Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 15

Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 15
vism Laugardagur 29. aprfl 1978 15 sjá enskar hljómsveitir i þáttum eins og Shindig og Ed Sullivan Show. d) útvarpið: óskalagaþættir rikisútvarpsins (fáir og smáir), poppþættir i Kananum og svo Radio Luxemburg á kvöldin — maður fór varla á milli húsa án þess að hafa útvarpstækið við eyrað. Þá þekkti maður hvert einasta lag i Top Fifty i Bret- landi og Top Twenty i Banda- rikjunum. e) hljóðfæraieikur: maður glamraði á gitarinn samhliða ! heimanáminu og það varð næstum þvi eihs mikilvægt tak- mark að komast i hljómsveit og að ná landsprófi. Hljómsveita- stússið á þeim árum var ein- staklega skemmtilegt og brans- inn ólikt liflegri en nú. f) fata- og hártiska: i þeim efhum var ég ihaldssamur og hélt mig við smjörgreiðsluna, jakkafötin og bindið á meðan margir aðrir söfnuðu siðu hári, kragalausum jökkum og háhæl- uðum skóm. Bitilæðið var sum- sé bara innvortis sjúkdómur i minu tilviki. Félagsleg áhrif Bitlaæðisins fjárútlátum vegna kaupa á hljómplötum og erlendum músiktimaritum. Þvi næst kom svört rúllukragapeysa og bitla- skór en lengi framan af lét ég ekki ánetjast af siðu hártiskunni heldur fór reglulega til rakara eins og góðborgara sæmdi. Siöan tók sú hugsun að gerast æði áleitin að komast sjálfur á svið með popphljómsveit og eftir að hafa sótt Engilsaxa heim, og kynnst. dýrðinni þar af eigin raun varð sú hugsun að markmiði sem ekki var hvikað frá. Draumurinn rættist og þá kynntist ég bitlaæðinu frá ann- arri hlið sem var ólikt viðburða- rikari og ævintýralegri en fyrri reynsla ogfyrirmér verður það timabil eftirminnilegast frá þessum árum. Það gefur þvi auga leið að bitlaæðið hefur haft viss áhrif á mig og breytt viðhorfum minum á einhvern hátt þótt erfitt sé að gera sér nákvæma grein fyrir þvi svona eftir á. t dag hlusta ég mest á plötur frá þessu timabili og kem sjálfsagt til með að gera það fram á grafarbakkann. Hins vegar skal ég viðurkenna að ég hef ekki hundsvit á þvi sem er að gerast i poppbransan- um i dag og hef raunar engan áhuga á að kynna mér það. En það hljóta bara að vera eðlileg ellimörk sem mér er mjög ljúft að sætta mig við. H I j ó m I e i k a r Póker Forsala aógöngumida: Karnabœ hljómplötndeild: Laugavegi 66 s. 28155 Austurstræti 22 s. 28155 Glæsibæ s. 81915 F6lkanum: Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Vesturveri Skffunni Hafnarfiröi Akranesi: s. 84670 Laugavegi33 s. 11508 Verzl. Eplið Keflavfk Akureyri: Fataval Verzl. Cesar Vestmannaeyjar Verzl. Eyjabær. The Stranglers ásamt fslenzkum toppskemmtikröftum og hljómsveitum skemmta aðeins þetta eina sinn. Allir toppmenn hins heimsfræga kvikmynda- og hljómplötufyrirtækis United Artists mæta, auk þekktustu blaðamanna Bretlands og diskótekara frægustu útvarpsstöðva Evrópu. Miðaverð aðeins kr. 3.000.- Nú má engan vanta í Laugardalshöll 3. maí. kl. 21. Sveinn: ..Ahrifanna gætir enn, — a.m.k. hefur gamla herra- klippingin ekki borið sitt barr siðan”. voru vissulega nokkur, en þó voru Bitlarnir ekki hvati breyt- inganna, heldur fremur tákn eða einkennismerki i baráttu unglinganna fyrir sjálfstæði. Aður fyrr höfðu einungis verið tvö stig i æviskeiði hvers manns: barn — fullorðinn, en æ lengri skólaganga og undirbún- ingur undir lifsstarf i tækni- væddu þjóðfélagi gerðu það að verkum að nýtt stig bættist inn í: unglingur. A þvi stigi var likam- inn orðinn fullorðinn, en reynsl- una og andlega þroskann vant- aði. Unglingarnir þurftu að fá útrás fyrir innibyrgða orku og þeir þurftu að fá viðurkenningu á að þeir væru til og hefðu sinar þarfir og langanir. Bitlaæðið var sjáifstæðisbárátta ungling- anna og þar vannst sigur, frá þeim ti'ma hafa hinir fullorðnu viðurkennt að unglingar eru til og þurfa sitt. Eins og verða vill i slikri baráttu varð skæruhern- aðurinn öfgafullur á köflum: menn söfnuðu siðara hári, gengu i furðulegri fötum, spil- uðu háværari tónlist og sýndu villtari hegðun en þeir sjálfir aðhylltust undir niðri. Enda fór svo, eftir að sigurinn vannst, að verulega dró úr öfgunum og þetta varð allt dempaðra. Ef Bitlarnir hefðu ekki komið fram á þessum tima, hefðu unglingarnir bara gripið eitt- hvert annað tákn til notkunar i baráttunni. En Bitlunum sjálf- um má þó þakka a.m.k. tvennt: Þeir þroskuðu tónlistarvitund unglinganna með hverri nýrr*i plötu og gæði tónlistar þeirra voruslfk.að fullorðnir gátu ekki neitað að viðurkenna að popp- tónlist væri i mörgum tilvikum igrunduð list, ekki bara hugs- unarlaust garg, og ætti þvf sinn tilverurétt. Stefán lék með hljómsveitinni Strengjum, sem m.a. var afar vinsæl I Breiðfirðingabúö. Þessi mynd frá árinu 1966 sýnir f.v. Stefán, Guðmann Ingjaldsson, sem nú er húsa- smiður, Guðmund Emilsson, sem nú er oröinn þrælmennt- aður tónlistarmaður og Morgunblaðsskrlbent, Magnús Magnússon, við- skiptafræðing, sem lengi var plötusnúður og umsjónar- maður I útvarpinu, og Helga Hjaltason, sem nú er orðinn verkfræðingur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.