Morgunblaðið - 21.01.2001, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.01.2001, Qupperneq 11
ERLENT 12 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ GRÍGORÍ Javlinskí, leiðtogi rúss- neska umbótasinnaflokksins Jabl- oko, kemur til Íslands á sunnudag í boði landsnefndar alþjóðaverzlun- arráðsins og heldur ræðu á opnum hádegisverðarfundi á Grand hótel á mánudag. Auk þess að vera formaður Jabl- oko og þingflokks hans í neðri deild rússneska þingsins, dúmunni, er hann stjórnarformaður EPI-center í Moskvu, einkarekinnar rann- sóknastofnunar sem sérhæfir sig í efnahagsmálarannsóknum. Undanfarinn áratug hefur Javl- inskí verið einn fremsti talsmaður efnahagsumbóta í Rússlandi en þó harður gagnrýnandi félagslegra hliðarverkana þeirrar efnahags- málastefnu sem fylgt var allan valdatíma Borís Jeltsíns forseta. Hann var einn stofnenda Jabl- oko-kosningabandalagsins árið 1993, sem bauð fram til dúmunnar sem valkostur fyrir frjálslynda kjósendur sem hlynntir væru markaðshagkerfi að vestrænni fyr- irmynd en væru óánægðir með stefnu ríkisstjórna Jeltsíns, sem m.a. færðu stærstan hluta einok- unarfyrirtækja sovéttímans í hend- ur fáeinna athafnamanna. Meðal helztu markmiða Jabl- oko-flokksins er að greiða fyrir nánari tengslum Rússlands við Evrópu á efna- hagslegu, stjórn- málalegu og lagalegu sviði. Á heimasíðu Jabl- oko (www.eng.yabl- oko.ru) er greint frá því, að undir forystu Javlinskís hafi flokk- urinn fest sig í sessi sem einarður og sjálf- um sér samkvæmur boðberi umbóta sem beitti sér af afli gegn spillingu í rússnesku samfélagi og væri í andstöðu við stríðið í Tsjetsjníu. Grígorí Javlinskí er fæddur í Lvov í Vestur-Úkraínu árið 1952. Hann var ungmenna- meistari í hnefa- leikum, hætti í skóla sextán ára og fór að vinna sem rafvirki. En hann hélt þó áfram námi; fékk inngöngu í Plekhanov-hagfræði- háskólann í Moskvu og útskrifaðist þaðan árið 1973. Doktors- prófi í hagfræði lauk hann árið 1978. Varð frægur fyrir „500 daga áætl- unina“ árið 1990 Hann varð þekktur árið 1990 er hann var meðal höf- unda að 500-daga áætluninni svo- kölluðu sem unnin var að beiðni Mikhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og fjallaði um það hvernig hægt væri að snúa áætlanabúskap sov- ézka hagkerfisins í markaðsbúskap á 500 dögum. Javlinskí átti þátt í að móta efna- hagsstefnu fyrstu lýðræðislega kjörnu ríkisstjórnar Rússlands 1990-1991. Árið 1992 gerði Jeltsín forseti Jegor Gajdar að aðalhag- fræðiráðgjafa sínum og upp úr því gerðist Javlinskí æ gagnrýnni á efnahagsmálastefnu Jeltsíns. Árið 1995 gerðist hann einn ein- arðasti gagnrýnandi hernaðar Rússa í Tsjetsjníu en viðbrögð hans við framhaldsstríðinu þar, sem enn stendur yfir, hafa verið hófsamari. Javlinskí var í framboði í forseta- kosningunum 1996 og 2000 og hlaut í bæði skiptin um 7% atkvæða. Kjarna stuðningsmannahóps hans er að finna meðal frjálslyndra menntamanna sem búa í borg. Þótt hann gerði sér grein fyrir því að hann ætti litla möguleika á fjöldafylgi sagði hann fyrir forseta- kosningarnar í fyrravor að það væri samt vit í því fyrir hann að bjóða sig fram; það gæfi milljónum Rússa, sem bæði væru andsnúnir kommúnisma og hinni ríkjandi valdastétt, valkost sem þeir gætu greitt atkvæði sitt með góðri sam- vizku. Javlinskí hefur skrifað fjölda- mörg rit um efnahagsmál, svo sem The Grand Bargain (1991), Laiss- ez-faire Policy-Led Transform- ation: Lessons of the Economic Re- forms in Russia (1994), The Russian Economy: the Heritage and Possibilities (1995). Nýjasta rit hans sem út hefur komið á Vest- urlöndum er The Transition to Market Economy in Russia (2000). Ýmis vestræn dagblöð og tímarit hafa einnig birt greinar eftir hann, svo sem The New York Times og Financial Times. Á hádegisverðarfundinum á mánudag ætlar Javlinskí að fjalla um efnahagsástandið í Rússlandi og framtíðarmöguleika á viðskipt- um við Rússland. Rússneski stjórnmálamaðurinn Grígorí Javlinskí heimsækir Ísland Þekktasti umbóta- sinni Rússlands Grígórí Javlinskí GLÆPAMAÐUR, svindlari,lygari, svikari,“ voru orðinsem breska blaðið TheSun notaði á föstudag um „fótboltasvindlarann“ Bruce Grobb- elaar, fyrrverandi markvörð Liver- pool og víðfrægan fótboltamann í Bretlandi á síðasta áratug. Í þetta skipti þykist blaðið ekki þurfa að ótt- ast meiðyrðamál þar sem blaðinu var í fyrradag dæmt í vil í meiðyrðamáli sem Grobbelaar höfðaði upphaflega gegn blaðinu. Aldrei þessu vant voru The Sun og The Guardian sammála og síðarnefnda blaðið hrósaði æsi- fréttablaðinu fyrir úthald í málinu. Grobbelaar er 42 ára að aldri og þjálfar nú lið í Suður-Afríku. Hann á yfir höfði sér reikning fyrir máls- kostnað upp á 1,5 milljónir punda, sem hann segist ekki vera borgunar- maður fyrir. Hann unir dómnum illa og segir stóryrði The Sun nú efni í annað meiðyrðamál. Eina leiðin til að fá dómnum hnekkt er að skjóta hon- um til Lávarðadeildarinnar en óvíst er hvort það verður gert. Dómurinn hefur að öllum líkindum víðtæka þýðingu í bresku réttarkerfi en þetta er í fyrsta skipti sem úr- skurði kviðdóms í meiðyrðamáli er hnekkt. Fréttaskýrendur voru í gær sam- mála um að nú yrði erfiðara fyrir frægt fólk að fara í meiðyrðamál gegn fjölmiðlum og ganga út frá því sem vísu að hægt væri að hafa millj- ónir upp úr krafsinu. En málið sýnir einnig vinnubrögð æsifréttablaðs sem bæði borgaði þeim er kom upp um Grobbelaar og sparaði hvergi til að blaðamenn blaðsins fengju sína sögu. Og síðast en ekki síst beinist athyglin að skipulagðri glæpastarf- semi í veðmangi þar sem kínverskar „tríöður“, hliðstæðar ítölsku maf- íunni, hafa undirtökin og teygja anga sína líka til Evrópu. Njósnatæki notuð til að góma Grobbelaar Sagan sem The Sun rekur í gær líkist mest spennusögu. Sumarið 1994 hringdi Chris nokkur Vincent í blaðamann The Sun. Vincent sem er ættaður frá Zimbabwe eins og Grobbelaar, bar hefndarhug til Grobbelaar. Grobbelaar var á þess- um tíma vinsæll markvörður Liver- pool og þótti skemmtilegur á leikvelli þar sem hann hegðaði sér oft trúðs- lega. Þeir Vincent og Grobbelaar höfðu verið bestu vinir og verið saman um að koma á fót safari-ferðamannamið- stöð í heimalandinu. Það fór út um þúfur og Vincent sat uppi með sárt enni. Nú vildi Vincent gjarnan segja frá því að Grobbelaar tæki við fé fyrir að verja ekki mörk og tapa leikjum, svo einhverjir óprúttnir náungar gætu grætt á veðmálum um leikina. Blaðamaðurinn tók sögunni tveim- ur höndum og Vincent og nokkrir blaðamenn lögðu á ráðin um hvernig mætti fá Grobbelaar til að segja frá öllu saman og ná ótvíræðum sönn- unum fyrir svindli hans. Næstu þrjá mánuði var Vincent í sambandi við Grobbelaar, sem í fyrstu var hikandi að hitta þennan fyrrum vin sinn sem hann vissi að væri sér reiður. En Vincent gerði honum góð boð, sagð- ist vera að vinna fyrir náunga, sem vildu borga Grobbelaar fyrir að hag- ræða úrslitum leikja eins og Vincent vissi að Grobbelaar hefði áður gert. Eftir nokkra fundi Vincents og Grobbelaars þar sem faldar mynda- vélar, upptökutæki og önnur há- tækni njósnatól voru notuð og blaða- menn og ljósmyndarar fylgdust með, gekk Grobbelaar í gildruna. Hann tók við tvö þúsund pundum í reiðufé frá Vincent. Það var fest á filmu og þar á ofan hafði Grobbelaar sagt frá ýmsu af því svindli sem hann hafði áður stundað. Fyrir vikið fékk Vincent 35 þúsund pund og vonaðist til að fá meira ef Grobbelaar yrði fundinn sekur. Í samræðum Vincents og Grobbel- aars kom meðal annars glöggt fram hvernig Grobbelaar hafði iðulega hitt kínverskan veðsvindlara, Heng Suan Lim, fulltrúa veðsamtaka, sem veltu einum milljarði punda. Fundir þeirra fóru fram rétt fyrir og eftir leiki. Lim lifði ljúfu lífi í London, bjó í glæsiíbúð og var haldinn óstöðvandi spilafíkn. Samtökunum var stjórnað frá Indónesíu af öðrum spilafíkli. Sögu- sagnir herma að forsprakkinn hafi á einu kvöldi grætt 1,1 milljón punda við spilaborðið en tapaði á einu ári 3,5 milljónum. Samtökin veltu milljón- um og reiðuféð flæðir milli manna. Lim komst í samband við Grobbel- aar sem virtist tilkippilegur til að láta boltann stundum rúlla inn í markið. Rannsókn The Sun beindist að nokkrum ákveðnum leikjum. Í leik Newcastle og Liverpool 1993 tapaði Liverpool 3-0 og Vincent kveður Grobbelar hafa fengið 40 þúsund pund fyrir vikið. En það var ekki allt- af auðvelt fyrir markvörðinn að hag- ræða úrslitum. Í eitt skiptið varði hann óvart og þar sem Liverpool vann leikinn tapaði hann að sögn Vincent 125 þúsund pundum. Á þess- um tíma hafði Grobbelaar um 100 þúsund pund í árslaun, um tólf millj- ónir íslenskra króna. Þeir, sem geta með mútum vitað fyrirfram hvernig leikur fer, geta þá veðjað grimmt á fyrirfram ákveðin leikúrslit og síðan hagnast á öllu saman. Þeir sem tapa eru veðmang- arafyrirtækin, en líka aðrir, sem veðja án þess að vita að leikurinn sé ákveðinn fyrir fram og svo leikmenn liðsins, sem tapa og missa þá bónus sinn. Og svo tapa auðvitað allir þeir, sem trúa á fótbolta, sem heiðarlega íþrótt. Sýknaður í þrígang Eftir að The Sun hafði safnað sam- an þessum upplýsingum og tekið samræður Vincents og Grobbelaars upp, gekk blaðamaður þess á fund Grobbelaars og lagði spilin á borðið. Grobbelaar neitaði öllu og reyndi einnig að ljúga sig frá vísbendingun- um. Daginn eftir birti blaðið sögu sína. Í kjölfarið höfðaði breska knatt- spyrnusambandið sakamál á hendur Grobbelaars, en bæði í undirrétti og eftir áfrýjun var Grobbelaar dæmd- ur saklaus 1997. Þá fór Grobbelaar í meiðyrðamál við The Sun. Það veltur á ýmsu hvort bresk meiðyrðamál eru dæmd af kviðdómi, en það hefur frekar verið reglan en undantekningin þar sem það þykir gefa vísbendingu um til- finningu almennings og endurspegla réttarvitund í slíkum málum að kvið- dómur tólf almennra borgara felli úr- skurð. Árið 1999 sigraði Grobbelaar líka í því máli og hafði nú farið í gegn- um þrenn málaferli og borið sigur af hólmi. Hann væri ekki sekur um að hafa leikið sér að því að verja ekki mörk gegn þóknun. The Sun áfrýjaði málinu hins veg- ar og það var í því máli sem var dæmt í á fimmtudaginn. Nú snerist hins vegar lán Grobbelaars í ólán. Þrír dómarar voru sammála um að áburð- ur The Sun hefði verið réttur, Grobb- elaar væri sekur og skófu hvergi af í dómsorðum sínum. Hver dómari skilar sínu áliti en þeir eru alveg sammála um að framburður Grobb- elaars og allar tilraunir hans til að skýra málið séu algjörlega ótrúverð- ugar. Einn dómari lætur svo ummælt að hann hafi reyndar efast ögn um að leyfa ætti áfrýjun málsins, ekki af því hann efaðist um sekt markvarðarins, heldur af því að það sé ábyrgðarhlut- ur að steypa úrskurði kviðdóms og kasta um leið rýrð á hann. Vekur spurningar um eðli meiðyrðamála Dómurinn í vikunni hefur vakið miklar vangaveltur um hlutverk kviðdóms í meiðyrðamálum og um eðli þeirra. Á það hefur verið bent að kviðdómur hafi tilhneigingu til að dæma með frægu fólki. Það sé eins og frægðin skapi því ákveðinn trú- verðugleika, jafnvel þó gögn í málinu bendi í aðra átt. Í gleðivímu sinni í gær réðst The Sun heiftarlega á afstöðu keppinaut- arins Mirror í málinu. Eftir sýknu- dóminn yfir Grobbelaar 1997 kallaði Mirror blaðamenn The Sun spillta, óhæfa, ruddalega og sagði þá hafa farið ófagmannlega að. The Sun hefði svikið breskan fótbolta með umfjöll- un sinni um Grobbelaar. Minnt er á að Piers Morgan, ritstjóri Mirror, sæti nú rannsókn fyrir að hafa hagn- ast á að kaupa hlutabréf, sem Mirror skrifaði vel um en það leiddi til tíma- bundinnar hækkunar, sem ritstjór- inn hafi hagnast á. Nú hafi dómurinn sýnt að Mirror hafði á röngu að standa um Groggelaar og þátt The Sun. Í leiðara The Guardian er bent á að meiðyrðamál sé alltaf eins og happ- drætti. Iðulega hefur verið rætt um hve óheppilegt það sé að sá, sem höfðar málið, þurfi í raun ekki að sýna fram á að sakborningur hafi haft rangt fyrir sér, heldur verði sá, sem sóttur er til saka fyrir meiðyrði að sýna fram á að hann hafi haft á réttu að standa. Með þetta tvennt í huga verða meiðyrðamál mjög erfið en breskir fjölmiðlar þykjast líka sjá að frægt fólk hafi iðulega tilhneig- ingu til að fara í meiðyrðamál í von um að geta unnið háar fjárhæðir í bætur. Ýmsir álykta nú sem svo að eftir þennan dóm geti fólk ekki verið öruggt um að auðfengið fé sé að fá í meiðyrðamálum. Bruce Grobbelaar tapar meiðyrðamáli gegn The Sun AP Bruce Grobbelaar, fyrrverandi markvörður Liverpool, fylgist með knattspyrnuleik í Suður- Afríku þar sem hann hefur starfað sem þjálfari. Dómurinn hefur mikla þýðingu í réttarkerfinu Markvörðurinn Bruce Grobbelaar tapaði í vikunni meiðyrðamáli gegn The Sun og var um leið stimplaður fyrir að hafa þegið fé fyrir að verja ekki mörk. Sigrún Davíðs- dóttir segir að málið sýni ný tök réttarkerf- isins í meiðyrðamálum og það veki marg- víslegar spurningar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.