Vísir - 20.07.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 20.07.1978, Blaðsíða 12
12 ÍBÍ upp í 11 stiga hópinn Einn leikur var háöur I 2. deild isiands- mótsins i knattspyrnu á isafiröi i gærkvöldi. Þar áttust viö ÍBl og Reynir frá Sandgeröi, og lauk leiknum meö jafntefli 1:1. Haraldur Leifsson skoraöi mark lsfirö- inga, en Jón ólafsson sá um aö jafna fyrir Sandgeröinga skömmu siöar. Meö þessu stigi komust tsfiröingar I hóp liöanna sem berjast um annaö sætiö i 2. deild. Eru þaö auk þeirra Haukar, Austri og Þór, sem öll eru meö 11 stig, en þar á eftir koma Ármann, Þróttur N, Fylkir og Reynir öll meö 9 stig. —klp— Havelange vill hœtta Forseti alþjóöa knattspyrnusambandsins, FfFA, Brasiliumaöurinn Joao Havelange, sem á sinum tlma var kjörinn I embætti I mjög umdeildum kosningum, hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér aftur á næsta kjörtimabili. Hann tilkynnti jafnframt aö hann muni styöja Artemio Franchetti, fyrrum formann Italska knattspyrnusambandsins, sem eftir- mann sinn I embættiö hjá FIFA. Viö sama tilefni sagöi Havelange, aö góöir möguleikar væru á þvi, aö liðin I úrslita- keppni HM i knattspyrnu 1982 yröu 24 talsins i staö 16. Sagöi hann aö gestgjafarnir, Spán- verjar, myndu hafa lokaorðiö i þvi máli, sem og ýmsu ööru er viö kemur næstu HM-keppni. —klp— Kínverjar ó uppleið þar Sovéski pilturinn, Valeri Talaev, sigraöi I 75 kg flokki I heimsmeistarakeppni unglinga I lyftingum i Aþenu I gærkvöldi. Hann snaraöi 145 kg og jafnhattaöi 180 kg, eða samtals 325 kg. Annar varö Julio Echen- ique frá Kúbu meö 322,5 kg. Kinverjar áttu sjötta mann I þessum flokki — Jung Chia Huai — en þeir hafa látiö mikiö aö sér kveöa á þessu móti, og eru meö stóran hóp af geysi- lega efnilegum lyftingamönnum þar. —klp— Hélt metinu í tvo daga! Finninn Antti Kalliomaki, sem hlaut silfur- verölaunin á'Ólympiuleikunum I Montreal, setti nýtt Noröurlandamet I stangarstökki á móti I Brahestad I vikunni. Hann geröi sér þá Htiö fyrir og lyfti sér léttilega yfir 5,58 metra, sem er tveim senti- metrum hærra en gamla metiö — en þaö átti landi hans Rauli Pudas. Haföi hann aöeins átt þaö I tvo daga þegar Antti tók þaö af hon- um aftur... — klp — Iprjmir f Fimmtudagur 20. júll 1978 VÍSI^ VÍSIB Fimmtudagur 20. júll 1978 Umsjóð: Gylfi Kristjánsson — Kjartan L. Pálsson "•V BLIKARNIR LOKS BROSANDI HEIM — sigruðu From 2:0 í bikarkeppninni í gœrkvöldi Breiðablik — botnliðið i 1. deildinni i knatt- spyrnu — kom öllum á óvart i gærkvöldi með þvi að sigra Fram i 8- liða úrslitum bikar- keppninnar og trónir nú sem eitt af undanúr- slitaliðunum þar. Þetta var fyrsti sigur Blikanna á heimavelli sinum i sumar, og var sá sigur kærkominn hinum dyggu stuöningsmönnum liösins, sem hvaö eftir annaö hafa þurft aö y firgefa völlinn I Fifuhvammi I þungu skapi I sumar. Þeim var ekki boöið upp á merkilega knattspyrnu I þessum leik, en slikt settu þeir ekki fyrir sig. Sigurinn var fyrir öllu, og nú vonast þeir til aö Blikarnir þeirra séu aö vakna til lifsins, og bjargi sér frá falli 12. deild og veröi jafn- vel bikarmeistarar i ár. Blikarnir sigruðu I leiknum 2:0. Þaö tók islandsmeistarana frá Akranesi nær 45 minútur aö koma knettinum I netið hjá 3. deildar- liöinu Einherja i leik liöanna i 8. liða úrslitum bikarkeppninnar I knattspyrnu á Vopnafiröi I gær- kvöldi. Það var Pétur Pétursson sem loks fann leiöina á slöustu minútu^ að marki „litla” Vopnafjarðar- liðsins, en hann og félagar hans frá Skipaskaga höföu þá gert harða hrlð aö þvl. Eftir mikla og góöa yfirhaln- ingu I hálfleik, þar sem leikmönn- um 1. deildarliðsins var ma. sagt að setja upp hraöann var haldiö inn á leikvanginn, og á skömmum tima voru meistararnir búnir aö kafsigla heimaliðiö. Hinn ágæti markvöröur Ein- herja, Sveinn Antonlusson, fékk þá aö sækja knöttinn fimm sinn- um i netið hjá sér. Voru þeir Pét- ur og Matthias Hallgrlmsson hon- um erfiöastir en Pétur skoraði 2 mörk f slðari hálfleik og Matthias 3. Heimaliöinu tókst aö skora Báðir í leikbann Ungverska knattspyrnusam- bandiö dæmdi I gær þá Andras Torocsik og Tibor Nyilasi I tólf mánaöa keppnisbann meö lands- liöi Ungverjalands fyrir fram- komu sina I HM-keppninni I Argentlnu. Þeir voru báöir reknir af leik- velli í fyrsta leik Ungver ja þar —■ gegn Argentinu — en þeim leik töpuöu Ungverjar svo og öörum leikjum sinum I keppninni. Jafnframt var tilkynnt aö þjálf- ariliösins Lajos Baroti heföi sagt af sér, og viö stööu hans heföi tek- iö Ferenc Kovacs. —klp — Fyrra markið var gjafamark, sem Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, hjálpaöi Blikunum við aö skora. Þaö siöara gerði aftur á móti Hákon Gunnarsson, og var það vel gert og vel að þvi unniö — en þaö kom á lokaminútu leiksins. Framararnir áttu sárafá tæki- Þrátt fyrir miklar heitstreng- ingar og annaö eftir þvi tókst Vestmannaeyjingum ekki aö klekkja á Vaismönnum i 8-liða úr- mark hjá íslandsmeisturunum I lok leiksins — viö mikinn fögnuö fjölmargra áhorfenda — og var Vigfús Daviðsson þar aö verki, eftir varnarmistök Skagamánna — en sætt var markið engu aö siö- ur fyrir heimamenn og þeirra harðduglegu knattspyrnukappa. ÞÞ-klp- færi til aö skora i leiknum, helst voru það varnarmenn liösins. Framlinumönnunum er slikt framandi þessa dagana — ekki aðeins að koma knettinum i net andstæöinganna, heldur og að skapa sér færi til þess... SAJ/—klp — slitum bikarkeppninnar I Eyjum 1 gærkvöldi. Þeir urðu að sætta sig viö aö sjá þá halda út af vellinum meö 2:0 sigur i pokahorninu, og þótti mörgum það súrt, þvi Eyjamenn léku á köflum stórgóöa knatt- spyrnu. Afturá móti fór þaö ekki á milli mála, að Valsmenn kunna þá list lika — og þeir kunna einnig þann galdur að skora mörk. Aö þessu sinni má þó skrifa mörkin á mis- tök varnarmanna IBV, sem tvi- vegis sofnuöu á verðinum i fyrri hálfleik, en slikt má engin vörn gera sem hefur „rauðu hættuna” úr Reykjavik á móti sér. Ingi Björn Albertsson sá um aö skora fyrra mark Vals, eftir slæm varnarmistök, og Guðmundur Þorbjörnsson þaö siöara — einnig eftir mistök, en þó ekki eins slæm og i fyrra markinu. Eyjaskeggjar áttu mörg góö tækifæri i leiknum, en góöur varnarleikur og frábær mark- varsla Sigurðar Haraldssonar i marki Vals kom i veg fyrir að heimamenn fengju að sjá knött- inn i netinu þeim megin.... GÞ/klp- l Hollendingurinn Jopp Zotemelk, til hægri á myndinni, er meö forystu i „Tour de France” eftir aö heistu keppinautar hans hafa veriö dæmdir úr leik. Tók tíma að fínna leiðina Skagamenn höfðu aðeins 1:0 yfir í hálfleik á móti Vopnfirðingunum Rauða hœttan enn ósigruð! Þaö gekk oft mikiö á I leik KR og Þróttar á Laugardalsvellinum I gærkvöldi. En þótt þessi mynd sýni það ekki, þá fengu áhorfendur þar oft aö sjá dágóöa knattspyrnu til hinna ungu leikmanna. Ljósmynd Einar K. Tour de France Sá hollenski enn í gulu peysunni! Hlutirnir gengu sæmilega rólega fyrir sig I hinni miklu hjól- reiöakeppni „Tour de France” I gær. Þá varö 18. umferöin hjóluð — en hún var 137,5 kllómetrar — og fer nú óöum aö styttast I mark- llnuna hjá þeim sem enn eru meö I keppninni. Köppunum fækkar þar meö hverjum deginum. Margir hafa gefist upp af þreytu, enda hefur keppnin staöiö yfir i rúmlega hálfan mánuð, og fá keppend- urnir rétt að kasta sér niður og hvilast nótt og nótt. Hafa þeir hvaö eftir annað mót- mælt rástimunum i keppninni, en þeir eru stundum reknir af staö klukkansexá morgnana og veröa að hjóla meö litlum hvíldum langt fram á kvöld. Fóru nokkrir þeirra I „verkfall” i vikunni og gengu þá i hópum yfir marklinuna með hjólin sér við hliö. En þegar for- sprökkunum var hótaö brott- rekstri úr keppninni lauk „verk- fallinu” morguninn eftir. Nokkrir hafa veriö reknir fyrir aö neyta örvandi lyfja, en sagt er að hver einasti keppandi, sem enn sémeö, noti einhverskonar meöul til aö halda sér gangandi ... eöa hjólandi eins og er vist réttara að segja. Er nú mikið um þaö talað aö gera verði breytingar á þessari mestu hjólreiðakeppni heims, ef hún á ekki aö veröa eitt alls- herjarhneyksli á komandi árum. Lyfjanotkun og ýmiskonar svindl fari þar vaxandi með ári hverju, og sé keppninni og keppendum stefnt í hættu meö sama áfram- haldi. „Tour de France” lýkur I Paris á sunnudaginn kemur, en i dag Keflvlkingar fá aö sjá slna gömlu og góöu knattspyrnukappa aftur I kvöld, en þá fer fram syöra leikur I „úrvalsdeildinni”, þar sem leikmenn 30 ára og eldri mætast. Þaö eru Vikingar sem koma I heimsókn aö þessu sinni, en Vik- ingur og Keflavík eru sterkustu liöin I öörum riðlinum I þessari „gamlingjadeild”, og er þetta þvl einskonar úrslitaleikur þar. hjóla kapparnir á milli Lausanne og Belfort, sem er 185 km löng leið. Hollendingurinn Joop Oetemelk hefur enn forystu og heldur „gulu peysunni” sem 1. maður klæöist hverju sinni. Er hann á 91 klukku- stund 8,57 minútum, Bernard Hinault frá Belgiu sem er annar er á 91:09,11 klukkustundum. —klp— Leikurinn hefst kl. 20.00 og fer hann annað hvort fram á gras- vellinum I Keflavík eöa Njarövik. Var ekki búið að taka ákvöröun um þaö í morgun. Þá veröur einn leikur á Vals- vellinum viö Hliöarenda I dag klukkan sex. Þar mætast KR og Valur og getur þaö oröiö skemmtileg viöureign ef liöin tefla sinum bestu „gamlingjum” fram... —klp— „Gamlingjarnir" sparka í kvöld — er Þróttur sigraði KR 3:2 í bikarkeppninni adidas best þekktar — mest seldar. KR-ingar skoruöu fyrsta mark- ið — Siguröur Indriðason sá um þaö, en Jóhann Hreiðarsson jafn- aði fyrir Þrótt skömmu siöar. Sverrir Herbertsson kom KR aft- ur yfir i siöari hálfleik, en Páll Ölafsson jafnaöi úr vitaspyrnu, sem dæmt var réttilega á Magnús Guðmundsson markvörö KR. Hann kastaði sér á fætur Ágúst- ar Haukssonar, sem var ekki I neinu færi til aö skora og var á leiö aftur fyrir mark meö knött- inn — mikil mistök þaö hjá Magnúsi, sem svo i lok leiksins varð að sætta sig viö að sjá knött- inn sigla I þriöja sinn fram hjá sér i netið. -klp- L 11)11) MITT Atkvœðaseðill í kosningu VÍSIS um vinsœlasta knattspyrnuliðið sumarið '78 LIÐIÐ MITT KR: NAFN HEIMILI BYGGÐARLAG SÝSLA SIMl STll/iX 11H)ST P.O. Box 1426, Reykjavik. Sendu seðilinn til ViSIS Síðumúla 14, Reykjavik strax i dag. Hálfsmánaðarlega verður dregið úr nöfnum þeirra sem tekið hafa þátt i kosningunni og er vinningurinn hverju sinni 15 þúsund króna úttekt á sportvörum hjá CTILÍF í GLÆSIBÆ Aukavinningurinn er dreginn er út i lok kosning- arinnar úr atkvæðaseðlum þeirra, sem greiddu vinsælasta liðinu atkvæði sitt er 50 þúsund króna úttekt á sportvörum i VERSLUNINNI TJTILÍF í GLÆSIBÆ VINNINGAR HALFSMANAÐARLEGA Þaö var vel þess viröi aö horfa á hina ungu leikmenn Þróttar og KR keppa um þaö sln á milli aö komast I 4-liöa úrslit bikarkeppn- innar á Laugardalsvellinum I gærkvöldi. Bæöi liöin léku á köflum hraöa og skemmtilega knattspyrnu — sendingar manna á milli tókust á köflum ótrúlega vel — og áhorf- endur fengu aö sjá fimm mörk, þar af nokkur gullfalleg. KR-ingar voru öllu hættulegri I leiknum og áttu betri tækifæri, en mistök þeirra i vörn kostaöi þá sigurinn. Ekki voru þeir þó einir um mistökin i siöasta markinu — sigurmarkinu. Þar átti linu- vörðurinn sinn skerf, en hann stóö „frosinn” meö fánann þegar Halldór Arason skallaöi i mark KR. Var slikur „rangstööuþefur” af þvi marki aö hann fannst langt upp I stúku!!! Krökkum kenndar frjálsar „Við erum með eitt námskeiö I gangi núna og það hefur gengið ágætlega, og þvi ætlum viö af staö meö annaö”, sagöi Óskar Thorarensen er við ræddum viö hann I gær um frjálslþróttanám- skeiö fyrir unglinga, sem hefst á Melavellinum n.k. laugardag. ,,A þessum námskeiöum, sem ég og Jón Sævar Þórðarson stjórnum, eru strákar og stelpur 12 ára og yngri, og þannig veröur þaö á þessu, sem hefst á laugar- dagsmorguninn klukkan tiu. Viö munum kenna krökkunum undirstööuatriöin I flestum greinum frjálsra Iþrótta. Þau fá aö reyna sig I stangarstökki, langstökki, hástökki, köstum og hlaupum, þótt eitthvað sé nefnt. Viö munum gefa aliar nánari upplýsingar á staðnum, en þaö er um aö gera fyrir krakkana aö mæta þarna á Melavellinum á laugardagsmorguninn”. —klp— Nú á að „testa" Bretana Eins og menn muna var skoski leikmaöurinn Willie Johnstone sendur heim frá heimsmeistarakeppninni I Argentínu eftir aö i ljós hafði komiö aö hann haföi neitt örvandi lyfja fyrir leiki Skot- lands þar. Út af þessu varö mikilt hamagangur eins og allir, scm fylgdust meö fréttum af HM-keppninni muna, og nú fer senn aö liða aö eftirköstin fari aö koma i Ijós. A fundi forystumanna I knattspyrnumálum á Bret- landseyjum nýlega voru þessi mál á dagskrá, og út- koman varö sú aö fastlega má reikna meö aö I haust veröi byrjaö aö taka „stikk- prufur” af leikmönnum þar tilaö ganga úr skugga um aö þeir neyti ekki þessara lyfja fyrir leiki. gk — Æfingarskor: Reykjavík — Universal — Brússel Stockholm — Madrid.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.