Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 31
anum borga allir sinn skerf af tjón- inu, tjóni sem ekki þurfti að verða ef þeir sem ábyrgðina báru hefðu ekki sýnt vítavert kæruleysi í brunavörn- um. Hafðu augun hjá þér Hvar sem þú vinnur og hvar sem þú kemur skaltu hafa augun hjá þér. Við erum ekki vön því að glápa upp í loftið þegar inn er komið, finnst okk- ur ekki koma við hvað þar er að sjá enda ýmislegt áhugaverðara og nær- tækara fyrir framan nefið. En það sem sést upp í loftinu og ekki síður það sem ekki sést þar, gefur miklar upplýsingar. Tökum dæmi, segjum að þú komir í einhverjar af verslununum í Smár- anum í Kópavogi, hvort sem það er Hagkaup, Rúmfatalagerinn eða Elkó. Vissulega er það margt að sjá, en gefðu þér samt örlítinn tíma til að kíkja upp í loftið og hvað sérðu þá? Rör sem liggja þvers og kruss í loftinu og þar sem þau enda er skrýtið stykki, hér erum við að horfa á eina mögnuðustu brunavörn sem völ er á, vatnsúðakerfi, á slang- urmáli kallað sprinkler. Það sem gerist ef eldur verður laus í þessum fyrirtækjum í Smár- anum er að þegar ákveðnu hitastigi er náð við loftið opnast „skrýtnu“ stykkin í loftinu og dreifa hárfínum vatnsúða, sem er versti óvinur elds- ins. Að sjálfsögðu getur orðið tals- ÁUNDANFÖRNUM árumhafa orðið fjölmargir hrika-legir eldsvoðar hérlendis þar sem milljarða króna verðmæti hafa orðið að lofti á svipstundu í bók- staflegri merkingu því að við bruna breytist fast efni í loft. Heilt bæjarfélag, Vestmanna- eyjar, er í sárum eftir að stærsti vinnustaður eyjanna lagðist í rúst á einni nóttu í ógnar eldhafi, en því miður er þetta ekkert einsdæmi ef litið er yfir farinn veg. Þótt ekki liggi hér á borði óyggjandi tölulegar stað- reyndir er samt hægt að segja að á liðnum áratugum hefur enginn at- vinnugrein sem fiskvinnslan orðið fyrir jafn miklu brunatjóni. En eru það aðeins fyrirtækið og starfsmenn þess, tryggingarfélagið og sveitarfélagið sem verða fyrir tjóni þegar fiskvinnsluver brennur að miklu leyti og allur rekstur stöðv- ast? Nei, aldeilis ekki, það verða allir fyrir tjóni nákvæmlega eins og þeg- ar hrikalegt umferðaslys verður. All- ir sem eiga fasteignir hafa þær brunatryggðar, enda lögboðið. Því fleiri bruna, sem þarf að bæta, því hærri iðgjöld fyrir hvern og einn. Þess vegna kemur öllum það við ef milljarðar gufa upp í loftið, það er ekkert einkamál eiganda viðkom- andi fyrirtækis eða fasteignar. Þó að slíkt sé auðvitað mikið áfall fyrir við- komandi þá er kominn tími til að tala um þessi mál af fullkominni hrein- skilni. Slóðaskapur í brunavörnum er ekkert feimnismál, sem helst ekki á að tala um af hlífð við þá sem hafa horft upp á fyrirtæki sín gufa upp í loftið í snarkandi eldi. Þetta kemur öllum við því á end- verður skaði vegna vatns ef þetta gerist, aðallega á vörum, en mikil lík- indi til að þetta slökkvi þá elda sem kviknað hafa án þess að byggingin skemmist og þá er miklu bjargað. Það er kominn tími til að hver og einn sé á verði gagnvart sínu nán- asta umhverfi, hvort sem er heima eða á vinnustað og fylgist með því hvernig brunavörnum er háttað og þar kemur fleira til greina en vatns- kerfi eins og að framan hefur verið lýst. Brunahólf eru mjög mikilvæg í stærri fasteignum og ekki síður er nauðsynlegt ef farið er með lagnir úr einu brunahólfi í annað, hvort sem það eru vatns-, rafmagns- eða fjar- skiptalagnir, að ábyrgt sé gengið frá þar sem þau fara í gegnum veggi. Þetta er gert með sérstöku efni sem ekki brennur heldur þenst út við hita og lokar hugsanlegum gluf- um umhverfis leiðslur, þar gæti eld- ur sogast í gegn ef ekkert stöðvaði hann. Tjón af völdum eldsvoða snertir alla, þess vegna þurfa allir að vera á verði og eiga ekki að hika við að benda réttum yfirvöldum á misfellur í brunavörnum sem þeir verða varir við. Það er einnig athugandi hvort ekki eigi að taka upp kynningu á brunavörnum og hrikalegum afleið- ingum eldsvoða strax í grunn- skólum, það þarf hver og einn að vera þess umkominn að meta sitt nánasta umhverfi, hvernig það er í stakk búið til að verjast eldi. Og umfram allt, hættum að ræða um eldsvoða sem eitthvert feimn- ismál af hlífð við einhverja trassa sem eiga um sárt að binda vegna stórskaða af völdum elds. Eldsvoðana verður að stöðva Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Morgunblaðið/Ásdís Tjón af völdum eldsvoða snertir alla. Þess vegna þurfa allir að vera á verði. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 C 31HeimiliFasteignir Auðbrekka - fráb. útsýni Mjög gott 713 fm iðnaðar- og lagerhúsn. Nýl. hús, álklætt að utan. Góð lofth. Innkeyrsludyr. Lóð malb. Hagst. verð, góð áhv. lán. 4966 Miðbær - Hafnarfjörður - til sölu eða leigu Fjórar stórglæsil. hæðir í turninum í miðbæ Hf. (lyftuh.). 6. h. 362.2 fm og 5. h. 365 fm er fullb. skrifstofuhúsn. í algj. sérfl. 4. h. 374 fm og 3. h. 376 fm, tilb. til inn- rétt. Fráb. staðsetn. og útsýni. Hagst. lán. V. tilboð. Við Hlíðasmára Á góðum stað til sölu eða leigu ca 400 fm björt verslhæð á einum besta stað í Smáranum (í sama húsi og Spari- sjóður Kóp.). Upplýs. á skrifstofu. Bæjarlind - í sölu eða til leigu. Stór- glæsil. ca 400 fm verslunarhúsn. Tvö sjálfst. bil, 150 og 250 fm m. sameign sem er ca 30 fm. Hluti í leigu. Áhv. 36 m. 3994 Hlíðasmári 1 og 3 - nýbygg. Á einum besta stað í Smáranum 8000 fm mjög vandað fimm hæða verslunar- og skrifstofu- húsn. m. lyftu. Um er að ræða Hlíðasm. 1 ca 3700 fm og Hlíðasm. 3 ca 4400 fm ásamt tengingu milli húsa. Grunnflötur hæða frá 450 til 1150 fm. Mjög góð aðkoma. 260 bílastæði. Eignin afh. fullb. að utan, sameign fullb. að innan sem og utan. Lóð fullb. og malbikuð bílastæði. Byggingaraðili Byggir ehf. Lauganesv. Rvík - 188,6 fm Mjög rúmg. verslunar- og þjónusturými á góð- um stað í austurborginni. Býður uppá mikla mögul., t.d. að breyta í íb. Gott fmverð aðeins 60 þ pr. fm. Vantar strax - Laugav. eða nágr. Leitum fyrir traustan kaupanda eða leigutaka að ca 150-200 fm húsn. á 2. hæð eða ofar í lyftuh. Fossaleynir - 2116 fm Skrifstofu-, verslunar- og lagerhúsn. Góð lofthæð. Afh. í febrúar 2001. 4612 Laugavegur - nýtt verslunar- húsn. Á fráb. stað 3 verslunarpl. sem eru 143 fm, 245 fm og 455 fm. Húsn. afh. í mars. St. í lokaðri bílageymslu í kj. Fráb. mögul. fyrir verslanir eða fyrirtæki. Í húsinu eru einnig til sölu 3 glæsil. „penthouse“-íb. og 2 ca 70 fm 2ja herb. sem skilast tilb. til innrétt. Lyfta í hús- inu. Teikn. á skrifst. Miðhraun Garðabæ - nýtt á skrá - í byggingu ca 3.100 fm Húsið skiptist í fimm 500 fm einingar, sem eru jafnvel skiptanlegar í 4 smærri hluti, hver m. innk.hurð. Síðan tvær 310 fm einingar, sem hægt er að skipta í tvennt. Verð frá 70 þús pr. fm Góð staðsetning - einstakt tækifæri fyr- ir stærri sem smærri fyrirt. m. heildarlausn í húsnæðismálum í huga. 4971 Völuteigur - Mos. - 1500 fm á fráb. verði. Í einkasölu sem má skipta í 250 fm bil. Góð aðkoma. Bílast. malbikuð, grófj. lóð. Gott verð. V. pr.fm 72 þús. Góðar innkeyrsluhurðir 3,66 m á hæð. Síðumúli - Alls 815 fm. þ.e. 182 fm skrif- stofuhúsn. á 2. hæð og 634 fm lager/þjónustu- húsn. Góð aðkoma. Glæsileg eign sem búið er að klæða að utan. góð áhv. lán. Hlíðasmári Kóp. - til leigu ca 150 fm Fullb. rúmgott, vel skipulagt skrif- stofu og verslunarpláss. Hentar fyrir smærri fy- irtæki. t.d. heildsölu, tölvu- og hugbúnaðar- fyrirtæki. Uppl. á skrifst. Sölustjóri atvinnuhúsn. er Magnús Gunnarsson gsm 899 9271 Kirkjusandur - vönduð eign Nýl. og falleg 90 fm íb. á 1. h. m. stæði í bílskýli. Falleg- ar innrétt. og gólfefni. Seljandi óskar eftir skipt- um á minni eign. V. 13,6 m. Áhv. 4,0 m. 4211 Austurbær Kópavogs - sérinng. - nýl. viðg. hús Góð 86 fm íb. á 3. h. í nýl. viðg. fallegu fráb. staðs. fjölb. Fallegt útsýni. Áhv. 3,9 m. V. tilboð. 4678 Snorrabr. - við Grettisgötu - laus Falleg 3ja herb. íb. m. mögul. á aukaherb. í kj. á 1 hæð. Húsið er við Grettisgötu. Suðursv. V. 8,8 m. 3083 Laugarneshverfi Í einkasölu stórglæsil. risíb. Íbúðin er vel hönnuð og skipul., býður upp á góða nýtingu og er einstaklega skemmtil. Inn- rétt. í sérfl. Suðursv. V. 12,7 m. Áhv. 3,2 m. byg- gsj. 4822 Austurströnd - bílskýli Falleg 50 fm íbúð með glæsilegu útsýni. Parket og flísar. Góð samegin og gott aðgengi í alla þjónustu. V. 8,7 m. Áhv. 4,7 m. 4227 Hjallavegur - laus strax Falleg íbúð á efri hæð (risi). Nýl. eldhús. Gott baðherb. 2. góð svefnherb. Sérinng. Glæsil. útsýni. Íb. er laus strax. V. 8,9 m. eða tilboð. 4697 Garðabær - ný 2ja herb. íb. 80 fm íb. á jarðh. m. sérinng. Afh. fullfrág. m. vönd. innrétt. en án gólfefna. Flísal. baðherb. Fráb. staðsetning. Verð 10.850.000. 9502 Miðbærinn Björt, opin og falleg 67 fm út- sýnisíbúð á efstu hæð í hjarta miðbæjarins. Íbúðin er öll í suður. Góðar suðursvalir. Laus fljótlega. V. 7,9 m. Áhv. 5,7 m. 4215 Hraunbær - ekkert greiðslumat Í einkasölu rúmg. 68 fm íb. á 1. hæð. Suðv.svalir. Örstutt í mjög góða þjónustu. Áhv. 4,0 m. byg- gsj. + lífsj. V. 7,9 m. 4661 Tryggvagata - lyftuhús - laus fljótlega Falleg, björt og mikið endurbætt íb. á 2. h. í góðu lyftuh. Parket á gólfi. Flísal. bað- herb.. Suðursv. Útsýni yfir höfnina. V. 8,2 m. Áhv. 4,5 m. byggsj. 3845 Skipasund- sérinng. Falleg og vel skipulögð 50 fm íb. Parket og flísar, góður garð- ur, Rólegt og gott hverfi. Laus strax. V. 6,9 m. Áhv. 4,7 m. 4216 Við Reykjavíkurtjörn. Ágæt ósamþ. 45 fm íb. í kj. / jarðh. á ról. stað. 2 góð herb. Þarfnast einhv. standsetn. Skuldl. Laus strax. V. 3,9 m. 4993 Lautasmári- lyftuhús. Glæsil. 71 fm íb. á 1. h. í lyftuh. Afgirt sólarverönd, sérgarður. Fallegar innréttingar og gólfefni. V. 9,9 m. Áhv. 4,7m. 4225 Álftanes - HJÁ fasteignasölunni Hraunhamar er nú í einkasölu ein- býlishús á einni hæð á Sjávargötu 18. Þetta er steinhús, mjög vel byggt og 131 fermetri að flatarmáli, auk þess er 35 fermetra, góður bíl- skúr. „Þetta er mjög vel skipulagt hús og í toppstandi, fullbúið,“ sagði Þor- björn Helgi hjá Hraunhamri. „Húsið skiptist í inngang, hol, stofu, eldhús og þrjú stór og góð svefnherbergi ásamt góðu sjónvarpsholi. Útgangur er úr þvottahúsi í garð og baðher- bergi er með baðkari og sturtuklefa. Bílskúrinn er stór með góðri loft- hæð. Þetta er þægileg stærð á húsi sem er vel nýtt hvað pláss snertir og stendur á góðri útsýnislóð. Sjávar- gatan er vestast á Nesinu og stutt í skemmtilegt útivistarsvæði. Allt umhverfi er þarna afar hent- ugt fyrir útivistarfólk. Álftanesið er í mikilli uppbyggingu og þar er mjög vel staðið að öllum æskulýðs- og skólamálum. Ásett verð er 18,5 millj. kr.“ Sjávargata 18 er steinhús á einni hæð, 131 ferm. að stærð auk 35 ferm. bílskúrs. Ásett verð er 18,5 millj. kr. Sjávargata 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.