Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 11
m VISIR Laugardagur 29. apríl 1978 1 1 Að bregða stórum svip yfir umhverfi sitt 1 einhverju frægasta kvæði ís- lands, þegar frá eru taldir Passiusálmar séra Hallgrims, ávarpar skáldið höfuðskepnuna Útsæ og segir ,,þú bregður stór- um svip yfir dálitið hverfi”. Halldóri Laxness fannst eitt- hvað dauflegt að koma i Þrúð- vang unglingi, og kallar þess vegna svona lagaðan skáldskap stórmikið trog, sem stendur þó tómt, og jafnvel blaður með hátiðabrag. Aðrir eru þeir, sem þykir þetta bara nokkuð gott, til að mynda prestar og heildsalar. Þeir eru að bera sig að halda i þd hugsun, að það sem er stórt stækki umhverfi sitt, en smækki það ekki. Kannski stækka lika meiín umhverfi sitt, þegar þeir eru stórir sjálfir. Einn slikur maður er Ragnar H. Ragnar á Isafirði. Þjóðfélagslegt réttlæti á Vestf jörðum Vestfjörðu byggja tveir af hundraði Islendinga, eða kring- um tiu þúsund manna. Þar eru viða snoturlegar byggðir undir bröttum fjöllum við djúpan sjó. Reikningsmeistarar segja okkur, að þessar fáu vinnandi hendur vestra dragi i þjóðar- bjíið um tuttugu og fimm af hundraði eða fjórðung þeirra fiskafurða, sem Islendingar flytja til annarra landa og selja þar fyrir peninga. Er ekki þetta þung byrði, sem hvilir á herðum fárra? Engin furða, þótt naum- ur timi sé aflögu handa öðrum viðfangsefnum en fiskinum. Samt aungvar glósur, bræður og vinir'Vonandi heldur enginn, að Vestfirðingar séu að biðja um ölmusu, þegar þeir nefna skóla, sjúkrahús, vegi og brýr? Þegar svo fámennum hópi er á hendur falið jafnstórt verkefni og hér er raunin, verður afleiðingin til lengdar hvorki meira né minna en það sem nefnt hefur verið þjóðfélagslegt ranglæti. Þegn- arnir leggja mikið af mörkum, en kosta til þess mörgu þvi, sem Ragnar H. Ragnar. Frú Sigríður J. Ragnar. Ragnar, erjað akur, sem er að þvi skapi ágætlega frjósamur sem honum er hætt við blæstri skaðsamlegra vinda. Það er löng tónlistarhefð á Isafirði. Ragnar stendur á herðum prýðilegra manna eins og. Jóns Laxdal og Jónasar Tómassonar eldri. Og menn eru söngvisir við Djúp. Þetta er góði akurinn. En fáar hendur þurfa að anna miklu dagsverki við sjóinn. Menn eru þreyttir að kveldi. Af- kastamikil fiskimið þurrka út öll skil á milli vertiða. Þetta eru skaðsamlegu vindarnir. Það er er þvi ekki tekið út með sitjandi sældinni að efla mönnum tón- listarskyn i sliku umhverfi. Það er gæfa tsafjarðár, að Ragnar H. Ragnar er allra manna ólat- astur. talið er til mannsæmandi lifs. Kýrin er blóðmjólkuð. Þræla- hald var slikt einu sinni kallað. Menningarinnar góða barátta A fjölmennustu verstöðinni vestra, Isafirði, er tónlistar- skóli,, sem verður þrjátiu ára i vor. Skólastjóri,hans er Ragnar H. Ragnar, einhver ótrauðastur verkamanna i vingarði menn- ingar, sem uppi er á íslandi nú. Hann er brennandi i andanum. Ragnar verður áttræður i haust. Þó kennir hann fullan starfsdag sem tvitugur væri. Að loknu löngu og merku starfi i Kanada fluttist hann til Isafjarðar á miðjum aldri og hóf þar ævi- starf númer tvö. Nú hefur hann, með ómissandi aðstoð konu sinnar, frú Sigriðar Jónsdóttur Gróskan í skólahaldinu ,,Skóli er ekki hús, skóli er fólk,” segir Ragnar. Við þröng- an húsakost til skamms tima hafa hundruð nemenda sótt ómældan þroska til Ragnars, sumir jafnvel úr öðrum byggðarlögum. Kennarar hans eru nú ellefu talsins, þar af 5 fastráðnir. Sjálfur kennir Ragn- ar manna mest. Margir læra á pianó, en aðrir á orgel, fiðlu, flautu, gitar, klarinett, horn, selló o.s.frv. Ragnar kennir ekki i hálftima, heldur fjörutiu og fimm minútur og helst lengur. Hver nemandi hans hefur stóra bók, þar sem Ragnar skráir fyrirmæli sin og fræðslu niður i minnsta smáatriði. Slikt hafði ég aldrei séð, fyrr en ég kynntist Ragnari. Frú Sigriður kennir tónfræði, en er þar að auki sá snillingur skipulags og stunda- töflu, sem gerir þessari fjöl- mennu stofnun kleift að ganga eins og maskina. Þá er kennd hljómfræði og tónlistarsaga. Og myndarleg hljómsveit starfar við skólann. Sunnudagskonsert Þá er ótalið séreinkenni Tón- listarskóla ísafjarðar, sem ljær honum alveg sérstakan svip, en það eru sunnudagskonsertarnir á heimili Ragnars og kennara- fundirnir, sem fylgja. Flesta sunnudaga skólaársins kemur lunginn úr nemendahópnum heim til Ragnars. Þar er svo haldinn myndarlegur sunnu- dagskonsert, og gildir einu hvernig viðrar þann dag, einn- egin naumast teknar til greina afsakanir eins og þær, að menn ætli á skiði um helgina, ellegar i afmælisveislu. Sá nemandi, sem ekki gefur sunnudagshljómleika má gæta þess að hann verði ekki persóna non grata i isfirsku mannfélagi. Svo voldug eru áhrif Ragnars. Og hversu mót- andi og heillavænleg eru þau ekki fyrir börnin! Og það er ein- drægni og alúð Ragnars, sem þvi veldur fyrst og fremst, hversu glæsilegur árangur verður af skólahaldi hans og frú Sigriðar. Hvar skyldi til að mynda kennarafundur vera haldinn vikulega, nema i Tón- listarskóla Isafjarðar? Það eru endurnýjaðir kennarar, sem halda á vit starfa sins á mánu- degi, staðráðnir i þvi að gera sitt besta. Stór staður Þegar stelpuskottið innan úr Firði eða stráksláninn úr Neðsta hrista fram úr erminni eins og eina hrNeppstjórasnýtu, og það með glæsibrag, þá stund er ísafjörður stór staður sam- kvæmt skilgreiningu. Það eru menn á borð við Ragnar H. Ragnar, sem setja heimabyggð- ina sina á landakortið. islensku útgáfuna og þá amerisku, þá er munurinn á fyrirhöfninni svipaður og á að taka flugvél til Vestmannaeyja og róa þangað á baðkari (fyrir Reykjanesið). Lýðræðið er semsagt þungt i vöfum þegar það er iðkað upp á ameriska mátann. En Amerikanar vilja ógjarna breyta stjórnarfarinu. Þeir benda t.d. á að aðe'ins i Ameriku hefði forseta eins og Nixon verið þröngvað úr starfi fyrir Watergate. Það er stærð lands- ins sem á sök á svifaseinu lýðræði, benda hinir sömu á. Eitt er vist, að Kröflu- ævintýramenn sætu ekki lengur i embættum sinum ef þeir byggju við ameriskt lýðræði. Það miðast nefnilega við einstaklinga. Þótt til séu tveir stórir stjórnmálaflokkar, þá er kosið um einstaklinga, en ekki flokka. Einstaklingar sem gera vitleysur geta ekki falið sig bak við kjólfald flokksins. Helsti munurinn á stóru amerisku flokkunum er sá að Repúblikanar eru aðeins ihalds- samari, og vilja minni afskipti hins opinbera af viðskiptalifinu. Ameriskur kjósandi á úr mörgu að velja. A einu ári getur hann t.d. þurft að kjósa forseta landsins, þingmann á alrikis- þingið i Washington, þingmann á rikisþingið,ráðsmann i fylkis- stjórn, borgarstjóra, borgarráð, skólanefnd, og um alls konar málefni sem hafa verið lögð undir allsherjaratkvæði. Þessar kosningar eru ekki all- ar á einum degi ársins, heldur dreifast nokkuð. Oft eru þó nokkrar kosningar saman á ein- um degi, og það þarf aðeins aö fylla út einn atkvæðaseðil. Hann aetur þó orðið langur. Stundum þarf að krossa allt að fjörutiu sinnum til að greiða atkvæði um öll málefni á seðlinum. En allt þetta lýðræði er litið iðkað i Ameriku. Fólkeralmennt áhugalitið um hvernig fer um menn og málefni. Þátttaka i siðustu forsetakosningum var t.d. aðeins um 50% af möguleg- um kjósendum. Helmingur sat sem sagt heima. Þátttaka i öðr- um kosningum er jafnvel enn minni. I kosningum um nokkur hitamál i Oregon sl. haust sýndu aöeins 16% mögulegra kjósenda sig á kjörstað. Þetta áhugaleysi kemur fram um alla Ameriku. I raun er það þvi aðeins litill hluti áhugafólks um stjórnmál sem ræður mestu um skipan mála. Stjórnmál eru ekki áhugamál fjöldans. Margar skýringar eru til á þessu áhugaleysi. Sumir benda á að málefnin séu of mörg, og kjósandinn hafi ekki tima né áhuga til að setja sig inn i þau. Aðrir, og sá hópur hefur mestan stuðning, segja að kjósandinn eigi litið sameiginlegt persónu- lega með þvi sem kosiö er um. Hann hefur þvi litinn áhuga. Það snertir almenning oftast litið hvernig fer i flestum kosn- ingunum, og fæstir hafa þvi áhyggjur af hvernig fer. Málefnin sem kosið er um eru flókin, og oft erfitt að taka af- stöðu. Þeir sem ekki kjósa gefa einnig þá skýringu aðspurðir að þeir telji atkvæði sitt skipta litlu máli i þessum gifurlega fjölda. Þeir segja einnig að allir stjórn- málamenn séu eins, og það skipti engu máli hver sé kosinn. Hvers vegna þá að kjósa? spyrja þeir. Margir segja einnig að efnahagskerfi Ameriku stjórni landinu, en ekki stjórn- málamennirnir né fólkið. Þvi sé engin þörf á þátttöku. O

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.