Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 16

Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 16
Laugardagur 29. apríl 1978 VISIB Viðtol: Árni ÞórQfinsson //Gamli listfeögukennarinn minn" heitir málverk sem hangir í vinnukompunni hans Björns Th. í Karfavoginum. Það er endurminning Einars Há- konarsonar. listmáiara úr tíma hjá Birni. Yfir myndinni af kennaranum við skuggamyndavélina er aðdáun og hlýja. Reyndar eru það ekki aðeins nemendur við Mynd- lista- og handíðaskólann í hátt á þriðja áratug. og nú nýverið lika háskólastúdentar, sem notið hafa leið- beiningar Björns Th. um myrkviði myndlistarsög- unnar. íslenskt fólk yfirleítt hefur að verulegu leyti fengið sína uppfræðslu um listsögu frá Birni Th. gegnum alkunna útvarps- og sjónvarpsþætti, al- menna fyrirlestra og blaðagreinar hans gegnum tíðina. Ekki sist hefur hann unnið brautryðjenda- starf með bókum sinum um rannsóknir á íslenskri myndlistaf ýmsu tagi og listsögusafnritum. Jafn- framt því hefur hann ritað bækur af öðru tagi, til dæmis ævísögulegs eðlis og skáldskap. Björn Th. Björnsson var með fyrstu tslendingum sem báru titilinn „listfræðingur". Að visu höfðu ýmsir lagt stund á listfræði með öðrum greinum, eins og Emil Thoroddsen, en það er ekki fyrr en á stríðsárunum að tveir Islendingar, Björn og Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns islands, fara utan til að leggja þessi fræði fyrir sig. Reyndar seg- ist Björn ekki vera sáttur við þetta starfsheiti. „Mér finnst „listfræðingur" villandi titill, því í raun er um að ræða listsögufræði. „Listfræði" er einhvers konar stytting sem varðtil á 19. öld. Og svo kemur líka til, að„list" er hér notuð í þrengri merk- ingunni „sjónlist". En þessi merking gildir viðar, til dæmis er enska heitið — „Hiátory of Art" — sjón- listasaga." Nú hefur listfræðingum Islendinga f jölgáð dálítið hin síðari ár. Ætli þeir séu ekki orðnir sex eða sjö. Björn segir þá engu að síður enn of fáa. „Hér eru mörg söfn starfandi, og allvíða úti um landið eru vísar að listasöf num, þar sem sérmenntað fólk ætti að vera að verki, til að virkja þau, auka og gera á allan hátt lifandi. islensk myndlistarsaga er enn mikið til ókönnuð, svo verkefnin eru þar nær ótæm- andi. Listasaga er orðin kennslugrein i mörgum framhaIdsskólum, en svo er ekkert fólk til að kenna hana. úti um allt land er mikill áhugi fyrir mynd- fræðslu, þar sem eru skólar, héraðsvökur, mynd- listarfélög, og þaðan er ævinlega verið að kalla eft- ir fyrirlesurum. Árum saman hefði ég getað skipt mér i fjóra menn og haft þó yfrið nógan starfa handa þeim öllum. Að vísu er listasaga langt nám og óvenju kostnaðarsamt, en kannski það sé fremur vantrúin á atvinnumöguleikunum, þótt verkefnin séu næg. Fastar og þægilegar stöður bíða þar ekki eftir mönnum". Við Björn spjölluðum saman um sitt af hverju i lifiog listtvö siðdegi fyrir skömmu á heimili þeirra Ásgerðar Búadóttur, veflistarmanns, og birtist sumt af því sem á góma bar i þessu Helgarblaði og því næsta. i framhaldi af rabbi okkar um listfræð- inga spurði ég hann hvort það hafi verið atvinnu- möguleikarnir sem löðuðu hann sjálfan á sínum tíma að þessu fagi. Heimilisvinirnir „Engin hugsun var mér fjær. En ég ólst upp i umhverfi listar og listamanna frá barnsaldri. Faöir minn var listamaöur, bæöi aö önd og hönd, og átti sér jafnan náinn vinahóp listamanna. Fyrst voru þaö >. skáldin, Sigurbjörn Sveins- son og Siguröur slembir frá Arn- arholti; siöar Jóhannes Kjarval, Guðmundur frá Miödal, Björn föðurbrööir minn, Bangsi, og Ein- ar Jónsson myndhöggvari, svo nokkrir séu nefndir. Einar var aö visu alltaf frábitinn samgángi við annað fólk, var lokaöur i sinni hamrahöll, og galt ekki sist var- hug viö ungum mönnum. Ekki þarf annað en lita i erfðaskrá hans til þess að komast að raun um það. Þar leggur hann sem næst bann við þvi aö börn fái að koma inn i Hnitbjörg. En Einar og foreldrar minir voru kunnug frá Kaupmannahafnar- og Berlinarárum sinum, og þau tiðk- uöu gagnkvæmar heimsóknir. Þvi var ég oft hjá honum, bæði i Hnitbjörgum og austur i sumar- húsi hans á Galtafelli. Mér er nær aö halda að ég hafi veriö einn af fáum ungum mönnum sem hann gaf sig aö. Það rifjast lika upp fyrir mér, aö þegar ég skrapp heim sumarið 1945, var þaö eitt mitt fyrsta verk aö heimsækja Einar. Hann lá þá veikur uppi i turnherberginu á Hnitbjörgum og spurði mig mikið um . rússneska list. Mér hefur löngum oröjö við- staldraö eitt sem hann sagði: „Það má vera undarlegt”, sagöi hann, meö augun upphafin og þessar smáu hendur fram á sængina, „að vera listamaður á þessum ógnar viöáttusteppum. Það hlýtur að vera likt þvi að vera giftur konu sem er hundrað sinnum stærri en maður sjálfur!” A gagnfræða- og menntaskóla- árum minum bjuggum við i Hafn- arstræti 4, en Kjarval i Austur- stræti, og leit hann oft inn: kom, gaf krýptiskar yfirlýsingar og fór. Ég man hvað ég þoldi eitt sinn mikla önn fyrir hann ungur: Móðir min átti skærgræna tehettu úr silki, með miklum garniring- um og sluffum, og auðvitað haföi Kjarval ekki fyrr komið auga á hana en hann fór að spóka sig með hana á höfðinu fram og aftur um Austurstræti. Þegar ég mætti honum með hana, vék ég hljóður yfirá hina gangstéttina. Svo kom að þvi að hann sigldi með mig, ég held fimmtán ára, inn á Hótel Borg og kynnti mig, með djúpri hneigingu og hattslætti, fyrir öll- um höfðingjum landsins. Þá hætti ég að ganga Austurstræti á leið- inni heim. En það voru fleiri en Kjarval, já, og fleiri en bara myndlistar- menn: Elisabet Gölsdorf, sú sem kom hingað heim með ösku ást- vinar sins, Jóhanns Jónssonar skálds, til þess að strá henni á hjarn Snæfellsjökuls; hún var makalaus kona, las upp klassisk ljóð i Kaupþingssalnum og lifði mest á brúðbergste og sveppum utan úr örfirisey. Það var Albert Klahn, friðarsinninn sem vildi helst alltaf stjórna hergöngumús- ik, og sá hámenntaði atvinnuleys- ingi i músikinni, Róbert Abra- ham, já, og útlaginn Höjer með stórhertogaynjunni sinni uppi i Hveradölum, og Jón frá Hlið, og Steinn... Ég held, svei mér þá, að það hafi ekki vantað einn einasta tón i litrófiö!” Áhrif Uröu þessi kynni þá til þess að þú hélst út á listfræðibrautina? „Þau hljóta að hafa haft sin á- hrif. Ég hef alla tið haft húman- istiskar interessur. Ég fór ungur að sækja málverkasýningar og haföi snemma yndi af að skrifa. Ég held að ég hafi einhvernveg- inn undirvitað gert mér ljóst, að til þess að miðla listþekkingu eða lisUifun þyrfti maður að búa yfir ákveðnum hæfiieika sjálftjáning- ar i ræðu og riti. Alla vega kom mér aldrei önnur grein i hug alla mina menntaskólatið.” Varðstu fyrir sérstökum áhrif- um þessara bernskukunningja? „Listamönnum fylgir sérstakur blær, sérstakt andrúm i mannlif- inu. Þar á sér stað önnur tegund mats og hugsunar, og annar húmor. Nei, ég býst við að áhrifin hafi legið i öllu til samans en engu einstöku. Þá var lika önnur tið en nú^ unglingur kynntist þá trauðla fimmtugum manni heldur sat, hlustaði, drakk i sig. Gjammaði uu Mynd eftir Björn Björnsson (Bangsa) föðurbróöur Björns Th. af sálufélögum hans: f.v. Jón Pálsson, tónskáld, frá Hlíð (á rúmstokknum með pipu), Fritz Kjartansson (liggjandi), Þorsteinn skáld frá Bæog lappirnar á teiknaranum: „Töluðu svona of- anvert og utanvert við hlutina...." Og hér er teiknarinn sjálfur, Björn Björns- son, eins og Jón Jónsson (bróðir Ásgríms), mál- aði hann 1924. (Myndin er i eigu Alfreðs Guð- mundssonar). ofúinnsi ekki fram i, en fór sendiferðir, með vixil til uppáskriftar, með smáreikning til forleggjara, eftir öli til Júlla Borgfjörð á Barnum, með teikningu til Nielsens og Óla Hvanna. Nú er verið að tala um kynslóðabil. Það var miklu breið- ara þá. Ég held að virðingin fyrir „afrekum” manna og sérkenni- legheitum hafi verið meiri. Helst voru það Kai Milner, Óli Magga- don og Drottningin af Saba sem maður talaði við sem jafningja. En til slikra þurfti ég þó ekki að sækja, langt yfir skammt: heim- spekileg skrýtilegheit voru alltaf innan seilingar. Þar á ég til dæm- is við þann óviðjafnanlega dúett, Jón frá Hlið og Bangsa frænda minn; á timabili voru þeir nær ó- aðskiljanlegir. Og þeir töluðu æv- inlega svona ofanvert og utanvert við hlutina; oft fjári seigir að sprQksetja. „Mikil skelfing er nú að sjá hann Halldór”, sagði Jón eftir að Halldór Kiljan kom heim frá Ameriku i köflótta poka- buxnadressinu, „svona gáfaður strákur, og gengur þó alveg eins og taflbretti til fara, svei mér þá. En góði, hafðu það ekki eftir mér! Og þeir voru fleiri, fátækir, ve- Fyrri sor sælir, breyskir og mikiö ham- ingjusamir. Ekki minnkaði þáð respektina. Það er gott að þeir voru allir dauðir áður en nafn- númerin komu!” Hafragrautur Jóns frá Hlíð og aðrar peningaástæður Segðu mér svo sem eina sögu um Jón Pálsson. „Ég veit ekki hvort menn kunni að meta þær, nema hafa þekkt hann, aö minnsta kosti heyrt hann tala. Hann var með skúffu og tal- aöi upp úr henni. Kúltiverað. Jæja, hann var tónskáld — i sál- inni —, islenskaöi dálitið Gorki og bar þann kross örbirgðarinnar að kenna ómúsikölsku fólki organ- leik. Stundum. Hjá okkur var vinnukona sem glamraði mikið með diska þegar hún tók þá sam- an af boröinu. Og það ævinlega á þeim tima þegar lesnar voru veð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.