Vísir - 18.12.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 18.12.1978, Blaðsíða 4
4 Mánudagur 18. desember 1978 VÍSIR VÍSIR Mánudagur 18. desember 1978 Látið okkur sjá um að smyrja bílinn reglulega Rolf Hessö og Nils Retterstöl(fulltrúar Noregs f starfshópnum sem undirbjó ráöstefnuna um sjálfsmorö. Norrœn ráðstefna um sjálfs- morð: FÆST SJÁLFS- MORÐ í NOREGI Passat Auói 0000 Audi 100 Avant OPIÐ FRÁ KL. 8-6. HEKLA hfJ Smurstöð Laugavegi 172 — Simar 21210 — 2124«. Starfshópurinn geturlagt á ráöin um hvaö nauösynlegt sé aö taka fyrir. Hvaö einstök lönd geta gert sameiginlega og hvaö er hægt aö gera i hverju landi fyrir sig. — Starfshópurinn getur gefiö visindanefndum eöa rannsóknar- ráöum á Noröurlöndum ráö um samnorræn verkefni, sagöi Retterstöl. — Var rætt um eitthvaö sér- stakt á ráöstefnunni, sem vakti mesta athygli? — Sjálfsmorö meöal barna og unglinga og skortur á rannsókn- um á þvi sviöi var eitt af höfuö- verkefnum á ráöstefnunni. Ennfremur mismunurinná fjölda sjálfsmoröa á Noröurlöndum. Þau eru fæst i Noregi. 1 Finnlandi eru 25,5 sjálfsmorö á hverja 100.000 ibila en I Noregi 9 á hverja 100.000 ibúa. 1 Finnlandi eru sjálfsmorö um 1200 á ári en I Noregi eru þau um 430, segir Rolf Hessö. Einangrunin. — Hvernig stendur á þessum mikla mun á milli Finniands og Noregs? — Þaö er erfitt aö gera sér grein fyrir þvi. En þaö viröist vera svo aö Finnarnir hafi meiri tilhneigingu til þess aö einangra sig. Þeir eru frekar fordómafúll- ir, lifa I eigin hugmyndaheimi og láta ekki tilfinningar sinar i ljós. Þaö gæti hugsast aö Finnarnir hafi þvi innibyrgöa árásarhneigö. Skýrslur sem eru hvortveggja byggöar á rannsóknum Finna og Austurrikismanna telja aö lág tiöni sjálfsmoröa i Noregi gæti veriöaö þakka minni áfengis- og lyfjanotkun, færri hjónaskilnuö- um, færri glæpum og hægari þétt- býlismyndun. t Noregi eru tiltölu- lega mörg smá samfélög. Viö höf- um ef til vill traustari bönd i kjarnafjölskyldunni og þessum smá- bæjarfélögum en annars staöar. Borgirnar hafa vaxiö mjög hratt i Finnlandi. Þar hefur fólk veriö rifiö upp i rfkari mæli úr rótgrónu umhverfi en hér i Noregi, segir Retterstöl. Verkefnin — Hvaö er nýtt aö frétta af rannsóknum á sjálfsmoröum i Noregi? — Næsta verkefni veröur rannsókn á sjálfsmoröum meöal barna og unglinga. Viö höfum nú þegar fengiö sálfræöing til aö annast þaö verkefni. Hann mun hefjast handa meö vorinu. Til þess aö rannsóknin eigi erindi til annarra Noröurlanda munum viö gera samanburö á niöurstööum okkar og vitneskju frá þeim. Viö munum einnig kanna hvernig sjálfsmorö eru skráö i skýrslur. Til dæmis gætu veriö einhverjir fordómar gegn þvi i einstökum löndum aö skrá sjálfsmorö i opin- berar skýrslur, segir Rolf Hessö. I alþjóölegum skýrslum sést aö sjálfsmoröeru hlutfallslega flesti Ungverjalandi.en Finnland kem- ur þar næst. Þýtt—KS Fyrstu norrænu ráöstefnunni um sjálfsmorö er nýlokiö i Finnlandi. Þar kom fram að minnster um sjálfsmorð I Noregi af öllum Noröurlöndum. Þar er notkun áfengis einnig minni, tiöni skiinaöa lægri, mis- notkun lyf ja minni og afbrot færri en annars staöar á Noröurlönd- um. Einnig hafa fólksfiutningar úr sveitum til borga veriö þar hægari. Þessar staöreyndir hafa leitt til þess aö Noregur hefur oröiö viö- fangsefni alþjóölegra rannsókna. Ráöstefnan um sjálfsmorö var haldin i húsakynnum stjórnar Noröurlandaráös i Finnlandi. Starfshópur haföi áöur unniö aö undirbúningi samnorrænna rannsókna á þessu sviöi siöastliö- iö eitt og hálft ár. Formaöur i þeirri nefnd er Nils Retterstöl prófessor. Annar fulltrúi Noregs i starfshópnum var sálfræöingurinn Rolf Hessö. Rannsóknir Rolf Hessö hefur siöastliöin þrjú ár rannsakaö sjálfsmorö meöalgeösjúklinga bæöi innan og utanstofnana. Niöurstööur þeirra rannsókna munu veröa kunngjöröar innan tiöar. Ekkert annaö landá Noröurlöndum hefur gertsvipaöa rannsókn. Starf hans var kynnt á ráöstefnunni og hafa Danir i hyggju aö fylgja fordæmi hans. Siöustu daga ráöstefnunnar svöruöu Retterstöl og Hessö spurningum blaöamanna. — Hvernig er hægt aö koma á sameiginlegum rannsóknum Noröurlandanna á þessu sviði? — Viö getum örvað hverjir aöra til rannsókna. A Noröurlöndum höfum viö þaö umfram aörar þjóöir aö viö getum unniö slikar rannsóknir saman vegna þess aö lifskjör eru hér tiltölulega svipuö. 5 ALLSHERJAR-KASSAL með eða án hjóla Fyrir leikföng — plötur o.fl. Einnig kjörið sem hillwr i barnaherberi PÓSTSENDUM TÓmSTUnDflHÚSIÐ HF Laugauegi 164-Reubjaujt s=21901 Hvaóa Philish ikar sk( sem er, rakar vel af þér ave eggið Hraðari og betri rakstur. Það er kostur nýja Philishave 90-Super 12,kerfis ins. Teldu hnífana í gömlu Philips rak- vélinni, þeir eru 18. Nýja Philishave 90-Super 12,hefur 36 hnífa. Auk þess hefur þrýstingur sjálfbrýnandi rakhnífanna á rakhausinn.verið aukinn. Árangurinn er hraðari og betri rakstur en áður. Öll hár hverfa á svipstundu.Finndu bara muninn. Löng og stutt hár í sömu stroku. Nýja Philishave 90-Super 12,kerfiö hefur auðvitaö hina þrautreyndu hriníílaga rakhausa með 270 rakraufum (90 á hverjum haus). Áraniíurinn lætur ekki á sér standa: Löng og stutt hár hverfa i sömu stroku oj> rakhausarnir haldast eins og nýir árum saman. Finndu muninn. Philishave 90-Super 12,er rennileg og nýtiskuleg. Hún fer vel i hendi og er þægileg i notkun. Rak- flöturinn hallast ögn, til aukinna þæginda. Reyndu Philishave þú velur Philishave. 1121 — Stillanleg rak- sem hentar hverri Bartskeri og rofi. Auðvitað gormasnúra og vönduð gjafaaskja. þjónusta tryggir yðar hag. Pilips kann tökin á tækninni. PHILIPS vja. Philishave 'O-Super 12 3x12 hnífa kerfið. Eitt handtak og bartskerinn af stað. Snyrtir barta og skeggtoppa á augabragði. Skeggrót þín er sérstök, hver húð hefur sín einkenni. Þess vegna hefur nýja Philishave 90- Super 12,dýptarstillingu. Handhægurjennistillir velur réttu stillinguna,sem best hentar þinni húð og skeggrót. Veldu 1—9 og ein þeirra hentar þér. Þess vegna velur þú lika PhilTshavé. 61412

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.