Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 30

Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 30
Laugardagur 24. júnl 1978 VISIR Viðtal: Berqlind Ásgeirsdóttir Myndir: Gunnar V. Andrésson „Ég held ekki að gerðar verði sömu kröfur til mín og prestf rúnna" Um helgina útskrifar Háskóli islands kandi- data í hinum ýmsu greinum, þar á meðal guð- fræði. Að þessu sinni útskrifast tvær konur frá deildinni. önnur þeirra er japönsk og heitir Mikayo Þórðarson/hin er íslensk prestfrú, Þór- hildur ólafs, sem gift er séra Gunnþóri Ingasyni presti i Hafnarfirði. Þetta munu vera fyrstu hjón hérlendis, sem bæði hafa guðfræðimenntun. Af þessu tilefni heimsóttum við hjónin til að kynnast lífsviðhorfum þeirra, en þau hafa verið i hjú- skap tæpt ár. Hver var ástæðan fyrir því að þið völduð guð- fræði sem námsgrein í háskóla? Þórhildur: Það kom hreinlega engin önnur grein til álita hjá mér. Ég hafði löngun til að læra guöfræöi, en taldi mig ekki endi- lega vera að læra til prests. Ég var ákaflega ánægö með deild- ina og tel mig hafa haft tækifæri til að læra dálltið um mannlífið þann tima, sem ég hef setið i Háskólanum. Gunnþór: Ég vildi læra eitt- hvað, sem byggi mig undir þjónustustarf, en var alls ekki ákveöinn i þvi að fara út i þjón- ustustarf. Greinar eins og lög- fræöi og viðskiptafræði voru mér víðs fjarri. Býr guðfræðideildin fólk nægilega vel undir preststarfið? Gunnþór: Það má segja að það sé álitamál hvort miöa eigi allt viö þaö að allir guðfræöingar verði prestar. Ég tel hins vegar aö deildin skili þessu hlutverki ekki nægi- lega vel. Þeir sem kenna við deildina þurfa að vera i afskap- lega nánum tengslum við það sem er aö gerast utan hennar til aö geta sinnt sinu hlutverki. Ég tel reyndar að guöfræði- deildin eigi að sjá mönnum fyrir fræðilegum undirbúningi en sið- an eigi kirkjan aö annast ein- hvern undirbúning undir prests- starfið. ÞórhiIdur:Það er reynt að veita fólki einhverja innsýn i þaö hvaö felist i prestsstarfinu. 1 sumar fer til dæmis öðru sinni hópur guöfræðinema út á land til aö starfa sem aðstoðarmenn sóknarpresta og þiggja laun fyrir. Hefur þú huysað þér að gerast prestur? Þórhildur: Ég er satt að segja alveg óráðin og vildi gjarnan taka mér lengri tima til aö hugsa þaö mál. 1 sumar ætla ég að leysa forstöðukonu Hrafnistu af, eins og ég hef áður gert, en hvaö siöan tekur við er erfitt að segja til um. Ég hef hins vegar engar áhyggjur af þvi aö konur geti ekki fullkomlega gegnt preststarfi jafnvel og karlar. Og viö megum ekki draga of viðtækar ályktanir af þvi hvern- ig útreiö sú eina kona, sem hef- ur hlotið vigslu, hefur fengið I prestkosningum. Ég hef predikað einum 15 sinnum viösvegar um landiö og hef aldrei fundið neina fordóma gagnvart konum I guðfræði. Ég held að við getum ekki sagt um w a sama heim- ili „Ég er algerlega á móti prestkosningum, en held hins vegar að konur haf i þar engu síðri möguleika en karl- ar'' Hvernig haldið þið að heimílislífið yrði ef þið væruð bæði þjónandi prestar samtímis? Þórhildur: Það væri gaman að sjá hvernig til tækist, en ég er ansi hrædd um að við yrðum að hafa einhverja manneskju á heimilinu, þar sem prestar eru gjarnan kallaðir út um miðjar nætur. Það má segja að ég gengi ekki gruflandi að prestsstarfinu ef ég fengi einhvers staðar brauð. Vinnutimi presta er af- skaplega óreglulegur, siminn getur hringt hvenær sem er og yfir höfuö er erfitt aö skipu- leggja nokkuð fram i timann. Gunnþór: Það er ef til vill aðat ókosturinn að maður þarf sifellt að vera að hlaupa úr einu i ann- Rœtt við h ijónin i Þórhilt íi Ólafs og séra Gunnþór Ingason afstöðu íslendinga til kven- presta fyrr en að minnsta kosti 10 konur hafa hlotið vigslu. Prestsfrúr halda viða uppi geysimiklu starfi í söfnuðum, heldur þú Gunnþór, að sömu kröfur yrðu gerðar til þín? Gunnþór: Það held ég ekki, þetta er tengt við „frúrnar” og á ég ekki von á þvi aö ætlast yröi til þess að ég, sem eiginmaður prestsins, gæfi til dæmis söfnuö- inum kaffi eftir messu. Þórhildur: Ég veit það að viða úti umland vinna prestsfrúrnar gifurlega mikið starf og þekki dæmi þess að þær séu jafnvel svo eftir sig eftir sumarið að þeim liggi við að örmagnast. Það hefur meira segja verið rætt um þaö hvort ekki bæri að launa þær fyrir þetta mikla framlag. Hér á Stór-Reykjavikursvæð- inu er þetta öðru visi. Það hefur til dæmis aldrei veriö fram- kvæmd nein trúarleg athöfn heima hjá okkur. Gunnþór: Þetta hefur breytst mikið eftir að prestar tóku þá stefnu aö reyna að flytja sem flestar trúarlegar athafnir inn i kirkjurnar. að. Það er ýmist verið að syrgja með syrgjendum eöa fagna með fjölskyldum, jafnvel margoft sama daginn. Hér áöur fyrr var mikið litið upp til presta og þeir jafnvel álitnir heilagir menn. Hefur þetta ekki breytst mikið? Gunnþór:! dag litur fólk frekar á hvað hver og einn hefur afrek- aö fremur en á það hvaða titil hann hefur. Þvi er ekki aö neita að fólk virðist ætlast til ákveðins hegðunarmynsturs af prestum. Aðallega, held ég, til samræmis Þórhildurog Gunnþór hafa búiðsér ákaf lega skemmtilegt heimili að Reykjavíkur- vegi 36 í Hafnarfirði. i orði og æði. Þetta held ég að eigi ekki að vera svo erfitt, ef menn eru sjálfum sér sam- kvæmir. Timinn hlýtur hins vegar að hafa áhrif á presta eins og annað fólk. Þórhildur: Margir prestar léku hér áður hálfgerðar primadonn- ur og létu leikmenn hvergi koma nálægt kirkju sinni. Litiö var upp til þeirra sem þvi næst heilagra manna, og ennþá finnst þetta dálitið á elliheimilum. Gamla fólkiö umgengst marg hvert prestinn meö hálfgerðri lotningu. Er ekki erfitt fyrir unga presta að lifa samkvæmt þeim hugmyndum sem eru ríkjandi um hvernig prestar eigi að hegða sér? Gunnþór: Það getur stundum verið óþægilegt að hvert sem maður fer er litið á mann sem prestinn en eiginlega ekki sem einstakling. Stundum finnst mér þægilegt að geta skroppiö til Reykjavikur og blandað mér i mannþröngina, þar sem enginn veit að ég er prestur sem ætti að hegða sér á ákveðinn hátt. Þórhildur: Það er reyndar svo- litiö skritið að heyra þig spyrja um þetta hegðunarmynstur prestanna vegna þess að það er ekki við þvi að búast að fólk segi okkur frá þvi hvernig prestar eigi að vera. Við gerum okkur ef til vill ekki grein fyrir þvi hvernig fólk ræðir sin á milli um hegðan presta. Þá bætir það ekki úr skák að stór hluti af kunningjahópnum eru prestar eða guðfræðinemar. Hvaða álit hafið þið á prestskosningum? Þórhildur: Ég er algerlega á móti þeim. Ég hef starfað i tveimur slikum hér I Reykjavik og vil taka það fram að ég vann ekki fyrir Gunnþór þegar hann sótti um i Hafnarfiröi. Þaö fylg- ir þessu rógburöur og skripa- leikur af versta tagi og ég er hrædd um að mörgum þætti það skritiö ef það kostaði þá i kring- um 1/2 milljón að sækja um stöðu hjá ríkinu. Gunnþór: Ég held lika að kjós- endurnir hafi mjög litla mögu- leika á að kynnast umsækjend- unum og þar að auki tel ég þessi bræðravig mjög hæpin. Þórhildur: Ég veit að margir guðfræðingar eða prestar eru mjög ragir við að sækja á móti skólabræðrum sinum. Hinu er ekki hægt að neita að viða lifga þessar kosningar upp á byggöa- lög þar sem ekki hefur verið kosið lengi. Fólk sem hefur látið sig trúmál litlu skipta verður skyndilega mjög heitt I barátt- unni fyrir þvi aö þessi eöa hinn komist ekki að, eða þá öfugt. Þetta lifgar upp á hversdagstil- veruna og það er heilmikiö fjör i kringum þetta. Hvað gerist siðan þegar búið er aö kjósa? Jafnvel stuðningsfólk sigurveg- arans mætir ekki einu sinni þeg- ar hann er settur inn i embættið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.