Tíminn - 29.10.1969, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.10.1969, Blaðsíða 10
10 TIMINN MIÐVIKUÐAGUR 29. október 1969. 34 búnaðinum. Byltingarsinni skaut á Stoömn í óperumni í Kærni- gar'ði meðan á viðhafnarsýningu stóð á Keisarabrúðinni eftir Ri- mski-Korsakov. Keisarinn og dæt ur hans tvær sátu í stúkunni á móti. Þau sáu forsætisráðherrann falla niður í sæti sínu, síðan sneri liaain höfðinu í áttina að keisara stúkunni og gerði krossmark. Morðinginn náðist. Forsætisráð- herranum var ekið í skyndi á sjúkrahús, en hann lézt að þrem dögum liðnum. „Ég mun aldrei gíeyma hryll- ingi og sorg Nikka. Þegar Stoli- pín lézt var Nikki í Siernígov. Hann hraðaði sér aftur til Kænu- garðs, fór til sjúkrahússins og taraup hjá líki Stopipíus. Þeir sem sðgðu, að ríikki ihefði verið feg- inn, er hann frétti lát Stolipíns, eru illgjarnari en orð fá lýst. Bróð ir minn var mjög hlédrægur, en hann var aldrei með uppgerð. Ég veit að hann syrgði Stolipín ein- læglega.“ Ástandið batnaði í Rússlandi nieðan Stolipín var við stjórnvöl- inn .Keisaraf.iölskyldunni fannst hún geta tekið sér nokkurt frí nú, þegar ástandið var orðið tryggara. Vorið 1917 fór Olga stórhertogaynja til Biarritz og di\'aldi á Hotel du Palais. Henni til mikillar ánægju kom Xenía systir hennar þangað seinna á- samt manni sínum og sex börn- um. -=■- , ,.En það kom sivo fjölmennt iið með þeim, hirðfólk, kennarar, kennslukonur og þjónustulið," sagði Olga hlæjandi. „Það var ekki nóg pláss í Hotel du Palais fyrir þau öll. Þau urðu að leigja sér stórt hús í nágrenninu. Sem betur fór ferðaðist ég á mjög fá brotinn hátt í þá daga.“ Ég tók þetta trúanlegt. Það var ekki fyrr en eftir dauða stór- hertogaynjunnar, að mér skildist merking orðsins „fálbrotinn" í sam bandi við ferðalög hennar. Nancy sáluga greifafrú af Astor, sagði mér, að ibún hefði verið í Biarritz um þetta leyti og hefði heyrt mik- ið talað um ,,fábrotna“ lifnaðar- hætti Olgu stórhertogaynju. Hún komst að þvi, að Olga hafði þrjá tíu manna fylgdarlið. Þegar á allt var litið vair þetta samt fámenn- ur hópur, er um var að ræða Rom- anova á ferðalagi erlendis. Ekkju drottningin Ihafði bvö hundruð manna fylgdarlið! Heimsóknir Romanovanna ihéldu raunveru- lega hótelrekstrinum á Ríveríunni gangandi á þessum árum. Þarfir þeirra voru miklar, þeir héldu ríkulegar veizlur og þeir greidda reikninga sína skilvíslega. Aliur ferðakostnaður þeirra var greidd- ur af bankainnistæðum í Eng- landi, Frakklandi og víðar í Vest ur-Bvrópu. Stórhertogaynjan sneri aftur tii Rússlands frá Biarritz. Það voru næstum liðin fimm ár frá því hún hafði sagt eiginmanni sínum, að hún vildi skilja við hann, en auð sjáanlega fannst Pétri prinsi af Oldenburg, sem farið hafði fram á sjö ára frest, að þau gætu hald- ið áfram að búa svona um ófyrir- sjáaniega framtíð. Hann spilaði enn fjárhættuspil, hann borðaði enn miðdegisverð hjá foreldrum sínum við Hallarbryggjuna, og hann kom enn opinberlega fram sem hinn fullkomni eiginmaður. Engin vissi um leynilegt ástaræv intýri stóithertogaynjunnar, en all ir vissu hvaða orð fór af Pétri prinsi. Eins og venjulega þóttust þeir, sem ekkert þekktu til, vera vel kunnugir ástandinu á Olde.i- hurgarheimilinu. Olga beið. Hún hefði verið ein- mana, hefði hún ekki haft sína tryggu gömlu Fóstru. Hún virð ist varla 'hatfa átt neina nána vini innan fjölskyldunnar. Etftirlætis- bróðir hennar var í útlegð. Systir hennar hafði meira en nóg að gera með sjö börn. Keisarahjónin bjuggu nú allt árið í Tsarskoje Seio. Vetrarhöllin í St. Pétursborg var aðeins notuð við opinber tækifæri. Þann tíma, sem Stolipín var forsætisráðherra var vissulega meiri friður í keisaradæminu, en fjandskapurinn gegn keisarahjón- unum minnkaði ekkert. Stónher- togaynjan þreyttist aldrei á að segja mér, að þessi illivilji hafi ekki 6tt rætur síriar að rekja til alþýðu manna heldur til aðalsins, sem var óánægður með fábreytt hirðlíí. Það er satt, að lífið í Tsar skoje var afar tfáhrotið. Ráðherrar og aðrir háttsettir emhættismenn komoi með skýrslur sínar og am- hassadorum var veitt á'heyrn og þeir sátu miðdegisverðarltoð, en þar fyrir utan var bókstaflega ekkert samkvæmislíf og keisarinn vann meira en nokkru sinni fyrr. „Nikki og Alikka áttu fáar næð- isstundir að deginum til,“ sagði stórhertogaynjan. „Það voru allt af hádegisverðarboð — oft haldin í stórum sal fjarri íbúð þeirra. En í þeirra álmu var engin horð- stofa. Maturinn var borinn fram þar sem hentugast þótti, á litlu, færanlegu borði. Börnin komu stundum inn til þeirra um það leyti, sem þau drukku te. Nikki vann oft á kvöldin. Vinnuherþergi hans var skammt frá svefnherberg inu. Þau höfðu ekki aðeins sama svefnherbergið, heldur sváfu þau í sama rúmi. Eitt sinn kvartaði Nikki yfir því í gainni. að Alikka héldi fyrir honum vöku, þegar hún væri að bryðja enskt kex í rúminu!" Nikulás, sem var ágætur íþrótta maður, hafði lítið æfingaherbergi við hliðina á vinnuherbergi sínu. Leikfimin var eina atfþreying hans. Dag einn kom ég að hon- um, þar sem hann hringsnerist kringum æfingastöngina, þegar ég hafði húizt við að finna hann niðursokkinn í störf sín í vinnu- herberginu." „Ég verð að láta blóðið renna til höfuðsins, svo ég geti hugsað,“ sagði Nikulás brosandi, þegar hann sá undrun- arsvipinn á andliti systur sinnar. Sumarið 1908 fóru þau öll sjó- leiðis til Tallin til fundar við Jábvarð VII. Englandskonung og Alexöndru drottningu. „Þetta var merkilegur, sögu- legur viðburður. Hann innsiglaði nýja sáttmálann milli Englend- inga og Rússa, sem Nikki hafði svo lengi óskað eftir. Samskiptin vií England höfðu næstum rofn- að meðan á styrjöldinni við Jap- ani stóð. Bretar drógu ekki dul á með hivorum aðilanum þeir stóðu. svo að koma Berta frænda var okkur öllum til þeim mun meiri ánægju. Okkur fannst að loks nú mundi vináttusamband brezku konungsættarinnar og rússnesku keisaraættarinnar stuðla að bættum skilningi milli landanna fcveggja.“ Jáfcvarður konungur kom á skip inu Viktoríu og Albert, keisarinn á Gunnfánanum og móðir hans á Pólstjörnunni. Heimsóknin stóð í þrjá daga. „Ég hafði nægan tíma, þar sem móðir mín var stöðugt í félags skap Alexröndu móðursystur. Mér fannst sérlega skemmtilegt að hitta Fisher flotaforingja aftur. Ég hafði kynnzt honum nokkru áður i Karlsbad. Hrædd er ég um, að ég hafi orðið mér mikið til skammar. Fisher gat sagt smelln- ar gamansögur og ég var þekkt fyrir að hlæja hátt. Við miðdeg- isveróarboð um borð Viktoríu og Albert hló ég svo hátt, að Berti frændi leit upp og bað Fisher flotaforingja að minnast þa=3. að við værum ekki stödd í undirfor ingjamessanum. Mér leið hræði- lega, en það var ekkert hægt aú segja eins og á stóð. Ég varð að bíða þar til miðdegisverðinum var lokið og ég sagði þá Berta frænda að þetta hefði allt verið mér að kenna.“ Skrautlýsingin og flugeldarn- ir yfir Tallinflóa lýstu upp norð- lægan himininn og sfcónhertoga ynjan naut vissulega þessara stunda. Skömmu eftir þetta tfóru keisarahjónin í opinbera heim- sókn til Svíþjóðar, Frakklands og Englands, en Olga stórhertoga- ynja varð eftir í Rússlandi og fylgdi móður sinni í hinu þreyt- andi samkvæmislífi. En hún átti þó frí á morgnana og hún gat notað þann .tíma til þess að fara í gönguferðir, mála og vinna á spítala án þess að nokkur vissi. Það hafði haft djúp áihritf á hana, er Ella frænka hennar helgaði líf sitt því verkefni að lina þján- ingar annarra. Árið 1912 fór ekkjudrottning- in í síðustu •heimsókn sína til Eng lands fyrir heimsstyrjöldina fyrri, og Olga varð að fylgja henni. Stórnertogaynjunni þótti ekkert gaman að fara frá Rússlandi. f þetta sinn var hún daprari en nokkru sinni fyrr. Sjö árin voru liðin, en Pétur prins hafði aldrei minnzt á loforðið, sem hann hafði gefið 1903. Hann var auðsjáan lega ánægður með ástandið eins og bað var og Olga, sem mundi gjörla hivaða áhrif fyrri hneyksli höfðu haft á bróður hennar, hik- aði við að láta til skarar skríða. Hin langa dvöl í Sandringhan hressti hana ekki. Allt var svo dapurlegt. Alexrandra móðursyst- ir hafði elzt mikið og heyrði enn verr en áður. Hún og móðir mín sátu inni allan daginn og töluðu um liðna daga. Við Vikt- er miðvikudagur 29. nóv. — Narcissus Tungl í hásuðri kl. 4.15. Árdcgisháflæði í Rvík kl. 9.31. HEILSUGÆZLA BLÓÐBANKINN tekur á móti blóð gjöfum daglega kl. 2—4. BILANASÍMI Rafmagnsveitu Reykja vikur á skrifstofutíma er 18222 Nætur og helgidagavarzla 18230. SLÖKKVILIÐIÐ og sjúkrabifreiðir — Simi 11100. NÆTURVARZLAN í Stórholti er op in frá mánudegi til föstudags kl. 21 á kvöldin til kl. 9 á morgn ana. Laugardaga og helgidaga frá kl. 16 á daginn til kl. 10 á morgn ona. SJÚKRABIFREIÐ i Hafnarfirði í sima 51336. SLYSAVARÐSTOFAN í Borgarspital anum er opin allan sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Sími flJMJL KVÖLD- og helgidagavarzla lækna hefst hvern virkan dag kl. 17 og stpndur til kl. 8 að morgni, um hclgar frá kl. 13 á laugardögum. í neyðartilfellum (ef okki neest tií heimilislæknis) er tekið á móti vitjanabeiðnum á skrifstofu lækna félaganna í síma 11510 frá kl. 8—17 alla virka daga, nema laug ardaga. LÆKNAVAKT í HAFNARF!/:ÐI og Garðahreppi. Upplýsingar í lög- regluvarðstofunni, síml 50131 og slökkvistöðinni, sími 51100. KÓPAVOGSAPÓTEK opið virka cliga frá kl. 9—19, laugard. frá kl. 9—14 helga daga frá kl. 13—15. HITAVEITUBILANIR tilkynnist í síma 15359. Skolphreins'un altan sólarhringinn. Svarað I sima 81617 og 33744. Næturvörzlu Aptóteka í Reykjavík vikuna 25. okt,—31. okt. annast Holts Apótek og Laugavegs-Apótek Næturvörzlu í Keflavík 25. og 26. okt. annast Arnbjörn Ólafsson. Næturvörzlu í Keflavík 29.10 aim ast Kjartan Ólafsson. FÉLAGSLlF Kvenfélag Kópavogs. Vinnukvöld fyrir bazarinn á fimmtudagskvöldum frá kl. 8-30. Bast og niosaik. Kvenfélag Laugarncssóknar. Bazar, laugard. 1. nóv. í Laugar nesskólanum. Félagskonur og aðr- ir velunnarar félagsins eru beðnir að koma munum i kirkjukjallarann fimmtudaginn kl. 8.30 eða föstu dag milli kl. 3 og kl. 5. Félagskon ur munið eftir kökunum. Sumiukonur, Hafnarfirði. Munið fundinn 4. nóv. i Alþýðuhús inu. Konur úr Kvenfélagi Kópa vogs koma í hcimsókn. Margt til skemmtunar. Muniö breyttan fund arstað. Stjórnin. Kvenfélag Laugarnessóknar. Fundur verður haldinn í fundar sal kirkjunnar, mánudaginn 3. nóv. kl. 8.30. Til skemmtuar tízku- sýning o. fl. Frá Styrktarfélagi Lamaðra og fatlaðra, kvennadeilil. Félagskonur og aðrir veluimarar félagsins . Árlegur bazar félags ins verður laugardaginn 29. nóv. Föndurkvöld vikulega á f.immtu dögum að Háaleitisbraut 13. Tónabær — Tónabær — Tónabær Félagsstarf eldri borgara. Miðvikudaginn 29. okt. verður „opið hús“ fyrir eldri borgara í Tónahæ frá M. 1.30—kl. 5.30. Auk venjulegra dagskrárliða verður frí merkjaþáttur og kvikmynd. Endur skinsmerki verða látin á yfirhafn ir þeirra sem þess óska. Kvennadeild Flugbjörgunar-sveit arinnar, hefur kaffisölu sunnudaginn 2. nóv. að Hótel Loftleiðum. Velunn arar sem gefa vildu kökur hafi samband við Ástu í síma 32060. Auði síma 37392. Kvenfélag Ásprestakalls. Munið bazarvinnuna á fimmtudags- kvöldum og þriðjudögum kl. 2—6 i Asheimilinu, Hólsvegi 17. Foreldra -og styrktarfclag heyrnardaufra Félagið heldur sinn árlega bazar að Hallveigarstöðum, sunnudaginn 2. nóv. n.k. Þeir velunnarar fé- lagsins, sem vildu gefa muni á bazarinn eru góðfúslega beðnir að hafa samband við einhverja af þessum konum. Jónu, sími 33553 Báru. sími 41478 Sólveigu. slmi 84995 Unni, sími 37903 Sigrúnu, síini 31430. Kvervfélag Háteigssóknar heldur bazar mámudaginn 3. nóv. n.k. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu (gengið inm frá Ingólfsstrasti). — Þeir sem ætla að getfa muni á bazar inm, skili þeinr til Sigríðar Benónýs dóttur, StigabJáð 49, sími 82959; Vil helmu Vilihelmsd, Stigahl. 4, s. 34141, Maríu Háltfdánardóttur, Barmahlið 36, simi 16070; frú Uiwiar Jensen, Háteigsvegi 17, sími 14558; Ragn. heiðar Asgeirsdóttur, Flókagötu 55, símd 17365. FLU GÁÆTLANIR Flugfélag íslands h. f. Milillaudaflug. Gullfaxi fór til Glasg. og Kaup- mannahafnar kl. 08.30 í morugn. Væntanlegur aftur til Keflavikur kl. 18.15 í kvöld. Vélin fer til Osló og Kaupmannahafnar kl. 15.15 á morgun. Iimanlandsflug. í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir) til Vestmannaeyja, ísafjarðar, Fagurhólsmýrar, Horna fjarðar og Egilsstaða. A morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) tii Vestmannaeyja, Pat- reksfjarðar og Sauðárki'óks. Loftleiðir h. f. Guðríður Þorbjarnardóttir er vænt anleg frá NY kl. 08.30. Fer til Oslóar, Gautah. og Kaupmanna- hafnar kl. 09.30. Er væntanleg til baka frá Kaupmannahöfn, Gauta borg og Osló kl. 00.30. Fer til NY kl. 01.30. Bjarni Herjólfsson er væntatdeg ur frá NY kl. 10.00. Fer til Luxem borgar kl. 11.00. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 01.45. Fer til NY kl 02.45. 5 Svif 7 Stjórna stafrófsröð 12 Mutt ering 13 Egg 15 Bókstafurinn 16 Forfeður 18 Rifur. Krossgáta Nr. 412 Lóðrétt: 1 Mann 2 Nefnd 3 Sama og 11 lárétt 4 Lærði 6 Eldstæði 8 Matur 10 Púki 14 Svik 15 Amboð 17 Tví hljóði. Ráðning á gátu nr. 411. Lárétt: 1 Ilallur 5 Áls 7 Net 9 Aur 11 DI 12 Rá 13 Una 15 Orð 16 Gor 18 Snoð ar. Lóðrétt: 1 Hendur 2 Lát 3 LL 4 USA 6 Gráður 8 Ein Agn 15 Orð 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.