Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 18

Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 18
18 Björn Th. Björnsson aö störfum viö listsögukennslu I Myndlista- og handíöaskólanum; /,Gamli listsögukennarinn minn". Málverk Einars Hákonarsonar, listmálara. nógu sérlesið blað til þess. Handa þeim sögum þyrfti að gefa út „fámiðil”.” Kom nálægð styrjaldarinnar mikið við þig sjálfan? „Maöur sem aðeins hefur fyrir sjálfum sér aö sjá, veit alltaf að hann er lifandi meöan hann er ekki dauður. En fjölskyldumenn, um það hugsaði ég oft, sem hurfu heim eftir sprengjuregnið og vissu aldrei nema allt þeirra væri burt þurrkað, þeir hafa mátt reyna marga kvölina. V—1 sprengjurnar svifu yfir, mótórinn slokknaði og siðan hröpuðu þær i óútreiknanlegum sveig- V—2 sprengjurnar voru að þvf leytinu skárri, að maður heyröi þær ekki koma fyrr en eftir að þær voru sprungnar. En það var i þeim ógurlegt bombald. Meðan V—1 voru á ferðinni, sátum við Waistel vinur minn, skoskur málari, stundum uppi á þaki og veðjuðum á að nú skyldi einhver hitta hel- vitis Westminster-dómkirkjuna, sem okkur þötti svo forljót. En þá foru bara pubbarnir okkar í stað- inn. Það þóttu okkur léleg skipti”. Stefnumótiö við Elif ,,A þessum tima var i London Vestur-lslendingur einn sem Ei- lifur hét, i kanadiska hernum. Eitt sinn mæltum við okkur mót að hittast kl. 7 að kvöldi i Rauða ljóninu við Oxford Street. Ég varð eitthvað of seinn, en þegar ég kom var svæðið rjúkandi rúst og lögreglan að girða það af. Sprengjan hafði komið rétt rúm- lega sjö. Jæja, hugsaði ég, ekki stendur Eilifur minn undir nafni. En þá er komið við öxlina á mér, og er þar enginn nema Eilifur, einnig of seinn á stefnumótið. A leiðinni austur um hafði skip hans verið skotið i kaf, og með- an hann var i London var hótelið hans bombaldað i rúst, en alltaf slapp Eilifur, og var að lokum farinn að trúa á ódauðleikann! Svoleiðis menn á að senda i strið.” Kaupinhöfn Frá London lá svo leiðin á ný norður á bóginn? „Já, árið 1946 fór ég til Kaup- mannahafnar og var þar fram undir 1950. t listasögudeildinni i London hafði litið sem ekki verið hugað að skandinaviskri list, og ég hafði orðið grun um mikinn, ó opnaðan sjóð islenskrar miðalda- listar i handritum Árnasafns. Nú tók ég að gefa mig að þessu efni, og útgáfa islensku teiknibókar- innar i Árnasafni varð fyrsti á- vöxturinn af þvi. Tveim árum sið- ar, 1948, skrapp ég heim og flutti þrjá opinbera fyrirlestra i Aust- urbæjarbió um islenska mið- aldalist, fyrir fullu húsi i öll skipt- in. Hver skyldi borga sig inn á slikt núna? Kaupmannahöfn heillaði mig við fyrstu sýn; raunar hafði ég áður verið þar, drengur. En nú smárann upp fyrir mér öll hin lit- rika saga þessarar höfuðborgar okkar i fimm aldir rúmar, göt- urnar, nöfnin, atburðirnir, sög- urnar.Þaöleiddi lika af sér bók, A Islendingaslóðum i Kaupmanna- höfn. A listaakademiinu voru nær tuttugu íslendingar við nám, nærri heil kynslóð listamanna okkar, og þar kynntist ég konu minni, Asgerði. Það eitt hefði verið mér nægt erindi til Hafn- ar.” Og i Höfn kynntist þú margs- konar skrýtnu mannlifi? „Já, landar okkar verða aldrei eins skrýtnir og af langri útlegð. Ég kynntist hertoganum af St. Kildu, hann var þá að koma að heiman með rauða og svarta dris- ildjöfla sem hann náði upp úr Heklugig i gosinu mikla’47. Ég held að Karl hafi verið eini mað- urinn sem hafði eitthvað upp úr gosinu, svona peningalega. Djöfl- arnir sprikluðu i tilraunaglasi, og ýmist hræddi hann með þeim kellingar eða seldi ójarðfróðum Dönum. Svo fékk hann lika út á þetta viðtöl i blöð og nýjan titil: Leyndarhirðir Hekluglóða. Annar sérstæður Islendingur sem ég kynntist var Isleifur Sig- urjónsson. Hann hafði farið i sendinefnd til Rússlands 1931 og einhvernveginn ekki náð skipi heim. Allavega eignaðist hann Elenóru, fyrrum kaffijómfrú á Bröndum.og bjuggu þau I elsta húsi KauPmannahafnar fram unc ir þennan dag. Isleifur kunni á kerfið, velferðarkerfið. í þvi hefði engin tölva slegið honum við. „Æ, það var árið sem ég missti þessa tvo mánuði úr ævi minni” sagði hann stundum. „Og hvernig misstirðu þá?” „Það var allt kolalaust hér i striöinu, og ég lét glepjast til þess að taka upp mó vestur á Fjóni. Það er alveg glat- aöur timi”. Enginn maður hefur hlustað á jafnmargar danskar ræður i samanlagðri kristninni: Isleifur sat á þingpöllum i Þjóð- þinginu, og fyrir kom að ræðu- maður hafði hann einan að áheyr- anda. Og þannig lærði hann á kerfiö. Þegar hann sagði meö djúpri lotningu um Karl Einars- son: „Mikill maður er nú greif- inn”, þá held ég aö greifinn hefði lært smávegis af ofjarli sinum i þessari velferðarkúnst. Já, þannig gekk það i Kaup- mannahöfn lika, engu siður en i Hafnarstræti áður, að skýtilegt mannlif ætlaði hreint ekki að skiljast viö mig”. 1 siðari samtalslotu okkar Björns Th. Björnssonar i Helgar- blaðinu eftir viku ræðum við um sitthvað viðkomandi islensku mannlifi og islenskri myndlist. — AÞ. I i ÓKEYPIS MYNDAÞJÓNUSTA opið til kl. 7 inu »g d laugardögum kl. 9-6 BILASALAN SPYRNAN VITATORGI milli Hverfisgötu og Lindargötu Laugardagur 29. april 1978 vism Dodge Dart Swinger árg. '74, ekinn 65 þús. km. Grænsanseraður, gott lakk. Sjálfskiptur. útvarp, power stýri og bremsur. Verð kr. 2,5 millj. Saab99 árg. '74. Hvítur, gott lakk. Sum- ardekk, vetrardekk. Útvarp. Verð kr. 2,1 millj. Dodge Dart árg. '68, 4ra dyra, 6 cyl. Svartur. Sumardekk. Útvarp og Segul- band. Verð kr. 850 þús. Skipti á ódýrari t.d. Cortinu. Chevrolet Chevelle árg. '73, ekinn 58 þús. km. Grænsanseraður, gott lakk. 6 cyl. Góð sumardekk. Útvarp, power stýri og bremsur. Skoðaður '78. Verð kr. 1.900 þús. Skipti á jeppa eða minni bíl. Mazda 121 arg. 7/, ekinn 13 þús. km. Blár gott lakk. Sumardekk. Útvarp og segulband. Verð kr. 3,7 millj. Skipti. Skuldabréf. Simca 1100 skutbíll (station) árg. '75. Skráður '74. Sumardekk og vetrardekk. Stórsniðugur í hvað sem er. Verð kr 1.300 þús. * Stórvantar nýlega Volvobíla á skrá, einnig Cortinur 1600 árg. '74. Mazda 929 árg. '78, 2ja dyra, silfursan- seraður, sumardekk. Verð kr. 3,3 millj. ca. 2,5 millj. út. Skipti 500-700 þús. kr. bíl. Símar: 29330 og 29331 i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.