Morgunblaðið - 21.01.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.01.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, vísar á bug gagnrýni Sverris Hermannssonar, formanns Frjálslynda flokksins, í garð Landsbankans, en Sverrir sagði á landsþingi flokksins á föstu- dag að fjármálafyrirtæki eins og Landsbankinn hefðu tekið deCODE Genetics upp á arma sína og narrað vankunnandi Íslendinga til að kaupa hluti í félaginu á allt að sexföldu verði. „Landsbankinn hefur sýnt var- færni í viðskiptum með bréf í de- CODE og því er ósanngjarnt að gagnrýna starfsfólk Landsbankans sérstaklega af þessu tilefni. Ég vil taka skýrt fram að Landsbankinn hefur ekki selt af sínum hlut til fjár- festa á því verði sem var á árinu 2000,“ segir Halldór. Seldi 60% til fagfjárfesta á genginu 15–17 dollarar á hlut Landsbankinn keypti hlutafé í de- CODE fyrir einn milljarð kr. í júní 1999 á umsömdu gengi og seldi svo áfram 60 % af þessum hlut í sama mánuði til hóps fagfjárfesta. Gengi bréfa í þessum viðskiptum var á bilinu 15–17 dollarar á hlut eða um 50% hærra en núverandi gengi. Bankinn seldi einnig nokkrum fag- fjárfestum um 10% af sínum hlut í desember 1999 en gengið var þá á bilinu 20–25 dollarar á hlut. Lands- bankinn hefur að öðru leyti ekki selt eigin bréf í deCODE til innlendra fjárfesta allt nýliðið ár, að sögn hans. „Fullyrðingar um að Landsbank- inn hafi selt bréf sín í deCODE á sex- földu verði eru því alrangar,“ segir Halldór. „Viðskipti Landsbankans með bréf í deCODE eru því fullkomlega eðlileg. Staðreyndin er að Lands- bankinn keypti ákveðinn hlut sum- arið 1999 og seldi fljótlega 60% af þessum hlut með eðlilegri söluþókn- un til fagfjárfesta. 10% seldum við síðan til viðbótar nokkrum fagfjár- festum í desember 1999. Landsbank- inn átti ekki nein viðskipti með eigin bréf í deCODE á árinu 2000, þegar verðsveiflurnar urðu sem mestar,“ segir Halldór. „Ég vísa þessari gagnrýni frá hvað Landsbankann varðar en get auðvitað ekki svarað fyrir önnur fjármálafyrirtæki. Það hafa vafa- laust allir verðbréfamiðlarar í land- inu miðlað af bréfum Í deCODE, þ.e.a.s. selt og keypt fyrir einstak- linga eða fagfjárfesta, sem vildu selja eða kaupa. Landsbankinn hefur hins vegar ekki selt neitt af eigin bréfum allt árið 2000,“ sagði hann. Varfærni í við- skiptum með bréf í deCODE Bankastjóri Landsbanka vísar á bug gagnrýni Sverris Hermannssonar FRAMKVÆMDIR við byggingu verslunarmiðstöðvarinnar Smára- lindar í Kópavogi ganga í öllum að- alatriðum eftir áætlun, en stefnt er að opnun verslunarmiðstöðvarinnar á hausti komanda. Byggingin er óð- um að taka á sig mynd og er nú búið að reisa 75–80% af henni, samkvæmt upplýsingum Pálma Kristinssonar, framkvæmdastjóra Smáralindar. Hann sagði að framkvæmdir við innréttingar í stórmarkaði Hag- kaups og Debenhams hefðu byrjað í byrjun janúar, auk ýmissa annarra framkvæmda við innréttingar, þrátt fyrir að húsið væri ekki allt upp- steypt. Um 250–300 manns eru að störf- um við bygginguna nú, en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi ört á næstu mánuðum og verði í kringum 4–500 í vor. Pálmi sagði að mjög vel hefði viðrað til framkvæmdanna í vetur. Þá hefði verulega dregið úr spennu í byggingariðnaði og auðvelt væri að fá menn í vinnu, þannig að þörf fyrir útlendinga til verksins, sem verið hefðu fjölmargir á tímabili, hefði minnkað verulega. Ráðgerður heildarkostnaður við bygginguna er 7–8 milljarðar kr. og þar til viðbótar kemur kostnaður við innréttingar leigutaka. Að þeim kostnaði meðtöldum verður heild- arkostnaðurinn líklegast á bilinu 9– 10 milljarðar, að sögn Pálma. 75–80% Smára- lindar reist Morgunblaðið/RAX „ÉG fagna yfirlýsingu samgönguráð- herra um að það sé ákveðinn vilji til þess að skoða breytt fyrirkomulag flugvallar í Vatnsmýrinni. Það er greinilegt að hann og hans menn hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þess að það þurfi að styrkja bæði íbúðabyggð og atvinnustarfsemi á þessu svæði, þó að mér finnist að það land sem þeir tala um að losni, ef flugið er flutt austur fyrir norður-suður-brautina, sé ekki nægilegt,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um ummæli Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra á fréttamannafundi um framtíð Reykjavíkurflugvallar sl. föstudag. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær telur Sturla áframhaldandi staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni ótvírætt hagkvæmasta kostinn. „Ráðherra sagði að það kæmi ekki til álita að flytja flug á nýjan flugvöll sunnan Hafnarfjarðar. Ég er engan veginn sammála þessu og tel að ráð- herra ætti að skoða þetta betur vegna þess að það getur bæði tryggt hagsmuni höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar að fá flugvöll þar. Því til viðbótar skapar það ýmsa framtíð- armöguleika um þróun flugvallar, sem eru mjög takmarkaðir í Vatns- mýrinni,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Borgin tilbúin að koma að viðræðum um kostnað Fram kom í máli samgönguráð- herra að mun meiri kostnaður fylgdi því ef byggður yrði nýr flugvöllur sunnan Hafnarfjarðar eða ráðist yrði í að færa austur-vestur-brautina út í sjó. Ingibjörg segir ef þessir kostir yrðu ofan á væru borgaryfirvöld tilbúin að koma að viðræðum um þetta mál. „Ástæðan fyrir því að við erum að fara af stað með þessa umræðu er ekki sú að græða fjármuni heldur er- um við sem skipulagsyfirvöld að horfa til framtíðar og hvernig borgin getur þróast í framtíðinni. Það er auðvitað sjálfsagt að skoða með hvaða hætti þeir fjármunir yrðu nýtt- ir sem kæmu til vegna þess lands sem losnaði. En þetta verður bara að koma í ljós þegar niðurstaða liggur fyrir eftir atkvæðagreiðsluna,“ sagði hún. Samgönguráðherra sagði jafn- framt að ef flytja ætti austur-vestur- brautina út í Skerjafjörð yrðu íbúar Reykjavíkur að gera sér grein fyrir að borgin yrði þá að kosta flutning brautarinnar af sínum skatttekjum. Spurð um þetta sagði borgarstjóri: „Mér finnst ekki eðlilegt af honum að setja þetta fram með þessum hætti. Af hverju ætti þetta endilega að koma af skatttekjum Reykjavíkur- borgar? Það losnar ákveðið land í Vatnsmýrinni. Við þurfum að átta okkur á hvaða verðmæti fást út úr því og hvernig þau verðmæti verða þá nýtt, m.a. til þess að byggja eða fjár- festa í því sem þörf er á vegna flug- vallarins og annarrar grunngerðar á svæðinu,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Borgarstjóri um tillögu ráðherra um Reykjavíkurflugvöll Byggingarsvæði yrði ekki nægilegt FREMUR treg loðnuveiði var á miðunum út af Aust- fjörðum í fyrrinótt. Nokkrir bátar voru á landleið þar sem spáð var brælu. Sveinn Benediktsson SU var á leið til Reyðarfjarðar með rúm 700 tonn og þar af var búið að frysta 130 tonn um borð, en restin fer í bræðslu á Reyð- arfirði. Gullberg VE var á leið til Færeyja með loðnuafla og er það annað skipið sem landar þar frá áramótum. Betra verð fæst fyrir loðnuna í Færeyjum en hér á landi og munar um einni krónu á hvert kíló. Oddeyrin EA kom með fyrstu loðnuna á vertíðinni til Grindavíkur, í fyrradag; um 700 tonn sem öll fóru í bræðslu. Oddeyrin skilaði á síðasta ári mestum afla til Grindavíkur eða 24.000 tonnum. Eggert Þorfinnsson, skip- stjóri Oddeyrarinnar, sagði loðnuna erfiða og mörg köst hefði þurft til að ná tonnunum 700. Eggert fékk afhentar blómakörfur upp í brú þegar skipið hafði lagst að bryggju. Morgunblaðið/Garðar P. Vignisson Treg loðnuveiði LÖGREGLAN stöðvaði tvítug- an ökumann á Hafnarfjarðar- vegi um fimmleytið í gærmorg- un fyrir að aka á 137 km hraða en hámarkshraði er 70 km/klst. Talsverður fjöldi var í miðbæ Reykjavíkur í fyrrakvöld og um nóttina, meðal annars vegna þorrablóta. Þrír voru hand- teknir fyrir óspektir í miðbæn- um. Tveir fengu að fara að lok- inni yfirheyrslu en einn varð að gista fangageymslu. Á 137 km hraða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.