Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 24. júni 1978 visir Baunasalat með hvítkáli Salat: 250 g hvítar baunir salt 2 rauðar paprikur 1/4 hvitkálshöfuð 1 laukur Kryddlögur: 4 msk salatolía 2 msk vínedik salt rósapaprika hvítlaukssalt Leggið baunirnar i bleyti i kalt vatn yfir nótt. Sjóð- ið þær í u.þ.b. 1 klst. i létt- söltuðu vatni. Látið vökv- ann renna af þeim á sigti. Hreinsið paprikuna og skerið I strimla ásamt hvitkáli. Smásaxið lauk- inn. Blandið þessu saman i skál. Hrærið saman salatoliu, vinedik, alt, rósapapriku Dg hvítlaukssalt. Hellið kryddleginum yfir salatið. Látið það biða í kæliskáp í 2-3 tíma. Hvernig slappstu lifandijj frá ] falll STDÖRNUSPfi KARLMAÐUR I KRABBAMERKI: Karlmaður í Krabbamerki ber ekki tilfinningar sinar utan á sér. Hann trúir aldrei ókunnugum fyrir skoð- unum sínum og það eru hlutir sem hann ræðir ekki einu sinni við bestu vini sína. Það tekur langan tíma og mikla þolinmæði að kynnast honum vel. Hann getur verið manna þægilegastur og hugulsamastur, en hann á lika til að sýna svo ósvifna tilætlunarsemi og hugsunarleysi að þú trúir tæpast þinum eigin eyrum. Þetta er ekki af því að hann sé svona tví- skiptur peráónuleiki, heldur er þetta hvort tveggja dyntir sem hlaupa alltaf í hann annað slagið og ganga yfir. Alla jafna er hann i góðu jafnvægi og með skapbetri mönnum. Ef þú hyggur á sambúð með þessum manni, mun skæðasti keppinautur þinn verða peningar! Hann hef ur sýnu meiri áhuga á að eiga peninga en að nota þá. Alla ævi hans snúast hugsanir hans meira og minna um peninga og hugsanlegan hagnað. Hann missir sjálfstraust og öryggistilfinningu ef hann vantar peninga. Hann stefnir ekki endilega að því að verða ríkur, en hann vill helst hafa eitthvað til að gripa til EF eitthvað fer úrskeiðis. Karlmenn i Krabbamerkinu eru einhverjir ást- rikustu og þolinmóðustu feður sem fyrirfinnast. Hrúturinn, 21. mars— 20. aprihj Aukin samskipti við annað fólk munu lífga upp á fritima þinn. Reyndu að hjálpa vini þinum sem á í smáerfið- leikum. Eitthvað kemur þér að óvörum í dag. N'autiö, 21. april — 21. mai: Láttu ekki blanda þér inn I ósætti yfir mikilvægum málefnum. Hlustaðu á skoðanir allra, og láttu þínar eigin ekki í Ijós. Vogin. , 24. scpt. — 22. nóv: I Beittu ekki tungulipurð þinni til að auðmýkja aðra. Reyndu frekar að vera fyndinn en hæðinn, hve svo sem þér kann að lika það. Sinntu ekki öllum kröfum nýs starfsfélaga. Skoð- anaágreiningur er hugs- anlegur milli þin og vinar þíns varðandi ákveðið stefnumið. Tviburarnir. 22. mai — 21. júni: BogmaÖurinn, 23. nóv. — 21. dcs.: Einhver vill deila með þér leyndarmáli. Þú ert á eftir með bréfaskriftir og reyndu að vinna það upp, annars gætirðu orðið af úrvals tækifæri. Útlitið er gott í ástamál- um og búast má við framþróun. Einhver heima við finnst þú van- rækjasig, og þvi myndast einhver spenna. Krabbinn, 22. júni — 23. júli: Farðu varlega í ástamál- unum eða þú kannt að biða lægri hlut. Eyddu ekki allri ást þinni á eina manneskju nema þú sért þess fullviss, að hún eigi það raunverulega skilið. Steingeitin, 22. des. — 20. jan.:! Vertu ekki hranalegur í tilsvörum við eldri manneskju, þvi það mun aðeins skapa spennu. Þolinmæði þin mun ávinna þér virðingu ann- arra. Góður tími til að koma ýmsu í verk bæði innan dyra og utan. Þér berst einlægt lof úr óvæntu horni. Vatnsberinn, 21. jan. — 19. feb.: Einhver ung manneskja vill gera sér dælt við þig, og vertu því ákveðinn við hana. Ef veður leyfirætti kvöldið að reynast heppi- legt til útiveru. M eyjan. 24. ágúst — 23. sept: Leiddu hugann að mál- efnum heimilisins. Nú er tími til að reyna nýja hugmynd, þótt einhver af gagnstæða kyninu kunni að vera henni andvígur. Fiskarnir, 20. feb. — 20. mars: Einkamál þin munu þróast á þann veg, sem þú hefðir helst á kosið. Haltu þinum leyndarmálum I þetta skiptið, ellegar þú kynnir að hneykslast á viðbrögðum fólks.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.