Vísir


Vísir - 11.10.1978, Qupperneq 3

Vísir - 11.10.1978, Qupperneq 3
vism Miðvikudagur 11. október 1978 3 „Þröngt mega sáttir sitja" getur átt við um þessa f jóra ráöherra. Kjartan Jóhannsson kemur sér fyrir í nýja ráöherrastólnum. Frá guösþjónustunni í Dómkirkjunni. Yngsti þingmaöurinn/ Gunnlaugur Stefánsson# mætir til þings. Visismynd GVA. Aö lokinni guðsþjónustu gengu þingmenn fylktu liöi yfir i Alþingishúsið, og á eftir þeim eiginkonur ráÖherranna og sendi- menn erlendra rikja. Forseti tslands, Dr. Kristján Eldjárn, setti Alþingi og flutti stutt ávarp. Sagði hann m.a. að timabundnar breytingar á af- stööu milli þings og þjóðar yllu þvi, að oft, og að sinni hyggju mjög um of, væri talað um þverrandi veg Alþingis I augum almennings og áhugaleysi um at- hafnir þess. ,,En það sem talað er á hverri Forseti Islands, Dr. Kristján Eldjárn, setur hundraðasta löggjafarþing islendinga. tið er eins og gárur á vatni, mis- munandi eftir þvi hvaöan og hve mjög vindurinn blæs. Hið rétta er að islenska þjóðin veit enn sem fyrri harla vel til hvers hún hefur kosið Alþingi, virðir starf þess og skilur hvað hún á undir þvi og þeirri rikisstjórn sem ábyrgð ber fyrir þvi. Svo er fyrir að þakka, þvi þá væri komið illt i efni, ef þjóðin léti sér i léttu rúmi liggja hvernig þessum stofnunum tekst til um forystu og úrræði i málefn- um vorum.” Forseti bauð velkomna til starfa nýkjörna alþingismenn og Nokkrir nýliðar á þingi, talið frá v. Friðrik Sóphusson, ólafur Ragnar Grímsson, Vilmundur Gylfason, Eiöur Guðnason og Jóhanna Sigurðardóttir. nýskipaða rikisstjórn og þakkað störf fyrra þingliðs og fyrri rikis- stjórnar. Kvaðst forseti hafa veitt þvi athygli, að á þessu nýja þingi mætti skipta þingmönnum i þrjá nokkurn vegin jafn fjölmenna hópa. Fyrst mætti nefna þá, sem þegar hefðu setiö lengur eða skemur á Alþingi þegar hann hefði fyrst sett Alþingi fyrir rétt- um 10 árum. í öðrum hópnum væru þeir þingmenn, sem bæst hefðu i hópinn siðan og fram til siðustu kosninga. t þriðja hópnum væru þeir þingmenn, sem nú koma til þings i fyrsta sinn, og iiklega væri sá hópurinn ivið fjöl- mennastur. ,,0rö er á þvi gert að aldrei hafi eins margir nýliðar komiö til þings og eftir siðustu alþingis- kosningar og margir hverjir ung- ir aö árum. Þetta er spegilmynd þess að timinn liður og allt er breytingum háð. Endurnýjun er óhjákvæmileg, þótt enginn geti fullyrt, hversu ör hún ætti helst að vera. En svo munu margir mæla aö gott sé gamalli og gróinni stofnun að um sali hennar berist lifgandi andvari sem oft fylgir nýjum mönnum. Og ekki þarf að draga i efa, að þaö sé ungum mönnum fagnaðarefni og eggjun að hafa hlotið traust samborgara sinna til að taka sæti á Alþingi, þvi ekki er auðséð hvar i þjóðfélagi voru annað eins tæki- færi býðst til að neyta óþreyttra krafta sinna til góðs fyrir land og lýð. Ég tel mig vita fyrir vist aö með þvi hugarfari gengur hver þingmaður inni þetta gamla hús.” Að loknu ávarpi forseta minnt- ust alþingismenn fósturjarðar- innar með þvi að risa úr sætum og hrópa ferfalt húrra. Aldursforseti þingsins, Oddur ólafsson, fjórði þingmaður Reyknesinga tók siðan að sér að stjórna fyrsta fundi sameinaðs Alþingis, og fór fram skoöun kjör- bréfa. Eftir að þau höfðu verið samþykkt samhljóöa var fundi frestað. Verður honum fram haldið i dag klukkan tvö, og fer þá væntanlega fram kjör forseta sameinaðs Alþingis og deilda. Sjálfs- œvisaga Hagalíns — fram til 1920 gefin út á ný Almenna bókafélagið hefur, i tiiefni af áttræðisafmæii Guðmundar G. Hagalins, gefiö út að nýju fimm fyrstu bindin af sjáifsævisögu hans. öii hafa þau verið ófáanleg i langan tima. Bækurnar heita: Ég veit ekki betur, Sjö voru sólir á lofti, Ilmur liðinna daga, Hér er kominn Hoffinn, Hrævar- eldar og himinljómi. Þessar bækur komu út á timabilinu 1951 — 1955 og seld- ust allar upp á skömmum tima. Þær fjalla um bernsku og æsku höfundar, námsár hans, blaöamennsku o.fl. i Reykjavik fram um 1920. Eftir að þessi bindi eru kom- in út, eru fáanleg 7 bindi af sjálfsævisögu Hagalins, þvi enn fást bækurnar Stóð ég úti i tunglsljósi (1974) og Ekki fæddur I gær (1970). Gert er ráð fyrir aö sjálfs- ævisaga Guðmundar Hagalins veröi samtals 9 bindi. Fila- beinsturninn, sem út kom 1959 er nú ófáanleg og 9. bindið er höfundur að skrifa núna, en það kemur væntanlega út á næsta ári. ___ II Olíufélagið Skeljungur hf Höfum opnaó nýtísku Bensínstöð í Garðabæ Höfum opnað glæsilega bensín- og þjónustustöð í Garðabæ, á mótum Bæjarbrautar og Vífilsstaðavegar. Þar verður rekin fjölþætt bifreiðaþjónusta, svo sem: Bensín- og olíusala frá nýtísku tölvudælum. Verslun með fjölbreytt úrval bifreiðavarnings. Ákjósanleg aðstaða til að hreinsa, þvo og ryksuga bíla. Síðar hefst starfræksla smurstöðvar og skyldrar þjónustu. Garðbæingar og aðrir vegfarendur. Gjörið svo vel og reynið þjónustuna, verið velkomin á Shellstöðina í Garðabæ. Sími 42074

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.