Vísir - 20.07.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 20.07.1978, Blaðsíða 3
vism Fimmtudagur 20. júll 1978 3 Skattskráin í Eyjum: „Yið köllum þetta gleðimiða". — segir Sigurður Þórðarson, en hann greiðir hœsta skatta einstaklinga ,,Ég var nú að fá mér kaffisopa og svo ætlaði ég að labba niður eftir og lita á þetta”, sagði Sigurður Þórðarson út- vegsbóndi og sá ein- staklingur sem greiðir hæsta skatta i Vest- mannaeyjum. „Ég er ekkert óhress meö þetta, ef framlag mitt veröur vel nýtt. Hér er veriö aö gera mikiö i bænum, malbika götur og fleira. Viö he'rna i Eyjum köllum skatt- seölana venjulega gleöimiöa svona okkar á milli”, sagöi Sig- uröur. Hann sagöist aldrei á æf- inni hafa tekiö sér sumarfri en ætlaöi nú samt aö láta veröa af þvi núna, þrátt fyrir skattana. Hann ætlar aö leggja land undir fót og fara utan i fyrsta skipti. —KP. Otvarpshúsiö séö frá horni Bústaöarvegar og Háaleitisbrautar. Þetta er 1/3 hluti fyrirhugaös útvarpshúss en reiknaö er meö aö þessi áfangi dugi bæöi útvarpi og sjónvarpi út öldina. Framkvœmdir hafnar við nýtt útvarpshús „Verkið er hafið og veður til að skapa”, sagði Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra um leið og hann tók fyrstu skóflustunguna að nýja útvarpshúsinu sem mun risa við Háaleitisbraut. Undirbúningur byggingafram- kvæmda hófst árið 1970 þegar Gylfi Þ. Gislason þáverandi menntamálaráöherra mælti fyrir stofnun byggingarsjóðs til aö koma upp viöunandi húsnæöi fyr- ir útvarpiö. Húsameistari Rikisins haföi í upphafi forgöngu um hversu staö- iö skyldi aö verkinu. Þá var ráö- inn hönnunarstjóri Karl Guð- mundsson verkfræöingur og arki- tektar Helgi Hjálmarsson og Vil- hjálmur Hjálmarsson en einnig var leitaö fyrir um ráögjöf til er- lendra sérfræöinga og uröu Irar fyrir valinu aö tillögu Sambands útvarpsstööva Evrópu. Endanlega hefur veriö gengiö frá samningum við Reykjavlkur- borg um lóðina og greidd gjöld fyrir þann áfanga sem nú veröur byggöur. Þann 20. júni siöastliöinn fól svo menntamáiaráöherra Samstarfs- nefnd um opinberar framkvæmd- ir að bjóða út grunn útvarpshúss- ins. Tekið var tilboöi Jaröýtunnar s/f i fyrsta áfanga byggingarinn- ar þ.e. jarövegsvinnu sem nú er hafin. Búist er viö aö útvarpiö geti flutt i nýja húsið áriö 1983 og sjón- varpiö ári siöar en þörf þessara stofnana fyrir aukiö húsnæöi er oröin mjög brýn. Útvarpið hefur i 20 ár verið i leiguhúsnæði aö Skúlagötu 4 og á þessum árum hefur tækjakostur lítt veriö end- umýjaöur og er nú mjög úr sér genginn sem von er eftir nálega tvöfaldan eölilegan notkunar- tlma. Sjónvarpiö er aö visu i eigin húsnæöi en þar er þó fariö aö gæta þrengsla og fyrirsjáanleg vanda- mál I þeim efnum innan skamms. Þörf fyrir nýbyggingu er þvi ótvi- ræð. —SE. Sópransöngur og „Sveitin milli sanda" Á opnu húsi Norræna hússins i kvöld syngur Guðrún Tómasdóttir, sópransöngkona, nokkur islensk lög. Með henni spilar Ólafur Vignir Al- bertsson pianóleikari, en tónleikararnir hef jast klukkan hálfniu. Þá veröur sýnd kvikmyndin „Sveitin milli sanda”, og hefst hún klukkan tiu. Bókasafniö verö- ur opið eins og venjulega á opnu húsi, og i kaffiteriunni verður hægt að gæöa sér á rjómapönnu- kökum og ööru góögæti. Opið hús veröur I Norræna hús- inu á hverju fimmtudagskvöldi þangað til 10. ágúst frá klukkan átta til ellefu. Veröa ýmist haldn- ir tónleikareðafluttir fyrirlestrar um mál sem eru ofarlegaá baugi hvrju sinni i þjóölifinu, en öll kvöldin veröur sýnd islensk kvik- mynd. —AHO. hefst á morgun Hestadómar, drátt- arvélaakstur, jurta- greining, lagt á borð, linubeiting og starfshlaup er meðal þess sem keppt verður i á Landsmóti UMFÍ sem hefst á Selfossi á morgun. Þessar svokölluöu starfs- iþróttir setja ætiö svip sinn á landsmótin, en hvergi erkeppt i þeim nema á landsmótunum. Tilhneiging hefur verið I þá átt aö fella starfsiþróttirnar niöur og þeim fer fækkandi. Frá siö- asta landsmóti hafa veriö felld- ar niöur greinar eins og véia- saumur, pönnukökubakstur, ■gróöursetning og nautgripa- dómar. Einni hefur hinsvegar veriöbætt viö — Starfshlaupinu. Þaö er þúsundmetra hlaup, en á leiðinni veröur aö leysa ýmsar þrautir, eins og t.d. aö grafa holu, smiöa kassa og svo fram- vegis. Dagskrá mótsins hefst strax á föstudagsmorguninn klukkan tiu meö knattspyrnu, blaki og körfuknattleik. Einnig veröa fundir með fararstjórum og æf- ingar sýningarhópa. Þá veröa undanrásir i frjálsum iþróttum, sundi, keppt veröur i skák, starfsiþróttum og fleiru. Mótiö veröur hins vegar ekki sett fyrr en um kvöldiö klukkan átta og fer athöfnin fram á grasvellin- um. Dansleikur veröur i iþrótta- húsinu öll mótskvöldin. A laugardag veröur siöan keppt I öllum greinum frjálsra iþrótta, knattspyrnu, starfs- iþróttum, borötennis, körfu- knattleik, blaki, handknattleik, júdó, skák, sundi, gllmu og um kvöldiö veröur kvöldvaka i iþróttahúsinu. Sunnudagurinn verður nánast eins, þá veröur allt á fuilu og úr- slitakeppnin hafin fyrir alvöru. —GA. Háskólabolir 5 litir PEPPER barnabuxur i fflaueli ffrá 6 Við þjónum stór- Reykjavikursvœ Póstsendum um allt land

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.