Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 13
VISIR Laugardagur 24. júni 1978 13 ORKIN einkabilum og tóku þau heim i háttinn. Si'gaunar eru samt ákaflega fáir þó þeir séu áberandi,og sömu söguer aösegja umlitað fólk sem mikið ber á i Bretlandi. Irar hafa i gegnum söguna haft frekar lltið samneyti við aðrar þjóðir. Það er skemmtileg irsk þversögn sem segir að mikilvægasti atburöur- inn I sögu Irlands átti sér aldrei stað. Þetta er að visu þversögn, en þær geta oft komist ansi nærri sannleikanum. Engir Rómverjar Rómverjarnir komu nefnilega ekki við á írlandi, þegar þeir óðu yfir alla Evrópu ekki löngu fyrir / Kristsburð þannig að Írarnir fengu að rækta sina keltneskul menningu i fríði. Hún var að visu\ ekkert á við hámenningu Róm- verja en þegar heimsveldið hrundi og öll Evrópa var á hraöri leið inn i hinar myrku miðaldir var írland að verða land munk- anna og lærðra manna. A siðustu öldum hefur saga íra hinsvegar verið dapurleg og ein- kennst af misheppnuðum bylting- um. Um miðja átjándu öld ööluðust þeir sitteigiö þing og það var einmitt á Georgianska tima- bilinu sem Dublin átti sitt blóma- skeiö. Hungursneyð Atjánhundruð fjörutlu og fimm varð hinsvegar vart kartöflusjúk- dóms sem eyöilagöi uppskeruna þrjú ár i röð með hroðalegum af- leiðingum. irum fækkaöi um margar milljónir vegna hungur- sneyðarinnar sem skapaöist vegna þess að kartöflur voru það sem flestar fjölskyldur byggðu afkomusina á. Margir aðrir flýðu land. Einhvernveginn náðu irar sér þó á strik aftur og öðluðust fullt sjálfstæöi 1922. Það er útbreiddur misskilningur að i Dublin og öðrum borgum irska íýðveldis- ins sé sprengihætta og eða að hryðjuverkamenn gangi þar um götur. Sliku er alls ekki fyrir aöfara idag. Dublin er meðfriö- samari borgum. Um 90% þjóðarinnar eru ka- þólskrar trúar enda kirkjurnar hver annari stærri og eldri. Þau 10% sem eru mótmælendur eiga hinsvegar um 90% af öllum eign- um. Mótmælendur eru mikil yfir- stétt einsoggefur aö skilja þegar þessar tölur eru skoðaöar, en fólk virðist alveg sætta sig við ástandiö. öfugt við Noröur-Irana. Pöbbarnir Irar drekka mikið. Freisting- arnar eru lika við hvert fótmál. Niðri Dublin þarf ekki að ganga lengi til aö finna skilti sem stendur á „Lounge” eða ,,Bar’r’ eða „Pub”. Og þegar komið er innfyrir eru ekki margir stólar auðir. Pöbbarnir opna yfirleitt um klukkan 11 á morgnana, loka i klukkutlma milli tvö og þrjú en eru siðan opnir til hálf ellefu'eða ellefu á kvöldin. Dublin er talin hafa að geyma hátt i 600 slíka Meðal þeirra Iþrótta sem trar stunda yfir sumartimann er Hurling, nokkurskonar grasútgáfa af ishocky. Eins og sjá má á þessari mynd gengur ýmislegt á. trland er paradis golfáhugamanna. t og við Dublin eru fyrsta fiokks golfvellir i tugatali, og yfirieitt þarf ekki annað en hringja áöur en leikið skal og láta vita aö maður sé á leiðinni. Myndin er af tveim islenskum áhugamönnum á góðri stund. samkomustaði, sem ku vera heimsmet miðað viö ibúatölu. Þar er lika pöbbamenningin áreiðanlega meiri og merkilegri en nokkursstaöar annarstaöar. Þarna eru „almennir” pöbbar, Pöbbar kenndir við leikritaskáld- in þekktu og rithöfundana, þar sem koma háfleygir mennta- menn, iþróttapöbbar, tónlistar- pöbbar sem skiptast eftir tón- listartegundumoghverveit hvaö. Pósthúáið? Til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning er rétt að taka fram aö Irar tala ensku.Teinu héraði á Vestur-lrlandier að visuenn töluð hin forna geliska en aðrir Irar skilja hana heldur illa þótt þeir ' hafi lært hana i skóla. trar tala enskuna með sinum eigin hreim, sem stundum getur veriö erfitt að skilja, en i Dublin er sá hreimur farinn að þynnast verulega út. Eitt af þvi sem flestir taka eftir þegar þeir koma til írlands er að Irar segja ógjarnan „yes” og „no”. Þessi tvö orð eru nefnilega ekki til i geliskunni! I staðinn segja þeir ,,it is”, eöa „it isn’t” — eða „það er” og ,,það er ekki”. Þetta kannast þeir við sem horfa á Dave Allen. I Kerry.héraðinu svara þeir þó að sögn ekki svona, heldur með annari spurningu. Eitt sinn hugðust tveir ferðalangar þar að gera úrslitatilraun og fá einfalt svar við einfaldri spurningu. Þeir tóku sér stöðu fyrir framan stóra byggingu sem á var stórt skilti þar sem stóö stórum stöfum „Pósthús” og spurðu þanr. fyrsta sem gekk hjá: „Erþetta pósthús- ið?” Kerrybúinn leit af þeim á bygg- inguna á þá aftur og tvisté vand- ræöalega. Ekki kom orö uppúr honum I góða stund. Allt I einu glaðnaði yfir honum: „Þiö eruð ekki að leita ykkur að frimerki er það?” Vinsælir íslendingar Þegar Islendingur kemur inná krá iDublin og biður um eitthvaö að drekka tekur barþjónninn i flestum tilfellum eftir þvl aö hann er ekki irskur. Undantekningar litið spyr hann hvaðan gesturinn 1 sé. Og um leið er hann kominn i hrókasamræður. lslendingar eru vinsælir i írlandi. Hversvegna er ekki gott aö segja. Irar virðast þó afskaplega hrifnir af frammistöðu okkar i landhelgismálinu og þykir eins og okkur að Bretar hafi farið heldur hlálega frá þvi máli öllu. En kannski þykir þeim bara gaman að öllum útlendingum. —GA ■siUri Boinsl CttCtt Dagana 30. júní - 9. júlí. Sýningar kl. 18 og 21 virka daga og kl. 15 og 18 um helgar. Forsala aðgöngumiða er í hjólhýsi í Austurstræti og í Laugardalshöll kl. 13-17. Miðapantanir í simum 29820 og 29821 milli kl. 13 og 17. Verð miða fer eftir staðsetningu sæta Bestu sæti: kr. 3.700.-. Betri sæti: kr. 3.300.-. Almenn sæti: kr. 2.700.-. ★ TAKMARKAÐAR SÝNINGAR - TAKMARKAÐIR MIÐAR Heimsfræg skemmtiatriði, sum þeirra hafa aidrei sést hér á iandi áður meðal annars eru: MÓTORHJÓLAAKSTUR Á HÁLOFTALÍNU, LOFT- FIMLEIKAR, KING KONG - APINN MIKLI, ELD- GLEYPIR, HNÍFAKASTARI, STJÖRNUSTÚLKUR, AUSTURLENSKUR FAKIR, STERKASTI MAÐUR ALLRA SIRKUSA, SPRENGFYNDNIR TRÚÐAR OG FJÖLMÖRG FLEIRI SKEMMTIATRIÐI. ATVINNUÖRYGGI í STAÐ ATVINNULEYSIS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.