Vísir


Vísir - 28.09.1978, Qupperneq 11

Vísir - 28.09.1978, Qupperneq 11
VISIR Fimmtudagur 28. september 1978 11 Ólaffwr Jóhannosson um fobrúarlögin, som breyttu kiarasamningum: , „Hofði stöðvað þau í þinginu ef ég hefði fengið að ráða" „Það var alltaf verið að skamma fyrrverandi rikisstjórn fyrir að gera ekki neitt/ en svo tók nú steininn úr þegar hún ætlaði að gera eitthvað — það fór alveg með hana og á ég þá við febrúarlög- in"/ sagði ólafur Jó- hannesson á f jölmennum fundi framsóknarmanna í félagsheimilinu í Kópa- vogi á þriðjudagskvöldið. „Sumir launþegar i vissum flokki hafa verið að bera það út að ég væri höfundur þessara laga, en ef ég hefði fengið að ráða hefðu þau verið stöðvuð i þinginu. Aftur á móti stóð ég að mailögunum og ég fer ekki ofan af þvi að þau voru kjarabót. Þau komu bara of seint. Um hina nýju rikisstjórn sagði ráðherrann: „Það þarf ekki að fjölyrða um það hverjir voru sigurvegarar kosninganna. Ég bauð þeim hlutleysisstuðning en þeir gátu ekki komið sér saman. Fyrst var Benedikt falið að mynda stjórn, siðan Lúðvik og loks kom röðin að mér, — eftir langa mæðu. Þegar ég tók við var allt komið i eindaga. Það tókst að ná samkomulagi, en samstarfs- yfirlýsingin ber þess jnerki að hún er unnin i akkorði — án þess að nokkur bónus fylgi. Það þurfti að finna samnefnara fyrir þessa flokka sem að stjórninni standa þvi þeir eru ólikir. Þvi er ekki að leyna að það eru margir endar lausir sem hefðu þurft að vera fastir. Ég get ekki fallist á, að skipið hafi verið bundið við bryggju þegar ég tók við. Það var i mesta lagi komið i hafnarmynnið. Það sem þetta stjórnarsam- starfer byggt á, er samstarf viö aðila vinnumarkaðarins. Þetta hefur oft áður verið á stefnu- skrá, en aldrei verið lagður slikur þungi i það eins og i þessari yfirlýsingu. Ólafur var spurður hvort nú- verandi rikisstjórn setti sér markið nógu hátt með þvi að ætla að koma verðbólgunni nið- ur i 30%. „Miðað við spá Vinnuveit- endasambandsins væri það góð- ur árangur”, sagði Ólafur. JM Motthías Bjarnason um orð Ólafs Jóhannessonar: „Þessi afstoða kom ekki fram í ríkisstjórninni" //Innan ríkisstjórn- arinnar kom þessi skoðun ólafs Jóhannessonar ekki fram" sagði Matthías Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra/ þegar hann Vísir bar undir hann þau ummæli ólafs Jóhannessonar að ef hann hefði fengið að ráða hefðu febrúarlögin verið stöðvuð í þinginu. „Ég var hér viðstaddur þegar afgreiðsla þessa frumvarps fór fram i neðri deild og tók þátt i útvarpsumræöum en hinsvegar fór ég utan næsta dag svo ég veit ekkert hvort eitthvað kom fram siðar. En það hefur aldrei veriö nefnt og mér þykir óliklegt að Ólafur Jóhannesson hafi veriö á móti frumvarpi sem hann studdi. Að minnsta kosti var hann það ekki við allan undirbúning málsins i rikis- stjórn og varðandi það sem sér- fræðingar létu i té. Þess vegna koma manni þessar yfirlýsingar undarlega fyrir sjónir ef réttar eru. En hinsvegar, er,þvi við að bæta aö Ólafur Jóhannesson er nú kominn i aðrar buxur en hann var áður i. Hann er i annarri skálminni úr Alþýðu- flokknum og hinni úr Alþýðu- bandalaginu og það getur vel verið að þetta hafi einhver áhrif á hans þankagang” sagði Matthias Bjarnason. JM. SÉRLEYFI TIL SVÍVIRÐINGA Allt frá þvi að Hannes H. Giss- urarson hóf að skrifa um marx- isma i blöð og flytja fræðsluerindi um þessa helstefnu í útvarp, hafa róttæklingar og dalakofasósial- istar séð i honum hættuiegri fjandmann stefnu sinni en aðra menn. Það er of langt mál að telja upp allar þær vammir og skamm- ir um Hannes, sem birst hafa á prenti eða i útvarpi. i stuttu máli sagt eru þær frá þvi að kalla hann fasista i það að kalla hann fáfróðan heimskingja. Ég ætla mér ekki að taka upp hanskann fyrir Hannes , Giss- urarson, —tilþesserhann fullfær sjálfur. Égvil þó láta þess getið, að það er mikill misskilningur, ef menn halda að greinar Hannesar séu skrifaðar af þröngsýni eða heimsku. Hannes er betur að sér um heimspekileg efni en flestir jafnaldra hans, enda er hann mjög góður námsmaður . Ég vil hins vegar gera að um- talsefni árásirnar á Hannes, — árásir, sem aö minu mati eru skipulagðar til þess að sverta hann og rýra álit almennings á honum. Niðið um Varið Land Fyrir fjórum árum tóku nokkr- ir menn sig saman um að beita sér fyrir undirskriftasöfnun um varnir landsins. Undirtektir voru betri en bestu menn þorðu að vona. Róttæklingar svöruðu þessu frumkvæði Landvarnar- manna með skipulögðum niö- skrifum, sem voru meiri en dæmi voru til. Dag eftir dag dundu svigurmæli á Landvarnarmönn- um og þeir voru kallaðir öllum ljótum nöfnum. Þeir voru nefndir landráða- menn, glæpamenn, málvinir morðingja, kanamellur svo að dæmi séu tekin. Mörg svivirðu- orðin hefðu vaidið viðkomandi embættismissi, ef sönn hefðu verið. Þá er þess ógetið, að þeir voru sakaðir um skipulega njósnastarfsemi f þágu Banda- rikjanna. Um siðir þótti Landvarnar- mönnum nóg komið og ákváðu að gefa hinum ritglöðu svivirðinga- meisturum færi á að sanna mál sitt. Niðritum Þjóðviljans var stefnt vegna meiðyrða. Meö styrk úr söfnunar- sjóði svivirðinga Viðbrögð niðritara báru karl- mennskuþeirraglöggt vitni. Þeir treystust ekki til að standa við stóru orðin, en reyndu að skýla sér á bak við prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, — vitanlega létu þeir þessógetið að það er sér- staklega tekiö fram i stjórnar- skránni, að menn skuliábyrgjast skoðanir sinar. Kom þvi þessi vörn niðritaranna ekki til álita. Þá söfnuðu niðritarar undir- skriftum meðal kunningja sinna og báðu um fordæmingu á þvi að menn reistu hönd fyrir höfuð sér. Hófst að nýju ofsóknarherferð undir forystu Rithöfundasamtaka Islands. Þar var sú skoöun sett fram, að rithöfundar ættuað hafa ótakmarkað vald til aö niða menn á prenti, vegna leikni sinnar. Þaö er sambærilegt við það, að menn úr Karatefélagi Reykjavikur megi útlátalaust beinbrjóta fólk á förnum vegi. Að lokum var stofn- aður sérstakur söfnunarsjóður svivirðinga til að greiða skaða- bætur og málskostnað vegna svi- virðinganna og er þessi sjóður einsdæmi i veröldinni. Ekki er vitað til þess að við- komandi styrkþegar hafi talið svivirðingastyrkina fram til skatts. Hannes skrifar grein Nú er langt um liðið siðan rógs- herferðin gegn Landvarnar- mönnum var i hámarki. Þá vill svo til að Hannes H. Gissurarson skrifar ádeilugrein á prófessor við Háskóla Islands, — Pál Skúla- son. Hannes gagnrýnir Pál fyrir vissar skoðanir sinar og fyrir að vera stjórnarmann i Söfnunar- sjóði svivirðingaog telur þaðekki samboðið prófessor við Háskóla Islands. Hannes studdi þessa gagnrýni si'na rökum. Ég blanda mér ekki inn i þessa deilu, enda snertir hún ekkert grein mina. Skoðanir Hannesar geta min vegna verið reistar á röngum forsendum, — og von- andi. Mér þætti það betra, þvi að við Páll vorum skólabræður. En þá bregður svo við að Hall- dór Guðjónsson, kennslustjóri Háskólans skrifar svivirðingar- grein um Hannes. Hann snýr út úr grein Hannesar og gerir honum upp hugmyndir, — i einu orði sagt skrifar i anda niðritara Þjóð- viljans. Og Jóhann S. fer á stúf- ana Eftir hæfilegan frest birtist svo grein eftir Jóhann S. Hannesson, fyrrum skólameistara á Lauga- vatni. Grein hans er i sama anda og grein Halldórs. Engu er svarað úr grein Hannesar, en hins vegar látiö að þvi liggja, að málstaður Hannesar ætti skilið betri mál- svara. Greinin er skrifuð til þess að læða þvi að fólki að Hannes túlki skoðanir sinar illa. Jóhann S. lætur þess ekki getið, aö hann sjálfur er stuðningsmaö- ur Söfnunarsjóðs svivirðinga. 1 ..... Haraldur Blöndai skrifar og segir aö árásir róttæklinga á Hannes H. Gissurarson séu endurtekning á rógsherferðinni gegn forustumönnum Var- ins lands. Þessar rógs- herferöir helgist af þeirri trú róttæklinga/ aö þeir einir hafi rétt _til málfreisis í landinu. Eru aðeins sumir menn jafnir? Eftir þvi, sem mér skilst, er glæpur Hannesar H. Gissurar- sonar i' þvi fólginn að gagnrýna skoöanir kennara við Háskóla Is- lands, benda á veilur i málflutn- ingi þeirra og jafnframt aö þaö samrýmist ekki störfum þeirra, sem kennarar við frjálsan há- skóla, að styðja illyröasjóð. Þá hefúr Hannes jafnframt gagn- rýnt, að Brynjólfur Bjarnason, fyrrv. menntamálaráðherra, sem allan sinn stjórnmálaferil var varðhundur Stalins á Islandi og þannig helsti málsvari kúgunar og þrælkunar i landinu, skyldi gerður að heiðursfélaga i Félagi áhugamanna um heimspeki, en þaö félag er stofnaö utan um frjálsa hugsun, sem Brynjólfur hefúr alla ævi barist gegn. Gegn þessari gagnrýni er nú beittkenningum um friðhelgi Há- skólans og „samhygö” háskóla- kennara. Ég minnist ekki svip- aðra viðbragða, þegar Land- varnarmenn úr flokki háskóla- kennara voru ausnir auri fyrir fjórum árum. En það eru i þessu efni aðeins sumir menn jafnir hjá róttæklingum. Þekkt aðferð Þau brögð, sem Hannes H. Gissurarson er nú beittur af rót- tæklingum, eiga ekki uppruna sinn á Islandi. Um allan heim hafa vinstri umræður verið með þessum hætti. Róttæklingar hafa hakkað i sig hægri menn og aðfö stuðningsmenn lýðræðislegra stjórnarhátta og hvergi gefiö grið. Hins vegar hafa róttækling- ar óðara rekið upp ramakvein, ef á þá er oröinu hallað og talað um ofsóknir, fasisma og annað i þeim dúr. Og þetta er i sjálfu sér skiljan- legt. Róttæklingar trúa þvi, að til séulögmál, sem mannlegt lif fari eftir. Þeir skilja ekki aö fleiri en ein skoöun geti verið rétt. Sér- staklega eiga þeir erfitt með að sætta sig við að til séu margar stjórnmálaskoðanir, sem séu réttar út af fyrir sig. I þeirra aug- um er aðeins ein leið fær. Og til þess að almenningur fari ekki fram af þvi einstigi sem þeir einir sjá, þá skirrast þeir hvergi við að þvinga fólk til fylgís við sig. / Af þessum éinstigshugsunar- hætti helgast herferðin gegn Hannesi H. Gissurarsyni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.