Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 3
vrsm ■Láugardagur 29: aprfl 1978 Nýja söluskrifstofan er mjög smekklega búin innréttingum og húsmunum og þarna eru þeir Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi' Flugleiöa og Birgir Þorgilsson sölustjóri með starfsfólki strifstofunnar, Sigurði Ingvarssyni, Fjólu Tryggvadóttur og Stefaniu Magnúsdóttur. Ný sðluskrif- stofa Flulgeiða Flugleiðir hafa opnað nýja söluskrifstofu að Hótel Esju við Suöurlandsbraut. Um er að ræða deild úr söluskrifstofu félagsins i Lækjargötu 2 og þar er hægt að fá alla venjulega fyr- irgreiðslu varðandi þjónustu Flugleiða svo sem farskráningu og farseðla innanlands sem ut- an. Nýja söluskrifstofan er á fyrstu hæð og gengið inn úr and- dyri Iiótels Esju. Gert er ráð fyrir að fimm manns vinni á söluskrifstofunni, en fyrst um sinn verða þar þrir starfsmenn. Sigurður Ingvars- son stjórnar daglegum rekstri skrifstofunnar og með honum vinna Fjóla Tryggvadóttir og Stefania Magnúsdóttir. Sfðar i sumar verður skrif- stofan tengd tölvukerfi far- skrárdeildar, Gabriel, sem verið hefur i notkun hér á landi i tvö ár og stórbætt þjónustu við viðskiptamenn og flýtt far- skráningu og upplýsingum. Nýja söluskrifstofan á Esju bætir enn þessa þjónustu Flugleiða við viðskiptavini sina og má benda á að bilastæði eru næg við hótelið. —SG Bandalagháskólamannaumskattafrumvarpið: Mun þýða veru- lega meiri skattbyrði! Lœkka verður enn frekar prósentutölur skattstigans Tekjuskattur veröur verulega meiri á þessu ári samkvæmt skattalagafrumvarpinu en yrði samkvæmt núgildandi lögum, nema prósentutölurskattstigans verði lækkaðar frá þvi sem fyr- irhugað er, segir i yfirlýsingu frá Bandalagi háskólamanna um skattafrumvarp rikisstjórn- arinnar. Þar er bent á, að þær tölur, sem stjórnvöld hafi lagt fram til samanburðar á skattbyrði sam- kvæmt gildandi lögum og frum- varpinu séu ekki raunhæfar vegna þess, að þar sé aðeins gert ráö fyrir að meðalhækkun tekna til skatts milli áranna 1977 og 1978 verði 35% en hins vegar liggi fyrir tölur frá Þjóð- hagsstofnun um, að þessi með- alhækkun sé i reynd 41% ■. Þá segir einnig, að óbreytt prósenta útsvars muni hafa i för meö sér verulega þyngingu á skattbyrði ef staðgreiðslukerfi yrði tekið upp, og sé þvi nauð- synlegt að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaga. BHM gagnrýnir nokkur önnur atriði i skattalagafrumvarpinu, en segir, að I heild horfi frum- varpið til bóta. „Þó er þar ekki vegið að rótum meginvandans þ.e.a.s. skattsvika. Slikt verður aðeins gert meö. stórauknu skattaeftirliti”, segir i athuga- semdum BHM. —ESJ. 1. maí á Akureyri: Heimta alþýðuvöld ,,Hinu efnahagslega ranglæti verður ekki útrýmt fyrr en tekist hefur að breyta sjálf- um grundvelli þjóð- félagsins, koma á alþýðuvöldum og byggja þjóðfélag, sem hefur félagslegt og efnahagslegt lýðræði að aðalinntaki”, segir i 1. mai-ávarpi verka- lýðsfélaganna á Akur- eyri. í ávarpinu segir, að þrátt fyr- ir linnulitið varnarstrið verka- lýðshreyfingarinnar siöustu fjögur árin gegn fjandsamlegri rikisstjörn auðstéttanna hafi ekki enn tekist að endurheimta þann kaupmátt launa, sem náðist i samningunum i febrúar '1974. Hvatter til þess að herða enn baráttuna fyrir „endurheimt samninganna og kveðja til fleiri hópa verkafólks”. Verkalýðsfélögin efna til kröfugöngu og útifundar að henni lokinni á Ráðhústorginu. Þar flytja Jóhanna Sigurð- ardóttir verjcakona, Hákon Hákonarson, formaður Alþýðu- sambands Norðurlands, og Jón Helgason, formaður Einingar, ræður. Barnaskemmtun verður I Sjálfstæöishúsinu kl. 15, og skemmtikvöld i Sjálfstæðishús- inu kl. 21. Þá verður dansleikur þar á vegum 1. mai-nefndarinn- ar i dag, laugardag. Kvenna- deild Einingar verður með opið hús og kaffisölu eftir útifundinn i Alþýðuhúsinu. —ESJ. Margir vilja sjá Stranglers „ Miðasalan hefur gengið vonum framar”, sagði Steinar Berg i samtali við VIsi, en hann hefur annast hljómleika Stranglers sem verða á miðvikudagskvöld i Laugardalshöll. „Við verðum varir við mikinn áhuga og nú þegar eru seldir hátt I tvö þúsund miðar”, sagði Steinar. „Það þykir okkur gott vegna þess að fólk er yfirleitt frekar blankt fyrir mánaðar- mót”. Þess má geta að Stranglers verða i kvöld i sjónvarpsþættin- um „Á vorkvöldi” og leika þar tvö lög. —GA. smáauglýsinga- sími VÍSIS er 86611 Veislukaffi og happdrœtti í Lindarbœ Kvennadeild Skagfirðinga- félagsins I Reykjavik verður með sitt árlega veislukaffi og happdrætti i Lindarbæ mánu- daginn 1. maí n.k. kl. tvö sið- degis. Að venju verður margt gómsætt á veisluboröinu og nytsamir og goðir vinningar I happdrættlnu. Allur ágóði rennur til hinna ýmsu verk- efna félagsins, bæði liknar- og menningarmála, segir I frétt frá félaginu. —ESJ. ÍTALÍA Dagflug á þriðjudögum. Hægt að velja um dvöl í hinum undurfagra ferðamannabæ við Napolíflóann, ævintýraeyjunni Kaprí eða hinni sögufrægu og fögru Rómaborg, borginni eilífu. (slensk skrifstofa Sunnu í Sorr- entó og Róm. Farið verður: 4. og 25. apríl, 16. maí, 6. og 27. júní, 18. júlí, 8. og 29. ágúst og 19. sept. Pantið strax. SUNNA Bankastræti 10. Simar 16400 - 12070 - 25060 - 29322. — ■ Aðalumboð Vesturveri Aðalstræti 6 Verzl. Neskjör Nesvegi 33 Sjóbúðin Grandagarði Verzl. Roði Hverfisgötu 98 Bókabúð Safamýrar Háaleitisbraut §8—60 Hreyfill Fellsmúla 24 Paul Heide Glæsibæ Verzl. Rafvörur Laugamesvegi 52 Hrafnista, skrifstofa Laugarási Verzl. Réttarholt Réttarholtsvegi 1 Bókaverzl. Jónasar Eggertssonar Rofabæ 7 Arnarval Arnarbakka 2 Straumnes Vesturbergi 76 Kópavogi Litaskálinn Kópavogi Borgarbúðin Hófgerði 30 Garðabæ Bókaverzl. Gríma Garðarflöt 16—18 Hafnarfirði Hrafnista Hafnarfirði Kári og Sjómannafélagið Strandgötu 11—13 Sala á lausum miðum og endurnýjun flokks miða og ársmiða stendur yfir. Dregið í 1. flokki 3. maí.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.