Vísir - 20.07.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 20.07.1978, Blaðsíða 2
•ito i Trimmar þú? Einar Þóröarson, leigubilstjóri: Nei, og það hef ég aldrei gert. Ég kalla það ekki að trimma þó maður fái sér göngutUr. Ingólfur Sigurðsson, verkstjóri: Nei, ég trimma ekki. Ég hef bara ekki tima til þess. Stefán Þórarinsson læknir: Nei, | ég trimma ekki daglega, ég geri 8 það alltaf annað slagið. Þá fer ég ■ ýmist i göngutúraeða stunda ein-1 hverja aðra iþrótt. ■ „Hér hefur verið al- veg mokveiði i sumar, og eru nú komnir úr ánni 780 laxar”, sagði Jóhannes Sigurðsson, matsveinn i veiðihús- inu i Grimsá i Borgar- firði, i samtali við Visi i gær. Sagði Jóhannes að veiðin væri mun betri en i fyrra, og sagði hann að á sama tima hefðu aðeins verið komnir um eða innan við 200 laxar á land. Jóhannes sagði að laxinn hefði verið frekar smár framan af sumri, en virtist nú eitthvað vera að stækka. Stærsti laxinn sem veiðst hefur i sumar vóg tæp 18 pund, og hefur Visir fregnað að hann hafi veitt hinn landskunni skammtikraftur og hljómplötuútgefandi, Svavar Gests. Þessa dagana eru aðeins Ut- lendingar að veiðum i Grimsá, en Islendingar byrja aftur um verslunarmannahelgina. Tiu stengur eru leyfðar i ánni i einu. Útlendingarnir veiða aðeins á Þaö þykir mikil iþrótt að veiöa lax og annan ferskvatnsfisk á stöng, en minna þykir hins vegar I það varið að veiöa lax i net eða háfa hann. En þó berst jafnan mikið af iaxi á Iand á hverju sumri sem veiddur er I net, til dæmis úr Hvitá og ölfusá. Þessa mynd tók Gunnar er verið var að leggja fyrir lax i ölfusá i gær. Mokveiði í Grímság en löx- unum sleppt jafnharðan! flugu, tslendingarnir nota hins vegar bæði maðk og flugu sem agn. Það sem helst háir veiöinni I ánni þessa siðustu daga, er það hve vatnið i ánni hefur minnkað. Hefur þvi aðeins dregið Ur veiði allra siöustu daga, ,,og við þurf- um nú rigningu i tvo, þrjá daga”, sagði Jóhannes. Veðrið hefur annars verið mjög gott við Grimsá i sumar, ef til vill of gott til að það geti kallast gott veiði- veður. Þess má geta, að i siðustu viku voru Bandarikjamenn og einn Frakki að veiðum i Grimsá, og veiddust 37 laxar þá viku. öllum fiskunum, eða svo til, var sleppt aftur. Þessir menn höfðu engan áhuga á aö rogast með aflann heim til sin, enda langt að komnir! Leið- sögumennirnir sáu um að koma löxunum á stað aftur, en þeir eru yfirleitt litið særðir eftir fluguna. Þarna er þvi á ferðinni hrein sportmennska. Öliklegt er að landinn færi að sleppa fiski sem hann einu sinni hefði komið á land! —AH BAKTERÍAN í LAXELDISMÁLUM OKKAR Ekki gengur ailtof vel að efia sportfiskiriið i landinu, ef marka má fréttir frá Miðfirði nýverið. Löngum hefur verið vitað, að sjóveiði á laxi hefur veriö stunduð fyrir ströndum, og hafa jafnvel mætustu veiði- verðir sprungið á vörslunni áður en til þess hefur komið að vindi hafi verið hleypt úr dekkjum bila þeirra, mest vegna þess að yfirvöld hafa staöiö óklár að þessum málum, og ekki viljaö beita ýtrasta lagabókstaf um bann við sjóveiöinni. Þetta hefur einkum átt við, þar sem þjóðir hafa verið litt vanar lax- veiði og þekkja ekkert til þeirra gífurlegu fjármuna, sem það kostar að koma henni af stað og halda henni við. Um Mið- fjaröarmálið ætti að gilda annað, enda hafa nú Húnvetn- ingar sllkar tekjur af laxveiði og hafa haft um langan tima, að þar i héraði er öllum ljóst, að laxveiði I sjó er þjófnaður. Svo brá við á þessu vori, að verð á laxaseiöum fór upp úr öllu valdi. Engum getum skal leitt að hinni skyndilegu hækk- un, en seiðaeldisstöðvar telja sér eöUlega frjálst að fara eftir verðlagi rikisins á seiðum. KoUafjarðarstöð rikisins réði sem sagt hinni miklu verð- hækkun, og kemur hún i kjölfar þess að ÖII seiöi voru drepin I eldisstöð Skúla Pálssonar að Laxalóni. Verð á sumarseiöum er nú 46 krónur stk., en á göngu- seiöum um 200 kr. stk. Auk þess Ólöf Benediktsdóttir, kennari: Ég veit ekki hvað á að kalla trimm en ég stunda garðyrkju og stend i husbygginu. Sigurður Júllusson, húsgagna- smiður: Nei, það geri ég nú ekki núna. Ég var einu sinni t biaki og ég hef áhuga á þvi að fara aftur að trimma. selur Kollafjarðarstöð rikisins plastpokana utan um seiðin á sex hundruð krónur stk. Ekki verður hægt að sanna að Skúli Pálsson hafi haldið verði á seiðum niðri, meðan eldis- stöðvar hans naut við, en það verður að teljast undarlegt I meira lagi, að þau skuli snögg- hækka um leið og Skúli er dæmdur úr leik með dómi um nýrnaveiki. Enn liggur ekkert fyrir um, hvernig sú nýrnaveiki á að hafa borist að Laxalóni. Hrogn til þeirrar stöðvar hafa ætlð verið fengin úr sömu vatns- föllum og önnur hrogn til upp- eldis, og hlýtur þviallur islenski laxastofninn að liggja undir grun um nýrnaveiki þangað til frekari skýring er fengin á þvl hvernig veikin hefur borist til einnar stöðvar af fjölmörgum I landinu, en ekki til þeirra allra. Annars er vottorðasagan I kringum Laxalón að verða með einkennilegustu opinberum málum, sem landsmenn hafa orðið vitni að upp á siðkastiö. Lengi vel gengu opinberir aðilar að þvi með oddi og egg að kveða niður ræktun regnbogasilungs, sem er stór þáttur I útflutningi grannþjóða. Var þar enn á ferð kenningin um einhverja dulda sýki, og gengið hart fram I þvl að regnbogaeldi dreifðist ekki um landið. Margsinnis varð Skúli Pálsson að henda fiski, en hrogn úr regnboga sinum gat hann selt i mikið meiri mæli en nokkur tök voruá að afla, vegna þessaðþau voru einu heilbrigöu hrognin fáanleg að mati kaupenda. Samt stóð löngum I þrefi um tilskilin heilbrigðis- vottorð vegna útflutningsins. Nú hafa þessi mál þróast þannig I höndum opinberra aðila, að rikið er orðið ábyrgt fyrir stórfelldum skaöabótum til handa Skúla Pálssyni. Slöasta yfirlýsingin I þvl efni kom frá yfirdýralækni 9, mal siðastliðinn. Þar segir um regn- bogann: Hrogn þau sem vottorö þetta nær yfir eru að þvl ég best veit laus við smitandi sjúkdóma. Lokaorð vottorðsins eru: „Nýrnasjúkdómur af völdum sýkla hefur ekki fundist I regnbogasilungsstofninum I þessari eldisstöð.” Þetta er athyglisverð niður- staða eftír þrjátiu ára strið opinberra aðila við Skúla Páls- son á Laxalóni. Regnboginn er þá heilbrigður efttr allt saman. Um laxaseiðin verður ekkert sagt, enda hafa þau veriö drep- in. Eftir stendur stórhækkað verð rikisins á laxaseiðum, og væntanlega batnandi rekstur Kollaf jarðarstöövarinnar, sem lokuð er fyrir þeim erlendu vis- indamönnum, sem hingaö koma til að rannsaka sjúkdóma I seiðastofninum. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.