Vísir - 17.07.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 17.07.1978, Blaðsíða 11
vism Mánudagur 17. júli 1978 11 Skólar og vegir til sveita- stjórna — Sjúkrahús og hafnir til ríkisins — þetta er meðal annars lagt til í skýrslu um verkefnaskipti ríkis og sveitafélaga sveitarfélaganna og aö stjórn og rekstur skólanna verði svo sem fært þykir lögð i hendur heima- manna. Einnig að sérstakri sam- starfsnefnd um skólakostnað verði falið að kanna hvernig hugsanlegur aðstöðumunur milli sveitarfélaga verði jafnaöur. Þá leggur nefndin til að fram- haldsskólakerfið lúti samræmdu skipulagi, þannig að námsefni verði skipað i skilgreinda náms- áfanga. Meö þessu er stefnt að þvi að nemendum verði auðveldaö að flytjast milli skóla. Fræösluráð hvers fræðsluum- dæmis skipuleggi i samráði við menntamálaráðuneytið þaö framhaldsnám, sem hægt er að halda uppi innan fræösluumdæm- Gunnar Thoroddsen, félagsmála- ráðherra, skipaði verkefna- skiptanefndina iupphafi árs 1976. anna. 1 hverju fræðsluumdæmi verði starfræktur fjölbrautaskóli, menntaskóli, iðnskóli og aðrir framhaldsskólar samkvæmt mati menntamálaráðuneytisins og fræðsluráðs. Kostnaður vegna framhalds- skólanna verði greiddur af rikis- sjóði. Kristján J. Gunnarsson skilaði séráliti, þar sem efnislega er gert ráð fyrir samaðild rikis og Gunnlaugur Finnsson, fyrrver- andi alþingismaður, sem til- nefndur var I verkefnaskipta- nefndina af ráðhcrra. ölvir Karlsson, bóndi f Þjórsár- túni, tilnefndur af Sambandi is- lenskra sveitarfélaga. sveitarfélaga aö rekstri fram- haldsskólans. Nefndin leggur það og til aö fullorðinsfræðsla verði stjórn- unarlega og rekstrarlega skipu- lögð sem þáttur i hinu almenna skólakerfi. Þá er miðað við það að rikið greiði kennslulaun en sveitarfélögin annist rekstrar- kostnað. Að lokum er lagt til varðandi menntamálin að tónmennta- fræðsla, önnur en tónmennta- kennarafræðsla og fræösla i grunnskólastigi, verði kostuð af sveitarfélögum. Daggjöld sjúkrahúsa og sjúkrasamlög verði lögð niður Tillögur nefndarinnar í heil- brigðismálum miða að endur- skoðun heilbrigðiskerfisins i heild. Þeir þættir, sem nefndin lét sérstaklega til sin taka voru yfir- stjórn heilbrigðismála, tilhögun sjúkrahúsakerfisins og heilsu- gæslu auk breytinga á sjúkra- tryggingakerfinu. Varðandi yfirstjórn heilbrigðis- málanna leggur nefndin til, aö verksvið Heilbrigðsmálaráðs tslands verði einskorðað við heil- brigösmál og sjúkratryggingar. Með tilliti til þessarar breyt- ingar á verksviði ráðsins verði skipan þess breytt þannig, að i þvi eigi sæti auk landlæknis, tveir fulltrúar sveitarfélaga, tveir full- trúar heilbrigðisstétta og tveir fulltrúar tilnefndir af heilbrigöis- málaráðherra. Nefndin leggur til að komið verði á fót heilbrigðisráðum, sem verði stjórnunar- og umsagnar- aðili heimamanna i öllu er að heilbrigðismálum lýtur. Þá er lagt til að öll sjúkrahús verði i eigu og yfirstjórn rikisins og að allur kostnaður vegna þeirra greiðist meö fjárveitingu á Steinþór Gestsson, fyrrverandi alþingismaður, var tiinefndur af ráðherra. Kristján J. Gunnarsson, fræðslu- stjóri í Reykjavik, skipaður af ráðherra i nefndina. fjárlögum hvers árs. Fjármögn- un með daggjöldum verði hætt. Varðandi heilsugæslustöðvar er þaö lagt til, að rekstur þeirra verði i höndum heilsugæslu- stjórna og að kostnaöur vegna þeirra greiðist af sveitarstjórn- unum. Laun lækna og hjúkrunar- liös greiðist aftur á móti af rikinu. Þá taki rikiö þátt i stofnkostn- aði heilsugæslustöðva til móts við sveitarfélögin. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði efldur þannig, aö hann geti haft áhrif i þá átt að jafna þann aðstööumun, sem til- lögur þessar leiða af sér. Lagt er til varðandi þennan málaflokk, aö ákveðnir útgjalda- þættir núverandi sjúkratrygg- inga verði áfram greiddir af Tryggingastofnun rikisins, svo sem sjúkradagpeningar, sjúkra- flug, gervilimir o.s.frv. Aðrir liðir sjúkratrygginga eins og tann- lækningar, lyf, sem notuö eru á heilsugæslustöðvum og fleira verði greitt af hlutaðeigandi heilsugæslustjórn. Miðað er við aö sjúkrasamlög verði lögð niður, i þess stað taki heilsugæslustjórnir aö sér tviþætt verkefni. Það er að sjá um fjár- mál heilsugæslustöðvanna og annast umboðsstörf fyrir Trygg- ingastofnun rikisins. Þátttöku ríkisins í dag- vistunarmálum veröi hætt Efnisatriði annarra tillagna eru meöal annars, að ekki sé ástæða til breytinga á núverandi tilhögun hitaveituframkvæmda né rekstrarformi þeirra og að fjár- mögnun vatnsveituframkvæmda veröi samræmd og rikið annist vatnsleit og meiri háttar til- raunaboranir. Langtimasjónarmið I félags- heimilamálum skal að áliti nefndarinnar vera það að sveitar- félögin sjálf og/eða félagasamtök reisi og reki félagsheimili. Nefndin leggur það til að rikis- framlög til iþróttamannvirkja fari eftir reglum um skólakostn- að. Þegar félagasamtök standa að byggingu með sveitarfélagi, leggi þessir aðilar fram sam- eiginlega um 50% , en um skipt- ingu þeirra á milli fari eftir fyrir- fram gerðum samningi. Æskulýðsmál eiga að mati nefndarinnar að vera i grund- vallaratriöum verkefni sveitar- félaga, félagasamtaka og ein- staklinga innan þeirra vébanda. Rikiö skuli þó styðja landssam- tök, er starfa að æskulýösmálum. 1 dagvistunarmálum leggur nefndin til að þátttöku rikisins veröi hætt en kostnaöurinn greið- ist af hlutaðeigandi sveitarfélagi og þeim, er þjónustuna nota. Gunnlaugur Finnsson skilaði sér- áliti þess efnis að ótimabært sé að fella niður rikisþátttöku I stofnkostnaði. Málefni aklraðra verði i höndum sveitarfélaga, samtaka aldraöra og einkaaöila. Húsnæðismála- stofnun rikisins fjármagni að hluta ibúðabyggingar fyrir aldraöa. Landið allt verði skipu- lagsskylt Nefndin telur að bygging og rekstur almenningsbókasafna og héraðsskjalasafna sé verkefni sveitarfélaga og nefndin leggur til að sveitarfélögin reki eigin byggðasöfn. Að öðru leyti sam- einist sveitarfélögin um rekstur byggða- og náttúrugripsafna. Nefndin gerir það aö tillögu sinni að stjórn almannavarna verði bæöi I höndum rikisvaldsins og einnig sveitarfélaganna. Einn- ig að löggæslumál skuli vera i höndum rikisvaldsins eins og ver- iö hefur. Vinnumiölun og atvinnuleysis- skráning verði i verkahring sveitarfélaganna og aö það skuli háð ákvörðun einstakra sveitar- stjórna hver þátttaka sveitar- stjórna i atvinnumálum skuli vera. Nefndin leggur það til að landið allt verði skipulagsskylt og stjórn skipulagsmála verði með áþekk- um hætti og verið hefur. Varðandi þennan lið skiluðu þeir Bjarni Einarsson og Kristinn V. Jóhannsson áliti, sem felur það meðal annars i sér að sveitarfélög ein sér eöa i gegnum samtök sin annist undirbúning að sinu skipu- lagi i samráði við skipulags- stjórn. Auk þess skal skipulag tveggja eða fleiri samliggjandi þéttbýlisstaða vera sameiginlegt. Hafnarframkvæmdir verði að öllu kostaðar af ríkinu Tillögur nefndarinnar i sam- göngumálum eru i þremur þátt- um, hafnarmál, vegamál og flug- mál, 1 hafnarmálum hniga tillög- ur nefndarinnar i þá átt að hafnar framkvæmdir samkvæmt nánari skilgreiningu verði kostaöar 100% af riki i staö 75% eins og er i dag. Þá er átt við dýpkun hafna, ytri mannvirki og ákveðna þætti innri hafnarmannvirkja. Þá leggur nefndin það til aö hafnarframkvæmdir, sem að öllu eru greiddar úr rikissjóði. skuli skipulagöar og unnar af Hafnar- málastofnun eða á hennar veg- um. Við áfangaskil hafnarfram- kvæmda afhendi rikið sveitar- félagi þann áfanga til eignar og umráða, enda sé framkvæmdum við áfangann að fullu lokiö og komi sveitarfélaginu að notum. Þá er lagt til að fjögurra ára áætlun um hafnarmál verði lögð fyrir alþingi til samþykktar. Dag- legur rekstur hafna verði að öllu leyti i höndum hlutaðeigandi sveitarstjórna. Ý mislegt annað er lagt til varð- andi hafnarmálin, sem* of langt mál yrði að rekja hér lið fyrir liö. Þá er álit nefndarinnar i vega- og gatnamálum aö gatnagerö i þéttbýli verði verkefni sveitar- félaga og kostuð af þeim. Núver- andi skilgreining á þjóövegum i þéttbýli verði endurskoöuð og þar sem umferöarþungi fer yfir ákveðin mörk, greiði rikssjóður helming stofnkostnaöar. Akveðið hlutfall tekna vega- sjóös renni til gatnagerðar i þétt- býli og aö hluti sýsluveganna verði lagður undir þjóövegakerf- ið, samkvæmt nánari athugun. Að lokum skal getið tillögu nefndarinnar i flugmálum, en þar er lagt til að rikisvaldið skuli áfram hafa meö hendi stjórn flugmála, þar með er talda flug- vallagerð. —H.L. ! áfangaskýrslu verkefnaskiptanefndarinnar er meðal annars lagt til að þátttöku rikisins I dagvistunar- málum verði hætt og kostnaðurinn greiðist af sveitarfélögunum og þeim er þjónustuna nota.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.