Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 15

Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 15
15 VISIR Laugardagur 24. júnl 1978 ir viðskiptavinina. Hver voru verkefnin á Total Design? Þau voru mjög fjölbreytt. Þaö sem einkennir vinnubrögðin á þessari stofu er hópvinna, sem hefur gefist mjög vel. Mér fannst mjög þroskandi að vinna með hóp af færu fólki að einu verkefni, og sérstaklega áhugavekjandi og já- kvætt að allar tillögur eru teknar jafngildar og metnar af hópnum. Þegar þannig er að staðið virkar hópvinnan mjög hvetjandi á ein- staklingana. Eitt verkefniö sem ég tók þátt i að vinna i hópvinnu var plakat til kynningar á lista- timariti sem gefið er út af ,,list- ráði rikisins”. Það var skemmti- leg tilviljun að i þessu timariti var heilsiðumynd af útiskúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson. Þessi skúlptúr er i úthverfi Amsterdam og ieigu rikisins. Er annars nokk- ur skúlptúr i Breiðholtinu? Vannstu þá einungis I hóp- vinnu? Nei, ég vann lika á eigin spýtur. T.d. hannaði ég upplýsingabækl- ing fyrir tilraunaleikhúsið MICKERY. Margir íslendingar kannast við þetta leikhús frá þvi að tnúk-flokkurinn sýndi þar um árið. Þar sýna leikflokkar frá öllum heimshornum tilraunaverk nútimans, sem oft eru með póli- tisku inntaki eins og ínúk var. 6g hannaði heildarútlit bæklingsins og valdi liti, en siðan mun textinn vélritaður inná við hvert nýtt leikrit. Þetta verkefni vann ég að mestu i leikhúsinu, japanskur leikflokkur var þá að setja þar upp verk og var stórkostlegt að sjá hvernig leikhúsið var alger- lega umbyggt að innan til að hæfa verkinu. Hvað með önnur verkefni? Ég vann með hóp sem hannaði plakat og sýningarskrá fyrir um- ferðarmyndlistasýningu um Hol- land. Þaö má geta þess að á Total Design fer fram öll hönnun varð- andi sýningar á Stedelijk, Hol- lenska nútímalistasafninu. Ég vann lika með hóp sem hannaði bókarkápur á ákveðinn bóka- flokk, ein bókanna var „Sérher- bergið” eftir Virginiu Woolf. Þá tók ég lika þátt i gerð plakats og borða sem strengdir eru milli húsa til að auglýsa árlega listahá- tið um allt Holland, eða „Holland festival”. Ertu ánægð með „plakat- menninguna” á tslandi? Mér finnst sorglegt hve litið plaköt eru notuð hér. Það er við- tekið að hengja falleg plaköt á veggi i heimahúsum, en i raun eru plaköt fyrst og fremst mikil- vægur upplýsingamiðill. Ég álit að það ætti að koma upp fristand- andi plakataveggjum þar sem margt fólk á leið um, þvi þess háttar veggir gerðu bæinn líf- rænni. Plaköt hafa beinni áhrif á fólk en flestir aðrir miðlar. T.d. mætti auglýsa leikhúsin á þess háttar plakötum. Ég vil taka fram að ég er alls ekki að iaia um flennistór plaköt meðfram þjóð- vegum. Oft deilir þaö fólk sem vinnur að hreinni myndlist á teiknara og álitur þá hugsa um peninga fyrst og fremst. Hvert er þitt álit á þvi? Elsku besta, það er alveg sama hvort þú vinnur á stofu við að teikna grafiska auglýsingu á strætó eða hvort þú málar myndir Daglegt umhverfi Sigríöar, teiknað af henni sjálfri og smíðað af Reyni Sigurðssyni manni hennar. i bilskúr út i bæ, þetta er allt harður bisness! Ég legg hrein- lega t.d. vel hannaöa bðk að jöfnu við gott myndlistaverk. Með þvi að tjá þig á myndrænan hátt ertu að koma tilfinningum þinum og Upplýsingabæklingur sem Sigríður hannaði fyrir Mickery-leikhús- ið i Amsterdam. hugsunum á framfæri við annað fólk. Ef myndir væru aðeins fyrir þá sem búa þær til væru þær ekki miðill. Það er oft talaö um firr- ingu myndlistar frá almenningi, Sýningarbás Sjáturfélags Suðurlands á Iðnkynn- ingu 1977 en Sigríður hannaði bæði pelsana og bás- inn sjálfan. en grafiskir teiknarar hafa sterk tengsl við fjöldannjeiknarar hafa á margan hátt góð tækifæri til að tjá sig i verkum sinum. Er þá flokkunin i hreina og nýta myndlist óeðlileg? Sú flokkun er orðin talsvert erf- ið i dag. Mörkin eru orðin svo ógreinileg og ef ég á að nefna dæmi þá hafa stefnur innan hreinnarmyndlistarsvo sem pop- list og op-list sprottið upp úr verk- um grafískra hönnuða og sótt yrkisefni sitt inn á svið grafiskrar teikningar. En hvað með siðfræðina? Eru teiknararnir ekki stöðugt að plata nýjum tegundum þvottaefnis inn á saklaust fólk? Auglýsing er fyrst og fremst upplýsing. Auglýsingar eru ómissandi þáttur i þvi samfélagi sem við búum i. Hvernig heldur þú myndlistasýningu án þess að auglýsa hana? Það er erfitt að meta hvað er siðfræðilega rétt og rangt að gefa fólki upplýsingar um, og um það má endalaust deila, en i eðli sinu álit ég auglýs- ingar ekki siðferöilega rangar. Mér finnast auglýsingar yfirleitt vel unnar þegar þær eru unnar af fagmönnum. Hins vegar er áber- andi að mörg timarit eru illa út- litandi vegna þess að faglært fólk kemur ekki nálægt útlitshönnun þeirra. Skera verkefnin teiknurum ekki oft þröngan stakk? Ja, þá reynir nú fyrst á hvað viðkomandi teiknari getur if.engið út úr verkefnunum fyrir aöra og sjálfan sig. Ef tekiö er verkefni sem blaðaauglýsing þá skiptir mig máli hver öll hlutföll eru, let- urtegundin, form þess sem aug- lýst er og staða þess i myndflet- inum. Nú vinnur þú á auglýsingastofu hér, vinnur þú að einhverri myndgerð þar fyrir utan? Ég hef nýlokið við hönnun á veggmýnd fyrir vöruskemmu sem er að risa við Sundahöfnina. Hún verður skorin i mót og steypt um leið og veggurinn. Annars hef ég ýmsar hugmyndir sem ég von- ast til að koma i framkvæmd i ná- inni framtiö. Mér finnst mér ekk- ert að vanbúnaði að vinna að hreinni myndlist þar sem ég hef sömu undirstöðumenntun og það fólk sem stundar slika vinnu hér. Með tilliti til tækni i útfærslu og hugmyndafræði er ég ekki ver sett en flestir. Og hvernig er að véra komin heiin frá Hollandi? Það er alltaf gott að koma heim, sérstaklega þegar maður ertviefldur og fullur af hugmynd- um og vinnukrafti. 6felagerrf,- Eyjagötu 7, örfirisey Reykjavik . simar 14093—13320 HUSTJOLD - TJALDHIMNAR SÓLTJÖLD, TJÖLD, TJALDDÝNUR. Framleiöum allar geröir af tjöldum á hag- stæöu veröi m.a. 5 — 6 inanna kr. 36.770.- 3 manna kr. 27.300,- Hústjöld kr. 68.820.- 5 gerðir af tjaldhimnum. — Seljum einnig ýmsan tjaldbúnað t.d. — Sólstóla, kælibox, svefnpoka og leiktjöld Komið og sjáió tjöídin uppsett i hinum nýju glæsilegu húsakynnum aö Eyjagötu 7 örfiris- Póstsendum um allt land. OFNAR A LAGER TIL AFGREIÐSLU STRAX! Eigum fyrirliggjandi HELLUOFNA, framleidda skv. íslenskum Staðli ÍST 69.1 ISO Góðir greiðsluskilmálar eða staðgreiðslu- afsláttur. Merkið sem <JCf f tryggir gæðin. OFNASMIÐJAN HATEIGSVEGI 7, SÍMI 21220 ER EITTHVAÐ AÐ FOTUM YÐAR? ÞA MUNU VORURNAR HJALPA YÐUR FASTINÆSTA APOTEKI KEMIKALIA HI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.