Vísir - 20.07.1978, Blaðsíða 11
visrn Fimmtudagur 20. júlí 1978
pts
Frá fundi forsvarsmanna iönaöarins meö fréttamönnum. Lengst til vinstri Þórhallur Arason, fram
kvæmdastjóri Solido, Pétur Sveinbjarnason, framkvæmdastjóri, Davlö Scheving Thorsteinsson og
Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri.
„Sé ekki aðra leið
en gengisfellingu
— sagði Davíð Scheving Thorsteinsson á fundi
með blaðamönnum
„Þaö er alveg ljóst aö sá vandi sem Islenskir fataframlciö-
endur standa frammi fyrir er margþættur en tvennt ber þó hæst.
t fyrsta iagi aö nær allir kostnaöarliöir framieiöslunnar hafa
hækkaö glfurlega á slöustu misserum. t ööru lagi hefur gengi
helstu gjaldmiöla ekki hækkaö aö sama skapi og veröhækkun
innfluttra vara er þvi aöeins brot af hækkunarþörf innlendu
framleiöslunnar.”
Þetta kom fram i ræöu
Davíös Schevings Thorsteins-
sonar, formanns Félags
Islenskra iðnrekenda, á blaöa-
mannafundi i gær. En iönrek-
endur boðuöu blaðamenn á
sinn fund til þess aö skýra frá
ástandi og horfum I islenskum
iðnaöi i dag.
Með Davið voru á fundinum
þeir Haukur Björnsson, Pétur
Sveinbjarnarson, Björn
Guðmundsson og Þórhallur
Arason.
Aðspuröir nánar um gengis-
málin sögðu þeir að segja
mættí að gjaldeyrir væri seld-
ur hér á útsölu og væri verð
hans yfirleitt' 20% lægra en
það ætti að vera. Dollarinn
þyrfti þannig að vera 'i 350
krónum i stað 260 króna svo
sem nú er. Ensem kunnugt er
væri gengið miðað við hag
frystihúsa en ekkert væri tek-
ið til iðnaðarins.
Davið var þá spurður að þvi
hvort hann teldi aö fella ætti
gengið og sagðist hann ekki
sjá aðra leið af framangreind-
um ástæðum.
Þróun launa og
gengismála
Það kom fram i máli Davfðs
og þeirra félaga gð frá fyrsta
janúar 1976 og til fyrsta júli
1978 hafa kauptaxtar þeirra er
starfa i fataiðnaði hækkað um
hvorki meira né minna en
175—185% auk annarra
kostnaðarhækkana. ,,A sama
tima hefur verð gjaldmiðla
keppinautanna sem ákvarðar
verð innflutnings aöeins
hækkað um 40—50% og þvi
ekki hægt að velta þessum
kostnaðarhækkunum út i
verðlagiö”, sögðu þeir.
Varðandi hlutfall launa I
framleiðslukostnaði fyrir-
tækja i fataiðnaðinum er al-
gengt að það sé 30—40% fram-
leiðslukostnaðar fyrirtækj-
anna en hjá sambærilegum
fyrirtækjum erlendis er al-
gengasta hlutfall um 20% þó
mun lægra i löndum Asiu.
Þá sögðu þeir að hér á landi
væri komið i veg fyrir at-
vinnuleysi með erlendum lán-
tökum, en það gætí ekki geng-
iðlengur. Það verði að koma
til gerbreytt efnahagsstefna
þvi óbreytt ástand hlyti að
leiða tíl atvinnuleysis og i
fataiðnaðinum eru uppi raddir
um að loka i haust ef áfram
heldur á sömu braut.
Vilja sitja við sama
borð
„Islenskir iðnrekendur eru
reiöubúnir að taka þátt i þeirri
samkeppni sem nú á sér stað á
islenskum markaði i kjölfar
tollalækkana á varningi frá
EFTA og EBE löndum”, sagöi
Davið. „En þvi aöeinsað þeim
séu búin sömu starfsskilyrði
og keppinautunum”.
Þá sagði hanneinnig: „Ein
af forsendum þess, að iðnrek-
endur mætlu með inngöngu i
EFTA og samningi við EBE,
var sú, að islensk stjórnvöld
gáfu þeim loforö fyrir þvi, að
gengisskráning yröi rétt á
hverjum tima. Hin ranga
skráning gengisins, sem við-
gengst hér á landi, hefur skert
samkeppnisstöðu Islensks iðn-
aðar viö innflutning veru-
lega.” ,,Við þetta bætist, að
rikisstjórnir margra þeirra
landa, sem við eigum I fri-
verslunarviðskiptum við,
greiða niður verð framleiðslu
sinnar, sem siðan er flutt
hingaö inn margvislega styrkt
og niðurgreidd”.
Innflutningur frá Asiu
undir fölsuðum skil-
rikjum veldur vanda.
Það kom fram I máli þeirra
fimmmenninganna að ekkert
er hægt að gera til aö stöðva
innflutning á vörum undir
fölskum skilrikjum
EFTA-landanna. Engin viður-
lög væru viö sliku hérlendis.
En eins og Visir hefur skýrt
frá eru nokkur brögð að þvi
hérlendis svo sem annarsstað-
ar i þessum löndum, að seld sé
ódýr framleiðsla frá Asiulönd-
um sem vegna falskra skil-
rikja nýtur tollaverndar frá
EFTA. Tollar á varningi hér á
landi frá EFTA löndum eru nú
13% en 31% á varningi frá
löndum utan EFTA. Meö föls-
uðum upprunaskilrikjum eða
vöruskirteinum njóta þessar
vörur sömu tollakjara og er
þær væru framleiddar i þess-
um löndum.
Þar við bætist að þessi varn-
ingur er mun ódýrari I fram-
leiðslu þar ystra vegna lágs
launakostnaöar o.s.frv.
Þorvaldur Arason var með
nokkur sýnishorn af þessum
fatnaði sem hann sýndi frétta-
mönnum.
Af þessum sýnishornum má
nefna léttar sumarbuxur sem
framleiddar eu á Formósu,
þær kosta 2950 krónur i heild-
sölu og búðaverðið er 4950.
Samskonar islenskar buxur
kostuöu i heildsöluveröi i júni
4380 krónur og I júli 5260 og
búöaverðið er siðan 65%
hærra.
Annað dæmi voru flauels-
buxur frá Hong Kong sem
framleiddar eruundir „bresk-
um” merkjum og reyndar
nefndar „Britannia”. Islensk-
ur aðili hefur pataö 60.000 slik-
ar buxur og getur meö slikum
magnkaupum lækkað veröiö
auk þess sem slikar buxur eru
mun ódýrari i innkaupsverði.
Þeir félagar sögöu aö auk-
inn innflutningur af þessu tagi
kæmi fyrst og fremst niöur á
einstökum iðnfyrirtækjum.
Margar þjóðir hefðu brugöist
viö sambærilegum innflutn-
ingi með þvi að segja „inn-
flutningskvóta”- auk ýmissa
annarra skiiyrða til takmörk-
unar á slikum innflutningi.
Þeir voru hlynntir þvi að eitt-
hvað slikt yrði upp tekið hér á
landi en sögðust þó algerlega
vera á móti höftum, miili-
færslum og sliku sem leiddi til
versnandi lifskjara. Menn
yrðu hinsvegaar aö fara eftir
settum leikreglum.
Erfið staða i útflutn-
ingum
Þá skýrðu þeir félagar frá
þvi að ofaná framangreinda
erfiðleika iðnaðarins bættist
það aö fatnaöarútflutningur
hefði dregist saman á árinu.
Útflutningurinn væri nú 79.2
tonn i stað 143.2 tonn á sama
tima fyrir ári.
Þetta stafaöi aðallega af
samdrætti i útflutningi til
Sovétrikjanna. Astæðan væri
sú aö endar hafa ekki náð
saman miöaöviö verösem þar
fást.
Samdráttar hefði hinsvegar
ekki gætt á vestrænum mirk-
uðum. Þar kæmu hinsvegar
enn til innlendar kostnaðar-
hækanir sem fælu það i sér að
fyrirtæki sem framleiða á
þann markað og rekin voru
meðhagnaöi I fyrra ná nú ekki
endum saman en halda áfram
að fraleiða I þeirri von að
ástandið batni.
—HL
„Framleiðni í íslenskum iðnaði mun
minni en ó Norðurlðndum"
— segir Davíð Scheving Thorsteinsson í viðtali við Vísi
t framhaldi af blaöamanna-
fundi forráðamanna iðnaðar-
ins með blaðamönnum vegna
slæmrar stöðu fataiðnaðarins
og skýrt er frá annarsstaðar I
blaðinu, hafði Visir tal af
Davið Scheving Thorsteins-
syni til að spyrja hann út I
atriði sem ekki komu fram á
fundinum.
— Mig langar til þess að
spyrja þig hvernig þeim pen-
ingum hefur verið varið sem
islenskur iðnaður hefur fengiö
frá Norræna iðnþróunar-
sjóðnum. Hafa þeir fjármunir
allir farið i steinsteypu, eða
verið notaðir til að auka fram-
leiðsluna?
„Þeirhafa náttúrulega farið
til uppbyggingar I ýmsum
greinum. Fjárveitingarnar
skiptast nú eiginlega i tvennt.
Það er annarsvegar fjárveit-
ingar i formi styrkja til úttekt-
ar á iðngreinum, þetta hag-
ræðingar starfsemi m.a. i bók-
haldsmálum o.s.frv.
Hingvegar eru það svo
styrkir úr sjóðnum sem hafa
farið til uppbyggingar i iðnað-
inum við hliðina á iðnlána-
sjóði.
Að sjálfsögðu hefur eitthvað
af þvi farið I húsbyggingar, en
þar hefur ekki verið um verð-
bólguspekúlasjón fyrirtækj-
anna að ræða. Siður en svo þvi
öll lánin eru gengistryggð og
hafa alltaf verið, 100% gengis-
tryggð.
Þess finnast dæmi að fyrir-
tæki sem hafa greitt reglulega
i sjóðinn siðan þau fengu lán-
að fyrir 5-7 árum skulda nú
jafnvel hærri upphæð en þegar
þau fengu lánið. Þannig að
þetta er einn af fáum sjóðum,
hérlendum, þar sem verð-
bólgu-hugsunarhátturinn
hefur ekki ráðið gerðum
manna.”
Iðnaðurinn er sveltur
ffárhagslega
— Er það rétt aö framieiðni i
islenskum iðnaði sé helmingi
minni en annarsstaðar á
Norðurlöndum?
„Ég held að þvi miður sé
það alltof rétt að hún er mun
minni. Þar kemur ákaflega
margt til, þar á meðal það aö
iðnaðurinn er sveltur, þannig
að hann getur ekki fengið fjár-
magn til að byggja sig upp
tæknilega. Vélabúnaðurinn,
húsbúnaðurinn, alltsaman er
þetta tilbúið svo kemur að þvi
að það þarf að fara að reka
framleiðslu með þessum vél-
um. Þá þarf helst að hafa
langar framleiðslusériur til
þess að hagkvæmni fyrirtæk-
m
Davið Scheving Thorsteins-
son, formaður Félags Is-
lenskra iðnrekenda. VIsis-
mynd: SHE.
isins njóti sin i raun og þá er
það sem bankarnir hafa ekki
getað lánað iðnaðinum fé til
þess aö hagkvæmnin nýtist.
Ein af ástæðunum fyrir þvi að
framleiðnin er minni hér eru
eilifar skiptingar á vélum og
breytingar i stað þess að nota
tæknina sem fyrir hendi er.
Það vantar sem sé bensin á
bilinn.
önnur ástæða er vafalaust
sú að þrátt fyrir miklar fram-
farir i tæknibúnaði fyrirtækja
þá er hann ekki eins fullkom-
inn eins og hann getur orðið og
veröur að verða. Starfsað-
staða fólksins er og ekki á öll-
um stöðum eins og ákjósan-
legt er svo full afköst náist.
Þá er það að Islendingum
hefur aldrei gefist kostur að
læra að vinna iðnaðarstörf.
Það er aðeins verið að brydda
á þessu i fataiönaðinum núna
og þegar búið að ná undra-
verðum árangri þó aðeins ein
manneskja fáist þar við þetta.
En um skipulagða starfsemi
á þessu sviði er ekki að ræða.
Hér er um allt annað að ræða
en iðnnám þvi að þar er mönn-
um gefin alhliöa menntun á
breiðum grundvelli sem þarf
alls ekki að henta I fjölda-
framleiöslu.
Viö vitum til dæmis að I
skipaiðnaðinum i nágranna-
löndum eru meira en 80% af
starfsfólkinu ekki iðnlært, en
hefur farið á þessi námskeiö,
lært að sjóða o.s.frv. og getur
unnið þessi þröngu verk
kannski mun hraðar en iðnað-
armaðurinn sem hefur rétt-
indi, en þeir eru þá gjarnan
verkstjórar yfir þessu fólki.
Þá er enginn vafi um það I
minum huga að mörgum fyr-
irtækjunum er hægt aö stjórna
mun betur. Alltof mikill timi
stjórnendanna fer i reddingar
og hlaup of litill timi verður
eftir til að stjórna.”
Höft eru af hinu illa
— Hvað telur þú aö nú verði
að gera til þess aö rétta hag
iðnaðarins við?
,, Við viljum sömu starfs-
skilyrði og aðrir atvinnuvegir
þjóðarinnar. Sömu starfsskil-
yrði og erlendir keppinautar.
Sömu starfsskilyrði og útlend-
ingar njóta á Islandi.
Þetta þekkja stjórnvöld
ákaflega vel þau þurfa alltaf
að semja heilu lagabálkana
um sérrekstrarskilyrði út-
lendinga sem hyggjast setja
hér upp verksmiðjur.
Enginn útlendingur myndi
nokkru sinni setja hér upp
verksmiðju ef honum væri
gert það að skilyrði aö sitja við
sama borð og Islenskur iðn-
aður”.
— Viljið þið höft?
„Nei, ég held að höft séu af
hinu iíla. Þau draga niður lifs-
kjör þjóðarinnar, þau leiða til
þess aö hvatinn til framleiðni-
aukningar og framleiðslu-
aukningar hverfur. Menn
verða værukærir og i skjóli
hafta þróast spilli'ng.
Við viljum eðlileg starfsskil-
yrði og þá mun reyna á þaö
hvort islenskur iðnaður á sér
tilverurétt eöa ekki”.
—HL.