum. Sumt stafar af hreinum bjána- skap i innkaupum og umboðs- mannaflækjum erlendis, þar sem varan hækkar óeðlilega mikið i meðförum. Dæmi eru þess að vara, sem pöntuð er i gegnum ™fe©Mon, komi á pappirum frá Skandinaviu, og hafi þá hækkað ótæpilega. Sjálfsagt stafar þetta af þvi, að hringurinn, sem varan er frá, hefur umboðsmann fyrir Norðurlönd i einhverju hinna landanna, eða þá hreinlega að enn séu menn i Evrópu, sem halda að við lútum Dönum. Nýsköpunarstjórn mundi litlu breyta þar um Annað dæmi má taka af skyrtu, sem hægt er að kaupa fyrir átta hundruð krónur erlendis. Hingað komin kostar hún kannski þrjú til fjögur þúsund krónur. Ekki er það á minu valdi að skýra hvar álagningin kemur á skyrtuna. Og kannski er ekki Ur vegi að álita, að á leiðinni til landsins séu einhverjir sólkonungar, sem hafi það að atvinnu sinni að leggja ótæpilega á átta hundruð króna skyrtur. Hins vegar ættu islenzkir höndlarar að gæta mjög vel að þvi, að taka ekki verðákvörðun- um útlendinga eins og sjálfsögð- um hlut. Sjálfir hafa islenzkir höndlarar legið undir ámæli um duldaálagningu. Þegar verðlags- stjóri fór utan sællar minningar, til að kanna vöruverð, kom m.a. á daginn, að hingað var flutt vara, sem keypt var á útsöluverði er- lendis. Slikur darraðardans.hvað vöruverö snertir, verður ekki til aðdraga úrstéttastriðinu. Aftur á móti mundi nýsköpunarstjórn litlu breyta um fyrrgreinda verziunarhætti, a.m.k. þann þátt þeirra, sem fram fer erlendis. Nú mun i hyggju að skipa fyrsta islenzka verzlunarfulltrúann, og setja hann niður í Parisarborg. Forvitni væri mönnum uppi á Is- landi að frétta af þvi seinna meir, hvort hann rækist nokkursstaöar á átta hundruð króna skyrtu. Seðlaveskin áfram, en ekki hjólbörur Alþingi og rikisstjorn, em af- greiðir fjárlög upp á hundrað og fjörutiu milijarða er ekki öfunds- verð af þeim barningi gegn verð- bólgu, sem hún hefur staðið i siðastliðin fjögur ár. Skrúfa kaupgjalds og verðlags hefur haldið nær linnulaust áfram að þyrla verðlitlum fjármunum um þjóðfélagið. Nú er fangaráðið að henda tveimur núllum, samanber frétth' af ætlunum Seölabankans. Ella skal prenta fimmtiu og hundrað þúsund króna seðla. Nýja myntin kæmi i vegfyrir það um stundarsakirað veski yrðuaf- lögð en hjólbörur teknar upp i staðinn. Rikisstjórnin minnir um margt á sólkonunginn Lúðvik fjórtánda. Hún erað visu sýnu at- hafnameiri, en þrátt fyrir mikinn þingmeirihluta virðist hún feimin við að stjórna. Hún virðist ekki geta hreyft við verðlagi, sem virðist um margt sett upp af handahófi, og hún hefur ekki frið með nauðsynlegar efnahagsráð- stafanir, þótt i smáum stil séu, vegna þess að sólkonungar verkalýðshreyfingarinnar láta ekki breyta gerðum samningum með lögum. Vantraustiö i þjóöfélag- inu og valdleysi Al- þingis. En hvaðan kemdr allt þetta vantraust? Það skyldi þó aldrei vera, að vantraustið i þjóðfélag- inu stæði i einhverju hlutfalli vð valdleysi Alþingis. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þing- menn, að sjá að mikill meirihluti ræður ekki málum. Orslit ráöst annast staöar, alveg eins og á þeim tima i þjóðarsögunni þegar skorturá framkvæmdavaldi setti svip sinn á þjóðlifið. Með þvi að virða ekki ákvarðanir Alþingis er fólk aö kalla yfir sig breytingar, sem það hefur siðar meir enga stjórn á. Þeir sem i dag eru hvað hraustastir við að taka valdið i eigin hendur munu sjá siðar, að skæruhernaður gegn rikisvald- inu, þótt pólitiskt sé, leysir þá ekki undan agnúum upplausnar. Þá er einmitt kominn jarðvegur fyrir harðsnúna minnihlutahópa. Stjórnmál verða að mótast af réttsýni. Þau þola ekki fjölda sól- konunga og ekki einn slikan. Þótt ekki sé farið að tala um þjóðar- heill, er hollt að minnast þess, að viöerum ekki svo mörg að þörf sé á bitrum stéttastriðum. t stað þeirra er sæmra aö vinna að jöfn- uði meðal manna með aðferðum sem skapa traust og leyfa hvorki okur i viðskiptum eöa uppsteit gegn lögum. Það er þýöingar- meira en vangaveltur um enn eina stjórnarsamsteypúna, sem aö óbreyttum aðstæðum mundi' ekki ráða við neitt frekar en fyrri stjórnir. IGÞ samt leitt f ljós að vinsældir hans höfðu aldrei verið meiri en rétt fyrir kosningarnar. Það var þvi ærið kynlegt, að samtimis gerðu þessar kannanir ráð fyrir yfir- burðasigri vinstri flokkanna. Úrslitin úr fyrri umferð sýndu fram á þennan tviskinnung skoð- anakannana, vinstri flokkarnir og þá fyrst og fremst sósialistar reyndust langt frá þvi að hafa náð þvi atkvæðamagni, sem þeim hafði verið ætlað. Forsvarsmenn þeirra stofnana, sem annast þær, báru fyrir sig ávarp, sem forset- inn hélt i sjónvarpi og útvarpi kvöldið fyrir fyrri umferð, þegar kosningabaráttu i f jölmiðlum átti i rauninni að vera lokið, og töldu, að skirskotun hans til „þroska” og „greindar” franskra kjósenda hefði valdið sinnaskiptum hjá þeim á siðustu stundu. En sú staðreynd, að samkvæmt skoð- anakönnunum lengi vel hugðist meirihluti Frakka kjósa til vinstri, en taldi jafnframt æski- legra, að hægri flokkarnir sætu áfram að völdum, sýnir, svo ekki verður um villst, að þær gera tak- markaða grein fyrir hlutfallinu milli hjartans og seðlaveskisins. „Visir spyr” er sennilega vis- indalegri. Giscard með pálmann i höndunum. Giscard með pálmann i höndunum? Það er einkum tvennt, sem gef- ur tilefni til að lita á úrslitin sem persónulegan sigur forsetans. Annarsvegar reyndist hann hafa haft rétt fyrir sér i þeirri taktik að láta kjörtimabil þingmanna renna sitt skeið á enda i stað þess að rjúfa þing og efna til kosninga 1976 eins og þáverandi forsætis- ráðherra, Jacques Chirac, foringi gaullista, lagði til. Fyrir tveimur árum var misklið vinstri flokk- anna ekki komin upp á yfirborðið fyrir alvöru, þótt hnútuköst ættu sér stað öðru hvoru. Ef þeim hefði verið komið i opna skjöldu með flýttum þingkosningum, hefðu þeir etv. þjappað sér saman á svipaðan hátt og ’74, þegar skyndilegt dauðsfall Pompidous gaf þeim ekki tóm til annars. En siíellt vaxandi sigurlikur urðu til þess, að kommúnistar og sósialistar tóku út hveitibrauðs- dagana of snemma og voru timbraðir ogandfúlir, þegar loks- ins kom aðþvi að bjóða sig fram. Þetta minnir dálitið á stöðu italskra kommúnista, sem verða að una þvi að vera samdauna hluta eftir halastjörnustjórnir og kjaftasöguþingþrætur fjórða lýð- veldisins, gekk fyrst og fremst út frá tveimur pólum, þe. þeim flokkum, sem allt frá andspyrnu- hreyfingunni i þýska hernáminu hafa verið fastagerendur fransks stjórnmálalifs: gaullistum og kommúnistum. Þvi er ekki að neita, að báðir hafa i siðustu kosningum itrekað þann hljóm- grunn, sem þeir hafa meðal þeirra sem hrópa hæst. En jafn- framt hafa spilin stokkast upp: sósialistar hlotið eilitið meira fylgi en kommúnistar á vinstri hliðinni, miðflokkabandalag Giscard-sinna slagað svo til upp i gaullista hjá þingmeirihlutanum. Samt er enginn flokkur sigurveg- ari, þar sem forsetinn hefur sjaldan haft frjálsari hendur til að gefa spilin. Giscard gefst nú tækifæri til að vera „gaullískari” en de Gaulle. Lúðvik, Geir, Gylfi. Efnahagsvandinn stafar m.a. af þvi að hér eru þeir margir sóikonungarnir. Og dæmin hafa sýnt aö erf- itt er að þjóna þeim öllum, og varla yrðu þeir heppilegri viðureignar, þótt þeim væri öllum steypt i eina nýsköpunarstjórn. framkvæmdavaldinu án þess að hafa raunveruleg völd á hendi. Fyrir frönskum kjósendum urðu stöðugar deilur vinstri flokkanna um sameiginlega stefnuskrá þeirra að forsmekk þess, sem kynni að gerast, ef þeir lentu saman i stjórn. Flokkum, sem ekki geta komið sér saman um kosningaloforðin, er lítt treyst- andi til að verða ásattir um sparnaðarráðstafanir og baráttu- .aðferðir gegn kreppunni. Þetta benti Giscard á i ræðu, sem hann hélt 27. janúar i smá- bænum Verdun-sur-le Doubs og sem er ótvírætt merkasta og framsýnasta ávarp hans til þessa. Jafnframt lagði hann áherslu á það, að þrátt fyrir að í seinni umferð skiptist þjóðin i tvennt milli frambjóðenda vinstri og hægri afla, væri engu að siður um fjóra meginstrauma að ræða i frönskum stjórnmálum, þ.e. sósialista, kommúnista, gaullista og hið nýstofnaða bandalag mið- flokkanna, U.D.F., sem útleggst „Einingarsamtök fyrir franskt lýðræði”. Nafnið er skirskotun til ritverks forsetans „Franskt lýð- ræði”,ogbandalagið styður hann i einu og öllu. Tromp forsetans Giscard gætti þess að styggja ekki gaullista i þessum útlistun- um og bar saman þingfylgi sitt og de Gaulles, sem i mikilvægum umbótaákvörðunum væri á eina leið. (Repúblikanaflokkurinn, sem Giscard er upprunninn úr, var að fornu fari mun ihaldssam- ari en gaullistar, og það er tiltölu- lega stutt siðan hann fylgdi for- setanum einhuga). En samtimis tók hann fram, að enginn flokkur færi langt yfir 30% atkvæða og gæti þarafleiðandi ekki gert kröfu til að teljast leiðandi afl á þingi. Ef úrslit kosninganna eru skoð- uð út frá þingmannatölu, kemur i ljós, að þarna hitti forsetinn einn- ig naglann á höfuðið. Einmenn- ingskjördæmakerfi fimmta lýð- veldisins, sem de Gaulle kom á til að skapa starfhæfan þingmeiri-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.