Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 C 19HeimiliFasteignir Útreikn- ingar í nýju greiðslu- mati GREIÐSLUMATIÐ sýnir há- marksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eig- ið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. lífeyr- issjóðslánum eða bankalánum til fjármögnunar útborgunar séu eigið fé umsækjenda og séu 10, 30 eða 35% heildarkaupanna. Síðan eru há- marksfjármögnunarmöguleikar hjá Íbúðalánasjóði reiknaðir út miðað við eigið fé, hámarksgreiðslugetu til að greiða af íbúðalánum og vaxta- bætur. Útreikningur á greiðslugetu: Heildartekjur -skattar -lífeyrissjóður og félagsgjöld -framfærslukostnaður -kostnaður við rekstur bifreiðar -afborganir annarra lána -kostnaður við rekstur fasteignar =Ráðstöfunartekjur/hámarks- geta til að greiða af íbúðalánum Á greiðslumatsskýrslu kemur fram hámarksgreiðslugeta umsækj- enda til að greiða af íbúðalánum og eigið fé umsækjenda. Þegar um- sóknin kemur til Íbúðalánasjóðs fylgir henni yfirlit yfir greiðslubyrði af yfirteknum og nýjum lánum í kauptilboði. Hámarksgreiðslugeta skv. greiðslumatsskýrslunni er þá borin saman við raun greiðslubyrði á kauptilboði og eigið fé í greiðslu- matsskýrslu borið saman við út- borgun skv. kauptilboði. Eftir atvik- um getur þurft að reikna vaxtabætur m.v. raunverulegt kaup- tilboð aftur þegar umsókn er skilað til Íbúðalánasjóðs. Verð eignarinnar og samsetning fjármögnunar getur svo verið önnur en gert er ráð fyrir í greiðslumati eftir því hvaða mögulega skulda- samsetningu hin keypta eign býður upp á. Ekki er gert ráð fyrir að um- sækjendur endurtaki greiðslumatið ef aðrar fjármögnunarleiðir eru farnar en gengið er út frá í greiðslu- mati. Tökum dæmi: Umsækjandi sem er að kaupa sína fyrstu eign gæti t.d. fengið greiðslumat sem sýnir hámarksverð til viðmiðunar 7.000.000 kr. miðað við 2.100.000 í eigið fé og hámarks- greiðslugeta hans væri 40.000 kr. þegar allir kostnaðarliðir hafa verið dregnir frá tekjunum. Þessi umsækjandi gæti svo keypt íbúð fyrir 8.000.000 án þess að fara í nýtt greiðslumat ef forsendur hans um eignir og greiðslugetu ganga upp miðað við nýja lánasamsetn- ingu. Dæmi: Kaupverð 8.000.000 Útborgun 2.080.000 Fasteignaveðbréf 5.600.000 (70%, greiðslubyrði m.v. 25 ára lán = 33.000 á mánuði) Bankalán 320.000 (greiðslubyrði t.d. 10.000 á mánuði) Það er ljóst ef kauptilboð, yfirlit yfir greiðslubyrði yfirtekinna og nýrra lána í kauptilboði og greiðslu- matsskýrsla er borin saman án þess að farið sé í nýtt greiðslumat að þessi kaup eru innan ramma greiðslumatsins þrátt fyrir að stungið hafi verið upp á 7.000.000 íbúðarverði m.v. upphaflegar for- sendur. Útborgunin er innan marka eigin fjár hans og greiðslubyrði lán- anna innan marka greiðslugetunnar. Fyrsta greiðsla er að jafnaði tals- vert hærri en síðari greiðslur, hún er á þriðja reglulega gjalddaga frá útgáfu fasteignaveðbréfsins (sé um mánaðarlega gjalddaga að ræða) og samanstendur af einnar mánaðar af- borgun, vöxtum frá fyrsta vaxtadegi (a.m.k. þrír mánuðir) og vísitölu frá grunnvísitölumánuði (a.m.k. þrír mánuðir). Gjalddagar húsbréfalána Íbúða- lánasjóðs geta verið mánaðarlega eða ársfjórðungslega. Hægt er að breyta gjalddögum lánanna eftir út- gáfu þeirra. ÞAÐ getur verið til bóta að hafa auka svefn- pláss. Hér hefur slíkt verið innréttað á litlu ris- lofti með aukaglugga. Svona loft eru gjarnan á gólfsúlum. Svefnloft undir risi Hærra undir loft MEÐ ÞVÍ að hafa sperrurnar opnar má hækka undir loft þannig að súðin virðist ekki eins aðþrengjandi. MAROKKÓLAMPINN er úr leðri sem strengt er á grind og málað með henna-lit. Marokkó- lampinn Í smíðum Breiðavík - Grafarvogi Erum með til sölu nokkrar mjög vandaðar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í litlu fjölbýli. Skilast fullfrágengnar án gólfefna fljótlega eftir áramót. Mjög vandaður frágangur. Stærð íbúða er frá 94 fm upp í 134 fm. Möguleiki að fá bílskúr. Verð frá 11,9 m. Nánari upplýsingar hjá Smáranum fast- eignamiðlun. Parhús - Mosfellsbæ Parhús í byggingu, hvor hluti er alls 206 fm. Til greina kemur að selja báða hlutana. Ann- að húsið afhendist fullbúið að utan, fok- helt að innan, hugsanlega lengra komið, lóð grófjöfnuð. Hitt húsið íbúðarhæft. Frá- bært útsýni til allra átta, óbyggt svæði við hliðina. Einstök staðsetning. Möguleiki á tveimur íbúðum. Teikningar og nánari upplýs. hjá Smáranum. Verð 13,5 m. fok- helt. Til afhendingar með litlum fyrirvara. Ársalir - Kópavogi Höfum til sölu íbúðir í 7 hæða nýbyggingu. Íbúðirnar eru þriggja og fjögurra herbergja og verður þeim skilað fullfrágengnum án gólfefna. Stærð íbúða er frá 85 upp í 116 fm og verð 12,1-14,9 m. Öllum íbúðum fylgja stæði í bílgeymslu. Skálaheiði - Efri hæð Nýbygg- ing á góðum stað, örstutt í skólann. Íbúð- in er 103 fm og henni fylgir 30 fm bílskúr. Afhendist tilbúin til innréttinga eða lengra komin og fullbúin að utan um næstu ára- mót. Verð 14,5 m. Skálaheiði - Neðri sérhæð Nýbygging á góðum stað, 144 fermetrar. Sérinngangur. Afhendist um áramót full- búin að utan og að innan tilbúin til inn- réttinga. Möguleiki að fá afhent lengra komið. Verð 15,5 m. Möguleiki á bílskúr. Núpalind Vorum að fá í sölu íbúðir í nýju 8 hæða lyftuhúsi við Núpalind í Kópavogi. Íbúðirnar eru 2ja til 4ra herbergja, stærð 77,4-177,1 fm. Íbúðirnar skilast fullbúnar en án gólfefna í jan.-feb. 2001. Möguleiki á einkabílastæðum í bílgeymslu. Nánari skilalýsing og teikningar hjá Smáranum. Holtagerði - Efri sérhæð Í einkasölu mjög góð efri sérhæð í tvíbýli ásamt bílskúr, samtals 133 fm, á mjög góðum stað í vesturbæ Kópavogs. Sér- inngangur og -bílskúr. Íbúðin er talsvert endurnýjuð. Merbau-parket. Íbúðin er laus í febrúar nk. Áhv. 4,5 m. Verð 14,8 m. Eyrarholt - Hafnarfirði Efri sér- hæð með risi ásamt bílskúr, samtals 220 fm. Endahús með sérinngangi. Eign sem býður upp á mikla mögul. Íbúðin er laus, lyklar og upplýsingar hjá Smáranum fast- eignamiðlun. Áhv. 6,5 m. Tilboð óskast. 4ra til 7 herb. Kirkjusandur - Rvík Fullbúin og vönduð 90 fm 3-4 herbergja íbúð á jarð- hæð í nýlegu húsi ásamt stæði í bíl- geymslu. Hellulögð verönd. Allar innrétt- ingar og innihurðir eru úr mahóní. Hús- vörður. Innangengt í bílgeymslu. Áhv. 4,4 m. Verð 13,5 m. Fífusel - Rvík Mjög góð og mikið endurnýjuð fjögurra herbergja íbúð í snyrtilegu fjölbýli. Parket og flísar á gólf- um. Íbúðin er 104 fm og henni fylgir stæði í bílgeymslu. Laus til afhendingar vorið 2001. Góð eign. Verð 13,4 m. Sléttahraun - Hafnarfirði Góð 94 fm íbúð á efstu hæð í fjölbýli. Húsið er í góðu ástandi. Flísar á baðherbergi og forstofu. Parket á stofu og herbergjum. Áhv. hagstæð byggingasjóðslán 3,5 m. Verð 10,3 m. Veghús 31 - Rvík Í einkasölu mjög góð og vel skipulögð 101 fm íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi. Sérmerkt stæði í bíl- geymslu. Glæsil. útsýni. Íbúðin er laus til afhendingar strax. Áhv. 6,4. Verð 13,2 m. Kleppsvegur Vorum að fá í sölu 94 fm íbúð á 4. hæð. Frábært útsýni. Þrjú svefnherbergi í íbúð og aukaherb. í risi m. aðg. að snyrtingu. Til greina koma skipti á nýlegri íbúð. Áhv. 4,8 m. Verð 10,3 m. Asparfell Góð 4-5 herbergja íbúð á fimmtu hæð. Gott skipulag og falleg íbúð. Parket á stofu og eldhúsi. Góðar geymsl- ur, þvottahús á hæðinni. Áhv. 6,2 m. Verð 11,8 m. 3ja herb. Engjasel - Rvík Góð 80 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýli. Íbúðinni fylgir stæði í bílgeymslu. Parket á stofu, suðursvalir, gott útsýni. Sérþvottahús. Íbúðin er laus, til afhendingar strax. Lyklar og nánari upplýsingar hjá Smáranum. Áhv. 6,7 m. Verð 9,9 m. Landsbyggðin Hveragerði Vorum að fá í sölu gott parhús á tveimur hæðum, samtals 190 fm með bílskúr. Blómaskáli, góður garður með heitum potti. Mjög falleg eldhúsinn- rétting með góðum tækjum. Áhv. 6,7. Verð 11,9 m. Atvinnuhúsnæði Hlíðasmári Fullbúið og innréttað verslunarhúsnæði á jarðhæð, 75 fermetr- ar á góðum stað, beint á móti Smáralind. Flísar á gólfi, góðir gluggar. Laust til af- hendingar strax. Nánari upplýsingar hjá Smáranum. Eyjarslóð - Rvík Í einkasölu at- vinnuhúsnæði á góðum stað, þrjú bil, samtals 475 fm á jarðhæð og annarri hæð. Jarðhæð 212 fm með innkeyrslu- dyrum. Hugsanlegt að selja bil á efri hæð sér. Gott verð. Laust til afhendingar strax. Atvinnurekstur Billiardstofa í fullum rekstri Vorum að fá í sölu stóra og vinsæla billi- ardstofu, 11 borð, besti tími ársins fram- undan. Getur verið laus fljótlega. Nánari upplýsingar hjá Smáranum. Eignir óskast Vegna mikillar sölu vantar allar gerðir eigna á skrá. Við skoðum og verðmetum eignir sam- dægurs ef óskað er. Hafið samband við okk- ur ef þið eruð í söluhugleiðingum. Sérbýli Lindarsel Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum og með tvöföldum bíl- skúr. Parket á flestum gólfum. Arinn í stofu, heitur pottur í garði. Óbyggt svæði bak við húsið. Gott útsýni. Til greina koma skipti á minni eign, t.d. einbýli eða raðhúsi á einni hæð. Skógarhjalli Í einkasölu glæsilegt parhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr, samtals 222 fm. Vönduð gólfefni, flísar og merbau-parket á gólfum. Glæsileg eld- húsinnrétting úr rótarspóni. Áhv. 6,4 m. Verð 23,9 m. Hringbraut - Aukaíbúð Parhús með aukaíbúð í kjallara. Stærri íbúðin er um 115 fm á tveimur hæðum. Í kjallara er aukaíbúð með sérinngangi, hentug til út- leigu. Eign sem býður upp á mikla mögu- leika. Áhv. húsbréf 5,3 m. Verð 16,5 m. Álfhólsvegur Raðhús, tvær hæðir og kjallari. Mjög vel viðhaldið hús. Stór og góður bílskúr. Möguleiki á aukaíbúð í kjallara. Fallegur og vel gróinn garður. Verð 18,3 m. Hæðir Álfhólsvegur Höfum í einkasölu mikið endurnýjaða neðri sérhæð í tvíbýli ásamt bílskúr, samtals 175 fm. Mikið út- sýni, óbyggt svæði fyrir aftan húsið. Áhv. 1,8 m. Verð 15,8 m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.