Vísir - 28.10.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 28.10.1978, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 28. október 1978 VtSIR „Mjög ranglega uppbyggt" segir forseti borgarstjórnar um skipulag fasteignamatsins Sigurjón: „Tel þaft höfuðnaubsyn að miða fasteignagjöLd af landi við þá nýtingu sem af þvi er....” ,,Ég tel að fasteignamatið sé mjög ranglega uppbyggt, þvi það tekur meira mið af stað- setningu lóðar en þvi verðmæti sem hiin getur skilað miðað við þá notkun sem á henni er,” sagði Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar Reykja- vikur, þegar hann var spurður álits á náverandi lóðamati. Fasteignagjöld eru, eins og kunnugter, reiknuö sem hlutfall af fasteignamatinu. Það hlutfall er ákveöið með lögum að veröi að vera innan ákveðinna marka og hafa borgaryfirvöld þvf litla möguleika til að ráða upphæð gjaldanna. Sigurjón var inntur eftir þvi hvort borgin gæti fellt niöur eða lækkað fasteignagjöldaf vissum húseignum. „Lögin kveöa mjög skýrt á um hvaöa undanþágur má veita. Samkvæmt þvi er skylt að greiða fasteignagjöld af öllum fasteignum öðrum en skólum, félagsheimilum, kirkjum og öðrum sllkum byggingum. Borgin hefur komið til móts viö fasteignagjöld félagasam- taka með hækkun styrkja, en aldrei með þvi að fella niður fasteignagjöldin.” Mikið vandamál — Þarf aö gera stefnubreyt- ingu I þessum efnum? ,,Ég tel það alveg höfuönauð- syn að miða fasteignagjöld af landi við þá nýtingu sem af þvi er. Þetta er oröið mikið vandamál sums staðar, sér- staklega i miöbæjarhverfunum þar sem fólk hefur reist lítið hús á tiltölulega stórri lóð og búið þar alla ævi. Skyndilega er húsaleigan orðin svo dýr hjá þvi vegna lóðamatsins aö það getur ekki lengur búiö þar. Það er eðlilegt að lóðir stórra verslunarhúsa, sem hafa mik- inn afrakstur vegna staðsetn- ingar i miðborginni séu hátt metnar. En þaö er jafn óeðlilegt að lóðamatið sé svona hátt þar sem húsið, sem á lóöinni stendur, er eingöngu notað sem ibúðarhús. Ég held að það sé nauösynlegt aö taka fasteignamatið allt til gagngerðrar endurskoöunar.” — Getur borgarstjórn haft áhrif I þá átt? „Þetta er ekki mál borgar- stjórnar. Viö getum aðeins ýtt á með þvf aö láta skoöanir okkar i ljós. Síðan siöasta endurskoðun var gerð á lóðamati,1970,hefur það veriö framreiknað miðaö við verðlag, án tillits til þess hvorteða hvaöa breytingar hafi oröið á notkun lóðanna'/ Grjótaþorp „Fasteignamatið hefur til dæmis ekki tekið tillit til breyt- inga á skipulagsákvæðum. Gleggsta dæmiö um þetta er kannski spurningin um þaö hvernig skipulag verður endan- lega ákveðið i Grjótaþorpinu. Ef i Grjótaþorpinu veröur ákveðið skipulag sem viðheldur þeirribyggðsem þar er og bætir eingöngu viö þeim húsum sem falla að þeirri byggö, eins og ég persónulega vona aö verði, þá er allt fasteignamat orðið alger- lega óeðlilegt. Og það hlýtur aö vera Fasteignamatsins aö leiðrétta matið, þegar skipulag liggur fyrir, en ekki okkar að skipuleggja i samræmi við fasteignamatið.” — SJ var aðeins I fáum tilvikum mögulegt að miða lóðamatið við raunverulegt verö sambæri- legra lóöa. 1 staöinn þurfti að notast við margvisleg önnur gögn, s.s. leigusamninga, og leiða af þeim likur á verömæti lóöarinnar. Einnig var tekiö tillit til þess hvernig lóöin liggur aö götu, lögun hennar og fjölda- margra slfkra atriða. Afleiöingin er misræmi Þessar aðferðir hafa ekki reynst gallalausar. Þaö sést giögglega þegar boriö er saman lóðamat nokkurra hú.ca. Eitt dæmi þar um er saman- burður á litlu húsi frá 1880 sem stendur viö Lækjargötu nr. 10, og Morgunblaðshúsinu svo- kallaöa, Aöalstræti 6. Hver fermetri lóöar litla hússins er metinn á 175.000 krónur, en lóð Morgunblaðshússins, sem er svo til öll nýtt undir húsið er metin á 125.000 krónur hver fer- metri. Sé Morgunblaðshúsiö borið saman við annaö hús i sömu götu, Aöalstræti 16, kemur annaö ósamræmi i ljós. Lóð- irnar, sem þessi tvö hús standa á eru mjög svipaöar aö stærö og lóðarmatið er ekki ósvipað, 116 milljónir er Morgunblaðshúss- lóðin metin á, Aðalstræti 16 er metið á 96 milljónir. Húsin sem standa á þessum lóöum eru hins vegar mjög ólik hvað verömæti snertir. Morgun- blaöshúsiö sem byggt var 1955, er metiö á 385.460 þúsund krónur, en Aöalstræti 16 aðeins 6.961 þúsund krónur. Þarna stendur sem sagt svo til verölaust hús á jafn verð- mætri lóö og hús, sem metið er á hundruö milljóna króna. Og þetta er aöeins eitt dæmi af fjöl- mörgum, sem taka mætti. % X*'' ' Æm l. sÁ Laugavegur 62. Borgarstjórn ákvaö fyrir nokkrum dögum að þigg ja þetta hús að gjöf. Það var ekki samþykkt um leið og tilboðið kom fram, því borgarfulltrúar voru ekki allir sammála um það hversu gott boðið væri, enda fylgdi lóðin ekki með og hún er metin á rösklega fimm sinnum hærra verði en húsið sjálft. Þetta hús stendur við Skólabrú 1. Beint á móti, við Skóiabrú 2 er stein- hús, semtaliðer um helmingi meira virði en Skólabrú 1. Lóð Skólabrúar 1 er hins vegar metin nær helmingi dýrari en Skólabrúar 2. Þetta er eitt dæmið um ósamræmið í fasteignamatinu. flvers Þorkeli Valdimarsson varð fyrr á þessu ári frægur fyrir að gefa hús. Hann bauð Reykja- vfkurborg Fjalaköttinn að gjöf, með þvl skilyrði að húsið yrði flutt burt af lóðínni. Blaðamað- ur Helgarblaðsins spjaliaði fyrir nokkru við Þorkel um þessa ákvörðun hans yfir kaffi- bolla á Mokka. — Hvernig stóð á þvi að þú fórst aö gefa hús? „Þab virðast allir sammála um að þetta sé merkilegt hús, sem beri aö varðveita. Hins vegar hef ég ekki tök á þvi aö taka að mér rekstur einhvers konar byggbasafns meb þvi ab borga meö húsinu álitlegar fjár- hæöir á hverju ári og geta þó ekkert gert til aö halda þvi viö. Þvi áleit ég aö það væri best komið á byggöasafni Reykja- vegna gefwr fólk hús? Þorkell Valdimarsson við elsta kvikmyndahús Reykvlkinga, Fjala- köttinn. Stör hluti hússins, þar á meðal sýningarsalurinn, er alveg ónotaður og ónothæfur án mikilla viðgerða. vikur I i Arbæ”. — Nú átt þú húseignir sem eru metnar á hundruö milljóna króna. Telur þú þig vera rikan mann? „Ja, hver er rikur og hver er ekki rikur?” var eina svariö sem Þorkell vildi gefa viö þess- ari spurningu. — Ef aöstæöur leyfðu hefðir þú áhuga á að halda við þessum húseignum þinum f Grjótaþorp- inu? „Ég er alinn upp við þessi hús. Þótt ég byggi þar aldrei, lék ég mér þarna meira og minna sem krakki, milli þess sem ég var i sendiferðum fyrir föður minn. Ég býst við aö til- finningar minar gagnvart þess- um húsum séu engu minni en þess fólks sem hefur búib þarna. Hins vegar tel ég þaö vera fjárhagslega ofviða hverjum einstaklingi við núverandi að- stæöur að halda upp á gömul hús sem þessi”. — Telur þú að lóðamatið geti skipt sköpum um það hvort eig- endur gamalla húsa vildu halda þeim viö eða ekki? „Hvernig er hægt aö búast viö þvi aö öldruð kona, á niræöjs- aldri, geti búið i húsi eins og Lækjargötu 10, og borgaö af þvi skatta sem nema um milljón krónum á ári? Er hægt að búast við þvi að þessi Reykjavikur- / kona geti annað en hrakist i burtu, þótt fjölskylda hennar hafi búið á þessum stab á aðra öld? Þetta hús gefur ekki af sér teljandi tekjur eins og það er I dag. Og i þessu máli endur- speglast vandr fjölda fólks viös vegar um bæinn. Mér finnst þvi liggja ljóst íyrir aö borgaryfirvöld verði aö endurskoöa lóöamatið sem fyrst i samvinnu viö Fasteigna- matið”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.