Vísir - 28.04.1978, Síða 12

Vísir - 28.04.1978, Síða 12
Föstudagur 28. apríl 1978 VISIR 12 Ingi R. Helgason hrl. hefur sent rikissaksókn- ara eftirfarandi bréf og óskaðeftir birtingu á því i Vísi: Hr. saksóknari rikisins Þórður Björnsson Reykiavik. Ingi R. Helgason, lögfrœðingur Alþýðubankans: Óskar eftir opinberri Lougavegi 37 - 12851, Laugavegi 89 - 13008, Hafnarstrœti i7 - 13303, Glœsibœ Reykjavik, 24. april 1978 Ég undirritaður, Ingi R. Helga- son hrl., Laugavegi 31 hér i borg, leyfi mér hér með að snúa mér til yðar, hr. saksóknari, meö beiðni um að rannsakaðar verði fyrir dómi með opinberum hætti eftir- greindar sakargiftir á hendur mér sem lögmanns Alþýðubank- ans hf. i dagblaðinu VtSI dagana 17. og 22. april 1978: 1. Fyrsta sakargift: „Það hefði auðvitað engum átt að vera það betur ljóst en lögmanni bankans, sem annaðist tryggingartöku hjá nefndum- aðilum...” (VtSIR, 17. april 1978) Af þessu tilefni verði rannsak- að, hvort ég hafi gerzt sekur um refsivert athæfi i sambandi við tryggingartökur vegna útlána bankans til Guðna Þórðarsonar, Sunnu hf. og Air Viking hf. Rann- sóknin beinist sérstaklega að þvi, hvort mér hafi borið samkvæmt stöðuumboði minu að annast tryggingartökuna, hvort ég hafi verið beðinn af bankastjórn að taka tryggingar eða meta þær, áður en féð var látið úti, og hver hafi raunverulega tekið þær tryggingar, sem teknar voru i bankanum á móti þessum útlán- um þar til i október 1975, er bankaeftírlit Seðlabankans kom á vettvang. 2. önnur sakargift: „Þátttaka lögfræðings Alþýðubankans i máli þessu sýnist einnig vera mjög athyglisverð. 1 þvi sam- bandi vekur mesta eftirtekt, að hann hefur tekið við greiöslum til Air Viking erlendis frá, er nota átti til þess aö lækka skuldir fyr- irtækisins við bankann. Pening- arnir voru á hinn bóginn notaðir til þess að greiða innistæðulausar ávisanir, er forstjóri fyrirtækis- rannsókn vegna starfa sinna við Alþýðubankann ins hafi gefið út persónulega. Við rannsókn málsins var leitt i íjós, að þessi ráðstöfun var gerð án samþykkis beggja bankastjór- anna.” (VISIR 22. aprfl 1978.) Af þessu tilefni verði rannsak- að, hvort ég hefi gerzt sekur um refsiverðan verknað, er ég skilaði bankanum hinn 10. nóvember 1975 með skriflegri skilagrein greiðslu á innistæðulausum tékk- um á reikning Guðna Þórðarson- ar 60100, er ég hafi fengið til inn- heimtu samkvæmt skriflegri inn- heimtubeiðni dags. 29. okt. 1975. Rannsóknin beinist einkum að þvi, hvort ég hafi fengið frá bankastjórninni sérstök fyrir- mæli um innheimtu þessa um- fram innheimtubeiðnina og hver þau hafi verið. 3. Þriðja sakargift: „Þá vekur það óneitanlega mikla athygli i þessum upplýsingum, að lögfræð- ingur Alþýðubankans hefur tekist á hendur utanlandsferðir i þvi skyni a2£>@Qa erlendra lána fyrir Air Viking. En lögfræðingur Al- þýðubankans á jafnframt sæti i bankaráði Seðlabankans. Eftir að hafa fengið vilyrði fyrir sviss- nesku láni leggur lögfræðingur Alþýðubankans og bankaráðs- maður i Seðlabankanum fyrir hlutaðeigandi stjórnvöld, að þau samþykki slika lántöku fyrir Air Viking. Ekki var látið við það sitja að fyrirtækið gerði það sjálft. Bankaráðsmaður i Seðla- bankanum og lögfræðingur Al- þýðubankans hefur með þessu móti gerzt milligöngumaður aðila, sem er i þess háttar van- skilum við Alþýðubankann að varðar við lög. Þessi hlið málsins er óneitanlega alvarleg fyrir Al- þýðubankann, er nú vinnur að þvi að öðlast traust á ný og nýtur vel- vilja flestra aðila i þeirri við- leitni En hér vaknar spurningin um, hvaða siðgæðiskröfur i fjár- málum á að gera til bankaráðs- manna i Seðlabankanum.” (VIS- IR, 22. april 1978). Af þessu tilefni verði rannsak- að, hvort ég hafi gerzt sekur um refsivert athæfi með þvi að leita eftir erlendu láni til handa Air Viking hf. 1975 og afla heimildar til þeirrar lántöku hérlendis, þeg- ar lánslofoðrið iá fyrir. Rann- sóknin beinist einkum að þvi, hvort bankastjórnin hafi beðið mig að útvega hið erlenda lán og svo hvort lánsútvegun min til Air Viking hf hafi eins og á stóð farið i bág við hagsmuni Alþýðubankans hf. á þann hátt, að eigi hafi sam- rýmztstörfum minum fyrir bank- ann. Sá ritstjóri VISIS, hr. Þorsteinn Pálsson, Háaleitisbraut 43 i Reykjavik, sem skrifaði rit- stjórnargreinina 22. april 1978 er jafnframt ábyrgðarmaður blaðs- ins, sbr. ákvæði laga um prent- rétt, en hann er sjálfur lögfræð- ingur og veit, að ég er ekki starfs- maður Alþýðubankans hf. Þessi ritstjóri telur sig nú hafa birt i blaði sinu upplýsingar, sem nægja mundu til ákæru á mig fyr- ir refsiverðan verknað i sam- bandi við ofangreindar sakargift- Ég neita staðfastlega þessum fullyrðingum ritstjórans en neyð- ist af tilefni þeirra til að gera þá kröfu, að með sjálfstæðri opin- berri rannsókn liggi það alveg ljóst fyrir, hvort ég'er sekur eða ekki um þær ávirðingar, sem rit- stjórinn ber á mig i nefndri rit- stjórnargrein og hefur látið lesa upp fyrir allan landslýð i Rikisút- varpinu, og skiptir hér engu, hvort aðrir eru sekir eða saklaus- ir. Þess vegna krefst ég sérstakrar opinberfar rannsóknar. Virðingarfyllst, Ingi R. Helgason. VISE OVIÐKOMANDI Athugasemd ritstjóra. Vegna þessa bréfs þykir rétt að taka fram: 1. í viðtali vgjvisi 17. apríl sl. kom Jón Hallsson fyrrum banka- stjóri Alþýðubankans fram með ýmsar upplýsingar i Alþýðubanki málinu svonefnda, sem áður höfðu ekki birst. t framhaldi af þvi leitaði Visir eftir áliti þeirra, sem komu við sögu i viðtalinu. Fyrrverandi formaður banka- ANORAKAR OG AMERÍSKU HÁSKÓLA BOLIRNIR KOMNIR ráösins vildi ekkert um málið segja og ekki heldur fyrrum með- bankastjóri Jóns Hallssonar. Til Inga R. Helgasonar náðist ekki þrátt fyrir itrekaðar tilraunir. 2. i framhaldi af upplýsingum þeim, sem fram komu i viðtalinu við Jón Hallsson birti Visir forystugrein 22. april. Þar er óskað eftir frekari skýringum rikissaksóknara á þeirri ákæru, sem út var gefin i málinu. Visir hefur ekki kveöið upp neinn dóm um refsivert athæfi Inga R. Helgasonar i þessu sam bandi, enda ekki hlutverk blaðsins. 1 umræddri forystugrein er hins vegar vakin athygli á þvi að Ingi R. Helgason ásamt fleiri aðilum, sem ekki hafa sætt ákæru i mál- inu, eru viðriðnir með ýmsum hætti þaö fjáres-iiavafstur, sem liggur til grundvallar þessum ákærum. Það segir hins vegar ekkert um það, hvort þeir hafi gers^.brotlegir við hegningarlög. 3. Með híiðsjón af framansögðu má ljóst vera, að ósk Inga R. Helgasonar um opinbera rann- sókn á þvi hvort þau atriði. sem nefnd eru I viðtalinu- við Jón Iiallsson og umræddri forystu- grein Visis, séu refsiverð, er Visi með öllu óviðkomandi. 4. Ingi R. Ilelgason hefur eftir að hafa sent bréf sitt til rikissak- sóknara hafnað boði Visis um að gera grein fyrir málinu frá sinum sjónarhóli. Ritstj. Félagsprentsmiöjunnar hf. Spítalastíg 10 — Sími 11640 Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu BÍLARYÐVÖRNhf Skcifunni 17 a 81390

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.