Tíminn - 29.10.1969, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.10.1969, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 29. október 1969. TIMINN 13 ætasf í landsliðshópinn Ungir leikmenn til Bermuda í stað Ellerts og Eyleifs. Alf.-Reykjavík. — Ólafur Sigur vinson, Rúnar Vilhjálmsson, Þór- ir Jónsson. Þekkja menn nöfnin? Þetta eru nýir menn í landsliðs- hópnum í knattspyrnu. Nokkrir af eldri landsliðsmönnunum treysta sér ekki til Bermudaferð arinnar og þess vegna varð Haf- steinn „einvaldur“ að leita á ný mið og valdi m.a. þessa ungu leik menn til fararinnar, en annars er 17 " mann'a 1 án dsl iTTsTróþifn mC'séín valinn var í gær, þanníg skipaður: Markverðir: Þorbergur Atlason, Fram Páll Pálmason, Vestm. Bakverðir: Jóhannes Atlason, Fratn Þprsteinn FriÖþ^ó^s^ij'5 Val HM Nú er vitað um 10 þjóðir af 16, sem unnið hafa sér rétt til að taka þátt í loka keppninni í HM í knatt spyrnu í Mexícó á næsta ári. Þær þjióðir, sem þegar eru ör uggar enu þessar: Mexikó England Umgnay Pemú Brasilia E1 Sálivadlor Manokkó Vestur-Þýzkaland Stvfiþjlóð ©im sætin 6, sem eftir eru, verð urr bariat í þessuim méniuði, en undankeppninni lýfeur 7. desem ber, og dregið verður í riðla £ tokákeppnina í Miexílkó í janúar n. k. Um þessi 6 sæti berjast þessar þjóðir: Riðill 1: Rúmenía eða Grikfcland komast í lokakeppnma, en eiga eftir að leika síðari leikinn, sem fram fer í R'úmeníu, og eru heimamenn tald ir sigurstranglegri. Riðill 2: Allt útlit er fyrir, að hér þurtfi aukaleik miM Ungverja og Tékka um rétt til þátttöku í lokakeppn- t 4;J'\ inni. Bæði hafa jafn mörg stig, en Ungverjar eiga efltir að lei'ka við íra á heimavelli sínum. Riðill 3: Hér standa ítalir bezt að vígi, með tvo héimaleiki eftir, við Wales og Austur-Þýzkaland, en síðari leikurinn verður að öllum líkind um úrslitaleikurinn í riðlinum. Riðiil 4: Rússar eru svo til öruggir með að komast í lokakeppnina. En tapi þeir fyrir Tyrkjum í sinurn síðasta leik í riðlinum verður aukaleikur milli þeirra og N- írlands. Riðill 8: Hér er mikill spenningur milli Pól lands og Búlgaríu, en þessar þjóð dr eiga eftir að leika síðari leik inn í riðlinum í Póliandi. Riðill 15: ísrael sigraði í sínum riðli, en Ástralía í sínum. Þessar þjóðir mœtast í hreinum úrslitaleik á hlutlausum velli í þessum mán- uði, og sigunvegarinn hlýtur rétt til þátttöku í lokakeppninni. Síðustu leikirnir í undankeppn inni verða leiknir í þessum mán uði og eru það þessir .leikir: 1. nóivember, Frakkland-Svíþjóð, 2. nóv. Sviss—Poriúgal, 4. nóv. ítal ía-Wales, 5. nóv. Austurríki-Skot- laud, 5. nóv. Ungiverjaland-írlaTid, 9. nóv. Pólland-Búlgaría, 10. nóv. Tyrfdand-Rússland, 16. nóv. Rútn- enía-Grikkland, 22. nóv. Ítalía- Austur-Þýzkaland. Síðasti leikur- inn fer fram 7. des, þá leika Lux emhorg og Búlgaría og í desem ber fara fram aukaleikir verði um , einhverja að ræða. Ólafur Sigurvinsson, Vestm. Miðverðir: ~ ~ - Guðni Kjaftansson, Keflavík Einar Gunnarsson, Keflavík Rúnar Vilhjéimsson, Fram Tengiliðir: Haraldur Sturlaugsson, Akran Halldór Bjömsson, KR Sig. Albertsson, Keflavík Framherjar: A Matthías Hallgrimsson Akran Björn Lárpsson, Akranesi Jón Ólafur Jónson, Keflavík Elmar Geirsson, Fraim Guðjón Guðmundsson, Akran Þórir Jónsson, Val. Athygli vekur, að hekningur leikmannanna er frá Akranesi og Keflavíik, og má telja líklegt, að þeir leiki allir í landsleiknum við Bermuda Einar og Guðni verði miðverðir, Sigurður Albertsson og Haraldur Sturlaugsson verði tengiliðir og Matthías, Guðjón, Jón Ólafur og Björn Lárusson verði í framlínunni. í bakvarða- stöðum "erða að öllum líkindum Þorsteinn og Jóhannes og Þorberg ur í markinu. Annars verður liðið ekki. va'lið . endaniega fyrr en ytra, Þessa dag ana standa yfir æfingar undir stjórn LandBliðsþjálfarans, Rík- harðs Jónssonar, en liðið heldur utan um aðra helgi, sunnudaginn 9. nóvemiber. Knattspyrnu- deild Ármanns Aðalfundur Knattspymudeildar Ármaims verður haldinn annað kvöld, fimmtudagskvöld, í félags heimilinu við Sigtún og hefst kl. 8 stundvíslega. Félagar eru hvatt ir til að fjölmenna. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Skíðaráðs Reykjavík ur verðnr haldinn annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 8,30 í Tjam arbúð uppi. Stjórnin. Tekst Fram að snúa hjólinu við? Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins er í kvöld. í síðustu 5 leikjum Vals og Fram, hefur Valur ávallt sigrað, Hvað skeður í kvöld? Alf-Reykjavík, — í kvöld, mið vikudagskvöld, fer fram úrslita leikurinn í Reykjavíkurmótinu í handknattleik, en til úrslita leika Fram og Valur, núverandi Reykja víkurmeistari. Stendur Fram bet ur að vígi, hefur einu stigi meira, og nægir því jafntefli til að hljóta sigur í mótinu. Margir bíða spenntir eftir upp- gjöri þessara tveggja sterkustu Reykjavíkurfélaga í handknattleik því að síðustu leikir þeirra hafa verið mjög jafnir og spennandi, þó svo, að Valur hafi oftast bor ið sigur úr býtum, en Valur hef ur unnið 5 síðustu leikina. Valur stöðvaði sigurgöngu Fram í Reykja víkurmótinu í fyrra með því að si'grá ■■ tvívegis. Margir héldu, að um tilviljun væri að ræða,' eri í kjölfarið komu tveir sigrar Vals yfir Fram í 1. deildar keppninni, svo enginn þurfti að efast um getu Valsmanna. Og í hraðmóti HSÍ fyrir nokkrum vikum, sigraði Valur Fram enn einu sinni. Víst er um það, að Framarar hafa fullan hug á að hefna harma sinna í leiknum í kvöld, hvað sem skeður Tveir aðrir leikir verða á undan Þróttur mætir ÍR og Vík ingur leikur gegn Ármanni. Hefst fyrsti leikurinn kl. 20.15. Ensku knattspyrnufélögin Leikmenn Chelsea CHELSEA Leikvangur: Stamford Bridge Grounds, Fulham Road, London Sw 6. Stofnað: Apríl 1905. Framkvstj.: Dave Sexton Búningur: Bláar peysur, bláar buxur, hvítir sokkar. Verðlaun: 1. deildarmeistar- ar 1955, deildarbikarmeistarar 1965, sigurvegarar í keppni 1. deildarmeistara og deildarbik armeistara 1955. Leikmenn: Peter Bonetti, markvörður 27 ár,a gamall. Hefur leikið 361 1. dejídarleik ■méð kChelsea, meira erf nokkur annar Chelsea-Ieik- maður. Hefur leikið 4 landsleiki fyrir England og 12 í landsliði undir 23ja ára. Oft kallaður „kötturinn“ af félögum sínum, kom til Chelsea 1959. Frábær leikmaður. Eddie Mc Creadie, vinstri bak vörður 29 ára gamall. Á um 30 leiki með skozka landsliðinu að baki sér. Var keyptur til Chelsea 1962. Tekur oft þátt í sókninni. John Dempsey, miðvörður 23ja ára. Keyptur frá Fulham í janúar 1969. Hefur tíu sinn- um leikið með írska landsliðinu. 25 leikir með Chelsea. John Hollins, 23ja ára fram vörður. Einn leikur með enska landsliðinu og 12 undir 23ja ára Kom til Chelsea 1963. David Webb, 23ja ára bak- vörður og miðvörður. Keyptur fyrir 60 þús. pund frá Southamp ton 1966. Var eini leikmaður Ohelsea, sem lék alla leiki liðs ins í fyrra. Var valinn „leik maður ársins“ af áhangendum Chelsea í fyrra. Ron Harris, 24 ára og , ný- giftur framvörður. Hefur ver ið fyrirliði liðsins síðan 1966 Hefur leikið 4 leiki með lands- lði Englands undir 23ja ára. Gerðist atvinnumaður með Chel sea 1961. John Boyle, 22ja ára Skoti. Frábær tengiliður. Atvinnumað Peter Osgood — leikmaður framtíðarinnar ur 1964. Charlie Cooke 26 ára tengi liður og útherji. Hreinn lista maður með boltann. Hefur leik ið 15 landsleiki fyrir Skotland og 4 undir 23 ja ára. Án efa vinsælasti leikmaður Chelsea. Kom til Chelsea árið 1966. Hef ur verið valinn í „heimslið". Peter Osgood 22ja ára miðju og framlínumaður. Gerðist Chel sea leikmaður 1964, en var áð- ur múrari. Fótbrotnaði 1966 og hefur að marga áliti aldrei náð sér að fullu aftur. Hefur ieik ið 3var sinnum með ensfca lands liðinu undir 23ja ára aldri. Allan Birehenall 23ja ára mið tríó leikmaður, keyptur frá Sheffield Utd. fyrir 100 þús. pund. 4 leiki með enska lands- liðinu undir 23ja. Marksækinn. Tommy Baldwin 24 ára mið herji. Kom til Chelsea þegar Arsenal keypti George Graham fyrir 60 þús. pund. Tveir leikir með enska landsliðimu undir 23 ja. Peter Houseman, 23ja ára framlínuleikmaður kom til Chelsea 1962 og hefur ekki leik ið regM.ega með liðinu undan farin ár, en hefur leikið flesta leiki liðsins á þessu keppnis tímabili. Ian Hutehinson, 20 ára fram línuspilari, uppgötvaður árið 1968. Tekur lengstu innköst í enskri knattspymu í dag. Bobby Tambling 27 ára gam all innherji, hefur niú áfcveðið að hætta knattspyrnu af trúar legum ástæðum. Hann var mesti markakóngur í sögu Chel sea. Hefar leikið 3 leiki með enska landsliðinu síðan hann gerðist leikmaður með Ohelsea 1958. Aðrir leikmenn: Tommy Hughes, markvörður Marvin Hinton, varnarleikmað ur. Alan Hudson, tengiliður, John Ware, framlínuleikmaður. (KB)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.