Vísir - 16.12.1978, Blaðsíða 15

Vísir - 16.12.1978, Blaðsíða 15
15 VISIR Laugardagur 16. desember 1978 mmc Berglind Asgeirsdóttir þýddi og endursagði. JACKIE nýjan mann Stoð og styttca Jackie aðstoöaöi Ethel á allan hátt viö undirbiining útfararinn- ar. Frá vesturströndinni hringdi hún i Leonard Bernstein og baö hann aö velja tónlistina, sem flytja ætti. Ethel óskaöi eftir þvi, aö nunn- urnar, sem kenndu henni, væru fengnar til aö syngja og eins vildi hún jÖ Andy Williams fengi aö syngja „The Battle Hymn of the Republic”, sem var einn af uppáhaldssöngvum Bobbys. Bernstein fannst þaö siöar- nefnda ósmekklegt. Og eins benti hann á aö konum væri ekki leyft aö syngja f St. Patricks kirkjunni. Jackie heimsótti Spellman kardinála og baö hann um aö Ethel fengi óskum sinum full- nægt, þrátt fyrir hefðir kirkjunn- ar. Kardinálinn lét þaö aö lokum eftir. t útförinni var lögð áhersla á upprisuna,byrjunlifsins. Það var i samræmi viö trú Ethelar. Eftir athöfnina var farið meö lik Roberts Kennedys frá New York til Washington, þar sem hann var grafinn viö hlið bróöur sins i Arlingtonkirkjugaröinum. Ekkjan huggaði Ethel gekk um og reyndi að hugga alla. Fólk varö orölaust, þegar þaö sá hana koma i áttina til sin. Hún uppörvaði syrgjend- urna oghvatti þá til aö vera glaða og gráta ekki. Jackie haföi oröiö fyrir áfalli. Hún fann sárt til vegna dauöa Bobbysogfannsthún vera alein i heiminum og alveg varnarlaus. Hún var hrædd, eins og raunar öll fjölskyldan var, sagöist hata Ameriku og vilja flytja þaöan meö börn sin. Teddy eyddi minnst tveim klukkustundum i simanum á hverju kvöldi að tala viö syst- kinabörn sin og fullvissa þau um, aö hann yröi ekki skotinn. öll börnin, 27, voru i uppnámi vegna morðsins. Leitað að Onassis Eftir útförina hringdi Jackie i Onassis: og baö hann aö koma meö dóttur sina til aö vera um helgina hjá henni og fjöl- skyldunni. Móöur hennar likaði þaömjög illa og kom illa fram viö hann alla helgina. Astæöan var sú, aö tveim árum áöur haföi hún komist aö þvi aö Lee haföi heim- sótt Onassis i hótelibúð hans i London. Nokkrum dögum seinna fengu Jackie og móöir hennar þakkar- kort frá Onassis og þeim fylgdu glæsilegar eftirlikingar af göml- um skartgripum frá Makedóniu. Og þaö sem eftir var sumars heimsótti hann Jackie hvaö eftir annaö i Hyannis Port. Onassís skeðaður Onassis hlakkaöisérstaklega til aö hitta Rose. Hann haföi heillast af sögum þeim, sem Jackie sagöi um sérvisku hennar. Þegar þau hittust fannst Rose Onassis heill- andi en ekki mjög aölaðandi. Hún sagöi aö hann kynni ekki aö klæöa sig og buxurnarhans væru of viö- ar. En henni likaöi viö hann. Onassis bauö Teddy aö fylgja Jackie i vikusiglingu á skipi sinu, Christina, I ágúst. Teddy þáöi það, þar sem hann vissi aö Jackie ætlaöi aö giftast skipakónginum. Hann vildi ræöa fjárhagslega framtið mágkonu sinnar og barna hennar. Auk þess vildi hann fá tækifæritil að reyna aö skipta um skoðun. Hjónaband meö manni, sem studdi af alhug einræöi hers- ins I Grikklandi, gataöeins varp- aö neikvæöu ljósi á Kennedyana, sem voru framagjarnir I stjórn- málum. Ríkastur og alrœmdastur Aristotle Socrates Onassis var ekki aöeins einn rlkasti maöur heims, hann var lika allra manna alræmdastur. Hann haföi veriö handtekinn, ákærður um afbrot i Bandarikjunum 1954 og látinn laus gegn tryggingu. Hann komst aöeins hjá fangelsisvist meö þvi aö borga sjö milljónir dollara i sekt. Hann sigldi skipum sinum und- ir erlendum fánum til þess aö komast hjá sköttum og gróf viö- skipti sin í vafasaman vef fyrir- tækja. Og hann var ekki aöeins ámælisveröur í viöskiptum, held- ur einnig i einkalifi sinu. I 10 ár stóð hann i ástasambandi við Mariu Callas, sem fór frá manni sinum 1959 til aö fylgja Onassis um heiminn. Nokkrum mánuöum seinna kraföist kona hans skiln- aðar. Kennedy-fjölskyldan vissi um samband Onassis viö Callas, en þaö sem hún vissi ekki var, aö I mars 1968 voru hjónaleysin um það bil aö löggilda samband sitt meöhjónabandi. Asiöustu stundu fóru þau aö rifast og Onassis rauk út. Öryggi og samúð Onassis fór aö hitta Jackie oft- ar, en fáir veittu þvi athygli. Það var taliö aö Onassis, sem var frægur fyrir aö leita eftir sam- neyti viö frægt fólk, væri aöeins aö sýna frægustu konu Ameriku viröingu. Jackie fannst hún örugg með Samband þeirra Jackie og Aristotelesar var tæpast unnt aðdylja iengur. þessum manni, sem aö mörgu leyti liktist tengdafööur hennar. Og Onassis hlustaöi af samúö á hana þegar hún trúöi honum fyrir tilfinningum slnum til hjóna- bands sins. Honum fannst að Jackie heföi veriö særö vegna framhjáhalds manns si'ns og aö Jack Kennedy heföi aldrei kunnaö aö meta sér- kenni hennar, en skammast vegna eyöslu hennar. Til aö byr ja meö fann hann til samúðar og vildi létta henni lifiö. Honum fannst lika, aö hún.heföi þörf fyrir sig. Vandamúl trúarinnar Eftir morð Roberts Kennedy hrundi veröld Jackie. Þjökuö af ótta snérihún sér aö þessum góöa vini, eina manninum sem gat boöiö henni þá vernd og öryggi, sem hún þurfti svo mikið á aö halda. Þaö þurfti aö leysa úr ýmsum vandamálum, sérstaklega trúar- legum. Jackie átti á hættu bann- færingu, ef hún giftist Onassis, þar sem hann var fráskilinn mað- ur, en hún kaþólsk. En hún var ákveöin i aö giftast Onassis meö eöa án samþykkis kirkjunnar eöa stuönings Kennedyfjölskyldunn- ar. Onassis átti i vanda með börn sin. Kristtn og Alexander dáöu móöur sina og voru andvig ann- arri konu I lifi fööur sins. Arffinum rúðstafað Samkvæmt 'griskum lögum þurfti eiginmaöur aö arfleiöa kona sina aö i þaö minnsta 12,5% eigna sinna og börn sin að 37,5%. Onassis vildi ekki draga verulega úr arfi barna sinna og þvi baö hann Jackie aö falla frá 12,5% réttinum, sem heföi gefiö henni minnst 64 milljónir dollara I arf aö honum látnum. Siöar fékk hann grlsku stjórn- ina til aö viöurkenna afsaliö. 1 staðinn fékk Jackie 3 milljónir dollara fyrir sig og eina milljón fyrir hvert barna sinna. Brúðkaupið tilkynnt 17. október 1968 lýsti Nancy Tuckerman þvi yfir viö fjölmiöla, fyrir hönd móöur Jackie, aö frú John F. Kennedy hygöist giftast Onassis einhvern tima i næstu viku. Hvorki staöur né stund heföu verið ákveöin. Tveim stundum siöar fór Jackie ásamt börnum sinum og skyldmennum iflugvél frá flugfé- lagi Onassis, Olympic Airways. áleiðis til Grikklands. i Visi a manudag: Eiginkona auðjöfursins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.