Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 11
vism n Mikill meirihluti Ameríkana býr við verald- lega velmegun. Velmegunin er á borð við það sem þékkist á Norðurlöndunum, og oft ívið meiri. Flestar fjölskyldur eiga hús, bíla, hafa nóg ofan í sig og á, fara i ferðalög o.s.frv. Helsti munurinn á velmegun Ameríkana og Norður- landabúa virðist sá að i Ameríku fær fólk að ráða hverskonar velmegun það kaupir fyrir tekjur sinar (hýbýli menntun, ferðalög, tryggingar) en á Norðurlöndunum tekur ríkið peningana af fólki og úthlutar velmeguninni sem „ókeypis." Þar fínnast ennþá alvöru milljónerar SVIPMYNDIR AF AMERIKU Eftir Ölaf Hauksson En þótt meirihlutinn hafi það gott þá eru þeir einnig til sem hafa það ekki svo gott og á hin- um endanum eru þeir sem hafa það svo gott að þeir vita ekki hvað skal gera við öll gæðin. Fátækt er mun almennari i Ameriku en á Norðurlöndunum. Fátækt hrjáir oftast ómenntað fólk, svertingja, innflytjendur frá Suður-Ameriku og Mexikó og aldrað fólk. Fátækrahverfi eru oft mjög stór i mörgum borgum. Riki og sveitarfélög út- hluta fátækrastyrkjum og at- vinnuleysisstyrkjum, þannig að enginn á að svelta. Margjr draga lifið þó aðeins fram með naumindum. Fátækt fólk á samt möguleika á að draga sig upp úr feninu T.d. er öll menntun i gegn um há- skóla oftast ókeypis fyrir fá- tæklinga. Meinið er hins vegar að oftast nær virkar þjóðfélags- legt umhverfi fátæklinga ekki sem hvati til menntunar. Hér er ekki ætlunin að ræða . vandamál fátæks fólks i Ame- riku til hlitar. Þau eru vel þekkt og mikið er gert til að bæta úr. Það er fólkið á hinum endanum, þeir riku sem skoða skal. Amerika er eitt af fáum lönd- um heimsins þar sem velferðar- þjóðfélagið er ekki búið að út- rýma alvöru milljónerum. Um eitt prósent Amerikana flokkast til milljónera, þ.e. fólk sem á eignir aö verðmæti ein milljón dollara (rúmlega 250 millj. kr.) eða meira. Fjöldi ameriskra milljónera er svipaður fjölda is- lensku þjóðarinnar. Samanlagt á þetta eina prósent milljónera 27 prósent þjóðarauðsins. Meiri- hluti hópsins er hlutabréfa- og fyrirtækjaeigendur. Margir hafa erft auð sinn oft mörg hundruð milljónir dollara. Þeir allra rikustu umgangast helst ekki nema hver annann sækja einkaklúbba þar sem ár- gjöldin eru nokkrar milljónir króna á mann ferðast um i einkaþotum og forðast að láta of mikið á iburðinum bera. En það þarf ekki einu sinni milljón dollara til að láta sér liða vel i Ameriku. Nokkrar milljónir Amerikana hafa yfir 10 milljónir króna i árstekjur sem telst rétt þokkalegt og alls ekki tilefni til iburðar. Þessir fátæku milljónerar eru hins vegar meira innan um almenn- ing heldur en súpermillarnir og auðveldara að sjá hvernig þeir verja fjármunum sinum. Hvernig verja rikir Amerik- anar svo milljónum sinum? Margir þeirra flytja til sólar- rikjanna aðallega Kaliforniu þegar þeir fara að minnka við sig störfin. Margir hætt að vinna um fimmtugt og flytjast til staða eins og Palm Springs i Kaliforniu, sem er eitt vin- sælasta athvarf hinna efnuðu. Þar búa kempur eins og Bob Hope og Gerald Ford og tug þúsundir annarra sem hafa aldrei fjárhagsáhyggjur. Ungur Kanadamaður að nafni Gary Ley dvaldist i Palm Springs fyrir nokkru og skrifaði sérstak- lega fyrir lesendur Visis eftir- farandi lýsingu á ibúunum og hóglifi þeirra: ,,Palm Springs er vin i eyði- mörkinni. Cr lofti er borgin og umhverfi hennar að sjá eins og grænn blettur á gulu landslag- inu. Sjötiu golfvellir eru i Palm Springs og húsin eru byggð á milli þeirra. „Fyrsta merkið um vel- ferðina eru bilarnir, Cadillac, Rolls Royce, Mercedes Benz og Porsche fylla götur eins og mý á mykjuskán. Það er hægt að ganga götu eftir götu án þess að koma auga á bil sem kostar minna en 10 millj&n krónur (þ.e. á Islandi). „Flestir ibúar Palm Springs eru yfir fimmtugu. Ég hef siður en svo á móti eldra fólki en ég svitnaði oft þegar einhver þriggja tonna Cadilakkinn birt- ist á tiu km hraða meö vingjarn- lega gráhærða konu við stýrið reynandi að sjá fram yfir vélar- lokið. Það er hægt að hugsa sér meira spennandi notkun á svona kerrum. „Þegar meirihluti ibúanna er farinn af léttasta skeiði, þá er varla að búast við miklu fjöri i borg eins og Palm Springs. Enda er litið fjör þar. Helsta tómstundagaman ibúanna er golf, tennis og búðaráp. Þar fyrir utan er litið við að vera. Fáir sjást úti á kvöldin. Barir og veitingahús eru ekki þétt setin. Fólkið sem starfar i Palm Springs við að þjóna millunum hefur enda ekki efni á að sækja þessa staði. Aðgangseyrir og veitingaverð eru oft tvöfalt hærri en annars staðar i Kali- forniu. „Það er meira fjör á daginn. Verslanir i miðbænum eru vel sóttar. Þær bera frönsk nöfn en verðin eru i dollurum. Mörgum dollurum. Ekkert er ódýrt. Fyrir 11 þúsund krónur má fá tennisskyrtu með nafni Björn Borg. Litskrúðugar stuttbuxur eru á sex þúsund krónur. Snyrti- veski frá Gucci er á litlar 60 þúsund krónur. „Meirihluti ibúa Palm Springs eru þó ekkert sérstak- lega smekklega til fara. Þeir hafa of lengi alist upp við venju- legan ameriskan klæðaburð. Ég rakst á náunga um sextugt, i himinbláum jakkafötum appel- sinugulri fráhnepptri skyrtu með gullkeðju um hálsinn, vindil i munnvikinu og að sjálf- sögöu samskonar skóm og allir aðrir ibúar Pálm Springs — skjannahvitum. „Þrátt fyrir góða veðrið og alla aðstöðuna virðist fólk þó ekki mikið gefið fyrir að hreyfa sig. A tveimur vikum sá ég aldrei sálu trimma. Tennisvellir voru meira og minna auðir. Nær hvert hús hefur sundlaug en þær virtust nær aldrei notaðar. Helsta sportiö er golf. Hinn dæmigerði Palm Springs golfari fær hreyfingu sina af að aka á milli hola i véldrifinni kerru dreypandi á viski i sóda. „Húsin, hó,hó. Þau slá öllu öðru við. Reyndar þarf fyrir- höfn til að sjá sum húsin. Þau eru umgirt trjágróðri og rammgerðum rimlagirð- ingum. Sum minna meira á kastala en hús. Sá er þó munurinn á þessum kast- ölum og öðrum, að þeir eru flestir á einni hæð. Það kostar fyrirhöfn að ganga upp og niöur stiga. Hið ljúfa lif felst i þvi að hafa sem minnst fyrir lifinu og ibúar Palm Springs telja stiga- hlaup of mikla fyrirhöfn. „Tveggja til þriggja bila bil- skúrar eru algengastir. Sumir eru stærri. Aberandi skilti benda vegfarendum á að marg- föld öryggiskerfi verndi hallirn- ar fyrir þjófum og öðrum óþjóðalýð. Iburðurinn á sumum húsunum er slikur að það vant- ar bara skilti fyrir framan sem segir: „Aumingjarnir, vilduð þið ekki eiga svona mikið af peningum?” „Sjálfsagt hljóma þessar lýsingar eins og ég sáröfundi þetta fólk. Auðvitað öfunda ég það. Hver mundi ekki gera það. Peningar kaupa að visu ekki lifshamingju. En þeir virðast heldur ekki gera lifið neitt verra — a.m.k. ekki I Palm Springs.” Palm Springs er að þvi leyti sérstök að þar hefur safnast saman mikill fjöldi efnaðs fólks þannig að mikið ber á auðlegð- inni. En það er efnað fólk að finna um alla Ameriku og þeir allra efnuðustu láta ekki einu sinni sjá sig i Palm Springs, Ibúar Palm Springs eru fá- tæklingar i samanburði við súper-súper-millana þá sem eiga yfir 200 milljónir dollara. Þeir eru þrjú þúsund talsins. O frjálsum fóstureyðingum af mannúðarástæðum. Manni verð- ur á að spyrja: Tekur mannúð sósialista nokkurn enda?” Þetta eru kúnstug skrif. Svona getur óttinn við Sænsku-Grýlu leikið fullorðið fólk. Vist er það rétt, að greiðslur til ellilifeyris- þega, sem hafa lokið sinum þætti i að byggja upp velmegun i land- inu, nema umtalsverðri upphæð — sem betur fer — enda er nú rætt um hvernig megi tryggja hag þeirra sem best i framtiðinni. Hægfara fólksfjölgun i Sviþjóð veldur þvi, að ef svo fer sem nú horfir, verður hlutfallstala ellilif- eyrisþega óeðlilega há um næstu aldamót. Umræðan hefur þvi beinst að þvi að finna lausn á þessum vanda sem tryggi öldruðu fólki sjálfsagt öryggi og lifskjör. Og á sama tima standa yfir réttarhöld yfir konu, sem að ósk ósjálfbjarga vinar sins útvegaði honum lyf til að binda endi á það lif sem hann vildi ekki lifa lengur. Einnig á þar að svara til saka læknirinn, sem lét lyfin i té. Sá sem er vitstola af skelfingu við Sænsku-Grýlu hugsar þvi miður ekki á sama hátt og aðrir menn sem lausir eru við ofsókn- aræði. Óttinn og skelfingin við Sænsku-Grýlu fær þá til að magna upp svona fréttir og dreifa skelf- ingu sinni meðal annarra með þvi að reyna að telja öðrum litil- mögnum trú um, að Sænska-Grýla sé komin á stúfana til að útrýma gamalmennum, sjúklingum, afbrotamönnum og alkóhólistum. Kannski kemur það að litlu haldi að reyna að sefa þennan tryllta ofsóknarötta, þvi að sá sem er haldinn honum lætur ekki róast við eðlileg rök, þegar hann sér djöfulinn eða sjálfa Sænsku-Grýlu i hverju horni. En i öllufalli ber manni að vara þá við sem enn hefur ekki tekist að hræða frá vitinu, þvi það er ljótur leikur að reyna að útbreiða þá geðbilun að ala á hatri og tor- tryggni manna á milli og þá ekki siður þjóða i milli’ frændþjóða i milli. Engin ástæða er heldur til að gleyma þvi að samskipti Svia og Islendinga hafa að mestu verið vinsamleg siðan Grettir sterki gekk milli bols og höfuðs á Glámi hinum sænska og bændur drekktu þeim sænska biskupi Jóni Gerrekssyni i póka. Og nú væri réttast að óhræddir menn settu einnig Sænsku-Grýlu i poka og drekktu henni, svo hún hræði eng- an framar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.