Vísir - 18.10.1978, Side 23

Vísir - 18.10.1978, Side 23
VISIR Mi&vikudagur 18. október 1978 23 John Major var staddur hjá Villa Þór hárskera þegar viö spjöli- uðum viö hann. Hér er hann ásamt Bernadetta Brown sem kom meö honum frá Bretlandi og Villa Þór, sem var aö leggja siöustu hönd á klippingu og greiðslu eins viöskiptavinarins. Visismyndir JA hárið sé rétt hirt og fólk athugi að kaupa góð hársnyrtiefni. Fyrir þá sem eru með feitt hár, ráðlegg ég að nota sjampó sem hefur ekki hátt sýrustig og inni- heldur ekki kemisk efni. Best eru shampó úr jurtaefnum. Feitt hár er nokkuð sem ekki er hægt að lækna. Það er eins og með feita húð. En það er hægt að halda þessu niðri og koma i veg fyrir að hárið fitni ennþá meira. Best er að þvo það úr mildu shampói. Skola það mjög vel og gæta þess að nota kalt vatn þegar skolað er i siöasta sinn. Einnig ber að varast að Stutt hrokkið hár ,,Það sem er rikjandi I hár- tisku karlmanna nú er stutt hrokkið hár. Þaö er klippt mjög stutt við eyrun og bartarnir eru alveg úr sögúnni. Permanent er sett I háriö ef það er slétt en þaö er mjög vinsælt bæöi hjá konum og körlum”, sagöi John Major, brcskur hárskera m eistari i spjalli viö Visi þegar viö hittum hann hjá Villa Þór hárskera viö Ármúla. Major heldur hér nám- skeiö fyrir hárgrei&slu- og hár- skerameistara og lei&beinir þeim einnig um notkun á nýjum hársnyrtivörum frá Jheri Reed- ing. Þessar vörur eru fram- leiddar úr náttúrulegum efnum. Major rekur tvær hár- greiðslustofur, aðra i Leeds og hina i Barnsley. Einnig hefur hann ferðast viða um lönd og haldið námskeið. Héðan fer hann til New York. Rautt/ hvítt og grænt hár „Siðan ræflarokkið kom til sögunnar er það sifellt aö verða algengara að sjá fólk með marglitt hár, grænt, hvitt og rautt. Siðastnefndi liturinn er þó vinsælastur. En vissulega eru það aöeins vissir hópar fólks sem lita hár sitt þannig”, sagði John Major. „Það er mjög mikilvægt aö nudda hársvörðinn fast." ,/Þiö fylgist mjög vel með tískunni". „Það sem mér kom mest á óvart hér var hve vel hár- greiðslu og hárskerameistarar fylgjast með tiskunni. Einnig það mikla samstarf sem er meðal þeirra. 1 Bretlandi er það miklu minna og samkeppnin kemur kannski i veg fyrir samstarf. Einnig er þrifnaður hér mun meiri en viða i Bretlandi t.d. hvað varðar sótthreinsun á þeim áhöldum sem notuð eru.” —KP ■ ■ raöauglýsingai ■ 9 Félag sjálfatæðismanna i Hlíða- og Holtahverfi i Aðalfundur (élagsins veröur haldinn mánudaginn 23. okt. í Valhöll, Háaleitisbraut 1. l Fundurinn hefst kl. 20.30. I Dagskrá. IVenjuleg aöalfundarstörf. f Ræöa: Gunnar Thoroddsen^gtormaöur Sjálfstæöisflokksins. Mánudaginn 23. okt. — kl. 20.30 — í Valhöll. Stjórnin Því er haldið fram að Matthías Johannessen hafi * samið þessa auglýsingu og Styrmir Gunnarsson les- ! ið próförkina. A S0GUSL0ÐUM Farþegar i sólarlandaferðutn fá oft tækifæri til aö skoöa stór- kostlegar menningarntinjar, ekki sist þeir sem fara til Grikk- lands. Eins og til dæmis konan sem var ásamt samferöarmönnum sinum komin upp á hæsta punkt á Akrópólis. llún haöaöi út höndunum og hrópaði, skræk- róma af hrifningu: „Jón, Jón, þarna sést hótelið okkar.” Sigling og sæla Fyrri kosturinn er 14 daga akemmtireisa um MidjarÖarhafið. íþessari draumasiglingu er komið viö í mörgum aðtiggjandi löndum, titast um og upplifaö. Þú reikar milti œvafomra helgistaöa, berÖ augum furöuverk byggingarlistarinnar og skoöar ótikustu fomsöguleg fyrirbrigöi og verömœti. Þess í milli nýtur þú aUs þess sem í boÖi er um borÖ í skipinu, s.s. sundlaugar, kvöldskemmtana, dýrlegs matar og drykkjar. Þú tifir sœlu sem aðeins er að finna á sigtingu og ógleymanlega stemmningu í alþjóðlegum hópi. FerÖagetraun Vísis ertdar á toppnum. 25. október verÖur dreginn út lokavinningurinn í áskrifendaleiknum góöa. Vinningurinn á vœntanlega eftir að standa í þeim sem hann hlýtur því um er að rœÖa tvo hosti sem báðir eru jafnótrúlegir. Þú byrjar sarnt áþvíaö veljaþér ferðafélaga því vinningurirm gildir fyrir tvo. Vísir leggur til j gjaldeyri. Útsýn sér um allan j . undirbúning. - ijdCL Sjá Afríku vakna Stðari hosturinn er œvintýraferð um eitt magnaöasta land heims, Kenýa. Hérerumaðrœöa einstakt tœkifœri, ferÖ sem er einkennilegt sambland skemmtunar og reynslu, dulúöar og veruleika, í einu virtasta landi Afríku. Þjóögaröar Kenýa eru sérheimur án hliöstœöu. Þú ert þar i heimkynnum dýra sem mörg eiga á hœttu aÖ deyja út. Þú hefur myndavélina til taksþví myndefniö er óþrjótandi. Hvíti nashymingurinn og bongóantílópan eru í sjónmáli. Þegar kvöldar nýtur þú matar og drykkjar á nýtísku hótelum viö nútíma þœgindi og fylgist meö dansi innfæddra í framandi umhverfi. Að morgni vaknar þú snemma og sérö Afríku vakna á ný. Sú reynsla ein gerir feröina ógleymanlega. jsr Ffenðagetraun Landsins von Stúdcntablaöiö er eins og vænta mátti, hið merkasta menningarrit. Stúdentar hafa enda löngum veriö há- leitir hugsjónamenn fyrir ut- an það nú alveg aö vera bráðgáfaöir og framtiöarvon þjóöarinnar. Kftirfarandi kiausa er úr Stúdentablaðinu. um lát Páls páfa: „Servus servorum dei, (þræll þræla guðs) Páll páfi VI (sjetti) burtsofna&i snemmendis i ágúst. Hann var mesta fól, vildi tila- munda vera afturhalds- samastur allra i málefnum kynlifs, þótt gera megi ráö fvrir að kallinn hafi haft litla praktiska reynslu i þeim cfn- um. Stúdentablaöið hyllist til að taka undir meö breska fréttamanninum: „he was a silly old fool." Þegar þessi minningargrein er i smiðum eru kaþólskir prelátar aö reyna aö dusta kirkjurykið af einhverju skrauthræinu til að glenna i páfadjobbinu. Vonast bla&iö samt til aö lukkist aö finna einhvern duggunarlftiö frjálslvndari en þann burtsofnaöa." Hlutverkið Hlutverk ráöherra Alþýöu- bandalagsins er ekki aö bjarga islenskri alþý&u frá illum aröræningjum og kapitalistum, heldur aö finna handa henni fleiri bilastæöi. —ÓT

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.