Vísir - 25.05.1978, Page 17
'**-'**<* «>**
m
VlíglÍÍ Fimmtudagur 25. mal 1978.
lampoo
Islenskur texti.
Bráðskemmtileg ný
amerisk gamanmynd
i litum ein besta gam-
anmynd, sem fram-
leidd hefur verið i
Bandarikjunum um
langt árabil. Leik-
stjóri: Hal Ashby.
Aðalhlutverk: Warren
Beatty, Goldie Hawn,
Julie Christie.
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.10
2P 2-21-40
Að duga eða drep-
ast.
(March or die)
Æsispennandi mynd
efl fjallar m.a um út-
lendngahersveitina
frönsku, sem á langan
frægðarferil að böki.
Leikstjóri: Dick
Richards.
tsl. texti.
Aðalhlutverk: Gene
Hackman, Terence
Hill og Max von Sy-
dow.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
"lonabo
3*3-11-82
JAMES BOND
007“
“THE MAIM
UIIITH THE
GOLDEN
GUiy " Uni,ed
COLOR flrtists
Maðurinn með
gylltu byssuna.
Hæstlaunaði morðingi
veraldar fær eina
milljón dollara fyrir
hvert fórnarlamb.
En er hann jafnoki
James Bond??
Leikstjóri: Guy
Hamilton
Aðalhlutverk: Roger
Moore
Christopher Lee
Britt Ekland.
Bönnuð börnum innan
14 ára.
Sýnd kl. 5, 7,30 og 10
Hækkað verð
3 1-15-44
Fyrirboðinn
THE
€MEN
Æsispennandi og
magnþrungin ný
hrollvekja sem sýnd
hefur verið við metað-
sókn og fjallar um
hugsanlega endur-
holdgun djöfulsins.
Mynd sem ekki er
fyrir viðkvæmar sálir.
Aðalhlutverk: Gregory
Peck og Lee Rcmick.
Bönnuð börnum innan
16 ára.
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15.
Siðustu sýningar.
IPafr mála -Fleir'
eFt>V pöntunum e«
■Rg^nbnandfc: Picasso
<>á lCarval. ,
kvaí sem mr tyrjr—
naestum kVe/n sem
VESTöBfi«Tö 22
SÍMF 126 84
hofnarbíó
3*16-444
FYRSTI
GÆÐAFLOKKUR
Hörkuspennandi
bandarisk Panavision
litmynd með
LEE MARVIN
GENE HACKMAN
Islenskur texti
Bönnuð innan 16 ára.
Endursýnd kl. 3 - 5 - 7 -
9 og 11
________J/
31-13-84
útlaginn
Josey Wales
Sérstaklega spenn-
andi og mjög við-
burðarik ný, banda-
risk stórmynd i litum
og Panavision.
Aðalhlutverk og leik-
stjóri:
Clint Eastwood.
Þetta er ein besta
Clint Eastwood-mynd-
in.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7,30 og 10
Hækkað verð.
ISLENSKUR TEXTI
sæWbíP
~fal." Simi.50184
Hvíti vísundurinn
Hörkuspennandi og
sérkennileg litmynd
frá snillingnum Dino
De Laurentis. Byggð á
ameriskri þjóðsögu.
Aðalhlutverk: Charles
Bronson.
tsl. texti.
Sýnd kl. 9.
Ailra siðasta sinn
33-20-75
Hershöfðinginn
Mac Arthur
GREGORY PECK»
General
MácARTHUR
A ONNiRSAl ffiiURi -IfCHNIíai* [PG •&>
Ný bandarisk stór-
mynd frá Universal.
Sýnd kl. 9.
Bönnuðbörnum innan
12 ára
Fáar sýningar eftir.
Leiktu fyrir mig.
Endursýnum i nokkra
daga þessa geysi-
spennandi mynd með
Clint Eastwood i aðal-
hlutverki
Islenskur texti.
Endursýnd kl. 5, 7 og
11.15
Bönnuð börnum innan
16 ára.
yf§£> (Sft
Umsjón: Arni Þórarinsson og Guðj'ón Arngrimsson
Hóskólabíó: Að duga eða drepast ★ ★
YFIR HEITAN EYÐISAND..
Að duga eða drepast — March or Die
Háskólabió. Bandarísk. Árgerð 1977.
Aðalhlutverk: Gene Hackman,
Terence Hill, Max von Sydow,
Catherine Deneuve.
Handrit: David Zelag Goodman, sam-
kvæmt hugmynd hans og Dick Ric-
hards. Leikstjóri: Dick Richards.
Útlendingahersveitin
hefur löngum orðið yrkis-
efni i rómantiskar ævin-
týra- og hasarmyndir —
Beau Geste, Le Grand
Jeu, The Legion’s Last
Patrol svo dæmi séu tek-
in. Um sanda Sahara hafa
Gary Cooper og Ronald
Colman, Laurel og Hardy
(I Beau Hunks) og Abbott
og Costdlioii In The For-
eign Legion) arkað I bún-
ingi útlendingaher-
sveitarinnar, — þessa
samsafns af ævintýra-
mönnum og málaliðum úr
öllum heimshornum. Það
kemur þvi I sjálfu sér
ekki á óvart að þegar
bandariski kvikmynda-
iðnaðurinn reynir að
endurvekja rómantiskar
ævintýra- og hasar-
myndir (sbr. t.d. The
Wind and the Lion sem
Stjörnubió sýndi fyrir
skömmu), þá verður út-
lendingahersveitin fyrir
valinu sem söguefni.
Og sagan sem myndin
segir virðist alveg rakið
stoff i dramatisk átök,
likamleg og sálfræðileg.
Hún fjallar um þreyttan
ameriskan major i her-
sveitinni, Foster að nafni
(Hackman) sem þó er
bæði stoltur og töff.lemur
hermenn sina áfram en
stendur ekki á sama um
þá. Foster fær það verk-
efni að veita fornleifa-
uppgreftri á vegum
frönsku stjórnarinnar i
Marokkó undir forystu
kúltiveraðs fræðings,
Marneaus (von Sydow)
vernd fyrir herskáum
Márum undir forystu E1
Krims (Ian Holm) sem
vilja útlenska arð-
ræningja burt úr landinu.
Foster þekkir E1 Krim frá
gamalli tið og hefur mun
meiri samúð með mál-
stað hans en fræðingsins.
Til þess að auka enn á
dramatikina er þar settur
inn Terence Hill (Trinity)
i sinu hefðbundna hlut-
verki galgopafulls skelm-
is sem veldur Foster
vandræðum i herdeildinni
og heldur döpur dama
(Deneuve) sem veldur
öllum karlmönnunum
(nema E1 Krim að sjálf
sögðu) miklu tilfinn-
ingalegu jafnvægisleysi.
Þegar svona pólum er att
saman ætti að geta
kviknað góður hasar.
En hann gerir það ekki.
Höfundum myndarinnar
lánast ekki að skapa hina
réttu stemningu og hinn
rétta hraða sem þarf til
að svona gamaldags eyði-
merkurævintýri haldi
áhorfanda hugföngnum.
Handrit Goodmans er
gallagripur sem ekki
tekst að skerpa þessar
andstæðu persónur að
neinu marki. Fyrir vikið
er ágætur leikhópur að
mestu verkefnalaus.
Meira að segja Gene
Hackman einhver mesti
snillingur kvikmynda-
leiks um þessar mundir
getur ekki gefið Foster
dýpt með öðru en tauga-
veiklunarlegu banki með
fingrum, blýanti eða
svipu — eftir þvl sem
kringumstæðurnar gefa
tilefni til.
Dick Richards leik-
stjóri fær ekki miklu
bjargað. Byrjun myndar-
innar er einkar klaufaleg
en lokakaflinn, þegar
dregur til tiðinda milli
sveita E1 Krims og
Fosters er afturámóti vel
stigmagnaður og blóð-
baðinu er óneitanlega
fimlega stjórnað, þótt það
einkennist af þessu kæru-
leysislega skemmtiof-
beldi sem æ sjaldnar sést
i kvikmyndum núorðið
sem betur fer.
Richards er annars
efnilegur leikstjóri.
Fyrsta mynd hans The
Culpepper Cattle
Company (Nýja bíó fyrir
nokkrum árum) var
prýðilegur vestri nánast
klassiskur I uppbyggingu
ekki slður en Josey Wales
Eastwood og önnur mynd
hans Farewell My Love-
ly, bar vitni kunnáttu og
vandvirkni. Þessar tvær
tilraunir hans með
vestra- og einkaspæjara-
formið hafa heppnast
mun betur en sú ævin-
týralega eyðimerkuópera
sem hér er sýnd. Vonandi
tekst honum betur upp
næst.
—AÞ
útlendingahersveitin verst Márunum ( lokaatriöi „Að duga eða
drepast."
Ef 19 OOO
— salur^^—
Soldier Blue
Hin frábæra banda-
riska litmynd. Spenn-
andi og viðburðarrik
með Candice Bergen
og Peter Strauss.
Bönnuð innan 16 ára.
ISLENSKUR TEXTI.
Sýnd kl. 3, 5.40, 8.30 og
------salur i---------
RAUÐ SÓL
Hörkuspennandi og
sérstæður „Vestri”
með CHARLES
BRONSON —
URSULA ANDRESS
TOSHIRO MIFUNI.
Islenskur texti.
Sýnd kl. 3,85 — 5,05 -
7,05 - 9,05 - 11.05
LIFÐU HÁTT —
OG STELDU
MIKLU.....
Hörkuspennandi og
bráðskemmtileg
bandarisk litmynd.
íslenskur texti.
Bönnuð börnum
Sýnd kl. 3.10 - 5.10 -
7.10 - 9,10 og 11, 10
-salur
TENGDA-
FEÐURNIR
Sprenghlægileg
gamanmynd i litum,
með BOB HOPE og
JACKIE GLEASON
Islenskur texti
Sýnd kl. 3,15 - 5,15 -
7,15 - 9,15 - 11,15.
t&NÓÐLEIKHÚSIÐ
311-200
Laugardagur,
sunnudagur/
mánudagur
i kvöld kl. 20
föstudag kl. 20
Káta ekkjan
fimmtudag kl. 20
laugardag kl. 20
sunnudag kl. 20
Litla sviðið:
Mæður
og synir
fimrörtudag kl. 20.30
Miðasala 13.15 — 20.
Simi 1-1200.
VISIB
'-■Zt ,rS
..............
Vlsir I. 65 árum
25. mai 1913
ÚRBÆNUM
Fyrirlestur um skop-
leiki heldur Andrjes
Björnsson I kveld, svo
sem auglýst er hjer i
blaðinu. Tilefnið er
meðfram þykkja sú,
sem andatrúarmenn
o.fl. hafa látið i ljósi út
af skopleiknum” Allt i
grænum sjó”, og verð-
ur fróðlegt að hlusta á
fyrirlesturinn og um-
ræður þær sem ætlast
er til að fari á eftir.