Vísir - 18.12.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 18.12.1978, Blaðsíða 9
VtSIR Mánudagur 18. desember 1978 9 BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR ■ AKUREYRI Travolta hrœðist allar stelpurnar „Mér þyklr cldri konur mun meira aðlaöandi. í>xr eru hóg- værar og hafa ekki aöeins áhuga á mér vegna þess aö ég er frægur, eins og þær ungu” segir goöiö John Travolta. „Ég hef ekkert á móti því aö vera kyntákn, ungar stúlkur veröa aö hafa einhvern tii aö Ilta upp til. En ég á erfitt meö aö um- gangast þær” segir Travolta. Samstarfsmenn Travolta segja að hann sé feiminn viö stúlkur og eigi erfitt með aö umgangast þær og ekki hafi þaö lagast siöan hann varö frægur. Nú hafi hann engan friö, hann getur ekki einu sinni skokkað I Central Park eins og hann var vanur, án þess aö dulbú- ast. Hann setur á sig sólgleraugu og reynir á allan hátt aö koma i veg fyrir að hann þekkist. Dauðhræddur við stelp- urnar „Sannast sagna er ég dauð- hræddur viö stelpur. Þær ráöast á mig ef ég sýni mig einhvers stað- ar. Þær reyna að tæta utan af mér fötin og rifa i hárið á mér”, segir Travolta. Þegar hann kom á frumsýn- inguna á Grease i London biöu mörg þúsund manns fyrir utan kvikmyndahúsið. Stúlkurnar voru i meirihluta. Þegar Travolta birtist ásamt Oliviu Newton- John, þá ætlaði allt vitlaust að verða og Travolta slapp naum- lega inn fyrir dyr húsins. Hann varð að fara löngu áður en sýningin var búin, til aö sleppa frá f jöldanum sem beið fyrir utan húsið. „Ég gerði allt til að vekja á mér athygli og fannst það skemmti- JOLA GJAFIR Handskornar trévörur. Ódýr glerdýr. Margar gerðir af saumakössum og körfum. Jóladúkar og efni í dúka. Prjónagarn og mynstur. Til ^ handavinnu. Pakkningar stórar og smáar. Smyrnupúðar. Áteiknuð punthandklæði og vöggusett. Saumaðar myndir til að fylla upp. Komið og lítið á úrvalið. HOF INGÖLFSSTRÆTI 1 Sími 16764 Valgeir Sigurösson: UM MARGT AÐ SPJALLA ( þessari fjölbreyttu og skemmtilegu bók, birtast 15 viðtalsþættir Valgeirs Sigurðssonar blaðamanns við merka, núlifandi Islendinga, sem allir hafa eitthvað sérstakt, fræðandi og skemmtilegt í pokahorninu. Viðmæl- endur Valgeirs eru: Einar Kristjáns- son, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorstensson, Kristján frá Djúpalæk, Rósberg G. Snædal, Broddi Jó- hannesson, Eysteinn Jónsson, Guö- rún Ásmundsdóttir, Jakob Bene- diktsson, Sigurður Kr. Árnason, Anna Sigurðardóttir, Auður Eiríks- dóttir, Auður Jónasdóttir, Stefán Jó- hannsson, Þorkell Bjarnason. ( bók- inni birtast myndir af öllum viðmæl- endum Valgeirs, og í bókarlok er mannanafnaskrá. Verð kr. 6.480. Sidney Sheldon: ANDLIT í SPEGLINUM (fyrra var það „Fram yflr mlðnætti" og nú kemur „Andllt í speglinum". Þessi nýja ástarsaga eftir Sidney Sheldon er þrungin hrollvekjandi spennu sem heldur lesandanum hugföngnum allt til óvæntra sögu- loka. Metsöluhöfundurinn Sidney Sheldon kann þá list að gera sögur sínar svo spennandi að lesandinn stendur því sem næst á öndinni þegar hámarkinu er náð . . . Hersteinn Pálsson þýddi. Verð kr. 6.600. Þjóðsagnasafn Odds Björnssonar ÞJÓÐTRÚ OG ÞJÓÐSAGNIR Sígild og góö bók í nýrri og aukinni útgáfu. Bók, sem ætti aö vera til á hverju íslenzku heimili, ungum sem öldnum til ánægju. Verð kr. 9.600. Erlingur Davíðsson: NÓI BÁTASMIÐUR Endurminningar Kristjáns Nóa Krist- jánssonar, sem í daglegu tali gengur undir nafninu Nói bátasmiöur. Hann er mjög sérstæður persónuleiki sem gaman er að kynnast. Hér segir Nói bátasmiður frá ýmsum atvikum liö- innar ævi, hefir sérstök orðatiltæki á hraðbergi og kallar ekki allt ömmu sfna. Verð kr. 6.840. SKOÐAÐ f SKRÍNU EIRÍKS A HESTEYRI Jón Kr. (sfeld bjó til prentunar. Eiríkur fsfeld á Hesteyri í Mjóafirði fæddist 8. júlí 1873. Á yngri árum sínum skráði hann mikið af þjóðsög- um og ævintýrum, sem birtast í þessari bók. Bókin skiptist f eftirfarandi kafla: Dularfull fyrirbrigði — Óvættir — Reimleikar, svipir o. fl. — Ævintýri — Sögur ýmiss efnis — Draumar — S'itur úr Dagbók. Þetta er kjörin bók fyrir þá sem unna þjóðlegum, íslenskum fróðleik. Verð kr. 6.480. Ragnar Þorsteinsson: SKIPSTJÓRINN OKKAR ER KONA Hér kemur hressileg íslenzk sjó- mannasaga, 10. bókin eftir hinn ágæta rithöfund Ragnar Þorsteins- son, sem kunnur er fyrir sínar raun- sönnu lýsingar á sjómennsku hér við land. Hér segir frá svaöilförum og mannraunum og björgun úr sjávar- háska. En jafnframt er þetta hugljúf ástarsaga. Verð kr. 4.200. Ingibjörg Siguröardóttir: ÓSKASONURINN Sumir rithöfundar njóta margvfslegr- ar viðurkenningar og verðlauna fyrir ritstörf sín. Aðrir njóta hylli almenn- ings. Ingibjörg Siguröardóttir á sér stóran hóp lesenda, sem fagnar hverri nýrri skáldsögu frá hennar hendi. Verð kr. 4.200. Þorbjörg frá Brekkum: STÚLKAN HANDAN VIÐ HAFIÐ Óttar hefur örðið fyrir mikilli ástar- sorg og ætlar sér svo sannarlega ekki að láta ánetjast á ný. En þegar Sandra kemur óvænt eins og nýr sólargeisli inn í Iff hans, þá blossar ástin upp. Þau reyna að bæla niður ofsalegar og heitar tilfinningar sinar og verða að berjast við margskonar erfiðleika áöur en hin hreina og sanna ást sigrar aö lokum. Verð kr. 4.200. legt ef fólk þekkti mig á götu, en nú vil ég helst vera i friði og dauö- leiðist það að geta ekki farið allra minna ferða, án þess aö eiga þaö á hættu að stórslasast i átökum viö aðdáendur”. Spegillinn ómissandi Samstarfsmenn hans sem léku með honum I þáttunum Welcome Back, Kotter, sem sýndir voru I mörgum sjónvarpsstöðvum i Bandarikjunum, segja aö Tra- volta hafi óhemju gaman af þvi að spegla sig. Það fyrsta sem hann hugsi um þegar hann flytji I nýtt húsnæði, er að þar sé risastór spegill. I einni vikunni þegar þátturinn var sýndur i sjónvarpinu fékk Travolta um 50 þúsund aðdáenda- bréf. Samstarfsmenn hans segja að eftir það hafi hann verið stór upp á sig og feikilega montinn. „Ég hef mikið gaman af þvi að fljúga. Þegar ég er þreyttur og leiður fer ég upp i flugvéf og flýg um loftin blá”, segir Travolta. Hann á flugvél sem hann flýgur sjálfur. Hún er 17 sæta, af gerð- inni DC 3. En John Travolta hefur einnig gaman af bilum. Hann á gulan Mercedes Benz 450 SL sem hann hefur miklar mætu á. Einnig á hann Cadillac, sem hann lánar foreldrum sinum. - KP. Travolta er með mikla flugdellu og á flugvéí sem hann flýgur sjálfur. Vill hafa dansgólfið fyrir sig Rétt eftir að töku myndarinnar Saturday Night Fever var lokiö kom Travolta á eitt frægasta diskótekið i New York, Studio 54. En hann hafði ekki minnsta áhuga á þvi aö fá sér snúning. „Ég vil hafa dansgólfið fyrir mig, en hef engan áhuga á þvi aö dansa, þegar plássið er tak- markaö og mikill troðningur er á gólfinu”, segir Travolta. Travolta kvartar undan þvi að geta ekki farið og heimsótt gamla kunningja i New York. „Ef ég vil heimsækja kunningjana, verð ég að dulbúast, setja á mig gleraugu og gervinef úr pappa eða plasti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.