Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 C 17HeimiliFasteignir EINBÝLI - RAÐHÚS SMÁRATÚN - ÁLFTANESI Sérlega fallegt ca 170 fm einbýlishús ásamt góðum 40 fm bílskúr. 1.000 fm falleg ræktuð lóð með stórri suðursólverönd. Verð 18,9 m. Áhv. 4,0 m. BYGGINGASJÓÐUR. Ákveðin sala. SKIPASUND Mjög mikið endurnýjað og fallegt ca 180 fm einbýlishús ásamt 40 fm bílskúr. Falleg ræktuð lóð. Í húsinu geta verið tvær samþykktar íbúðir. Verð 22,3 m. Áhv. 4,4 m. BYGGINGASJÓÐUR. VÍGHÓLASTÍGUR - NÝTT - LAUST Vorum að fá til sölu mjög vel stað- sett ca 250 fm einbýlishús ásamt ca 60 fm bíl- skúr. Eignin er laus og til afhendingar nú þeg- ar. Verð 23,5 m. Áhv 3,0 m. HÆÐIR AUÐBREKKA - NÝTT Mjög góð ca 145 fm efri sérhæð í tvíbýli. Eigninni fylgir aukaherbergi í kjallara sem leigja má út. Einnig fylgir eigninni góður 37 fm bílskúr. Skúrinn hefur verið notaður sem stúdíóíbúð. Verð 14,3 m. Áhv. 5,4 m. húsbr. MIKLABRAUT Stórglæsileg ca 180 fm mjög mikið endurnýjuð neðri sérhæð með 27 fm bílskúr. Glæsilegt gegnheilt parket á öllum herbergjum og stofum. Hátt til lofts sem gefur íbúðinni virðulegt yfirbragð. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Verð 18,9 m. Áhv. 6,1 m. húsbr. EIGN Í SÉRFLOKKI. MIKLABRAUT Mjög falleg ca 130 fm efri sérhæð ásamt risi sem er nokkuð undir súð. 4 svefnherbergi og bílskúrsréttur. Verð 13,3 m. Áhv. 5,6 m. húsbr. REYNIHVAMMUR Mjög góð neðri sérhæð, ca 170 fm alls auk 31 fm bílskúrs. Bú- ið er að skipta íbúðinni upp í tvær íbúðir, ca 31 fm stúdíóíbúð með sérinngangi, og ca 136 fm 5 herb. hæð. Verð 17,9 m. Áhv 7,3 m. 4ra HERB. OG STÆRRI ÁLFHEIMAR Óvenju björt og skemmti- leg ca 105 fm endaíbúð á 2. hæð með tvenn- um góðum svölum. Snyrtileg og góð sameign. Verð 12,7 m. Áhv. 4,7 m. húsbr. AUSTURBERG - M. BÍLSK K . - LAUS STRAX Glæsileg og mikið end- urnýjuð 95 fm útsýnisíbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli ásamt bílskúr. Íbúðin er laus og til af- hendingar strax. Verð 11,9 m. Áhv. 4,1 m. EKKERT GREIÐSLUMAT. HRAFNHÓLA A R - NÝTT Björt og falleg ca 100 fm íbúð á 5. hæð í góðu lyftu- húsi. Yfirbyggðar svalir. Mikið útsýni. Verð 10,9 m. Áhv. 5,8 m. KLEPPSVEGUR - MEÐ AUKA- HERB. Mjög mikið endurnýjuð og falleg ca 100 fm íbúð á jarðhæð. Íbúðinni fylgir gott íbúðarherbergi í risi sem hægt er að leigja út. Íbúð og sameign í mjög góðu ástandi. Verð 10,9 m. Áhv. 2,3 m. BYGGSJ. LUNDARBREKKA - M. AUKA- HERB. Falleg 102 fm íbúð á 1. hæð. Íbúð- inni fylgir gott kjallaraherbergi með aðgangi að snyrtingu. Sameign er nýmáluð og teppa- lögð. Verð 11,9 m. Áhv. 4,1 m. RJÚPUFELL Í einkasölu ca 100 fm fal- leg íbúð á 3. hæð frá inngangi. Íbúðin er óvenju vel umgengin og í góðu ástandi. Mjög góð sameign. Verð 10,5 m. ÆSUFELL Sérlega glæsileg 4-5 her- bergja 112 fm íbúð á 4. hæð í góðu lyftuhúsi með miklu útsýni. Góður ca 24 fm bílskúr. Húsvörður er í húsinu. Góð sameign. HLÍÐARHJALLI - M. BÍLSK. OG BYGG G SJ. Stórglæsileg björt og skemmtileg 3ja-4ra herb. 100 fm íbúð á 1. hæð með góðum svölum. Góður bílskúr fylgir íbúð- inni. Verð 14,5 m. Áhv. 5,4 m. BYGGINGA- SJÓÐUR. EIGN Í SÉRFLOKKI. 3ja HERBERGJA DALSEL - MEÐ BÍLSK. Mjög fal- leg 90 fm íbúð á annarri hæð ásamt stæði í bílgeymslu. Verð 11,5 m. Áhv. 4,8 m m . ENGIHJALLI - MEÐ BYGGSJ. Ca 80 fm útsýnisíbúð á 7. hæð í góðu lyftu- húsi. Stórar suðaustursvalir. Þvottahús á hæðinni. Gervihnattasjónvarp. Verð 9,9 m. Áhv. 3,4 m. BYGGINGASJÓÐUR. HVERFISGATA Mjög góð ca 70 fm íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi. Eigninni fylgja tvö sérbílastæði. Verð 7,3 m. Áhv. 1,0 m. BYGGINGASJÓÐUR. LEIFSGATA Mjög falleg ca 70 fm kjall- araíbúð með sérinngangi. Verð 8,3 m. Áhv. 4,4 m. húsbréf. 2ja HERBERGJA ÁLAGRANDI Glæsileg 65 fm íbúð á fyrstu hæð með góðum suðvestursvölum. Innréttingar og gólfefni allt sem nýtt. Áhv. 4,0 m. EIGN Í SÉRFLOKKI. HVERFISGATA 65 fm íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi. Húsnæðið er samþykkt sem íbúðarhúsnæði en innréttingar vantar. Verð 7,3 m. KLAPPARSTÍGUR Góð 61 fm íbúð á þriðju og efstu hæð með möguleika á stækk- un í risi. Verð 8,5 m. Áhv. 2,6 m. MELHAGI NÝTT - LAUS Mjög falleg, lítið niðurgrafin og mikið endurnýjuð kjallaraíbúð með sérinngangi. Íbúðin er laus í febrúar nk. Verð 8,5 m. Áhv. 3,6 m. húsbr. SKEIÐARVOGUR Mikið endurnýjuð, falleg og björt ca 65 fm kj.íbúð í endaraðhúsi á þessum vinsæla stað. Verð 8,6 m. Áhv. 4,7 m. húsbr. NÝBYGGINGAR HÁSALIR Vorum að fá til sölu falleg 200 fm raðhús á mjög góðum útsýnisstað. Húsin skilast fokheld, með gleri og gluggum, frá- gengin að utan, lóð grófjöfnuð. Verð frá 13,9 m. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG TEIKNINGAR Á SKRIFSTOFUNNI. SKÓLABRAUT - SELTJ.NESI - LAUS Neðri sérhæð ca 140 fm auk 22 fm bílskúrs. Eignin er fokheld að innan með gleri og gluggum. Lóð verður grófjöfnuð. Gert er ráð fyrir ca 45 fm sérsólpalli eða sérlóð að sunnanverðu. Möguleiki er að fá eignina lengra komna. Verð 14,9 m. TIL AFHENDING- AR STRAX. SELJENDUR ATHUGIÐ! Vegna mikillar sölu vantar okkur allar stærðir eigna á sölu- skrá. Skoðum og verðmetum eignir samdægurs. E E kkert sko o ðunargjald. Bjóðum viðskiptavinum okkar 1,75% sölu- laun og fríar auglýsingar tvisvar í mánuði í Fasteignabl l aði Mbl., ef um m einkas s ölu er r að ræða, og 2,0% í alme e nnri sölu. Leggjum ríka áherslu á vandaða og persónulega þjónustu. ATVINNUHÚSNÆÐI AUÐBREKKA - CA 1.500 FM Ca 1.500 fm verslunar-, skrifstofu og þjón- ustuhúsnæði á þrem hæðum. Innkeyrsla get- ur verið inn á tvær neðri hæðirnar eða inn á ca 1.000 fm. Húsnæðið býður upp á margvís- lega notkunarmöguleika. Verð kr. 99,0 m. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR AÐEINS VEITTAR Á SKRIFSTOFUNNI. BÍLDSHÖFÐI - NÝTT Gott 200 fm íbúðar- og atvinnuhúsnæði á tveim hæðum. Á efri hæð er búið að útbúa 3ja herbergja 100 fm mjög góða íbúð. Neðri hæðin er mjög snyrtileg og með stórum innkeyrsludyrum. Verð 14,9 m. Áhv. ca 7,0 m. DUGGUVOGUR Stórglæsileg og al- gjörlega endurnýjuð ca 500 fm skrifstofuhæð á áberandi stað með miklu útsýni yfir Elliða- árdalinn. Eigninni má skipta upp í smærri ein- ingar. Verð 44,0 m. Áhvílandi 26 m. góð lang- tímalán. FISKISLÓÐ Til sölu eða leigu 270-540 fm mjög gott og vel útbúið fiskverkunarhúsnæði sem uppfyllir allar kröfur til matvælafram- leiðslu. Góð aðkoma og aðstaða fyrir gáma fyrir utan. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIF- STOFUNNI. AUÐBREKKA - NÝTT Efri hæð ca 400 fm með millilofti. 5 skrifstofuherbergi, stór salur, 2 snyrtingar, kaffistofa og geymsla. Húsnæðið er í góðri útleigu, leigutekjur ca 220 þús. á mán. Verð 28 m. HAMRABORG Í einkasölu gott 125 fm lager- og geymsluhúsnæði í hjarta Kópavogs. Góð aðkoma. Verð 6,7 m. HVERFISGATA Höfum til sölu allar húseignirnar á Hverfisgötu 61, Reykjav. Verð 29,5 m. Allar nánari upplýs. á skrifstofunni. SKEIÐARÁS Nýtt vandað glæsilegt og bjart 220 fm skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á 1. hæð á mjög góðum stað við nýja Vífil- sstaðaveginn. Sérinngangur og séraðkoma. Eignin er til afhendingar strax, tilbúin til inn- réttinga. Verð 15,9 m. SKEIÐARÁS Nýtt vandað bjart og glæsilegt ca 190 fm skrifstofuhúsnæði á tveim hæðum á besta stað við nýja Vífils- staðaveginn. Niðri er ca 26 fm móttaka og uppi ca 165 fm bjartur salur. Sérinngangur og séraðkoma. Eignin er fullbúin til innréttinga og til afhend- . nú þegar. Verð 12,7 m. STÓRHÖFÐI/VIÐARHÖFÐI - LAUST Ca 530 fm bjart og skemmtilegt skrifstofuhúsnæði á annarri hæð. Eignin er tilbúin til innréttinga. Hagstætt verð. HÚS- NÆÐIÐ ER LAUST OG TILBÚIÐ TIL AFHEND- INGAR NÚ ÞEGAR. SÚÐARVOGUR Glæsilegt 250 fm mik- ið endurnýjað skrifstofu- og verslunarhús- næði á jarðhæð. Verslunarhúsnæði ca 90 fm, skrifstofur ca 165 fm. Verð 20,3 m. Áhv. 11,1 m. SÚÐAR R VOGUR 475 fm skrifstofuhús- næði á 3ju hæð sem búið er að breyta í átta leiguíbúðir og herbergi. Góð lofthæð. Næg bílastæði á lóðinni. Góðar leigutekjur. Verð 22,8 m. NÁN- . UPPLÝSINGAR Á SKRIFST. SÚÐAR R VOGUR Ca 110 fm gott skrif- stofu- og verslunarhúsnæði á jarðhæð. Vandaðar innréttingar, færanlegir millivegg- ir. Verð 8,3 m. Áhv. 2,8 m. FASTEIGNASALA BRYNJÓLFS JÓNSSONAR EHF. Barónsstíg 5, 101 Reykjavík, Brynjólfur Jónsson, hagfr. og lögg. fasteignasali, Jón Ól. Þórðarson hdl., lögg. fasteignasali, Daníel G. Björnsson, sölumaður. Sími 511 1555 Fax 511 1556 - BrynjolfurJonsson@simnet.is Ídesembermánuði kom álitfrá Kærunefnd fjöleign-arhúsamála þar sem aðilardeildu um aukakostnað vegna litabreytinga á gangi í fjöl- býli við Flyðrugranda í Reykjavík. Deilan snerist fyrst og fremst um hvort framkvæmd stjórnar á ákvörðun hefði verið lögleg þar sem hún var ekki borin undir hús- fund, en það er meginregla að bera skuli allar sameiginlegar ákvarð- anir í húsfélagi undir húsfund. Ákvörðun um litabreytingu Tveir íbúðareigendur bjuggu á jarðhæð fjölbýlisins og var gang- urinn við íbúðirnar gluggalaus og dimmur. Húsfundur í húsfélaginu tók ákvörðun um málning- arframkvæmdir og litaval á sam- eign hússins og var m.a. ákveðið að mála ganginn á jarðhæðinni dumb- rauðan. Þegar málningarframkvæmdir voru hafnar urðu íbúðareigend- urnir á jarðhæðinni ósáttir við lita- valið vegna aðstæðna. Í framhald- inu stöðvuðu íbúðareigendurnir málningarframkvæmdirnar og kröfðust þess að gangurinn á jarð- hæðinni yrði málaður í öðrum lit og ljósari. Stjórn húsfélagsins féllst á kröf- ur íbúðareigendanna um litabreyt- ingu án þess að bera þá ákvörðun undir húsfund í húsfélaginu og var nú gangurinn málaður í gulum lit. Íbúðareigendurnir á jarðhæðinni voru nú mjög sáttir og töldu að málið væri úr sögunni gagnvart sér. Stjórn húsfélagsins sendi íbúðar- eigendunum hins vegar reikning fyrir litabreytingunni að fjárhæð rúmlega 50.000 krónur. Íbúðareig- endurnir mótmæltu kröfu hús- félagsins og neituðu að greiða reikninginn enda töldu þeir þetta ekki sitt mál heldur húsfélagsins. Engin mótmæli Húsfélagið sendi málið til kæru- nefndar fjöleignarhúsamála og ósk- aði eftir áliti á þeirri deilu um hverjum væri skylt að greiða auka- kostnaðinn vegna litabreytinganna. Húsfélagið, hér eftir nefnt álits- beiðandi, hélt því fram fyrir kæru- nefndinni að það hefði verið sam- þykkt á löglegum húsfundi að mála sameignina í ákveðnum litum og m.a. ganginn á jarðhæðinni dumb- rauðan. Íbúðareigendurnir á jarðhæð- inni, hér nefndir gagnaðilar, hafi verið á húsfundinum og engin mót- mæli hafi komið fram af þeirra hálfu. Þá hafi gagnaðilar stöðvað framkvæmdir í miðju verki og krafist þess að litnum yrði breytt. Taldi álitsbeiðandi að gagnaðil- unum bæri að greiða aukakostn- aðinn vegna litabreytinganna. Gagnaðilarnir héldu því fram fyrir kærunefndinni að þegar byrj- að hafi verið að mála ganginn hafi þeir séð að liturinn væri of dökkur þar sem gangurinn væri glugga- laus og dimmur fyrir. Því hafi þeir leitað til álitsbeiðanda og krafist þess að litnum yrði breytt í annan ljósari lit. Krafan um aukakostn- aðinn vegna litabreytinganna hafi komið þeim verulega á óvart og töldu þeir að litabreytingin væri mál álitsbeiðanda en ekki þeirra eingöngu. Í áliti kærunefndarinnar kom fram að meginreglan sé að allar sameiginlegar ákvarðanir beri að taka á húsfundi og sé tilgangurinn með þeirri meginreglu að eig- endum sé þar með gefinn kostur á að mæta og taka þátt í umræðum, ákvörðunum og atkvæðagreiðslu um sameiginleg málefni. Kæru- nefndin taldi að rétt hefði verið staðið að ákvörðun húsfundar um litaval á sameigninni allri. Ekki borin undir húsfund Í áliti nefndarinnar kemur svo fram, að ákvörðun stjórnarinnar um litabreytinguna á ganginum á jarðhæðinni hafi hins vegar ekki verið borin undir húsfund í hús- félaginu og væri það þannig gagn- stætt meginreglunni um ákvarð- anatöku húsfélaga. Auk þess hafi ekki legið fyrir að litabreytingin hefði í för með sér aukakostnað fyrir gagnaðilana og tekur nefndin það skýrt fram að álitsbeiðandi hefði átt að gera gagnaðilum það ljóst að þeir myndu bera af henni allan kostnað. Það hafi ekki verið gert og því geti álitsbeiðandi ekki krafið gagnaðil- ana um aukakostnaðinn eftir á. Niðurstaða nefndarinnar var því sú, að gagnaðilum bæri ekki að greiða aukakostnaðinn vegna lita- breytinga á gangi jarðhæðarinnar. Þetta álit kærunefndar sýnir mikilvægi þess að bera allar ákvarðanir sem varða sameiginlega hagsmuni húsfélagsins undir hús- fund. Þó hefur stjórn húsfélagsins valdsvið í einstökum málum og get- ur tekið ákvarðanir um ýmis mál- efni er varða rekstur sameign- arinnar án þess að bera þær undir húsfund. Daglegur rekstur Stjórn húsfélags er rétt og skylt að taka hvers kyns ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu vegna sameignarinnar. Þá getur stjórnin látið framkvæma á eigin spýtur minni háttar viðhald og viðgerðir og bráðnauðsynlegar og brýnar ráðstafanir sem þola ekki bið. Allar aðrar ákvarðanir ber stjórninni, áður en í þær er ráðist, að leggja fyrir húsfund til umfjöll- unar og ákvörðunar. Á það und- antekningarlaust við um fram- kvæmdir sem eru verulegar hvað varðar kostnað, umfang og óþæg- indi. Gildir hér einu þótt um æski- legar og jafnvel nauðsynlegar ráð- stafanir sé að ræða. Lélegt litaval á gangi fjölbýlishúss Hús og lög eftir Elísabet Sigurðardóttir, hdl. / bjarkielisabet@isholf.is Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.