Morgunblaðið - 09.01.2001, Page 26

Morgunblaðið - 09.01.2001, Page 26
26 C ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir S Ú MIKLA uppbygging, sem hófst í Grafarholti austan Vesturlands- vegar á síðasta ári, fer ekki framhjá neinum sem ekur um Vesturlandsveg. Vestursvæði Grafarholts hefur þegar verið deiliskipulagt og þar er búið að úthluta lóðum fyrir rúmlega 600 íbúðir. Þeim lóðum, sem eftir eru, verður svo úthlutað bráðlega. Mikil lóðaeftirspurn kallar sífellt á fleiri lóðir og undirbúningur fyrir byggð á aust- ursvæði Grafarholts er þegar kominn vel á veg, en fyrir skömmu var lokið deiliskipu- lagi á meginhluta svæðisins. Þar eru að verki Kanon-arkitektar, en þeir hönnuðu einnig hluta af vestursvæði Grafarholts. Kynningu á þessu skipulagi er þegar lokið. Á austursvæðinu er lögð áherzla á fjölbýli og fremur þétta byggð. Aðalaðkoma er um svonefnt Krosstorg, en að því liggja fjórar götur. Jónsgeisli liggur til norðurs og tengir hverfið við Reynisvatnsveg. Til austurs myndar Gvendargeisli aðalumferðargötuna inn í hverfið og teygir sig í átt að Reynis- vatni. Þorláksgeisli liggur svo til suðurs frá Krosstorgi, en frá honum er aðkoma að Leirdal, syðsta hluta austursvæðisins. Að lokum tengist Krosstorg vesturhluta Graf- arholts um Kristnibraut til vesturs. Auk að- alaðkomu um Krosstorg er önnur aðkoma austar á skipulagssvæðinu frá Reynisvatns- vegi. Miðsvæðis á austursvæðinu verða grunn- skóli og leikskóli. Báðir skólarnir liggja að megingötu hverfisins, Gvendargeisla. Við þessa götu er ennfremur gert ráð fyrir lítilli matvöruverzlun. Á svæðinu er nú þegar gamall gróðurreitur, sem verður látinn halda sér að mestu. Þar verður leikskólinn og almenningsgarður. Við suðurenda Þor- láksgeisla er gert ráð fyrir félagsaðstöðu. Nálægt miðju austursvæðinu er fallegur trjáræktarreitur með allháum trjám og set- ur þessi reitur mikinn svip á umhverfið. Reynt verður að aðlaga byggðina þessum trjágróðri, og hann látinn halda sér eins og frekast er unnt. Í syðri hluta Leirdals er jarðvegsdýpt mikil eða um og yfir þrír metrar og þar er ekki gert ráð fyrir byggð. Í stað þess á að vera þar opið svæði til sérstakra nota. Til þess að það verði ekki of mikill akstur gegn- um hverfið að Reynisvatni er komið inn í hverfið á tveimur stöðum einmitt til þess að létta á umferðarálaginu. Sjö hundruð og sjötíu íbúðir Á skipulagssvæðinu verða alls 771 íbúð, þar af 669 íbúðir í fjölbýli og 82 íbúðir í sér- býli. Þetta verður því allstórt hverfi, en gera má ráð fyrir að íbúarnir verði kringum 2.500, þegar hverfið er fullbyggt. Fjölbýlis- íbúðirnar verða fjölbreytilegar að stærð og gerð, en sérbýlisíbúðirnar skiptast í 45 íbúð- ir í raðhúsum og 37 einbýlishús. Ástæðurnar fyrir svo mörgum fjölbýlis- íbúðum á svæðinu eru fleiri en ein. „Þarna er verið að leita nýrra leiða í fjölbýli, en það er samt verið að skipuleggja til langs tíma,“ segja þau hjá Kanon-arkitektum. „Svæðið er áveðurs og þetta verður jaðarbyggð og ekki gert ráð fyrir byggð fyrir austan hana. Markmiðið er því m.a. að skapa skjólgóða byggð og það verður bezt gert með sam- felldri byggð.Við fengum ráð hjá Haraldi Ólafssyni veðurfræðingi varðandi veðurfar á svæðinu og unnum skipulagið talsvert með hliðsjón af hans ráðleggingum. Þegar litið er á svæðið í heild gerum við ráð fyrir mjög fjölbreyttum íbúðargerðum, bæði að því er varðar litlar og stórar íbúðir, og að sérbýlið móti þær sem mest. Þetta eiga að verða það góðar íbúðir, að fólk líti ekki á þær sem stökkpall í annað og betra heldur líti á þær sem varanlegan kost. Á síðustu misserum höfum við orðið vör við það, að sumir vilja fá stærri íbúðir en al- gengast var fyrir nokkrum árum, ekki síður í fjölbýli. Ásóknin í myndarlegar sérhæðir hefur aukizt.“ Í norðurjaðri svæðisins verða hefðbundn- ar stærðir af íbúðum. Staðsetning húsanna er bundin gagnvart götu, en síðan hafa hús- byggjendur meira frelsi inn á lóðina út frá þessari byggingarlínu, sem er bindandi gagnvart götu. Þar er treyst á skynsemi og fagmennsku hönnuða. Þarna er lögð áherzla á skjólmyndandi byggð fyrir allt svæðið gagnvart norðaust- anátt og þess vegna er gert ráð fyrir fjöl- býlishúsakeðjum með brotnu horni á þessu svæði til þess að brjóta niður vindstrenginn. Þar fyrir sunnan koma vinkillaga fjöl- býlishús, sem eru 3–5 hæðir og með rúm- lega 20 íbúðum hvert. Vinkilformið gefur skjólgóðar lóðir fyrir hvert hús. Fyrir sunnan þessi hús koma svo stærstu fjölbýlishúsin, annað með 40 íbúðum en hitt með 50 íbúðum. Þessi hús standa við Gvendargeisla, sem verður aðalgata hverfisins og með mestum íbúaþéttleika. Fyrir sunnan Gvendargeisla verða lítil fjölbýlishús með möguleika á sér- inngangi. Þau eiga að verða 3ja hæða með 15 íbúðum hvert. Þar næst koma einbýlishús og raðhús. Einbýlishúsin geta verið á einni til tveimur hæðum, eftir því sem landhallinn býður upp á. Raðhúsalóðirnar liggja fyrir austan ein- býlishúsalóðinar og að grunnskólalóð. Syðst í Leirdal kemur athyglisvert 3ja hæða bogahús með um 60 íbúðum. Lögun þess tekur mið af Leirdalnum, sem er einnig Uppdráttur af skipulagssvæðinu. Nyrzt er keðja skjólmyndandi fjölbýlishúsa. Þar fyrir sunnan koma vinkillaga fjölbýlishús, sem eru 3–5 hæðir og með rúmlega 20 íbúðum hvert. Fyrir sunnan þau koma stærstu fjölbýlishúsin, annað með 40 íbúðum en hitt með 50 íbúðum. Fyrir sunnan götuna Gvendargeisla verða lítil fjölbýlishús með möguleika á sérinngöngum og þar næst koma einbýlishús og rað- hús. Syðst í Leirdal kemur 3ja hæða bogahús með um 60 íbúðum. Út frá því koma minni fjölbýlishús, sem mynda eins og geisla upp í brekkunum í Leirdalnum. Austast myndar röð 2ja hæða raðhúsa útvörð byggðarinnar við Reynisvatn. Lóðaúthlutun framundan áaustursvæði Grafarholts Fjölbýlishús við Gvendargeisla með um fimmtíu íbúðum. Syðst í Leirdal verður mjög athyglisvert boga- hús með um 60 íbúðum. Lögun þess tekur mið af Leirdalnum, sem er bogadreginn. Í norðurjaðri svæðisins er lögð áherzla á skjól- myndandi byggð gagnvart norðaustanátt. Þess vegna er gert ráð fyrir fjölbýlishúsakeðjum með brotnu horni til að brjóta niður vindstrenginn. Fjölbýli mun setja svip á austursvæði Grafarholts. Magnús Sigurðsson ræddi við Kanon-arkitekta, sem skipulögðu svæðið og leggja áherzlu á þétta byggð þar og gott skjól.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.