Vísir - 14.08.1978, Page 5

Vísir - 14.08.1978, Page 5
Mánudagur 14. ágúst 1978 5 ... * Fálkinn í fararbroddi ..Þokkalegur sósial- istaflokkur” Allt frá þvi Alþýðubandalagið var stofnað hafa fylgismenn þess verið kallaöir „kommar” og hægriöflin i landinu hafa iðu- lega spyrnt saman Alþýðu- bandalagið og Kommtlnista- flokkinn i Sovétrikjunum. Upp- lýstu fólki þykir þetta Suðurbndsbreut 3 Simi 84670 Fálkinn Laugavegi 24 Sími 18670 Vesturveri - Simi 12110 Dregið úr vægi her- stöðvarmálsins. Staða hernámsandstæöinga er talin mjög sterk innan Al- þýðubandalagsins, einkum eftir að þing Alþýðusambands ts- lands samþykkti aö taka undir kröfuna um brottför hersins. Hins vegar er mörgum Alþýðu- bandalagsmanninum orðið það ljóst, að ekki þýöir aö setja kröfuna um herinn á oddinn, eins og gert hefur veriö, þvi menn veröi að kyngja þvi að það er ekki þingmeirihluti fyrir brottför hans. Það sé veikleika- merki flokksins að slá höföinu við steininn og láta sem svo að sllkt skipti engu máli. Ýmsir áhrifamenn Alþýðu- bandalagsins hafa lagt til að dregið verði úr vægi herstööv- armálsins innan baráttumála flokksins, meðan unnið væri að þvi að koma efnahagsmálunum i viðunandi horf. 1 kosninga- baráttunni hefði komiö fram að efnahagsmálinværunúmer eitt. Þvi yrði að setja hermálið að einhverju leyti til hliðar og láta samtök hernámsandstæðinga um það að undirbúa jarðveginn betur en gert hefur verið. Sú afstaða Alþýöubandalags- forystunnar að leggja til viö miðstjórnað draga —i—land að- ferðin yrði aö gilda að þessu sinni var talsvert hættuspil. Flokkurinn hafði jú áöur notað sömu aðferð óg stór hópur flokksmanna telur það öðrum málum mikilvægara að koma hernum burt. Ef réttsýni er beitt verður flokksforystan þó varla sökuð um rangt mat á stöðunni, eins og hún var þá. Átök I fréttaaukum um islensku stjórnmálaflokkana hefur okkur orðið nokkuð tiðrætt um átök innan þeirra og svo verður ekki skilið við Alþýöubandalagið að ekki sé minnst á þau mál litil- lega. Sögulega höfum við verið fóðraðir á þvi að innan Alþýðu- bandalagsins hafi verið tiu ára rólegt timabil með aðeins litils- háttar ýfingum milli þjóðernis- sinna og verkalýðssinna. Uppi eru miklar sagnir I öðr- um flokkum um heiftarleg átök miili menntaarms og verka- lýðsarms. Þetta virðist ekki að öllu leyti eiga við rök að styöj- ast. Hins vegar er greinilegur skoðanamunur milli fulltrúa landsbyggðarinnar annars veg- ar og fulltrúa höfuöborgarinnar hins vegar Landsbyggðarmenn telja völd Reykjavikurhópsins alltof sterk og einn þingmanna flokksins ut- an af landi hefur orðað það svo „að flokknum sé stjórnað frá Reykjavik”. Landsbyggðar- mönnum þykja margir „menntamenn” i Reykjavik fullróttækir og má vera að skýr- inguna sé að einhverju leyti að finna hér hvaö snertir umtalað- ar deiiur verkalýðssinna og menntamanna, þvi verkalýðs- foringjar Alþýðubandalagsins eru margir utan af landi. Vmsir verkalýðsleiðtogar og menntamenn hafa sameigin- lega reynt að stuðla að sáttum og sameiningu f flokknum og má nefna nöfn eins og ólaf Ragnar, Þröst Ólafsson og Guð- mund J. Guðmundsson í þvi sambandi. Staöa Reykjavikurhópsins hefur ekki verið mjög sterk og landsbyggðarmenn hafa að sögn verið ólatir við að minna Reykjavíkurhópinn á það að fiokksbundnirmenn í Reykjavik eru aðeins 600 af 14.000 kjósend- um. Hins vegar hefur staða Reykjavikurhópsins eflst við úrsht borgarstjórnarkosning- anna, þar sem Alþýðubandalag- iö náði fimm mönnum i borgar- stjórn og felldi hálfrar aldar meirihluta Sjálfstæðisflokksins. „komma" — tal heldur hlægi- legur og barnalegur áróöur. Þvi fer viös fjarri aö Alþýðu- bandalagið sé kommúnista- flokkur á borö viö kommúnista- flokka austan járntjaldsins. „Alþýðubandalagið er þokka- legur sósial&kur flokkur með borgaralegu ivafi”, sagöi einn bandalagsmaðurog geta eflaust einhverjir fallist á þessa skoð- un. Ýmsir aörir benda á að hrein tengsl séu á milli Alþýðu- bandalagsins og Kommúnista- flokkanna i Evrópu, s.s. á ítaliu og Frakklandi. Raunar hafa menn i hálfkæringi sagt að Evrópukommúnisminn sé kom- innfrá Alþýöubandalaginu — en það er önnur saga. Ýmsir telja tengsl Alþýðu- bandalagsins og verkalýðs- hreyfingarinnar of mikiö og að forystumenn Alþýðubandalags- ins hreinlega stjórni verkalýðs- hreyfingunni. Alþýðubanda- lagsmaður sagði um þetta at- riði: „Alþýöubandalagið er langt frá þvi að hafa eins mikil Itök í verkalýöshreyfingunni og t.d. Verkamannaflokkurinn breski. Verkalýðsleiðtogar inn- an Alþýöubandalagsins eru sjálfstæðir gagnvart flokknum og milli Hans og þeirra er ekki þaðmikla samband sem margir halda, hvorki þannig aö flokkur- inn fari eftir sjónarmiðum verkalýðsforingjanna I blindni né öfugt.” Þjóðviljinn Þjóðviljinn, málgagn sósial- isma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelS'is hefur eins og önnur flokksmálgögn oröið að lúta i lægra haldi fyrir blöðum frjálsrar blaöamennsku. Er nú svo komiðað Alþýðubandalags- menn óttast mjög að verði ekki spyrnt viðfótum kunni aö stefna i óefni. Hefur af þessum sökum verið starfandi um skeið sam- starfshópur um Þjóðviljann, væntanlega með það að mark- miði að blaðið verði opnara fyrir þjóðfélagslegri umræðu, ogaðgera blaðið „seljanlegra”. —Gsal/ÓM Kirkjuhvoli, simi 12114 IJTSALA LAR, a a; / L v v Kcate Bush - The Kick Inside Lögin Wuthering HeightsogThe ManWith The Child In His Eyes hafa náð geysivin- sældum víðast hvar i Evrópu en ekki nóg með það, nýlega hlaut lagið Moving af ofannefndri plötu silfurverðlaun i stærstu sönglagakeppni sem haldin er i Japan. Sem sagt plata uppfull af „hitlögum”. Marshall, Hain - Free Ride Þau Marshall og Hain sem slógu i gegn i Englandi með laginu Dancing In The City hafa náð gífurlegum vinsældum hér á skömmum tima. Ef þú ert ekki búinn að fá þér þessa plötu skaltu kikja við hjá okkur þvi i dag erum við einmitt að taka upp nýja sendingu af henni. Mœlo með útimarkaði en vilja ekki samþykkja veitingaleyfi á Lœkjartorgi Efni umsagnarinnar um leyfi til rekstrar úti- markaðs á Lækjartorgi er það, að heiIbrigðíseftirlítíd hefur ekki á móti slíkum útimarkaði”, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir, borgar- fulltrúi og formaður heil- brigðismálaráðs Reykja- víkur, í samtali við Visi. En á borgarráðsfundi nú nýlega varlögð fram umsögn ráðsins um erindi Gests Ólafssonar og fleiri um leyfi til reksturs útimarkaðs á Lækjartorgi. Borgarráð sam- þykkti með fjórum atkvæöum að heimila borgarstjóra að taka upp viðræður við umsóknaraðila um rekstur sliks útimarkaðs á grundvelli þessarar umsagnar heilbrigðismálaráðs. Adda Bára sagði að hins vegar hefði heilbrigðismálaráð lagst gegn þvi að veitingaleyfi yrði veitt á þessum stað. Það stafaði I og með af þvi að hvimleitt væri að fólk væri meö .umbúðir og matarílát þarna á torginu sem fleygt væri á göturnar. „Við erum ihaldssöm i þeim efnum”, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir. —HL

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.