Vísir - 29.04.1978, Blaðsíða 10
10
r*
v
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdarstjóri: Davíö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
Olafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund
ur Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Arhi Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind
Ásgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guójón Arngrímsson,
Jón Einar Guöjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns
son, Oli Tynes, Sæmundur Guóvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L.
Palsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlit og hónnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Laugardagur 29. april 1978
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánssor
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Petursson
Auglysingar og skrifstofur: Siöumúla 8
simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Sióumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 2000 á mánuöi innanlands.
Verö i lausasölu
kr. 100 eintakiö.
VÍSIR
\
Um nokkurt árabil hefur
vandamálafræði verið tísku-
námsgrein i háskólum hér og er-
lendis. Þessi fræðigrein gengur
undir ýmsum nöfnum en aðal-
lega er hún þó kennd við samfé-
lag og vísindi. Og vist er um það/
að margt er vandamálið. Það
getur meira að segja verið
vandamál að komast úr fortíð-
inni yfir í nútíðina.
Þannig er þessu farið um borg-
ir. Reykjavíkurborg hefur óneit-
anlega fundið fyrir ýmis konar
vandamálavaxtarverkjum. Hún
hefur á tiltölulega skömmum
tíma breyst úr bæ í borg. Þar af
leiðir, að stjórnendur hennar
þurfa stöðugt að mæta nýjum
viðfangsefnum og vandamálum,
sem nútíma borgarsamfélag
leiðir af sér.
Þessi viðfangsefni snerta bæði
fortíð og nútiö. Borg verður
sannarlega ekki byggð með
menningarbrag, nema hún tengi
saman fortið og nútíð. Á síðustu
árum háfa menn vaknað upp við
þessa hugsun einfaldlega vegna
þess, að sums staðar hafa þau
slysorðið, að borgum hefur verið
breytt í sárlarlaust múrverk.
Kjarni málsins er sá, að dauðir
hlutir geta þrátt fyrir allt andað.
Með þeim má upplifa merkile^a
sögu. Þeir stjórnendur, sem
gleyma þessu, geta með glópsku
sinni skorið á menningarleg
tengsl fortiðar og nútíðar og
þannig drepið sálina í múrverki
borgarsam-f.élagsins.
í Reykjavík má f inna ummerki
um slys af þesst* tagi, en flest
heyra þau til liðinni tíð. Sannleik-
urinn er sá að á síðustu árum
hef ur i a11 ríkum mæli verið tekið
tillit til þeirrar menningarlegu
kröf u að viðhalda í borgarsamfé-
laginu verðmætum frá tíð bæjar-
samfélagsins.
En þá koma vandamálasér-
fræðingarnir til sögunnar og
greina ekki hismið frá kjarnan-
um. Menn verða þó að skilja á
milli menningarlegra verðmæta
og þess sem ekki er vert að f lytja
frá einni tíð til annarrar. Og
sannarlega er það hálfbroslegt
þegar útlendingar eru fengnir
hingað til þess að prédika að gera
eigi Reykjavík að bárujárns-
minjasafni. Það getur verið
skemmtilegt fyrir útlendinga, en
þjónar ekki hagsmunum Reyk-
víkinga.
Borgaryfirvöld sýnast hafa
ratað gullinn meðalveg i þessum
efnum. Til marks um það
eruáformin um uppbyggingu
miðbæjarins, þar sem með nýj-
um framkvæmdum á að efla
mannlíf í tengslum við gömul
menningarverðmæti á Bern-
höftstorf u og í Grjótaþorpi. Og á-
stæða er í þessu sambandi að
vekja athygli á nýgerðri sam-
þykkt um friðun fjölmargra
húsa, sem eru tákn liðins tíma i
borginni.
í lifandi mannlegri borg er
þörf á svigrúmi til útivistar. Með
nýjum tima verða til nýjar þarf ir
i þeim efnum eins og öðrum.
Borgaryfirvöld hafa í þessari
viku samþykktaðgera höfn fyrir
smábáta í Elliðavogi. Þessi sam-
þykkt er dæmigerð fyrir ný við-
fangsefni, sem borgaryfirvöld
verða að sinna.
En það stóð ekki á vandamála-
sérf ræðingunum, sem vildu
bregða fæti fyrir framgang
málsins. Og yfirskynið var það
að ekki mætti raska lífríki
Elliðaánna. Hér er verið að búa
til vandamál, því að fyrir liggur
að mikill meirihluti þeirra sér-
f ræðinga, sem leitað var álits hjá
af þessu tilefni, taldi enga hættu
samfara hafnargerð á þessum
stað.
Vitaskuld þarf að standa vörð
um lífríki Elliðaánna. Og það
hef ur verið gert. En vandamála-
fræðin má ekki verða svo rikj-
andi í borgarskipulaginu að hún
hefti nauðsynlega viðleitni til
þess að byggja upp lifandi borg-
arsamfélag. Ákvörðunin um
smábátahöfnina í Elliðavogi er
fyrst og fremst gleðilegur vottur
um vilja borgaryfirvalda til þess
að efla útivist og mæta nýjum
þörf um og óskum í þeim efnum.
Þetta blað hefur jafnan lagt á-
herslu á varðveislustef nu í skipu-
lagsmálum. Og þá gildir einu
hvort um er að ræða gömul
merkileg hús eða lífríki Elliða-
ánna. En um leið verður að gera
þá kröfu til stjórnenda borgar-
innar að þeir láti ekki vanda-
malahugsjónina koma í veg fyrir
að Reykjavík verði lifandi nú-
tímaleg borg.
■ ‘ —
Vandamálafrœðin
og
borgarsamfélagið
V_____________:___J
SUIPNYNDIR
AF AMERIKU
Eftir Ölaf Hauksson
Sverrir Runólfsson, fyrrum
Kaliforniubúi og vegagerðar-
maður, hefur verið einna
ötulastur manna við að kynna
ameriskt stjórnarfar hér á
landi. Sverrir lét sér ekki nægja
að kynna málið, heldur vildi
hann að við tækjum upp
ameriska kerfið. Sjálfsagt vill
Sverrir það enn, þótt litið hafi
heyrst frá honum að
undanförnu.
Sverrir talaði mikið um
valfrelsi og þjóðaratkvæði. En
tslendingar voru ekki tilbúnir
að taka við meira kosninga-
veseni en fylgir byggðakosning-
um, Alþingiskosningum og
forsetakosningum. Slikar kosn-
ingar kosta mikla vinnu, og
sjálfsagt hryllti mörgum við
meiru af svo góðu. Kannski mis-
skildu margir hvað Sverrir var
að fara.
Stjórnarfarið þeirra Sverris
og Amerikumanna er afskap-
lega flókið. En það byggir á
einni frumhugmynd — lýðræði.
Lýðurinn á að ráða i aðal-
atriðum hvað er best fyrir hann,
en ekki misvitrir atvinnustjórn-
málamenn. Auðvitað gengur
slikt ekki i alvörunni. Nóg er
samt reynt og Amerikanar
segjast búa við mesta lýðræði i
heimi.
Það er stærð landsins sem
gerir stjórnarfarið svo flókið.
Krafan um að atkvæði lýðsins
fái að hafa sem mest áhrif gerir
það svo enn flóknara.
Amerikanar kjósa um næst-
um allt sem viðkemur opinberri
stjórn. Þeir kjósa lögreglu-
stjórana, súma dómara, nefnd-
ir, bæjarstjóra, bæjarráðs-
menn, þingmenn til rikisþings
og þingmenn til alrikisþings,
forseta, rikisstjóra o.s .frv. Allt
þetta fólk og fleira til verður að
há kosningabaráttu til að
komast i viðkomandi störf.
Störfin eru þeim þó ekki tryggð,
þar sem kosningar eru háðar á
nokkurra ára fresti.
Hin hliðin á ameriska
stjórnarfarinu er það sem
Sverrir átti við þegar hann tál-
aði um þjóðaratkvæði.
Amerikanar kjósa ekki aðeins
flestalla sem gegna opinberum
ábyrgðarstöðum, heldur kjósa
þeir einnig um einstök mál inn-
an hvers rikis. Sem dæmi má
nefna: hvort eigi að verja fé til
stækkunar flugvalla, hvort eigi
að gera kjarnorkuver útlæg,
hvort eigi að leyfa spilaviti,
hvort eigi að lækka áfengis-
drykkjualdurinn, hvort eigi að
losa um klámlöggjöf o.s .frv.
Málefnin sem kosið er um eru
ótæmandi og óteljandi.
Þetta mikla lýðræði gerir það
að verkum að almenningur fær
að tjá hug sinn um flestöll
meiriháttar mál. Ráðin eru tek-
in af stjórnmálamönnunum.
Þetta þýðir þó ekki endilega að
öll deilumál komi til allsherjar-
atkvæða. Fyrst þarf ákveðinn
hluti kjósanda að skrifa undir
beiðni um að viðkomandi mál
verði lagt fyrir allsherjarat-
kvæði. Þegar nógu margir hafa
skrifað undir áskorunina, þá er
kosið um málið i næstu kosning-
um.
Krafan um lágmarks fjölda
undirskriffa kemur i veg fyrir
að kosningar séu á hverjum
sunnudegi. En það er ekki kraf-
istsvo mikils fjölda undirskrifta
að ómögulegt sé að koma mál-
um fyrir dóm almennings.
Þessi háttur^ að kjósa um
málefni gildir á öllum stigum
amerisks stjórnarfars. Þeir
sem eru óánægðir með lögreglu-
stjórann i 10 þúsund manna bæ
geta krafist kosninga um hann,
jafnvel á miðju kjörtimabili.
Slikt er nefnt að afturkalla hinn
kjörna embættismann. Þeir
sem eru óánægðir með ein-
hverja ákvörðun þingsins i við-
komandi riki, geta safnað undir-
irskriftum til að fá kosningar,
og reyna að brjóta ákvörðunina
á bak aftur.
Ameriskir kjósendur geta
meira að segja bætt við
stjórnarskrána. Það er þó hið
mesta púl, og tekur mörg ár.
Næsta viðbót við stjórnarskrá
Ameriku verður væntanlega
jafnréttislöggjöf þeirra, sem
konur (og menn) berjast
grimmt fyrir um þessar
mundir. En fyrst þurfa tveir
þriðju hlutar hinna 50 rikja-
þinga að samþykkja viðbótina,
áður en hún verður hluti af
stjórnarskránni. Þessi aðferð
tekur mörg ár og kostar peninga
og fyrirhöfn.
Þetta puð með amerisku jafn-
réttislögin leiðir eflaust hugann
að islensku Jafnréttislögunum.
Auðvitað þurfti að hafa talsvert
fyrir þeim, þinga um þau og
semja þau, og fjalla um þau á
þingi. En miðað við vinnuna við
S tjórnarfarið
þeirra S velH