Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 17
VISIR Laugardagur 24. júnl 1978 17 hann sat í 10 ár. Þegar hann var laus aftur hélt hann aö sjálfsögöu til Sviss en í leiöinni kom hann viö I Englandi og geröi samning viö Bretadrottningu, — Hocksfield Greek samninginn svokallaöa. Þetta var i kringum 1960 en samningurinn fól I sér afnot af eyjunni Grand Bahama I 99 ár meö öllum skattfriöindum. Og auövitað var þaö i skjóli pening- anna sem Mr. Groves haföi stol- iö úr bankanum sinum i Seattle aö þessi samningur var geröur og fyrir þýfiö sem guö má vita hvaö nam hárri upphæö, byggöi hann upp alla starfsemi sina á eyjunni. Pálmatré voru flutt inn frá Flórida sáð i sandflákana og hótelbyggingar, spilaviti og verk- smiðjur risu af grunni. Siöast þegar ég vissi var karlinn sprell- lifandi og hélt öllum þráöum i hendi sér.” Hvað var i svörtu töskunni? ,,Ég átti þess kost einu sinni aö sjá og fylgjast meö þessum manni, en það var þegar viö flutt- um húsgögn fyrir hann út i eyju sem hann átti þarna I eyjaklasan- um. Mr. Groves kom um borö meö mikla hirö i kringum sig, — fremur ófritt föruneyti aö yfir- bragöi enda samansafn dólga og illmenna. Þegar þetta var haföi ég ekki hugmynd um tengsl Mr. Groves og þessara manna viö Mafiuna. Engu aö siöur kom karl- inn mér mjög einkennilega fyrir sjónir. Hann var afskaplega barnalegur og þaö vakti athygli mina aö hann var alltaf meö stóra svarta skjalatösku sem hann skildi aldrei viö sig. Ég velti þvi mikiö fyrir mér hvað væri i töskunni og varö mjög hissa þegar ég komst aö hinu sanna. Alla' leiðina gekk Mr. Groves á milli manna sinna og skipaöi þeim aö spila viö sig. Þeim var þaö auðsjáanlega þvert um geö en þoröu ekki annaö en aö hlýða. Kom þá i ljós aö svarta taskan innihélt barnaspil af ýmsu tagi svo sem Lúdó, Dóminó, Millu og þess háttar og ekkert annaö var I töskunni. Ég var alveg gáttaöur á þessu og ekki slöur þegar ég tók eftir aö þeir 'létu hann alltaf vinna spilin. Karl- greyiö var hálfgert barn i sér ehda farinn að reskjast.** Á einkaeyju Mr. Grooves „Eyjan var sannkölluö paradis meö sendnum ströndum, pálma- trjám og öllu tilheyrandi. Karlinh átti þarna griöarlegt hús og þar voru tennisvellir og sundlaug en umhverfis allt var rammgerð giröing meö vopnuöum vöröum. Viö höföum fariö i land á björgunarbátunum og fengum leyfi til aö skoöa eyjuna, — allt nema villuna og umhverfis hana. Inn fyrir girðinguna máttum viö ekki stíga fæti og þótti mér þaö einkennilegt þá,en er náttúrulega skiljanlegt i ljósi þess sem seinna kom á daginn. Raunar þótti mér þaö ekkert miöur þvi aö viö dvöldum þarna i góöu yfirlæti hjá þremur svertingjafjölskyldum sem sáu um eyjuna. Þetta var ákaflega elskulegt fólk sem duridaöi sér viö hænsjia- rækt á milli þess sem þaö sinnti skyldustörfum sinum fyrir karl- inn. Viö liföum þarna eins og greifar — syntum i sjónum og fólkiö skar niöur kókoshnetur úr pálmtrjánum handa okkur.”' Karlarnir köfuöu eftir Cong- kuöungum en maturinn úr þeim er mikið lostæti enda hef ég siöan verið alveg vitlaus i Cong- kuðunga. Upphaf deilna við Mafiuna ,,A Bahamaeyjum var gamla Esján máluö og nafninu breytt I „Lucaja” sem þýöir hengirúm en skipið sigldi eftir þaö undir fána Panama. A Grand Bahama var skipiö aöallega notað i svo- kallaðar „tenderingar” en þaö fólst i þvi að selflytja fólk úr stór- um farþegaskipum i spilavitin sem voru á eyjunni. Ég haföi ákveöiö að vera áfram á skipinu auk nokkurra annarra úr áhöfn- inni en þeir tindust i burtu einn af öðrum uns ég var einn Islendinga eftir. Lucaja eða gamla Esjan átti eftir aö veröa heimili mitt næsta áriö þvi að ég bjó um borö allan timann þótt mér stæöi aö visu til boöa að flytja I land. Þaö var mikið verk aö viöhalda vélum skipsins og halda þeim gangandi þvi þær voru úr sér gengnar. Til þess aö halda þessu gangandi varö ég aö vinna 17 tima á sólar- hring en þar sem ég var yfir maður á skipinu átti ég sam- kvæmt samningum ekki aö vinna yfirvinnu. Yfirvinnuna fékk ég ekki greidda og þaö varö upphafiö aö útistööum viö yfirboöarana sem I þessu tilfelli var Mafian. Sennilega hefur lif mitt aldrei hangiö á veikara þræöi en þegar þær deilur stóöu sem hæst en sem betur fer haföi ég engan grun um það þá.” „Þeir hefðu þá kál- að mér,, „ÞAÐ ER ENGIN MAFtA TIL OG VIÐ MUNUM SKJÓTA HVERN ÞANN SEM SEGIR AÐ SVO SÉ”, — er haft eftir ein- hverjum Mafiuforingjanum og er hér var komiö sögu spuröum viö Kristján hvort hann teldi þaö hættulaust aö ræöa svo opinskátt um Mafiuna vitandi þaö aö fátt likar þeim háu herrum verr en opinbert umtal? „Nei, ég er ekkert hræddur við það, —■ þeir heföu þá kálaö mér þegar ég stóö I stappinu viö þá um yfirvinnugreiðsluna. Ég kvartaöi fyrst viö skipstjórann, en þaö gekk ekkert. Þá heimtaöi ég aö fá að tala viö æöri menn á skrifstof- unni en skipstjórinn sagöi mér aö þaö væri ekki hægt og þótti mér þaö vægast sagt undarlegt. Var mér sagt aö eina ráöiö væri aö skrifa þeim sem ég og geröi. Gengu þessi bréfaskipti á milli i 3 f.t- Kristján með nokkrum af yfirmönnunum á Lucaya.Ann- ar frá hægri er Pétur Hallgrímsson sem var 2. vélstjóri á skipinu um nokkurt skeið. Frá tímum líkf lutninganna. örin bendir á Sigurð en yfir kistunni bograr skipstjór- inn ásamt ættingjum hins látna. „Hugsa til þess með skelfingu,, blóödropi til i andlitinu á honum. Sjálfsagt heföi mér liöiö eins heföi ég vitað hiö sanna um viömæl- endur mina og stundum hugsa ég til þess með skelfingu. I herberg- inu rikti dauöaþögn aö mér fannst I heila eilifö. Svar mitt haföi greinilega komiö þeim mjög á óvart. Þá var þaö maöur, sem ég haföi hvorki séö né heyrt nefndan sem rauf þögnina og spuröi mig afar einkennilegrar spurningar, aö mér fannst: „Heyröu vinur, hvert er þitt starf eiginlega um borö i skipinu?” Eftir aö hafa staöiö i þessu stappi i þrjá mánuöi fannst mér spurningin hámark ósvifninnar og ég spratt á fætur þeytti upp- sagnarbréfinu á borðiö og hreytti út úr mér: „Ég er ekki hingaö kominn til aö svara heimskuleg- um spurningum frá heimskum mönnum, — hér er mitt svar,” — sagði ég, benti á bréfiö og gekk i átt til dyranna.. Skipstjórinn var kominn undir boröplötuna og leit út eins og liöiö Hk." „Þannig vilja þeir hafa það” ^Maðurinn sem var ráöninga- stjóri fyrirtækisins T. Ireland, sagöi mér þá aö biöa og enn þann dag i dag furöar mig á þvi hvernig hann tók þessu. Þegar ég var sestur viö boröiö tók hann aft- ur til máls og sagöi: „Fyrirgeföu vinur, þetta er alveg rétt hjá þér. Þetta var. mjög heimskuleg spurnir.g en ég viðurkenni aldrei aö ég sé heimskur maöur. Eigum viö ekki aö ræöa þessi mál I bróö- erni og þú fyrirgefur þótt ég uOkkur var visaö inn i stórt fundarherbergi þar sem hópur manna sat umhverfis hringborö. Menn þessa haföi ég aldrei séö áöur nema útgeröarstjórann, Timinsky og skal ég viöurkenna Sigurður á baðströnd í Freeport ásamt vinkonu sinni frá Dóminikanska lýðveldinu. Gamla Esjan er ekki stór í samfélagi úthafsskipanna eins og sést á þessari mynd. Hér er hún í hlutverki sínu að selflytja farþega úr stórum skemmtiferðaskipum í spílavitin á eyjunni Grand Bahama. mánuöi án þess að nokkur lausn fengist. Þessi bréfaskipti átti ég aðallega viö útgeröarstjórann, pólskan mann aö nafni Rom Timinsky, en hann átti eftir að koma mikiö viö sögu mina siöar. Þetta endaöi meö þvi aö ég stoppaði skipiö i miöri önn og þá fyrst komst skriöur á málið.” „Einn morguninn, þegar viö vorum aö leggja upp i fyrstu feröina út i eitt farþegaskipiö fór ég upp I brú afhenti skipstjóran- um uppsagnarbréf og tilkynnti honum um leið aö allar vélar skipsins yröu stoppaöar kl. 5 um daginn fengi ég ekki viötal viö þessa háu herra og leyst yröi úr minum málum án frekari tafar. Karlinn brást illur viö og spuröi mig hvort mér þætti þetta sann- gjarnt. Ég kvaö svo vera og snaraöist úr brúnni viö svc búiö. Þegar viö komum i land aftur úr þessari ferö sá ég undir iijarn- ar á karlinum upp bryggjuna og tel ég sjálfsagt aö hann hafi fariö meö bréf mitt og tilkynningu upp á skrifstofu. Siöan kemur hann aftur og viö förum tvær feröir i viöbót en þá kallar hann mig upp I brú og spyr hvort ég sé reiðubú- inn að mæta á fund kl. 10 þennan morgun. Ég man aö ég tók eftir þvi hvaö karlinn var órólegur, enda vissi hann vel viö hverja var að fást og hefur sjálfsagt óttast afleiðingarnar.** aö mér leist ekkert á samkund- una enda mennirnir hver öörum skuggalegri. Okkur var sagt aö setjast og mennirnir horföu á okkur drykklanga stund án þess að mæla orö frá vörum. Siöan stóö Timinsky upp og hellti sér yfir mig meö fúkyröum og óbóta- skömmum. Viö þessar móttökur varö ég ofsareiöur enda þótti mér litil sanngirni I þvi sem Timinsky sagði. Þegar hann haföi rutí þessu út úr sér spuröi hann mig hvort ég vildi segja eitthvað mér til málsbóta. Ég var svo reiöur aö ég mátti vart mæla, en ég leit yfir hópinn og spuröi hvort hin fiflin vildu ekki ryöja drullunni úr kjaftinum á sér eins og Timinsky haföi gert, áður en ég tæki til máls. Þegar ég haföi sagt þetta varö mérlitiö á skipstjórann sem hann seig niður I sætiö og þaö var ekki * I þjónustu Mafiunnar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.