Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 2
' Laugardagur 29. apríl 1978 vism
2
„ftéffur tilvinnu" '
er slagorðió I. maí
segir i ávarpi Alþjóðasambands frjálsra verkaiýðsfélaga
„Réttur til vinnu
handa öllum er slagorð
dagsins 1. mai 1978.
Berjumst fyrir þeim
rétti i sameiningu og
berjumst fyrir hönd
þeirra mörgu milljóna
manna, sem ekki getur
né þorir að láta til sin
heyra af ótta við kúg-
un”, segir i 1. mai
ávarpi Alþjóðasam-
bands frjálsra verka-
lýðsfélaga, sem Al-
þýðusamband íslands
er aðili að.
1 ávarpinu er verkafólk hvatt
til samstöðu um kröfuna um
„sköpun meiri verðmæta, raun-
hæfra verðmæta og jafnari
tekjuskiptingu. Við vitum, að
það er hægt, og hvernig það
ætti að gerast”, segir i ávarp-
inu.
Mikið er f jallað um baráttuna
gegn atvinnuleysi i ávarpinu.
„Viðverðum þó enn að benda
á þá dapurlegu staðreynd, að
eftir fjögurra ára efnahags-
vanda virðast kröfur verkalýðs-
félaga okkar, bæði innan ein-
stakra rikja og á alþjóðavett-
vangi ekki ná eyrum ráða-
manna. Við verðum enn að
brýna raustina svo að kröfur
okkar heyrist.
Þetta er ástæðan til þess, að
Alþjóðasamband frjálsra
verkalýðsfélaga hefur ákveðið
að hefja á þessu ári alþjóðlega
baráttu fyrir fullri atvinnu, og
verður henni haldið áfram fram
til næsta þings okkar, sem hald-
ið verður 1979, og lengra ef þörf
krefur”, segir i ávarpinu.
Þá er lögð áhersla á réttinda-
baráttu fólks viða um heim.
„Efnahagsleg réttindi, mann-
réttindi, þjóðfélagsleg og
stjórnmálaleg réttindi fylgjast
að.Skortiein þeirra eru hin fyrr
eða siðar i' voða”, segir i' ávarp-
inu, þarsem einnig er bent á, að
„fólk, sem lifir við viðunandi
kjör, göða menntun, upp-
lýsinga- og tjáningarfrelsi,
verður ekki auðveldlega einræði
að bráð”. —ESJ.
Krafíst þess að
staðið verði við
samningana
,,íslensk alþýöa harm-
ar þá afstöðu sem stjórn-
völd hafa tekið gegn hin-
um frjálsa samningsrétti
verkalýðshreyf ingarinn-
ar með ógildingu verð-
bótaákvæða síðustu
kjarasamninga", segir í
ávarpi sem minnihluti
stjórnar Fulltrúaráðs
verkalýðsf élaganna í
Reykjavík hefur sent frá
sér.
Undir ávarpið rita tveir
stjórnarmenn Bjarni Jakobsson
Iðju og Hilmar Guðmundsson
. 11 ——i
Múrarafélaginu og einn fulltrúi
úr 1. mainefnd, Kristján
Haraldsson.
í ávarpi þeirra segir að
verkafólk krefjist þess að staðið
verði við þá samninga sem við
það hafa verið gerðir.
„Skerðing á visitölugreiðslum
til láglaunafólks getur engu
ráðið um afkomu atvinnuveg-
anna og framvindu verðbólg-
unnar en getur hins vegar skipt
sköpum um lifskjör þess fólks
sem við bágastan hag býr”,
segir þar.
Lögð er áhersla á þessar kröf-
ur:
Kaupmáttur launa verði
tryggður. Efnahagsaðgerðir
sem kveði niður verðbólgu.
Tryggð verði áframhaldandi
full atvinna. Almennar launa-
tekjur verði tekjuskattsfrjálsar.
Vextir verði lækkaðir. Verð-
tryggður lifeyrir til allra lif-
eyrisþega. Lifeyrissjóðunum
verði heimilað að byggja leigu-
ibúðir fyrir öryrkja og lifeyris-
þega.
Þá er lögð áhersla á að islensk
alþýða fordæmi ofbeldi og kúg-
un i hvaða mynd sem er og heiti
á frjálshuga fólk að standa vörð
um hugsjónir frelsis jafnréttis
og bræðralags.
—ESJ
Sametginlegt ávarp Fulltrúaráðsins, BSRB og INSÍ:
„Samningana í gildi"
er krafan 1. maí
,,Enn á ný þarf is-
lensk alþýða að heyja
öfluga varnarbaráttu.
Enn er nauðsyn sam-
stöðu heildarsamtaka
launafólks, styrkrar
einingar alþýðu gegn
samningsrofum og
áformum óbilgjams
rikisvalds og auð-
stéttar um frekari
kjaraskerðingu”, segir
i sameiginlegu ávarpi
Fulltrúaráðs verka-
lýðsfélaganna i
Reykjavik, Bandalags
starfsmanna rikis og
bæja og Iðnnemasam-
bands íslands.
1 ávarpinu er rakin saga
kjarabaráttunnar undanfarna
mánuði, og þvi lýst yfir, að
verkalýðshreyfinguna hafi
skort „pólitiskan styrk til þess
að standa vörð um ávinning
kjarasamninganna. Eigi að nást
varanlegur árangur verður
pólitisk og fagleg barátta
verkalýðssamtakanna að hald-
ast i hendur”.
Aðalkrafa dagsins er „samn-
ingana i gildi” en auk þess er
lögð áhersla á eftirfarandi:
Mannsæmandi laun fvrir dag-
vinnu.Tekjujöfnun i þjóðfélag
inu. í’élagslegar ibúðabygging
ar verði efldar og lánakjör sam
rýmd fjárhag launafólks.
Tryggt verði jafnrétti i lifeyris-
málum þannig að allir njóti
verðtryggðra lifeyrisréttinda.
Skattalögum verði breytt
þannig að fyrirtæki beri eðlileg-
an hluta skattbyrðarinnar.
Settar verði reglurtil að tryggja
undanbragðalaus skil sölu-
skatts. Allir launamenn fái full-
an samnings- og verkfallsrétt.
Gerðardómar verði afnumdir.
Verkalýðshreyfingin mótmælir
hvers konar skerðingu, verk-
fallsréttarins.
Einnig er fjallað um ýmis al-
þjóðamál i ávarpinu, baráttuna
fyrir efnahagslegu og pólítisku
sjálfstæði og gegn frelsisskerð-
ingu hvers konar. Minnt er á
-samþykktir ASl-þingsins um
úrsögn úr NATO og brottför
hersins.
Þá segir i ávarpinu, að ljóst
sé, að unnt sé ,,að beita sam-
takamættinum til að knýja fram
þáttaskil i sögu islenskrar
verkalýðshrey fingar, ef hver
launamaður tekur stéttvisa af-
stöðu til faglegra og pólitiskra
vandamála liðandi stundar. 1
þeim átökum getur unnist
varanlegur og árangursrikur
sigur, ef hver einasti launa-
maður gerir skyldu sina”.
—ESJ
Frá 1. maí hátíðarhöldunum i Reykjavík í fyrra
Aðgerðir „Samfylkingar
1. maí" í Reykjavík
„Samfylking 1. mai” efnir til
kröfugöngu og útifundar I
Reykjavik m.a. undir kjörorð-
unum „eining á grundvelli
stéttabaráttu”, „endurreisum
stéttarfélögin sem baráttutæki”
og „gegn allri heimsvaldastefnu
— verjum sjálfstæði Islands”.
Farið verður i kröfugöngu frá
Hlemm niður i Vonarstræti, þar
sem útifundur verður haldinn.
Brynja óskarsdóttir, verkakona
og fulltrúi frelsishreyfinganna
ELF og EPLF flytja ræður,
segir i fréttatilkynningu frá
Samfylkingunni. Þá verður
haldinn innifundur i Tjarnarbúð
kl. 16 og kl. 20.30 verður kvöld-
skemmtun I Fóstbræðraheimil-
inu við Langholtsveg. —ESJ
Eining eininga I. maí
„Rauð verkalýðseining”, sem
Fylkingin hefur staðið að, og
„B a r á 11 u e i n i n g ”, sem
Kommúnistaflokkur islands —
marxistar-leninistar hafa beitt
sér fyrir, munu sameinast um
aðgerðir fyrsta mai, og mun
Rauðsokkahreyfingin einnig
taka þátt i þeim, segir I frétta-
tilkynningu frá þessum aðilum.
Þar segir, að þessar sam-
eiginlegu aðgerðir feli m ,a. i sér
kröfugöngu niður Laugaveg og
útifund við Miðbæjarskólann i
Reykjavik.
A oddinn verða settar ýmsar
kröfur m.a. gegn kjaraskerð-
ingum og árásum á réttindi
verkalýðshreyfingarinnar, og
um lifvænleg laun fyrir dag-
vinnu og fulla verðtryggingu
launa. Þá er stéttasamvinnu-
stefnan gagnrýnd og lögð
áhersla á virka og lýðræðislega
uppbyggingu verkalýðs-
hreyfingarinnar og baráttu
gegn öllum itökum Sjálfstæðis-
flokksins i hreyfingunni, —ESJ.
Fulífrúaráðið, BSRB og INSÍ:
STANDA SAMAN
AÐ GÖNGUNNI
Fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna I Reykjavík, Bandalag
starfsmanna rikis og bæja og
Iðnnemasa mband íslands
standa að sameiginlegum að,
gerðum I Reykjavlk á mánu-
daginn 1. mai.
Safnast verður saman við
Hlemm kl. 13.30, en kröfugang-
an fer af stað kl. 14. Gengið
verður niður Laugaveg og
Bankastræti og á Lækjartorg,
þar sem útifundur verður hald-
inn. Lúðrasveitir leika i göng-
unni.
Fundarstjóri verður Bjarni
Jakobsson, formaður Iðju, en
ræðumenn Ragna Bergmann,
varaformaður Verkakvenna-
félagsins Framsóknar, Hall-
grimur G. Magnússon, for-
maður Iðnnemasambandsins,
Kristján Thorlacius, formaður
BSRB, og Guðmundur J. Guð-
mundsson formaður Verka-
mannasambands íslands. Þá
mun Baldvin Halldórsson leik-
ari, flytja kvæði, og lúðrasveitir
leika.
—ESJ