Vísir - 18.12.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 18.12.1978, Blaðsíða 11
VtSIR Mánudagur 18. desember 1978 Þetta fornfálega fljótaskip er vettvangur kvikmyndarinnar um dauöa á Nilarfljóti. þar sem glæsimennskanréöi rikj- um. Aöalstjörnur kvöldsins áttu aö vera hinn fjölhæfi leik- ari Peter Ustinov og hennar hátign drottningin. Peter Ustinov, vegna þess aö hann fer meö aöalhlutverkiö í myndinni, sem Hercule Poirot,og drottning- in vegna þess aö hún er verndari sýningarinnar og aö sjálfsögöu drottning. Frumsýningin var haldin hér i Kaupmannahöfn aö undirlagi sendiherra Stóra-Bret- lands í Danmörku, sem liöur i menningartengslum landanna. Sýningin var tileinkuö baráttu gegn krabbameini og Margrét drottning geröist verndari henn- ar. Þegar ég haföi nuddaö mér utan i fleira fyrirfólk og stór- stjörnur, en venjulegum mannier hollt, komst ég loks þar sem blaöamönnum var skenktur kokteiil. Sá ég þar, mér til undr- unar, aö lopapeysan frá ömmu var hreinlega skotheld miöaö viö larfana sem sumir hinna dönsku blaðamanna klæddust. Er allir höföu fengiö sinn kok- teil, dreiföist hópurinn og ég gekk upp tröppur sem ligg ja upp á aöra hæö. Ég stóö i miðjum tröppunum og leit yfir salinn þegar kliöur fór um mannskapinn. Mér sýndist fólk horfa á mig úr öllum áttum. Ljósmyndarar þyrptust aö neösta þrepinu og hófu aö ljósmynda af ákafa. Ég vissiekki hvaöan á mig stóö veöriö. Þá uppgötvaöi ég, mér til mikillar geöshræringar, aö stórstjarnan og þúsundþjala- smiöurinn Peter Ustinov stóö þétt viö hhöina á mér. 1 fátinu sem á mig kom og öldungis óvanur svona samkomum, rétti ég stjörnunni hendina og sagöi: Há dú jú dú? Undrandi tók hann 1 hendina á mér og tautaöi kurteis- lega aöhannheföiþaö gott og hélt áfram niður þrepin. Ég mundi loks, á hvaöa forsendum ég haföi fengiö frimiöa (en miöinn kostaði annars um 20.000 isl. krónur!) og fylgdi I fótspor danskra koll- ega. Samkoman hófst formlega meö því aö fyrrum yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, Urban Han- sen, bauö gesti velkomna og hélt ræöustúf, bæöiá dönsku ogensku. Aö þvl loknu kom Peter Ustinov upp og flutti ræöu. Klmnigáfa þess manns er hreint óborganleg og ræöuna flutti hann á ensku meö dönskum hreim. En sú blanda er engu lik. Þegar Ustinov haföi skemmt fólki, tilkynnti Urban Hansen aö von væri á drottningunni á hverri stundu. Undirritaöur fann þrjú mann- laus sæti framarlega I salnum viö innganginn og stillti sér þar upp, tilbúinn aö ná góöum myndum. Þá varð ég sifellt fyrir ónæði af konu sem sat á bekknum fyrir framan. Hún stóö upp og settist aftur nokkrum sinnum. Égspuröi hana hvort hún gæti ekki hætt þessu upp og niöur rápi ég þyrfti aö geta tekiö myndir. Þá komst ég aö þvi að hún var að æfa sig i að standa upp og hneigja sig fyrir hátign- inni. Hollur þegn þaö. Loks birtist hátignin ásamt fylgdarliöi. Glæsileg kona. Hún komst slysalaust til sætis og hófst þá sýningin. Myndin reyndist vera bráöskemmtileg og Peter Ustinov brást ekki aðdáendum sinum . Aö myndinni lokinni var öllum boöiö upp á drykk og smörrebröd. Drottningin og Ustinov blönduöu þá geöi viö hina gestina og fengu sér bita. Ekki virtist baráttuhugur viðstaddra gegn krabba vera mikill, þvi aö þykkur reykjarmökkur lá í loft- inu. Danir viröast reykja meira en aörar þjóöir sem ég þekki til. Og er þvi ekki illa til ftindiö aö drottningin standi fyrir baráttu gegn krabbameini, meö sigarettu I hendi. Hún kemur öllum moröunum af staö á Nilarfljóti. Mia Farrow i hlutverki sinu. 11 ITT vestur-þýsku litsjónvarpstækin eru búin öllum þeim tækninýjungum, sem fremstar þykja í heiminum í dag - til þess að gefa þér bestu og eðlilegustu litina og góða endingu tækisins. Veldu ITT vestur-þýska tæknifullkomnun, tækjum sem þú getur treyst. Staðgreiðsluverð frá kr. 415.000.- frá Vesturgötu) Bræðraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengið inn úötjöijti j ()ct*tutjaöfU ©Ib (fflharm Vorum að taka heim fjölbreytt úrval aff stúlwm og húsgögnum i hertogastil Bíöííð um myndalista DUNA Siðumúla 23, simi 84200 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.