Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 19

Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 19
vism Laugardagur 24. júnl 1978 19 liti til auglitis viö þá stóru eins og Kristján bróöir. Hins vegar gekk samstarfið alls ekki hnökralaust þótt ég fengi yfirleitt leiðréttingu minna máia eftir smá-þóf. Þeir byrjuðu á þvi að borga mér minna en um hafði verið samið og ég kvartaði viö karlinn sem lofaöi bót og betrun. Það geröist þó ekk- ert f málinu og þá hótaöi ég að segja upp. Sennilega minnugur þess hve Kristján var harður lét hann þá strax undan, og ég fékk leiöréttingu. Næst lenti ég i ströggli út af matnum en þá hafði matar- skammturinn verið óeðlilega litill um hriö. Fyrst hvarf brauðið og kexið og siöan kaffi bara einu sinni á dag i stað tvisvar áður. Þá fór hádegismaturinn að minnka og það litla sem var samanstóð af pylsum og kálmeti. Skipshöfnin var að sjálfsögðu óhress út af þessu og ég kvartaði við karlinn, sem svaraði með þvi að hætta að bjóða mér heim til sin. Yfirbryti skipsins samkvæmt skránni, var eiginkona skipstjór- ans. Hún var ákaflega litil og svo grönn aö hún liktist mest gang- andi beinagrind. Sennilega hefur hún miöaö matarskammtinn viö sjálfa sig en okkur fannst þaö andskoti hart að horfa upp á hundana hennar éta ,,T-bone steik” á meöan við fengum pylsur og kál. Ég sagði henni frá óánægju skipshafnarinnar og að við vildum fá meira og betri mat en hundarnir hennar. Þá varð hún ill og sagði að þetta væru ekki hundar heldur börnin sin og þau fengju allt þaö besta um borð á meðan hún fengi einhverju ráðið. Eftir þetta skánaði maturinn aðeins um tima en versnaði aftur og eftir að okkur hafði enn lent saman með þeim afleiðingum, að kerlingin fór að orga varð fæðið viðunandi. Seinna komst ég að þvi, að þau hjónin fengu ákveðna matarpeninga til skipsins en með „sparnaði” þessum hafa þau ætlað að drýgja tekjur sinar.” í likflutningum „Þannig háttaði til á eyjunni, að erfitt var að taka grafir vegna þess hve jarövegurinn var þunnur enda var þetta kóraleyja. Þvi kom þaö stundum fyrir að lik komu upp og sáust þá villihundar sitja að snæðingi i kirkjugarðin- um. Þetta varð til þess að yfir- stéttarfólk kaus heldur „vota- gröf” og um tima fékk Lucaja það verkefni aö flytja likkistur á haf út. Var kistunum svo sökkt með viðeigandi athöfn. Þetta var heldur óskemmtilegt verkefni og sem betur fer stóðum við ekki lengi i þessum flutningum. Vegna verkefnaskorts stóö til að selja skipið, en þar sem engir kaupendur fengust tóku Mafiósarnir það ráð aö kaupa eyju i Kanarieyjaklasanum og skyldi skipinu siglt þangað þar sem ákveðið verkefni beið okkar. En fyrst fórum við til Flórida þar sem skipiö var tekiö I slipp til aö búa það undir siglinguna yfir At- lantshaf.” Útgerðarstjórinn Timinsky sem var í hópi /,hinna út- völdu" á eyjunni tekur hér á móti Sigurði við komuna til Grand Bahama. Sigurður tók við vélstjórastarfinu af bróður sínum Kristjáni (t.v.) sem þá var á förum. „Allt lagðist i bull- andi sjóveiki”. „Skipstjórinn varbúinn'að pæla I leiðinni i 3 mánuöi — en eins og áður hefur komið fram, var siglingafræði ekki hans sterkasta hliö. Eftir mikil heilabrot valdi hann að sigla I beina linu frá Flórida til Kanarieyja með þeim afleiðinguin, að við lentum i mikl- um straumi og vestanvindum. skipið var svo til stjórnlaust I þrjá sólarhringa. Við urðum matar- lausir enda viðbúið að yfirbryt- inn, þ.e. skipstjórafrúin hafi miðað skammtinn við sinar matarþarfir. Ofan á allt þetta bættist sú furðulegasta skipshöfn sem ég hef nokkru sinni siglt meö. Hún samanstóð að miklu leyti af vin- um skipstjórans sem aldrei höfðu stigið á skipsfjöl. Sem dæmi um þetta má nefna, að vinur hans einn, sem var verslunarmaður og kona hans, voru skráð sem háset- ar. Bátsmaðurinn var ljósmynd- ari að atvinnu og seglskútueig- andi einn sem hafði lesiö sér eitt- hvaðlftilsháttar til i siglingafræði var 2. stýrimaður og eiginkona hans 3. stýrimaður. Þetta fólk lagöist allt i bullandi sjóveiki út á miðju Atlantshafi og þá voru bara uppistandandi þrir menn á dekki fyrir utan skipstjórann. Skipshöfn þessi varð enda fræg meðal sjó- manna um allt Atlantshaf.” Ferðamannapara- dísin „Futura” „Eyjan sem forsprakkarnir höfðu keypt i Kanarieyjaklasan- um var sandauðn sem þeir köll- uðu „Futura”. Þar hugðust þeir byggja upp „feröamannapara- dis” eins og þeir kölluðu það, en skipið átti að nota I vatns- og far- þegaflutninga til og frá eyjunni. Meiningin var að lokka menn af baöströndum á hinum eyjunum, helst drukkna Þjóðverja halda þeim fullum á leiðinni til Futura og selja þeim siðan land undir sumarbústaði þar á sandauðn- inni. t þessu skyni var hafist handa við að breyta skipinu, bæöi fyrsta og öðru plássi og öllum stólum og borðum var hent. Dekkið var steypt og málaö grænt svo aö þaö leit út eins og grasflöt og I sölun- um átti ekkert að vera nema bar- ir og spilaviti. Meöan á þessum breytingum stóð var skipið I þurr- kvi I Sevilla á Spáni. „Þar upplifði ég þau ömurleg- ustu jól sem ég hef lifaö. Ég var þá einn um borð með þrjá menn en hinir af skipshöfninni höfðu fariðtil vina og skyldmenna til að halda jólin hátiðleg. Skipið var i þurrkvi og þvi var ekki hægt að keyra vélarnar svo aö aöbúöin var slæm. Við höföum samið viö matstofu eina um að hafa opið fyrir okkur yfir hátlöina en það var svikið og við komum að öllu læstu og vorum matarlausir yfir öll jólin. „Þeim leist ekki á viðskiptin” Bræðurnir Sigurður og Kristján standa nú á fimmtugu en þeir hafa um árabil rekið saman Dísilverkstæðið Boga i Reykjavik. „Þegar til kom neitaði spánska stjórnin þeim um atvinnuleyfi fyrir skipið svo að það kom aldrei til þess, að það gegndi þvi göfuga hlutverki að flytja drukkna Þjóð- verja á Kanarleyjum. Spán- verjarnir höfðu þefað það uppi að hér var við Mafiuna að eiga og sennilega ekki litist á viðskiptin og auk þess fléttuðust skattamál eitthvað inn i þetta. Þannig stóðu málin þegar ég hætti i april 1973. Ég hafði þá kynnst núverandi konu minni og fór fram á að hún fengi að fara i ferð með skipinu og búa i klefa með mér. Þetta var al- gjört „tabú”, — bæði það að hafa konu um borð og svo hitt, að við vorum ekki gift þá en skipstjórinn var mjög strangtrúaöur kaþólikki og þess vegna kom þetta ekki til greina. Okkur lenti saman út af þessu og ég tók saman pjönkur minar enda búinn að fá meira en nóg. Skipstjórinn var rekinn stuttu siöar og umboösmaður skipsins i Barcelona, sem var góöur vinur minn, sagði mér seinna að það hefði m.a. verið út af þvi að hann lét mig fara. Karlinn flutti til Ameriku og býr nú I Flórida þar sem hann er skipshöndlari. En gamla Esjan var seld til Afriku og þar var hún slðast þegar ég vissi.” Sy.G. f þjónustu Mafiunnar ÓKEYPIS myndaþjónusta opið til kl. 7 Opið í hódeginu og d laugardögum kl. 9-6 BILASALAN SPYRNAN VITATORGI milli Hverfisgötu og Lindargötu Símar: 29330 og 29331 Chevrolet Nova árg. 74, ekinn 53 þús. km, 6 cyl, sjálfskiptur, powerstýri og bremsur, útvarp, segulband, sumar- dekk. 2ja dyra skoðaður 78. Vínrauð. Gott lakk. Verð kr. 2.650 þús. Fæst einnig á skuldabréfi. Maverick Crabber árg. 71, 6 cyl. sjálf- skiptur, 2ja dyra, gulur. Gott lakk. Sumardekk. útvarp. Powerstýri. Skoð- aður 78. Verð kr. 1550 þús. Fæst einnig á skuldabréfi. Cortina 1600 árg. 74, ekinn 65 þús. km. 2ja dyra, blasanseraður. Gott lakk. út- varp, segulband. Skoðaður 78. Verð kr. 1.5 millj. Skipti á 8 cvl. sjálfskiptum. Mercury Comet árg. 73, ekinn 50 þús. km. 6 cyl. grænsanseraður. Gott lakk. 4ra dyra. Sumardekk og vetrardekk. Skoðaður 78. Vill skipti á Mözdu. Verð ltr 1800 bús. Escort 1300 árg. 74. Ekinn 36 þús. km. Blár. Gott lakk. 2ja dyra. Sumardekk. Verð kr. 1170 þús. Opel Rekord 1700 árg. 70, vélarlaus. Drapp. Gott lakk. Sumardekk. Tilboð óskast. Höfum kaupendur að nýlegum amerískum, helst 2ja dyra. Peugeot 404 station árg. '67, ekinn 8 þús. km. á vél. Verð kr. 550 þús. Fæst á góð- um kjörum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.