Morgunblaðið - 21.01.2001, Side 1

Morgunblaðið - 21.01.2001, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ 21. JANÚAR 2001 17. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 GLORIA Macapagal-Arroyo tók við embætti forseta Filippseyja í gær. Arroyo, sem var varaforseti Josephs Estrada, er 53 ára hagfræðingur. Hún sór embættiseið eftir að hæsti- réttur Filippseyja hafði úrskurðað að enginn gegndi forsetaembættinu og herinn og lykilráðherrar höfðu lýst yfir stuðningi við kröfur hundraða þúsunda Filippseyinga um afsögn Estrada. Bandaríkin og Japan viður- kenndu strax hina nýju ríkisstjórn. Athöfnin fór fram á hádegi að stað- artíma við helgidóminn sem tileink- aður er uppreisn Filippseyinga fyrir fimmtán árum er einræðisherranum Ferdinand Marcos var steypt af stóli með friðsamlegum hætti. Fyrrverandi forsetar Filippseyja, Fidel Ramos og Corazon Aquina, og erkibiskup Manila, kardinálinn Jaime Sin, voru meðal þeirra sem fylgdust fagnandi með embættistöku Arroyo. Þau léku öll lykilhlutverk í hreyfingunni gegn Estrada. Estrada efaðist um lögmæti valdasviptingarinnar Tveimur og hálfum tíma eftir að Arroyo hafði tekið við völdum yfirgaf Joseph Estrada forsetasetrið Malac- anang. Estrada, sem var í fylgd fjöl- skyldu sinnar, efaðist enn um lög- mæti valdasviptingarinnar. Estrada er sakaður um víðtæka spillingu og hefur öldungadeild réttað í máli hans síðan í desember. Málarekstri var frestað í vikunni eftir að stuðnings- menn hans neituðu að afhenda gögn um fé á bankareikningum. Hundruð þúsunda Filippseyinga hafa krafist afsagnar Estrada í vik- unni. Hann þráaðist hins vegar við og var óttast að óeirðir brytust út í gær- morgun þegar hann hunsaði tíma- frest andstæðinga sinna til að segja af sér. Estrada verður sóttur til saka fyrir fjárdrátt, glæp sem varðar dauðarefsingu á Filippseyjum, að sögn talsmanns Arroyo. Arroyo lagði í gær áherslu á þau miklu verkefni sem eru framundan. Gengi filippseyska pesósins var í sögulegu lágmarki í gær, hlutabréf féllu og erlendir fjárfestar héldu sig víðsfjarri. „Mér líður sem guð hafi sett mig á þennan stað í sögu okkar og það er mikil vinna framundan,“ sagði Arroyo á blaðamannafundi eftir að hún hafði svarið embættiseið. Arroyo er fyrrverandi hagfræði- prófessor og viðskiptafulltrúi á Fil- ippseyjum. Hún er menntuð í Georgetown-háskóla í Washington DC í Bandaríkjunum og var bekkjar- félagi fráfarandi Bandaríkjaforseta, Bills Clintons. Hún er dóttir fyrrver- andi forseta Filippseyja, Diosdado Macapagal, sem var við völd á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Estrada, fyrrverandi forseti Filippseyja, verður sóttur til saka fyrir fjárdrátt Arroyo forseti eftir friðsamlega uppreisn Manila. AFP, AP. APGloria Macapagal-Arroyo sver embættiseið sem 14. forseti Filippseyja. GEORGE W. Bush tók við embætti Bandaríkjaforseta á hádegi í gær að bandarískum tíma. Bush er 43. for- seti Bandaríkj- anna. Á föstudag, á síðasta degi sín- um sem almenn- ur borgari, und- irbjó repúblik- aninn Bush emb- ættistökuna eftir átta ára við- burðaríkan feril forvera síns í embætti, demókratans Bills Clint- ons. Bush hugðist sverja embættis- eið við biblíu þá er faðir hans, George Bush, notaði við upphaf sinnar forsetatíðar, árið 1989. Andrúmsloft í bandarískum stjórnmálum þykir enn lævi blandið eftir harðvítuga baráttu Bush við andstæðing sinn úr röðum demó- krata, Al Gore. Gert var út um bar- áttuna fyrir dómstólum. Ekki þykir heldur gera Bush auðveldara fyrir að þingið skiptist mjög jafnt á milli demókrata og repúblikana. Bush hefur gefið í skyn í ræðum sínum að hann muni ekki láta eft- irmál kosninganna hafa áhrif á störf sín. „Ég hlakka til að minna fólk á að þrátt fyrir að það hafi ekki kosið mig þá er ég forseti þess,“ sagði hann í ræðu á fimmtudag en þá hóf- ust hátíðahöld í tengslum við for- setaskiptin. Bush hefur reynt að sætta and- stæðar fylkingar í Bandaríkjunum og sagði í ræðu sem sjónvarpað var í gærmorgun að ríkisstjórn sín myndi ekki reyna að berjast gegn tímamótaúrskurði hæstaréttar um lögmæti fóstureyðinga. Verulegur hluti repúblikana vill fá þessu breytt og vonast til að Bush útnefni hæstaréttardómara sem eru sama sinnis. Síðasta ávarpi Bills Clintons til bandarísku þjóðarinnar var útvarp- að á laugardagsmorgun. Ávarpinu, sem var tekið upp fyrr í vikunni, var útvarpað skömmu áður en Clinton og eiginkona hans Hillary tóku á móti Bush og eiginkonu hans, Lauru, í kaffi í Hvíta húsinu. Þaðan áttu þau að fara saman að þinghús- inu. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað í Washington í gær vegna fyrirhug- aðra mótmæla gegn Bush. Bush tekur við embætti forseta Washington. AFP, AP. George W. Bush NORÐMENN hafa talsverðar áhyggjur af því hvernig þeir koma útlendingum fyrir sjónir og hafa tvö almannatengslafyrirtæki kann- að málið síðustu daga. Niðurstaðan er sú að Noregur sé hálfbrjálað vík- ingaland sem sé úr takti við um- heiminn og að þjóðin sé villuráfandi í félagslegum málum, að því er seg- ir í Dagbladet. Norðmenn hafa nýlega ákveðið að leyfa úlfaveiðar, þeir drepa sels- unga, ætla að leyfa sölu á hvalkjöti og þrátt fyrir að Noregur sé eitt ríkasta land heims eru sjúklingar sendir til útlanda í aðgerðir af því að biðlistarnir eru of langir. Þeir fara að sjálfsögðu með ferju af því það er ódýrara en að fljúga. Almannatengslastofan Burson- Marsteller hefur kannað ímynd Noregs hjá samstarfsmönnum sín- um í Þýskalandi, Frakklandi, Belg- íu og Bandaríkjunum. Segja starfs- mennirnir niðurstöðuna tvíbenta, þjóðin njóti góðs af því að vera talin umhverfissinnuð en að það verði einnig til þess að auknar kröfur séu gerðar til hennar. Ferðaþjónustan njóti góðs af því að útlendingum þyki Norðmenn hálfgerðir víkingar sem hlaupi upp um fjöll og firnindi. Norskur hátækniiðnaður líði hins vegar fyrir svo villta ímynd. Annað almannatengslafyrirtæki, Geelmuyden, segir, að allt það sem stjórnvöld og almenningur í Noregi hafi tekið sér fyrir hendur að und- anförnu hafi styrkt þá ímynd að þjóðin sé úr takti við umheiminn og að hún skipti ekki máli. Hálfgalið víkinga- land Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Ímynd Noregs veldur áhyggjum 30Málefni öryrkja 22 Markaðssetning selur ekki listviðburði 10 SUNNUDAGUR21. JANÚAR BLAÐBSUNNUDAGUR 25 ára var Elísabet Urbancic farin að stjórna innfæddum við vegagerð . . .  10 Stelpan við stjórnvölinn B MEIRA en helmingur breskra ung- linga hefur verið lagður í einelti og margir hafa hugleitt sjálfsmorð til að flýja kvalara sína. Sumir unglinganna sögðu að þeir hefðu orðið fyrir sví- virðingum og áreitni með sms-skila- boðum í farsímum. Yfir 10% unglinganna höfðu orðið fyrir alvarlegri áreitni, þar með talið ofbeldi, kúgun og kynþáttafordóm- um. Þetta kemur fram í könnun sem góðgerðarsamtökin Young Voice gerðu meðal 4.344 unglinga á aldrin- um 13–19 ára. Í henni segir að einelti valdi alvar- legum líkamlegum og andlegum vandamálum hjá þeim sem fyrir verða, þ.á m. þunglyndi og eiturlyfjaneyslu. Bresk ungmenni Áreitt með sms-skila- boðum London. The Daily Telegraph. ♦ ♦ ♦ HEFUR VERIÐ INDÆLT STRÍÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.