Vísir - 20.07.1978, Blaðsíða 10
10
VISIR
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritst jórnarf ulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaöa-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson,
Guðjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrín Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, 01 i Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens
Alexandersson. Otlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnós Olafsson.
Auglýsinga-og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuöi innanlands.
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Verö i lausasölu kr. 100
Simar 86611 og 82260 eintakiö.
Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Prentun Blaöaprent h/f.
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
I fjögurra ára
gömlum farvegi
Engu er líkara en vinstri stjórnarviðræðurnar byrji í
sama farvegi og gamla vinstri stjórnin sprakk í fyrir
fjórum árum. Ólafur Jóhannesson og aðrir ráðherrar
Framsóknarflokksins hafa neitað þátttöku í viðræð-
unum og láta við það eitt sitja að gefa út yfirlýsingar
um, að fulltrúar þeirra mæti til leiks af fullum heil-
indum.
Benedikt Gröndal hefur eftir Lúðvík Jósepssyni á Al-
þýðubandalagsf undi í Grindavík að hægt sé að þvæla
Framsóknarf lokknum til vinstri og hægri eins og blautri
gólftusku. Og formaður Alþýðuflokksins skýrði einnig
frá þvi kvöldið fyrir fyrsta viðræðufundinn, að Alþýðu-
bandalagsmennirnir í forystu Alþýðusambandsins hefðu
i sérstökum viðræðum tekið illa í hugmyndir um kjara-
sáttmála.
Fram hefur komið að megintilgangurinn af hálfu Al-
þýðuf lokksins með stjórnarviðræðum við Alþýðubanda-
lagið sé sá að ná fram kjarasáttmála um launaþróun
næstu ára. Alþýðubandalagið hefur þannig bæði neitað
formanni Alþýðuf lokksins um viðræður um nýsköpunar-
stjórn og í byrjun vinstri stjórnar viðræðna blásið á
höf uðstef numið Alþýðuf lokksins.
Að sjálfsögðu er ekki unnt að útiloka að vinstri stjórn
komist á, þó að byrjunin sé með þessum hætti. En fari
svo, að slík stjórn verði mynduð má reikna með, að
f ramhaldið verði i sama dúr. Fyrir þjóðina yrði þetta þvi
slæm stjórn. En hún myndi þjóna vel atkvæðahagsmun-
um Sjálfstæðisf lokksins. Sennilega þyrfti hann ekki einu
sinni að endurhæfast til þess að ná verulegum hluta af
fylgi sinu aftur.
Formaður f ramkvæmdastjórnar Alþýðuf lokksins,
Eyjólf ur Sigurðsson, hefur í blaðagrein, sagt, að þessar
viðræður snúist um gervi vinstri stjórn. Þar setur hann
fram þá skoðun að fáist ekki niðurstaða fljótt i yfir-
standandi viðræðum eigi Alþýðuf lokkurinn að óska eftir
hlutleysi Sjalfstæðisflokksins.
Eyjólf ur Sigurðsson segir ennfremur í grein sinni, að
það haf i verið að koma æ betur i Ijós, að Alþýðubanda-
lagið hafi verið með sviðsetningu og loddaraskap í við-
ræðum við Alþýðuflokkinn. Hann telur því óliklegt, að
rikisstjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks ætti langra lifdaga auðið.
í framhaldi af þessum yfirlýsingum segir formaður
framkvæmdastjórnar Alþýðuf lokksins að engin ástæða
sé til þess að ganga á eftir Alþýðubandalaginu til
stjórnarsamvinnu. Það eigi að einangra Alþýðubanda-
lagið. Þetta eru um margt athyglisverð sjónarmið, þó að
minnihlutastjórn Alþýðuflokksins með hlutleysi Sjálf-
stæðisf lokksins yrði sennilega eins og aðrar minnihluta-
stjórnir of veik til þess að geta tekist á við vandamálin.
Hrein stjórnarsamvinna Alþýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks væri miklu líklegri til þess að koma fram nauð-
synlegri uppstokkun i efnahags- og atvinnumálum. En
Alþýðuflokkurinn hefur því sem næst hafnað þeim
möguleika. Utanþingstjórn væri í sjálfu sér miklu æski-
legri en minnihlutastjórn, ef núverandi viðræður um
meirihlutastjórn fara út í sandinn.
I raun og veru ætti enginn stjórnmálaf lokkur að ræða
við Alþýðubandalagið meðan það í gegnum verkalýðs-
forystu sína heldur áfram útflutningsbanninu.
Ingi R. Helgason dró í land:
SAKSÓKNARI
HAFNAR BEIÐNI
UM RANNSÓKN
Ekkert verður af þvi að opinber rannsókn fari
fram á störfum Inga E. Helgasonar hrl. við Al-
þýðubankann. Ingi hafði krafist þess af rikissak-
sóknara að slik rannsókn færi fram vegna þess er
fram kom i Visi varðandi Alþýðubankamálið.
Þegar til kom vildi Ingi R. Helgason ekki að litið
væri á kæru hans sem opinbers sýslunarmanns
og þvi hafnaði rikissaksóknari tilmælum Inga um
rannsókn.
tilkynnir Inga R. Helgasyni
hana meö bréfi dagsettu 23.
júni.
Forsaga þessa sérstæöa máls
er sú, aö þann 17. april birtist i
Visi viötal viö Jón Hallsson
fyrrverandi bankastjóra Al-
þýðubankans i tilefni af útgáfu
ákæru i Alþýöubankamálinu. 1
þvi viötali komu fram ýmsar
upplýsingar um þátt Inga R.
Helgasonar sem lögmanns
bankans i nefndu máli. Var
þetta siöan nokkuö rætt i for-
ystugrein Visis 22. april.
Ingi R. Helgason hafnaöi boöi
Visi um aö gera grein fyrir mál-
inu frá sinum sjónarhóli. Þess i
staö ritaði hann saksóknara
bréf og var þaö birt i Visi 28.
april. 1 bréfinu segir Ingi R.
Helgason meðal annars:
„Ég undirritaöur Ingi R.
Helgason hrl. Laugavegi 31 hér I
borg, leyfi mér hér meö að snúa
mér til yöar, hr. saksóknari,
meö beiöni um að rannsakaðar
veröi fyrir dómi meö opinberum
hætti eftirgreindar sakargiftir á
hendur mér sem lögmanns
Alþýöubankans hf. (leturbr.
Visis) í dagblaöinu VISI dagana
17. og 22. april 1978”.
Bréf rikissaksóknara
Þóröur Björnsson rikissak-
sóknari ritar Inga bréf dagsett
23. mai og segir þar:
„Aður en afstaöa veröur tekin
af ákæruvaldsins hálfu til þess-
arar beiöni þykir rétt aö æskja
svars yöar við þeirri spurningu
hvort lita beri á bréf yöar sem
kæru opinbers sýslunarmanns á
hendur ábyrgöarmanni fyrr-
nefnds dagblaös fyrir aö hafa
gerst brotlegur við gegn 108 gr.
almennra hegningarlaga nr. 19.
1940 sbr. 1. gr. laga nr. 61, 1942
um málflytjendur”..
Þessu bréfi svarar Ingi R.
Helgason 2. júni og segir aö ekki
beri að lita á kæru sina sem
opinbers sýslunarmanns. A
grundvelli þess tók Þórður
Björnsson ákvörðun I málinu og
Engin rannsókn
í bréfi rikissaksóknara segir
meðal annars: „Greind blaöa-
skrif geta ekki orðið grundvöll-
ur þess aö af ákæruvaldsins
hálfu verði stofnað til opinberr-
ar rannsóknar út af starfi yðar
sem lögmanns Alþýöubankans
h.f. og mögulegri refsiveröri
háttsemi yöar I þvi starfi.
Þá hafiö þér aö gefnu tilefni
RÍKISSAKSÓKNARI
ÞB/SJ
M.979778
ÓSKAST TILGREINT I SVARI
Reykjavík.
23. júní 1973.
Með bréfi, dags. 2M. apríl s.l., til ríkissaksóknara
báruð þér, hr. h.ustaréttarlögmaður, fram beiðni um "að rann-
sakaöar verði fyrir dómi með opinberum hætti eftirgreindar
sakargiftir á hendur mér sem lögmanns Alþýöubankans hf. í
dagblaðinu VÍSI dagana 17 og 22. apríl 1978" eins og segir
orðrétt í bréfirm og greinið þér síðan nanar frá því efni,
sem sakargiftir -séu.
I niðurlagi bréfs yðar gerið þér "þá kröfti*, að meö
sjálfstæðri opinberri rannsókn liggi það ljóst fyrir, hvort
ég c*r sekur eða ekki um þær ávirðingar, sem ritstjórinn ber
á mig", oins og þér koinist aö orði.
Groind blaðaskrif geta ekki orðið grundvöllur þess
.ið af ákairuvaldr, ins hálfu verði stofnað til opinborrar rarin-
sóknar út af starfi yðar sem lögmanns Alþýðubankans h.f. og
mögulogri refsiverðri háttsemi yöar í því starfi.
Þá hafið þér að gefnu tilefni lýst því yfir £ bréfi,
ilags. 2. þ.m. , til ríkissakuókna'ra, að ekki bori að líta á
lyi r.Toint bréf, d.igu. 24. apr'íl s.l., sern kæru yðar sem
opinbors sýslunarmanné á hendut' ábyrgðarmanni dagblaðsins
Vísi fyrir að hafa gerst brotlegur gegn 108. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19, 1940.
Fyrir því er því lýst yfir af ákæruvaldsins hálfu
ið oigi or uiiiit - oliis og mái þetta horfir við - að verða við
l ilm.i'lum yðvir f n.irgnofndu bi'éfi um opinbera rannsókn.
RÍKISSAKSÓKNARI
ÞB/HH
M. 979/78.
ÓSKAST TILGREINT I SVARI
Reykjavik. 23‘ maí 1978-
Meö bréfi, dags. 24. apríl s.l., til ríkissaksóknara
hafið þér, hr. hæstaréttarlögmaður, borið fram "beiðni um að
rannsakaðar veröi fyrir domi meö opinberum hætti eftirgreindar
sakargiftir á hendur mér sem lögmanns Alþýðubankans hf. í dag-
blaðinu VlSI dagana 17. og 22. apríl 1978", og greinið þér
síöan nánar frá því efni, sem sakargiftir séu.
Áður en afstaða verður tekin af ákæruvaldsins hálfu
til þessarar beiðni þykir rétt aö æskja svars yðar við þeirri
spurningu hvort líta beri á bréf yðar sem kæru opinbers sýsl-
unarmanns á hendur. ábyrgöarmanni fyrrnefnds dagblaðs fyrir að
hafa gerst brotlegur gegn 108.gr. almennra hegningarlaga nr.
19, 1940, sbr. l.gr. laga nr. 61, 1942 um málflytjendur.
"S
lýst þvi yfir i bréfi, dags. 2.
þ.m., til rikissaksóknara, aö
ekki beri aö lita á fyrrgreint
bréf, dags 24. april s.l., sem
kæru yöar sem opinbers
sýslunarmanns á hendur
ábyröamanni dagblaösins Visi
fyrir aö hafa gerst brotlegur
gegn 108 gr. almennra hegn-
ingarlaga nr. 19, 1940.
Fyrir þvi er þvi lýst yfir af
ákæruvaldsins hálfu aö eigi er
unnt — eins og mál þetta horfir
viö — aö veröa viö tilmælum yö-
ar i margnefndu bréfi um opin-
bera rannsókn.”
Af þvi sem rakiö er hér aö
framan má sjá aö Ingi R.
Helgason fer fram á rannsókn-
ina sem lögmaöur Alþýöubank-
ans. Þegar saksóknari spyr
bréflega hvort lita eigi á kæruna
sem kæru opinbers sýslunar-
manns (lögmanns) svarar Ingi
þvi hins vegar neitandi. Af þeim
sökum getur rikissaksóknari
ekki fyrirskipaö rannsókn og
máliö þar meö úr sögunni.
—SG