Vísir - 18.12.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 18.12.1978, Blaðsíða 17
VISIR Mánudagur 18. desember 1978 17 Berglind Ásgeirsdóttir þýddi og endursagði. JACKIE AUDJÓrURSINS bandhennar ogOnassis.Allskyns sérfræöingar voru inntir álits á þessu' hjónabandi. Sálfræöingar voru mjög vinsælir og var þá gjaman litið til bernsku Jackie i leit aö skýringum. Slfellt var hamraö á glfurlegum auöi Onass- is og sum blöö gengu svo langt aö fullyröa aö Jackie væri eins og hver önnur lagskona sem fylgdi þeim er best byöi. Einn af þjónustuliöinu á Krist- inu skrifaöi bók um samskipti sin við hjónin. Hann fullyrti aö þau heföu gert meö sér sérstakan hjii- skaparsáttmála i 170 liöum. Flestir vinir Jackie voru sann- færöir um aö frásögn starfs- mannsins væri rétt. „Þetta eru hreinar lygar”, sagöi Jackie viö Truman Capote. „Ég á enga pen- inga. Ég fékk enga peninga frá Kennedyunum eftir aö ég giftist Ari og missti um leiö ekknalifeyr- inn frá Bandarikjastjórn. Ég geröi ekkert fjárhagslegt sam- komulag við Ari. Ég veit aö þaö er alsiöa i Grikklandi, en þaö kom ekki til greina hjá okkur”. Aristoteles var lýst I blööum sem ákaflega metnaöargjörnum kaup6ýslumanni, sem áliti sig geta keyptallt. Var lögöáhersla á hvaðhann heföi ævinlega sósteft- ir félagsskap þekktra kvenna. Ýmsir töldu að Onassis hefði sjaldan náð aö klekkja á keppinautum sínum jafnvel og þegar hann náði í þekkt- ustu konu 20. aldar. « Jackie sinnti börnum sínum að venju mikið og Aristoteles kom þar ekkert upp á Tlilli. l | « ;Wt [ÚÆ k'yr-jb1 •/ .*• 1' Yr-1 Jackie felur sig á Skorpios Jackie reyndi aö leiöa hjá sér öll þessi skrif og yfirgaf ekki eyj- una fyrstu mánuöina. Hiln vissi ekki aö brúökaup þeirra Onassis varbyrjuniná griskum harmleik, sem myndi svipta hana þeirri hamingju sem hún sóttist eftir. Jackie Imyndaöi sér aö hún heföi fundiö mann sem myndi meöhöndla hana sem hina barns- legu eiginkonu, sem hún vildi - vera. Húntaldisértrú um aölifiö yröi nú auöveldara en á meöan hún var ,,eign” bandarisku þjóö- arinnar I hlutverki Kennedyekkj- unnar. Aristoteles gat keypt allt þaö sem hugur hennar girntist. Og þar sem Jackie fann ekki þann friö, sem húnhaföi þráö svo heitt, greip hún gömlu undankomuleiö- ina, sem var aö kaupa endalaust. Hún náöi aö eyöa hundruöum milljóna á stuttum tima. Þaö var reiknað út aö Jackie næöi aö eyöa einni milljón á minútu. „G.uö einn veit aö Jackie hefur þjáöst. Ef þaö gleöur hana aö versla er ekki nema gott um þaö aö segja”, sagöi sá, er borgaöi brúsann. Það sem peningar fá keypt Aristoteles jós yfir Jackie gjöf- um. Hún ferðaöist land úr landi og naut fyrsta flokks aðbúnaöar. Hann fékk heimsþekkta skemmtikrafta til að sækja veislur, sem Jackie stóö fyrir. Hún fékk sinn eigin Rolls Royce og einkabflstjóra auk lifvaröa. Hann geröi allt til aö hún þyrfti ekki að hugsa um hiö liöna. Einkaþota beið Jackie ef hana langaði til að bregöa sér i smá- ferðalag. Allt þaö sem peningar gátu keypt varö hennar, daginn sem hún varö frú Onassis. Hiö eina, sem Onassis gat ekki ráöiö viö, voru forlögin. Hann gat þvi ekki spornaö viö þeim miklu áföllum, sem þau áttu I vændum. Jackie átti eftir aö horfa upp á svo mörg dauösföll á þeim fáu ár- um, sem þau áttu saman, aö hún varoröin nærtilfinningalaus. Þau áttu eftir aö fýlgja einkasyni Onassis til grafar. Jackie varö aö styöja Onassis viö skyndiiegt frá- fall mágkonu hans og dularfullt andlát fyrrverandi konu hans. Þau uröu aö sinu leyti fyrir þvl hneyksli sem fylgdi i kjölfar Chappaquiddick-málsins, er ung kona, sem var I fylgd meö Teddy Kennedy, drukknaöi. Jackie og Aristoteíes syrgöu 'Joseph Kennedy, Cushing kardinála og mág Jackie, Stas Radziwill. Þau uröu aö komastyfir sjálfsmorös- tiiraun Kristinu Onassis og niu mánaöa hjónaband hennar, sem endaöi meö skilnaði. Allir þessir atburöir áttu hins vegar eftir aö sækja sinn toll, og smátt og smátt misstu þau af þvi, sem einhvern timann haföi tengt þau. Þaö varö aö lokum dauöi Aristoteles, sem bjargaði Jackie frá þvi aö sækja um skilnaö. Eftir stóö hún sem ekkja á nýjan leik. —BA— w******9'**' ^'n °9 skúrir hjá '\ v's' * * Onassish jénunum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.