Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 2
Logafold 154 er steinhús á tveimur
hæðum, alls 285,8 fermetrar, þar af
er tvöfaldur bílskúr, 63,6 fermetrar.
Ásett verð er 27,9 millj. kr., en húsið
er til sölu hjá Hóli.
Reykjavík - HJÁ fasteignasölunni
Hóll er í sölu einbýlishús í Logafold
154. Þetta er steinhús, byggt 1984
og á tveimur hæðum. Alls er húsið
285,8 fermetrar, þar af er tvöfaldur
bílskúr sem er 63,6 fermetrar.
„Þetta er frábært hús, mjög opið
og með fallegum sólskála,“ sagði
Kjartan Róbertsson hjá Hóli.
„Húsið skiptist þannig að í því eru
þrjú stór svefnherbergi og tvær
stórar og bjartar stofur. Hjóna-
herbergið er 25 fermetrar með
fataherbergi og glæsilegum glugga.
Parket er á gólfum og loft tekin
upp. Halógenlýsing er í gangi og
baðherbergi nýlega endurnýjuð.
Lóðin í kringum húsið er stór og
húsið stendur á skemmtilegum stað
með góðu útsýni, m.a. til skíða-
brekku. Ásett verð er 27,9 millj.
kr.“
Logafold 154
2 C ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
Óskir syrgjendanna
Fjölskyldan hafði búið í lúx-usíbúð í einum af skýja-kljúfum borgarinnar.Ekkjan lagði fram þær
óskir við arkitektinn að byggja hús
þar sem hún og dætur hennar öðl-
uðust sterk tengsl við jörðina og
gróðurinn og, að húsið yrði L-laga til
þess að allir fjölskyldumeðlimir
gætu horft hver á annan.
Af tilviljun var lóðin við hliðina á
arkitektinum til sölu, en ekkjan
hafði búið þar áður en hún gifti sig.
Það var eins og hún vildi aftur ná
tökum á minningunum, sem hjálpaði
henni að sameina fjölskylduna á
þessum erfiðu tímum.
Í viðræðum ekkjunnar við arki-
tektinn hvarf smátt og smátt áhersl-
an á hagræðingu þjónusturýma en
snerist stöðugt meira um táknrænt
gildi rýmisins. Í stað L-formsins
varð lögun steinteypts hússins U-
laga vegna áhrifa ljóssins og tengsla
íbúanna.
Ævi hússins
ÍU-húsinu voru tveir langirgangar. Annar þeirra endaði íherbergjum stúlknanna og
hinn fór í gegnum eldhús og baðher-
bergið og inn í herbergi ekkjunnar.
Báðir gangarnir voru dimmir en
leiddu inn í ljósið, uppsprettuna sem
mátti finna í boga U-sins. Þetta opna
fjölnota rými – notað til leikja, borð-
halds og íhugunar – var hvítmálað
og lagt hvítu teppi.
Í þessu rými leystist ljósið upp og
gaf mjúka áferð en rifa við loftið
beindi dagsljósinu inn í beinni ská-
línu. Áhrif ljóssins voru mikil, ekki
síst vegna hreinhvíta veggjarins sem
virtist vera flötur án dýptar. Það var
eins konar tjald þar sem ímyndir og
fljótandi skuggar íbúanna end-
urvörpuðust. Það var rými sem tók
tillit til mannlegrar vitundar en ekki
einungis mannslíkamans.
Eftir 21 ár hafði sorgartíminn
runnið út og fjölskyldan var tilbúin
að endurvekja tengsl sín við um-
hverfið. Sú fyrsta sem flutti út var
eldri dóttirin. Hún hafði aldrei hugs-
að út í það hvort þægilegt eða
óþægilegt væri að búa í húsinu. Sú
tilfinning hefði
e.t.v. best komið
fram hjá hinum
mörgu gæludýr-
um sem þær
höfðu haft.
Dýrin höfðu
engan veginn
viljað vera ein í
afgirtum húsa-
garðinum. Hún
sjálf talaði um húsið eins og það væri
líkkista. Móðirin flutti síðar í minni
íbúð en sem tónlistarfræðingur hafði
hún notið þess hvernig tónlistin
hafði endurkastast af berum veggj-
unum. Yngri dóttirin varð síðust til
þess að flytja en hún hafði öðlast
visst fegurðarskyn í þessu húsi sem
kom fram í doktorsritgerð hennar
um Kandinsky og í starfi hennar
sem forstöðumanns listasafns.
Það síðasta sem við verðum vitni
að í sögu hússins er áhrifamikil ljós-
mynd sem sýnir niðurrif þess. Í stað
þess að líta á það sem eyðileggingu
heimilis var það merki um annað
stig sem fjölskyldan gekk í gegnum.
Niðurrif hússins var tákn um nýtt líf
og leiðir af sér að við getum fjallað
um það sem hús syrgjenda.
Dr. Halldóra Arnardóttir,
listfræðingur
[sanchezarnadottir@arquired]
Þaubyggðubæinn
Einbýlishúsið U í Japan eftir Toyo Ito:
hús fyrir syrgjendur
Grunnmynd U-hússins.
Hvítt tjald þar sem skugg-
ar íbúanna endurkastast.
Toyo Ito (f. 1941)
arkitekt.
Ævi hússins.
Ein af óskum ekkjunnar var að allir fjölskyldu-
meðlimir gætu horft hver á annan.
EINBÝLISHÚSIÐ U var byggt
árið 1976 í miðborg Tókýó.
Það var hannað af arkitekt-
inum Toyo Ito fyrir eldri
systur hans, sem hafði
skömmu áður misst eig-
inmann sinn af völdum
krabbameins. Árið 1997 var
húsið rifið niður að Toyo Ito
ásjáandi, en hvers vegna?
Niðurrif U-hússins 1997.
Efnisyfirlit
Agnar Gústafsson ................................ 34
Ás ......................................................... 32-33
Ásbyrgi ...................................................... 45
Berg ............................................................. 27
Bifröst ............................................................ 4
Borgir .......................................................... 38
Brynjólfur Jónsson ............................... 17
Eign.is .......................................................... 41
Eignaborg ................................................. 28
Eignamiðlun .................................... 24-25
Eignaval ........................................................ 8
Fasteign.is .................................................... 9
Fasteignamarkaðurinn ........... 16 og 21
Fasteignamiðlunin ............................... 42
Fasteignamiðstöðin ............................ 34
Fasteignasala Mosfellsbæjar .......... 29
Fasteignasala Íslands ......................... 47
Fasteignastofan ........................................ 5
Fasteignaþing ............................................ 11
Fjárfesting ................................................ 33
Fold ............................................................... 35
Foss .............................................................. 40
Framtíðin .................................................. 46
Frón .............................................................. 39
Garður ......................................................... 29
Gimli ................................................................ 3
H-gæði ....................................................... 44
Híbýli ............................................................. 15
Holt .................................................................. 6
Hóll ............................................................... 36
Hraunhamar ................................... 22-23
Hreiðrið ....................................................... 15
Húsakaup ..................................................... 7
Húsið ............................................................. 18
Húsvangur ................................................ 43
Höfði .............................................................. 13
Kjöreign ...................................................... 37
Lundur ........................................................ 20
Lyngvík ........................................................ 16
Miðborg ........................................................ 12
Óðal .............................................................. 33
Skeifan ......................................................... 14
Smárinn ....................................................... 19
Stakfell ....................................................... 28
Valhús ........................................................... 10
Valhöll .................................................. 30-31
Þingholt ....................................................... 14