Vísir - 11.10.1978, Qupperneq 7
7
VISIR Miðvikudagur 11. október 1978
c
Verður
mnniir itiirffnnf
mramnaia o
friðargœslu
í Líbanon?
Enn kveða við spreng-
ingar og skothríð i austur-
hluta Beirút/ höfuðborgar
Líbanon/ og vekja kvíða
um, aðaftur muni brjótast
út átök milli sýrlenskra
herflokka og kristinna
manna.
Þrátt fyrir vopnahléö, sem tók
gildi á laugardaginn, hafa fjórtán
verið drepnir i slikum skærum. —
Elias Sarkis Libanonforseti og
Hafez Al-Assad Sýrlandsforseti
komu vopnahléinu i kring.
Sarkis er nii staddur i heimsókn
I Kuwait, en hann er á feröalagi á
milli þeirra Arabarikja, sem lagt
hafa til liðsafla meö fé til aö halda
úti friöargæsluliði i Libanon.
Um 30.000 manna herafli er i
Libanon til þess aö gæta friöar, en
90% þess liðs eru sýrlenskir her-
menn. Þeir hafa átt i bardögum
við kristna menn og hægri sinna i
Beirút, og vandséð hvorir hafa átt
upptök og sökina á þeim átökum.
Lita hægrimenn á lið Sýrlendinga
sem hernámsliö.
Aöalmarkmið Sarkis i feröa-
laginu er að telja Saudi-Arabiu og
furstadæmin við Persaflóa á að
auka liðsafla sinn i Libanon og
láta þá leysa Sýrlendingana af
hólmi á stöðum, þar sem mest er
amast við veru þeirra.
Kristnir menn hafa lýst þvi
yfir, að þegar renni út sá timi,
sem friðargæsluliðið skuli vera i
Libanon (26. október næstkom-
andi) vilji þeir ekki, að vera þess
veröi framlengd. — Þeir hafa lýst
þvi yfir, að friðar sé ekki að
vænta i Libanon, meðan svo
mikiö sem einn sýrlenskur her-
maöur veröi i landinu.
Súdan, sem er meöal þeirra, er
lagði til lið I friöargæslusveitirn-
ar, segist munu kalla heim sina
menn, þegar gæslutiminn rennur
út.
Leigubílstjórar i London efndu nýlega til mótmæla vegna verðlags-
ákvæða þess opinbera sem hindra að þeir geti hækkað taxta sina. Um 1.500
leigubilum var ekið til ráðherrabústaðarins i Downingstræti 10, þar sem
mótmælabréf var afhent. Fóru mótmælin friðsamlega fram en myndin hér
var tekin yfir Downingstræti, þegar leigubilahersingin fyllti götuna.
Kólera skýtur
upp kollinum f
Bandaríkjunum
Bandarísk heilbrigðis-
yfirvöld rannsaka kóleru,
sem komið hefur upp í
Louisiana en það er í
fyrsta sinn í hartnær heila
öld sem kóleru verður vart
í Bandarikjunum.
Smith nœr
ekki eyra
Carters
Carter Bandaríkjafor-
seti hefur ákveðið að leyfa
lan Smith forsætis-
ráðherra Ródesíu ekki að
ná fundi sínum, meðan
hinn síðarnefndi er stadd-
ur í Bandaríkjunum.
Á blaðamannafundi í
gær sagði Carter, að hann
teldi enga ástæðu til þess
að eiga viðræður við Smith,
sem hefur átt fundi með
Cyrus Vance, utanríkis-
ráðherra.
Smith leitar eftir stuöningi
Bandarikjastjórnar og annarra
vesturálfurikja við bráðabirgöa-
stjórn hvitra manna og hinna hóf-
samari úr hópi þjóðernissinna
blökkumanna.
Bandarikjastjórn og Bretar
sem hafa reynt aö hafa milli-
göngu um að meirihluti ibúa
Ródesiu, þ.e.a.s. blökkumenrv
fengju notið atkvæðisréttar til
jafns við hvita hafa ekki viljaö ljá
máls á ööru en bráðabirgða-
stjórnin færi að tillögu þeirra og
tæki upp viðræður við skæruliða-
hreyfingar þjóðernissinna. Telja
þeir vonlaust að friði verði komiö
á i Ródesiu öðru visi en allir aðil-
ar setjist að samningaborðinu.
Bráðabirgðastjórnin hefur
hinsvegar ekki fengið sig til aö
setjast að samningaborði meö
leiðtogum skæruliðanna, sem
staöið hafa að hinum hryllileg-
ustu fjöldamorðum meöal
blökkumanna og hvitra manna.
Rannsóknin beinist meðal ann-
ars að skelfiski frá þeim hluta
Louisiana þar sem kólerutilfellin
hafa komiö upp. Niðurstaða
hennar ætti aö liggja fyrir i næstu
viku.
Embættismenn farsóttareftir-
litsins segja að allir þeir, sem
kóleruna hafa fengið, hafi borðaö
krabba frá þessum slóðum.
Eitt kólerutilfelli gaf sig fram i
ágúst en tiu til viðbótar komu
fram i næsta mánuöi. Þótt kólera
hafi verið mannskæð plága I sögu
mannkynsins, hafa engir þessara
sjúklinga komist i lifshættu. —
Visindamennirnir segja að þessi
kólerutilvik séu af sama toga og
sú kólera sem sýkt hefur hundruö
þúsunda frá þvi að hún breiddist
út frá Asíu upp úr 1960. Kvistar af
þessum sama kólerumeið hafa
fundist i Afriku, Sovétrikjunum
og Portúgal.
Siðast braust út kólera i Banda-
rikjunum 1911 en það var i hópi
innflytjenda sem sýkst höföu
fyrir komuna þangaö. Kólera var
landlæg i Bandarikjunum i kring-
um 1880. Kólerufaraldur gekk þar
1832 og 1873, og liföu sjúklingarnir
oft ekki sólahringinn eftir að
fyrstu einkennin komu fram hjá
þeim.
Leggja til,
að Helsinki■
hópurinn
fái friðar-
verðlaunin
Fulltrúadeild Bandarikja
þings samþykkti i gær ályktun
um að styðja tilnefningu Hel
sinkihópsins i Sovétrikjunum
til friðarverðlauna Nóbels.
Oldungadeildin samþykkti
svipaöa ályktun I júli i sumar.
Helsinkihópurinn svonefndi
er mannréttindahreyfing, sem
einsett hefur sér að fylgjast
meö þvi heima i Sovétrikjun
um, að yfirvöld standi viö
mannréttindaákvæöi Hel-
sinkisáttmál!án|s, afsprengis
öryggismálaráöstefnu
Evrópu.
Þingmenn i Bretlandi,
Belgiu, Kanada og Noregi
hafa gert ályktanir, þar sem
lagt er til, aö þessi mannrétt-
indahreyfing fái friöarverð-
launin.
JAFNRETTI
í RÓDESÍU
í fyrsta sinn, siðan
hvitir menn komu til
Ródesiu, eygja blökku-
menn möguleika á að
sitja við sama borð og
hvitir og fá að ferðast i
sömu almenningsvögn-
um og þeir, liggja á
sömu sjúkrahúsum,
sækja sömu skólana og
sitja við hlið þeirra.
Bráðabirgðastjórn landsins
hefur kunngert, að öllu kynþátta-
misrétti skuli útrýmt — meö einu
skilyröi. Nefnilega aö hvitir
samþykki i þjóðaratkvæða-
greiðslu þeirra á meðal og aö
þingið i Salisbury (hvitir I meiri-
hluta) leggi blessun sina á þaö, en
það þykir nánast formsatriöi, svo
vissir eru menn um aö sam-
þykktin fáist.
Þessi tilkynning var birt, með-
an Ian Smith forsætisráöherra
Ródesiu er I heimsókn i
Washington, þar sem hann leitar
stuönings viö bráðabirgðastjórn
Ródesiu.
Þessi tilkynning hefur mælst
vel fyrir — erlendis. Heima I
Ródesiu hafa menn ekki mikla trú
á, að þessa nýja hugarþels muni
gæta mikiö i verki fyrst I staö.
EBE skiptir
sér ekki af
selveiðinni
Náttúruverndarmenn
Greenpeace-samtak-
anna hafa snúið sér til
Efnahagsbandalagsins
og mælst til þess að það
hlutaðist til um, að sela-
dráp norskra selveiði-
manna við Orkneyjar
verði stöðvað.
Finn-Olaf Gundelach, erindreki
landbúnaðar- og fiskveiðinefndar
EBE, hefur lýst þvi yfir, aö EBE
geti ekki komiö þvi i kring, en
hefur heitiö þvi, að EBE muni
beita sér fyrir rannsókn á þvi,
hver áhrif gráselurinn hafi á
afkomu fiskistofna.
Skoraö hefur verið á bresku
stjórnina að gera kunnar niður-
stööur og gögn þeirrar visinda-
legu athugunar, sem bresk yfir-
völd segjast byggja þá ákvörðun
sina á að ætla fækka gráselnum
við Orkneyjar.