Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 24.06.1978, Blaðsíða 10
M VtSIH \ Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdarstjóri: DaviðGuðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Eiías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Gu^jónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páisdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson. Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánssor ■ Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglysingar og skrifstofur: Siðumula 8 simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 finur Askriftargjald erkr. 2000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Kosningarnar snúast um efnahagslegt og menningarlegt frelsi Alþingiskosningarnar, sem fram fara á morgun, geta orðið örlagaríkar, þar sem ýmislegt bendir til þess að valdahlutföll geti breýst í verulegum atriðum. Átökin snúast um einstaklings- frelsi eða sósíalíska miðstjórnar- stefnu. Eftir sveitarstjórnarkosning- arnar í síðasta mánúði var Ijóst, að þessar kosningar myndu ekki snúast um framhald núverandi stjórnarsamstarfs. Það var í raun réttri úr sögunni með þeim kosningum. Kosningabarátta st jórnmálaf lokkanna síðustu daga hefur fært sönnur á þetta. Sósíalistar Alþýðubandalags- ins hafa verið leiddir til forystu í borgarstjórn Reykjavíkur. með tilstyrk Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks. Þingkosningarnar snúast sannarlega um það, hvort sú saga endurtekur sig. Skoðana- könnun Vísis bendir til, að aðeins þriðjungur kjósenda óski eftir slíkri stjórn, en hún getur s(5>nt orðið að raunveruleika. Slík stjórn getur orðið að raun- veruleika vegna þess, að fólkið ræður engu um stjórnarmyndun. í þeim efnum hafa flokksfor- ingjarnir alræðisvald. Áhrif þeirra við ríkisstjórnarmyndun byggjast hins vegar á stuðningi kjósenda. En þegar Ijóst er að mynda þarf nýja ríkisstjórn qgte) kosningarnar ekki snúist um annað en lífsviðhorf. Ragnhildur Helgadóttir sagði á útifundi á Lækjartorgi í fyrra- dag: „Þessi kosningabarátta stendur á milli sjálfstæðis og sósíalisma. Línurnar eru skýrar. Baráttan er hörð . . .Núna er ekki einungis kosið á milli stjórn- málaflokka. Það er kosið á milli lífsviðhorfa'.V.Það er kosið um það, hvort i þessu landi skuli búa einstaklingar, sem hafa rétt til að ráða einhverju um framvindu mála í sínu eigin landi. Þannig er ekki ástatt í öllum löndum." I sjálfu sér er þetta kjarni málsins. Sósíalísk skömmtun og miðstjórn eru andstæð lýðræðis- legum stjórnarháttum. Hvert einstakt skref í þá átt okkur ekki ófrjálsa, en það færir okkur nær alræðinu. Kosningarnar snúast um það í hvora áttina næsta ríkisstjórn mun vísa. Ólafur Björnsson prófessor segir í bók sinni um frjálshyggju og alræðishyggju, að skömmtun og höft dragi ekki aðeins úr framleiðsluafköstum og skerði lífskjör almennings, heldur leiði slíkir stjórnarhættir til þess að þjóðlífið í heild verði að meira og mina leyti í skugga alræðishyggj- unnar. Orðrétt segir prófessor Ólafur Björsson: „Slík skipan efnahagsmála færir svo mikið í hendur hins opinbera, að lýðræð- inu, ef það á að vera annað og meira en nafnið tómt, verður hætta búin." Þessi átök eru á milli Sjálf- stæðisf lokksins og Alþýðubanda- lagsins. Þessi barátta snýst ekki einvörðungu um efnahagsleg gæði. Hún stendur einnig um frjálst menningarlíf. Fyrir skömmu stóðu þeir hlið við hlið á sviði Laugardalshallarinnar Ashkenasy og Rostropovitch. Þeir nutu ekki frelsis í heima- landi sínu til sjálfstæðrar list- sköpunar. Þeir kusu það frelsi, sem borgurum vesturlanda er búið. Kosningarnar á morgun snúast því einnig um afstöðu okkar til vestrænna lýðræðisþjóða. Það skiptir höfuðmáli, að hér verði ekki mynduð ný ríkisstjórn, er stefnir að því að draga úr sam- starfi okkar við vestrænar lýð- ræðisþjóðir, hvort sem það lýtur að menningarmálum, við- skiptum eða sameiginlegum varnarhagsmunum. Þetta blað getur því tekið und- ir með Ragnhildi Helgadóttur, þegar hún i útif undarræðu sinni á Lækjartorgi lagði áherslu á, að i kosningunum stæðu menn með sjálfstæðu lífi í iandinu, sjálf- stæðu fjölskyldulífi, sjálfstæðu atvinnulífi, sjálfstæðu þjóðlifi. Það sem máli skiptir í kosning- unum á morgun er það eitt, að stuðningsmenn þessara lífsvið- horfa fái þau áhrif, að þau verði ekki fyrir borð borin í næstu ríkisstjórn. A GRUNNMIÐUn ef tir !Jráin Bertelss’on Gamla-Grýla, Rússa-Grýla, og Sœnska- Grýla , ,Nú er hún gamla Grýla dauð..,” segir i kvæði, enda hlæja nútímabörn dátt þegar á hana er minnst — þau sem á annað borð hafa heyrt hennar getið. Reyndar eru börn oftlega skynsamari en fullorðnir, þvi fullorðna fólkið hefur siður en svo gefist upp á þvi að trúa á grýlur og hindurvitni, þrátt fyrir að börnin brosi góðlát- lega að öllu saman. Rússa-Grýla heitir óvættursem ákveðin öfl á Islandi hafa löngum notaðtil að hræða fullorðið fólk til aðskriða inn milli fjaðra amri'ska striðsarnarins. Sú kerling lifir enn jafnvel þótthún sé orðin elli- móð og hrum, svo að fólki stendur ekki sami stuggur af henni og fyrr. En þegar ein óvætturin lognast út af er önnur vakin upp og mögnuð og send af stað til að hræða fólk ti) hlýðni og undir- gefni. Sænska-Grýla heitir ein slik, sem nú fer sennilega að verða bú- in að slfta barnsskónum. Og kannski er henni ætlað að taka við þegar frænka hennar Rússa-Grýla gefstuppá rólunum, . að minnstá kosti bendir eitt og annað til þess að se.iðskrattar ýmsir gripinúti) forneskju sinnar og magni Sænsku-Grýlu til að skelfa frómar sálir, sem hættar eru að óttast þann rauða bjarma sem stundum má sjá i austurátt, og sumir segja að eigi eðlilegar skýringar. Eins og oft vill verða gekk Sænska-Grýla i bernsku undir gælunafni og var þá jafnan nefnd Sænska-Mafian og var henni oft kennt um að formyrkva hugi ungra bókabéusa, sem hleypt höfðu heimdraganum og haldið til Sviþjóðar austur til náms. Sér- staklega var hún talin eiga auð- velt með að forfæra viðkvæmar sálir, sem i Sviariki höfðu lagt stund á hugvisindi eða listir og fagurfræði. Þvi þegar þessir menn snéru heim aftur siðan til íslands þótti jafnvel bera við, að þeir þættust hafa lært eitt og ann- að i utanför sinni sem taka mætti mið af heima — og jafnvel hafa til fyrirmyndar. Þessi myrkvun hugarins að halda að Islendingar geti lært eitthvað af sænskum er óbrigðult merki þess að viðkomandi er á valdi Sænsku-Mafiunnar. Lengi höfðu menn fyrir satt að Sænska-Mafian ætti sér fastan samastað i háum sölum norrænu- deildar'Háskóla Islands og nærð- ist þar einsog púkinn á fjósbitan- um hjá sira Sæmundi á skömm- um. niði, blótsyrðum og klámi um guðog góða menn.Núersamtsvo komið, að grunur leikur á að Sænska-Mafian hafi náð nægileg- um þroska til að flytja úr foreldrahúsum út i bæ og hafi lagt niður gælunafn bernskuáranna og heiti nú Sænska-Grýla; að minnsta kosti bendir ýmislegt til þess að einhverjum þeim sem minni eru fyrir sér sé farinn að standa ógn af ódrætti þessum. Til þessa bendir meðal annars blaðagrein sem ég las um daginn og haf ðitalsverða skemmtan af. I þakklætisskyni fyrir þá skemmt- an ætla ég hvorki að afhjúpa höf- undinn né nafn greinarinnar, svo hann þurfi ekki i framtiðinni að sofa með skæri undir höfðalaginu af ótta við að Sænska-Grýla komi og stingi honum i pokann sinn. I greininni stendur meðal ann- ars þetta : „Afkoma og umönnum aldraðs fólks er að verða alvar- legur baggi á Svium að dómi upp- lýstra sænskra sósialista. Kostn- aðurinn viðaldraða mun að öllum likindum standa i veginum fyrir ýmsum „þjóðfélagslegum umbótum”. Og hvert skyldi nú vera svar félagshyggjumanna? Meðal sósialista er nú æ meira rætt um þann möguleika að öldr- uðum, geðsjúkum og ólæknandi sjúklingum, sem fyrirsjáanlega eiga ekki fyrir höndum annað en að veslast upp og deyja verði hjálpað yfir landamæri lifs og dauða með snyrtilegum aðferðum læknisfræðinnar t.d. með einni sprautu... Sósialistarbörðust fyrir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.