Vísir - 25.05.1978, Side 9
9
EKKERT AÐ
MARKANEMA
Sigriður hafði samband
við blaðið:
Ég vildi þakka VIsi fyrir
skoðanakönnunina um úrslit
borgarstjórnarkosninganna
sem birtist á mánudaginn. Það
er gaman að svona athugunum
og það mætti vera meira um
þær.
Vissulega á maður ekki að
taka slikar athuganir of alvar-
legaen þær eru visbending. Það
er eitt sem gerir þessar kannan-
ir hvað skemmtilegastar og það
eru viðbrögð pólitikusanna við
þeim. Það eitt réttiætir þessar
kannanir, þótt ekki væri annað.
Það er með besta lestrarefni að
sjá hvernig þessir menn telja
kannanir óáreiöanlegar ef
flokkum þeirra gengur illa, en
hinsvegar ef könnun leiðir i ljós
fylgisaukningu þá snýst málið
við. Stundum heldur maður að
pólitikusarnir telji kjósendur al-
gjöra græningja, sem ekkert
viti og öllu trúi.
Það er gaman að Þjóðviljan-
um idag — þriðjudag —þar sem
hann útlistar könnunina.
Inntakið a-: Það er ekkert að
marka þessar kannanir nema
þá kannski það sem er okkur
hagstætt. Þetta er dæmigerð
málsmeðferð Alþýðubandalags-
manna — sama um hvað er að
ræða.
Kona i Vesturbænum
hringdi:
Við fengum Bláu bókina I gær
og komum þá hérna saman
nokkrar konur i Vesturbænum
til að li'ta á fallegu litmyndirnar
af leikvöllum borgarinnar. Þær
stungu heldur I stúf við þá mynd
sem við höfum fyrir framan
okkur hvern einasta dag. Þar á
ég við leikvöllinn við Hring-
braut. Okkur kom saman um að
það væri óþarfa eyðsla að
„spandera” litmynd á hann.
Völlurinn er ekkert nema sand-
ur og nokkrar fúaspýtur. Þetta
er börnunum okkar boðið uppá.
Ekki þaö að þetta sé einhver ný
bóla, ó, sei sei nei. Völlurinn
hefur verið svona i aö minnsta
kosti 10 ár.
A sama tima og peningum er
ausið i velli I nýjum hverfum
grotnar þessi vöfiur niður og
enginn hreyfir legg eöa Uð.
Það væri núgaman að fá svar
borgaryfirvalda við þvi hvort
ekki á að fara að gera átthvað
við þennan vöU. Það er tUvalið
að bera þessa fyrirspurn fram
nú, þaðer þá von tU þess að eitt-
hvað verði gert.
Um þessar munir lýkur varla
póhtikus svo upp munni hér i
borg, að hannminnistekkiá það
að yngja þurfi upp Vesturbæinn.
En Guð hjálpi þeim foreldrum
sem koma með börnin sin hing-
að og þurfa að nota þennan leik-
völl.
UTIL SAGA UR VESTURBÆNUM
„Okkur kom saman um að það væri óþarfa eyðsla að „spandera” litmynd á
hann”. — Mynd: Jens
Tafla II
SVÖR VIÐ SEINNI SPURNINGUNNI
Hvaö myndir þú þá kjósa?
Konur fj. % Karlar fj. % Samtals: fj. %
Alþýðuflokkur Framsóknarf lokk- 14 5,0 12 4,2 26 9,2
ur 5 1,8 7 2,5 12 4,3
Sjálfstæðisf lokkur 63 22,3 71 25,2 134 47,5
Alþýðubandalag 14 5,0 16 5,6 30 10,6
Skila auöu 9 3,2 4 1,4 13 4,6
óákveðnir 19 6,7 16 5,7 35 12,4
Svara ekki 16 5,7 16 5,7 32 11,4
140 49,7 142 49,3 282 100,0
HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI
#
SIMI (96)22600
Góð gistiherbergi
Morgunverður
Næg bilastæði
Er i hjarta bæjarins
AUÐVELDARA
GETUR ÞAÐ
EKKI VERIÐ
Husqvarna
mótorsláttuvélin slær auðveldlega allar
grasflatir og hin framúrskarandi hönnun
gerir stjórnun auðvelda, jafnvel á
erfiðustu stöðum.
ruiai 'SfyseiVMn kf:
Suðurlandsbraut 16, Akurvík, Akureyri
Simi: 35200 Sími: 96-2233